kominn tími á pistil...
ég veit ég hef verið löt að koma með fréttir af ævintýrum í kanalandinu, þannig að hérna kemur smá runa af hrakförum, bálförum, sam.. nei djók og ævintýraförum Löfunnar:
**er sum sé farin að feta í fótspor föðursystra minna og vinn sem sjálfboðaliði við spænskukennslu í 7 og 8 bekk. skólinn sem ég vinn í er almenningsskóli í frekar fátæku hverfi með um 80% afrísk-amerískum börnum, 15% asískum börum og 5% hvítum. sem sagt mjög skemmtilegt og alþjóðlegt vinnuumhverfi, en einnig þar sem þetta er frekar fátækt hverfi þurfum við kennararnir að passa það að nemendurnir mæti ekki útúrdópaðir í skólann og séu ekki að selja dóp á skólalóðinni (böstaði einn um daginn með eina feita á kantinum og fór alveg í kerfi!) en ég er einnig búin að eignast nokkrar vinkonur í bekknum (þið vitið maður á alltaf einhver uppáhöld) og eru þær stelpur búnar að nefna mig "Ó" og er ég offfísíallí komin með ghettó nafnið "Ó". svo var ég spurð um daginn hvort ég hefði farið í lýtaaðgerð á nefinu í miðri skólastofunni, það sem maður lendir ekki í!!
**svo veit ég ekki hvort að þið kannist við kana-frasann "spring-break" en í fáum orðum þá er þetta eina afsökun kanamanna til þess að senda ungmenni á heitar strendur að drekka bjór á miðri skólaönn, ekki kvarta ég!! þar sem ég mengast af kanaveikinni með hverjum deginum ákváðum við herbergisfélagarnir að safna smá pening, finna góðan díl og skella okkur hvert annað en til MEXÍKÓ!! förinni er heitið til Puertovallarta og verð ég sum sé flatmaga í 30 stiga hita í 8 daga (fer á morgun)
**svo svona að lokum smá hrakfallabálkaklaufaasnaskapssaga. mætti í tíma síðastliðinn fimmtudag svona frekar í þynnra lagi sökum endalausra afmælisveislna sem manni er boðið í.

heníveis, ákvað að taka mig saman í andlitinu og mæta í tíma þrátt fyrir fyrrnefndar ástæður, sest niður, held andanum inni (alltaf að virða náungann, hehe) tek upp bækurnar og er tilbúin að glósa eins og ég fengi borgað fyrir það. allt í einu gengur hávaxinn kennarinn upp að mér (sem ég hef aldrei séð áður bæðevei) og segir djúpri röddu "miss, are you sure you are in the right place" neiiiiiiii hvur andskotinn, haldiði að ég hafi ekki farið inn í kolvitlausa skólastofu í miðju prófi!!! með rósroða í kinnum skelli ég upp úr mér vandræðalegum hlátri og segi... "ohhh haha sorry" og með skottið á milli lappana asnast inn í rétta stofu, fimm mínútum of sein.
já eins og þið sjáið þá er gleðin fundin á ný eftir margra vikna fjarveru, sumarið er að koma og ég er að fara til mexíkó á morgun! verður örugglega ekki eins gaman að fara til mexíkó án benító júarezzz og margarítunni, en ég reyni mitt besta með oppeinheimer, leahey og hinum kanarassgötunum
lifið heil og kids, dont do drugs...
become a rock star and they give you them for freeeeee!!