
JANÚAR... ferðalagaárið mikla hafið með skíðaferð til Arabba á Ítalíu

FEBRÚAR... næst var förinni heitið til Stokkhólms í Sverige og Aspen í Kanalandi

MARS... Þær stöllur heimsóttar, Erla í Minneapolis og Magga í Hollywood. Þaðan fórum við til Tijuana í Mexíkó og hið forláta Beverly Hills, algjör draumur!!

APRÍL... Langþráður draumur rættist um að heimsækja vini og vandamenn í Ekvadorinni minni :) Tók Meghan, vinkonu mína úr háskólaboltanum með mér

MAÍ... Fór í mitt annað brúpkaup á ævinni hjá þjálfara fótboltaliðsins úti, Wisconsin USA

JÚNÍ... Gott að koma á klakann eftir rúma fimm mánuði á ferð og flugi. Sjómannahelgin stendur uppúr, FREAKY FROGS verða til

JÚLÍ... Takkaskórnir teknir af hillunni og skelli mér í mark. Augabeinsbrotna og fæ glóðurauga. Spila svo tveim vikum seinna og nefbrotna

ÁGÚST... Læt brotið nef ekki angra mig og skelli mér til eyja, Tóti kæró og allt landsliðið mætt, svooo mikið gaman!!

SEPTEMBER... Legg í víking til Ekvador í hjálparstarfs-
hugleiðingum. Í þetta skipti dreg ég Bobby með mér :) Byrjum að kenna Kólmbískum flóttakonum íslensku fyrir Sameinuðu Þjóðirnar

OKTÓBER... Byrja að vinna á munaðarleysingjaheimili og kolféll fyrir þessum :)

NÓVEMBER... Á milli þess sem ég knúsaði litlu krílin skelltum við okkur til Cartagena í Kólumbíu

DESEMBER... Síðasta flakkið á árinu, ferðin til Argentínu!! Æðislegt land sem ég mæli með að allir heimsæki. Hér má sjá gröfina hjá hinni frægu Evu Peron.
Já þetta var svona árið í heild sinni. Lönd heimsótt: Svíþjóð, Þýskaland (á leið til Ítalíu), Ítalía, Bandaríkin, Mexíkó, Ekvador, Kólumbía og Argentína :)
Nú er bara að bíða og vona að maður nái að heimsækja fleiri lönd á þessu ári!
Gleðilegan mánudag :)
10 ummæli:
Ólöf mín er ekki til nýrri mynd af okkur saman!?
Það er ekkert ANNAÐ!!!
Þetta kallar maður að "living it up"!!!
Þvílíkt áááár!!
Stolt af þér! Drífðu þig svo bara að settla þig hérna heim með Mario og litla Ian krútt! Barnið þarf svona alþjóðlegt frændfólk til að læra allt um heiminn!! ;D
p.s flott kúlan á hökunni á mér eftir að ég hrundi á hausinn á djamminu.. Erla mannstu?? HAHAHA
MASSA BLOGG HJÁ ÞÉR!!!
Frábært blogg!
Já, Magga... HAHAHAHA! Dettið!! Við vorum æði á þessari köldustu helgi aldarinnar!!
Já, Ólöf, um að gera að gera fjölskylduna fjölþjóðlegri ;)
Hlakka svooo til að sjá ykkur elskurnar!
vá maður engin smá ferðalög !! Bara gaman af því.
En vá hvað ég man eftir því þegar þú fékkst sparkið í þig í FH leiknum !! :S Ég var að reyna að bjarga því sem bjargað varð ....en ég held samt ég hafi ekki bjargað neinu hahaha
bobby: hahaha jú, þessi var bara eina sem ég fann í tölvunni... við áttum helling fleiri en við vorum RÆNDAR manstu?? hehe verðum að fara að taka myndir :)
magga: já.. jii hvernig væri það að fara að vinna í því að ættleiða kútinn og koma kjéllinum á klakann?? hahaha...
erla: já mér líst vel á það :) hvenær fær maður svo að sjá þig??? er ekki búin að sjá þig síðan í endann ágúst!!
petra: hahaha ég man sko eftir því. þú varst eitthvað, uhh ólöf sérðu eitthvað og ég bara uhh já... eða nei bíddu og kúlan stækkaði og stækkaði!! samt flott viðbrögð hjá þér, annað en magga og gebba í denn!!
Já, viðbrögðin eru misjöfn. Ég man þegar Magga missti sig við að horfa á andlitið á Ólöfu með skurðinn í kinninni á vellinum í denn!!! hehe En ég þykist viss um að Petra hafi staðið sig með stakri prýði :)
já ég man eftir þessu á Grindavíkurvellinum....sjúkrabíll og læti !!
Ólöf, þú ert náttúrulega algjör snillingur. Hef ekki mikið meira að segja í bili. Er ennþá fúl yfir þjóðverjaleiknum..
Bjögga
já helvítis mennirnir hvað eru þeirr að spá er alveg drullufúl hérna :) en flott blogg algjörlega að lifa lífinu það fer ekki á milli mála ;)
Arna
haha ja ég tapaði aðeins kúlinu þarna! Gebba líka minnir mig!
Ég sá bara fyrir mér augað af sko.. allt útí blóði!
Ekki hægt að láta sem ekkert sé!
haha
Skrifa ummæli