Jæja þjáningarbræður og systur nú er kominn tími til þess að rífa sig upp úr volæðinu og fara að blogga að nýju! Hef í rauninni lítið að segja nema það að ég er búin að fara tvisvar sinnum til útlanda á árinu og stefni á að fara að út nýju, til Boston 19. mars að velja brúðarkjól handa Erlu!! Jii hvað maður er orðinn fullorðinn, orðin guðmóðir Helga Hafsteins og veljandi brúðarkjóla á systur sínar!! Ja hérna hér, áður en maður veit verður maður hættur að djamma og farið að langa í sund á laugardagsmorgnum...
Eeeeeen ekki strax því ég ætla með tveimur úr tungunum á leikrit á Rosenberg á laugardagskvöldið og sletta úr klaufunum með sveitafólkinu, looove it!!
Svo er ég búin að fjárfesta í flugi til Eyja og nú er bara að redda sér húsnæði sem ætti ekki að vera vandamál, if all else fails þá er alltaf tjaldið fyrir utan blokkina opsjón :)
ætli þessi láti sjá sig???

3 ummæli:
hahah magnað blogg! Eru þetta dauðakippir eða erum við að fá gömlu góðu löfuna aftur?
En ég hef bara aldrei vitað til þess að maður reddi sér fari á þjóðhátíð um miðjan mars!! wtf..-vel gert engu að síður!
Ég væri geðveikt til í það!
Það er spurning hvort hr.HH leyfir það.. ;)
kv manga langa
NAU!
ég hélt þú værir bara hætt!
endilega haltu áfram verð að fá fréttir af ykkur og nenniru að hringja í mig full það er alltaf svo gaman ég er frelsis aumingi og get ekki hringt:(
og það er aldeilis að konur eru snemma í þjóðhátíð í ár hverjir eru að fara með þér víst ég er ekki að fara?;(
og núna magga komið að þér að blogga!!!
Hvað er að frétta af Pínu?
Komið að skildubloggi!
Skrifa ummæli