
afsaka bloggleysi. en ég hef mínar ástæður. sko...
fór í paintboll afmælisveislu á laugardaginn og skemmti mér konunglega, nema hvað fyrsta skotið sem fór í mig lenti svona skemmtilega á rifbeininu hægra megin að ég hélt ég yrði ekki eldri. nú þetta gerðist á fyrstu tíu mínútunum og þrír tímar eftir þannig að ég harkaði þetta bara af mér og kláraði mótið (varð sko mörgum marblettunum ríkari eftirá)
svo var farið í grill og gaman eftirá og mér var ekkert farið að lítast á blikuna, erfitt með andadrátt og hægri hendin lyfitist ekki hærra en fyrir ofan mitti. svo ákvað ég að kíkja á þetta:

(þessi mynd er tekin í dag, 4 dögum eftir skotið mikla og hefur lagast alveg helling!)
ég hef örugglega brákað rifbeinið, ef ekki brotið það, en eins og joey í vinum þá veit ég ekki hvort ég sé sjúkratryggð í steitinu og harka þetta bara af mér:)
annars er allt það besta að frétta, krakkarnir að gera mig gráhærða, toyota corollan sem ég er að fara að fjárfesta í er húddlaus en verður tilbúin á laugardaginn, kiwi fer sama dag til nýja sjálands og svo eru bara tvær vikur í maggs og skars!!
með þessum hughreystandi myndum af löppunum á mér kveð ég í bili og kvíð fyrir föstudeginum 13!
2 ummæli:
passa sig í dag!!
and we made it!!!!!
Skrifa ummæli