miðvikudagur, júní 25, 2008

Vildi bara segja ykkur að ykkur er velkomið að kíkja í kaffi á Þórsgötuna hvenær sem er :)

Er flutt inn.

Jolle!

miðvikudagur, júní 18, 2008

Á Höttunum eftir einum Stinnings-Köldum???

Það er víst komið nafn á bullu klúbbinn góða. Stinnings-Kaldi heitir sá góði hópur og grunar mig að Kaldi sjálfur komi þar að nafnagiftinni :)

Til hamingju með það Grindvíkingar! Lítill fugl hvíslaði því að mér að við yrðum meira að segja kynnt sem sautjándi maður vallarins!!

Nau nau nau. En keppninautar okkar að þessu sinni eru Hattarmenn og ber ég hlýhug til þeirra, því þaðan kemur enginn annar en austfjarðartröllið hann Gummó, en honum og öðrum Hattarmönnum í stúkunni verður enginn miskunn sýnd og býst ég við öllum Stinnings-Kalda mönnum tilbúnum í slaginn í kvöld.

Annars er von á Bobby minni á næstunni (glymrandi hamingja) sem og að íbúðin mín verður tilbúin til innflutninga ;)

Lafan með hvíta málningu á vinstri tánni kveðjur í bili, með sól í hjarta og Kalda á vörum....

miðvikudagur, júní 11, 2008

Grullurnar

Síðan ég skildi við ykkur síðast með ofurhetjunum fimmsomm hef ég komist í allt annað költ fyrirbæri, en ég er offisíalí orðin Grindavíkur-fótboltabulla. Eftir rúnt um bæinn uppi á þaki á húsbíl sem hún Gebba mín plataði okkur tvibbana svona skemmtilega út í fyrir FH leikinn (svona hlutir gerast bara í Grindavík) opnuðust fyrir mér nýjar víddir og ég fór að velta þessu stuðningsmanna-fyrirbæri fyrir mér.


Grindavík býr yfir mörgum bullum, stórum sem smáum og sýndi það sig þegar Grullurnar (Grindavíkurbullurnar) klöppuðu sínum mönnum lof í lófa þrátt fyrir 0-3 tap á móti fimleikafélaginu. Eftir slíkt "mótlæti" eins og ég kýs að kalla það hefðu margir stuðningsmenn gefist upp. En það gerðu Grullurnar ekki og mættu enn hávaðasamari í næsta leik. Eins og alþjóð veit þá hafðist sá leikur á hörkunni þrátt fyrir dómaraskandala, en Grullurnar tóku einnig framarana í hrópunum í stúkunni. Fólki var heitt í hamsi og sýnir það bara að fótbolti er hjartans mál í Grindavikinni. Mórallinn í bænum fer algjörlega eftir því hvernig gengur í boltanum ásamt því hvort menn séu eitthvað að fiska :)

Inni á fótbolti.net er svo bréf frá Tryggva Guðmundssyni þar sem hann biður mafíuna um að láta í sér heyra á leikjum hjá fh.

Þarna sjáiði að þótt Gindavík gangi ekki sem skyldi í deildinni (samt alveg nóg eftir, þrjú stig í efstu tvö liðin) þá eru Grullurnar í efsta sæti hvað stuðningsmenn varðar og kalla sína menn jákvætt áfram (en ekki með móðgunartónum sbr. fjölnismenn)

Hvet ég alla til þess að gerast Grulla og efni hér með til nafnasamkeppni á stuðningsmannahópinn okkar (þar sem Grulla minnir einna helst á forfeður Grýlu)

Jæja, farin að bulla enda skristofuóveður með eidæmum.
Allir á völlinn á sunnudaginn, ekki viljum við sjá stúkuna svona:



ÁFRAM GRINDAVÍK!

sunnudagur, júní 01, 2008

Las í Nýju Lífi skemmtilegan pistil um Íslendinga og ofurkrafta þeirra. Vigdís Finnbogadóttir er gyðja tungumála og Jón Páll hefur ofurstyrk.

Fór því að pæla í því ef að við vinkonurnar værum ofurhetjur, hverjir kraftar okkar væru.

Guðrún Sædís Harðardóttir, f. 10. júlí 1982.
Dúna gæti leyst fleiri glæpina á fætur öðrum með því að rekja ættir fólks. Það kemst enginn undan henni!
-súperkraftur: ÆTTFRÆÐI

Ingibjörg Jónsdóttir, f. 19. ágúst 1982.
Bobby getur komið sér, mér og öðrum út úr klípu/inn á staði sem er ómögulegt að komast inn. Með ótrúlegum hæfileikum í smjaðri getur hún allt!
-súperkraftur: SMJAÐUR

Gerður Björg Jónasdóttir, f. 22. mars 1982.
Gebba getur gert kraftaverk með skærin og gæti bjargað sér og öðrum þegar hætta steðjar að. Hvort sem það er útlitslega séð eða raunverulegt.
-súperkraftur: SKÆRAFIMI

Margrét Kristín Pétursdóttir, f. 18. september 1982
Magga er landsmönnum kunn sem einn fremsti förðunarfræðingur landans. Hún getur breytt manni í konu, fólki í dýr og vatni í vín.
-súperkraftur: UMBREYTNGAR

Ólöf Daðey Pétursdóttir, f. 18. september 1982
Lafan hefur ferðast um land og fjöll og gæti margmenningarleiki hennar komið sér vel þegar í vanda er komið.
-súperkraftur: ALÞJÓÐLEIKI

nú hefur þetta verið tekið saman og það er aldrei að vita nema 5some gæti bjargað heiminum og verndað samfélagið með ættfræði, smjaðri, skærafimi, umbreytingum og alþjóðleika!