bókasafnið dularfulla...
þanning er nú mál með vexti að síðastliðnar nætur hef ég ekki getað fest svefn, vegna flugþreytu, vinnuþreytu og annars konar ofþreytu. þá var tekið á það ráð að "sjónvarpa sig í svefn", ekki gekk það eftir mér til mikils harmleiks og örþrifaráðum var því beitt.. nú skyldi vera tekin upp bók og "lesið sig í svefn" en þeirri hugmynd stal ég frá menntakerfinu því ávallt sofnaði ég á mínum skólaárum yfir bók sem átti að vera lesin.
nú, leiðin lá því á bókasafn efstahraunsins og var stórbók Einars Kárasonar fyrir valinu,
þar sem djöflaeyjan rís-gulleyjan-fyrirheitna landið. aðra eins skemmtun í bókmenntaheiminum hef ég bara ekki kynnst áður (þó svo að grunnskólaprófið mitt segi að einhverntímann hafi ég nú lesið eina af þessum bókum) og við hvert tækifæri sit ég eins og versti íslenskukennari með bók í hönd og skelli upp úr þegar á við.
nú áður en stórbókin var fundin á bókasafninu var mér litið á aðra bók, litla og "auðvelda" að sjá, fallega hvíta með gylltum stöfum. nei þetta var ekki fermingarsálmabókin, heldur afmælisdagbók með stjörnuspám frá árinu 1945! í henni er að finna alls kyns fróðleik um fólk og afmælisdaga þeirra og svo er hún uppfull af Z (stafnum zetu) sem mér fannst óendanleg skemmtun. í henni fann ég líka alls kyns nöfn sem forfeður mínir kannast við og sú elsta sem ég fann í bókinni var fædd 1910. en í tilefni þessarar færslu og boðskap hennar (það er gaman að lesa bækur sem maður
þarf ekki að lesa) hef ég ákveðið að efla til smá gamanleiks. hann gengur út á það að þið hripið niður nafn og afmælisdag hérna í commentunum og ég leita ykkur uppi í bókinni góðu og sálgreini ykkur frá toppi til táar!!
nú tilraunagrísinn er að sjálfsögðu litla systir mín (7 mín. yngri sjáiði til) hún margrét og hún er fædd
18. september. sjáum nú hvað bókin góða hefur um þennan dag að segja:
Mikill kraftur og dugnaður býr í skapgerð þinni. Þú ert kjarkmikill og viljasterkur og gæddur framkvæmdasemi og skipulagshæfileikum. Þú ert smekkgóður og hagsýnn, en átt til að vera nokkuð þykkur og þver. Nokkuð ertu viðkvæmur fyrir almenningsáliti. Hjónabönd eru tvísýn og sjaldan ástrík hjá fólki af þinni gerð.Nú er bara að bíða og sjá hver verður næstur!
Þangað til næst-djöflaeyjan kallar