Er bloggið dautt??
Frá tilkomu fésbókarinnar hefur minna borið á bloggeríum og ég hef hreinlega velt því fyrir mér hvort að bloggið sé dautt...
...eða er þetta bara ég, ég hef mun minna að segja frá svona þegar maður er dobbúl bókaður alla daga og er að rottast í 101 alla daga vikunnar nema á sunnudögum þegar ég skelli mér í Grindó í mat??
Annars er það að frétta af mér að ég á að skila tveimur ritgerðum, samtals 7000 orðum fyrir lok næstu viku og hef ég ekki byrjað ennþá. núna fer blæðandi magasárið að gera vart við sig á nýju eftir tveggja ára hlé...´
En svona til að láta ykkur vita að ég er enn söm við mig þrátt fyrir einstaka vonleysisköst þá var ég að brydda upp á nýjung heima hjá mér, setti stóla við borðstofuborðið sem ég fékk að láni frá Óskari bró og dröslaði þeim niður stigann alveg ein, þegar síðasti stólinn var alveg að koma niður þá gleymdi ég að stíga í síðstu tröppuna og flaug fram fyrir mig með þvílíkum tilþrifum, lenti kylliflöt á maganum ógurlega stolt af því að hafa ekki brotið stólinn en svekkt að Magga skuli akkúrat hafa verið að labba framjá og verða vitni af ósköpunum.
Er með einn marblett á hnénu og einn undir rifbeininu sem er ráðgáta því ég man ekki eftir því að hafa rekið stólinn upp undir mig í herlegheitunum...
Jæja best að halda áfram að þykjast vera að vinna
hilsen