Kreppan hefur áhrif víða...
Fjármlálakreppa í landinu og bloggkreppa hjá Löfunni. Eins og þið hafið kannski gert ykkur í hugarlund þá er ég komin á klakan og hið ljúfa líf á Kosta Ríka er minningin ein. Bitið góða og það skemmtilega ör sem það skildi eftir sig er hins vegar dagleg minning um það hve heppin ég er að það hætttulegasta í mínu umhverfi eru grýlukerti á húsþökum...
Núna þegar útlitið er svart og fréttirnar segja okkur ekkert annað en hve svart það sé held ég að það sé ráð að lyfta sér aðeins upp. Þá á ég ekki við "partý" eða "djamm" (því jú það er svo dýrt) heldur ódýrt, skemmtilegt ekta íslenskt fönn!
Ég er að stinga upp á því að við tökum okkur saman og
tökum slátur!!!!!!!! Áhugasamir endilega skráið ykkur í kommentum að neðan og við látum verða af þessu!!!!
Einnig vil ég óska eftir stúlkum á Reykjavíkursvæðinu til þess að hittast einu sinni í viku og spila fótbolta, sem komið er erum við 5 stk. sem erum komnar en okkur vantar a.m.k. 10-15 svo þetta geti verið skemmtó!
Nóg komið af tilkynningum og vænti ég þess að koma að kommentaboxinu yfirfullu næst þegar ég sest fyrir framan tölvuna.
Slátur- ódýr og góður matur í kreppunni, svo er svo gaman að búa það til!