mánudagur, maí 17, 2010

Hugleiðing frá Hlöðunni

...nei ég er ekki í sveitinni þó svo að ég sé að skrifa um hana múahahaha

Eins og gengur og gerist gerir maður allt annað en að læra þegar maður á að vera að læra og því kíkti ég á þessa annars bragðdaufu síðu og ákvað að henda inn svo sem einni færslu því góð frænka mín kenndi mér að þegar maður er með ritstíflu þá á maður að setjast niður og skrifa hvernig manni líður, svo VOILÁ! Héðan í frá koma reglulegar hugleiðingar frá Hlöðunni þegar ritstífla á sér stað.

Og þá hefst lesturinn.

Líkt og fram kom í fjölmiðlum þá er kjéllingin farin að spila fótbolta að nýju með uppeldisfélaginu Grindavík. Ekki er undirrituð komin í sitt besta form, enda það ekki aðal málið því ég ætla mér að ná titlunum "vinsælasta stúlkan í liðinu". Til þess að það megi gerast verður að fara varlega að því, enda auðséð þegar einhver er að "reyna að vera skemmtilegur".

Fyrsta skrefið í þessu markmiði mínu var að vera ljót á myndinni á leikjaskránni, því þá líður hinum stelpunum betur og geta kannski hlegið pínu að mér. Tjékk.

Næsta skref var að vera alltaf síðust í sprettum og hlaupum til þess að láta þeim líða eins og þær séu mun fljótari en ég. Tjékk.

Þar á eftir er mikilvægt að hlægja og vera glaður og jafnvel LEYFA liðsmönnum að klobba sig á æfingu, skapar mikla og góða stemningu. Tjékk.

Eins má ekki gleyma að smjaðra við þjálfarana, en þeir eru ekki síður mikilvægir. Þá er mjög mikilvægt að vera alltaf fyrst til þess að safna boltum saman, taka saman keilur, bera mörkin með bros á vör og síðast en ekki síst ekki væla þegar við eigum að skokka okkur niður eftir æfingu. Er að vinna í því.

Síðan er krúsjal að hrósa hinum stelpunum fyrir vel unnin störf á vellinum og gera óspart grín að sjálfri sér fyrir ekki svo vel unnin störf á sama velli. Tjékk.

Ef ég vinn í þessum atriðium þá tel ég það næsta víst að ég hljóti titilinn "vinsælasta stúlka Grindavíkurliðsins 2010" -annað væri skandall.

Kveð ykkur með mynd sem ég veit að mun fá gömlu kempurnar Möggu og Gebbu til þess að brosa, allavegana út í annað. Toppur eða ekki toppur??