sunnudagur, október 29, 2006

bara svona ad lata vini, vandamenn, fjolskyldu og adra sem kaera sig um vita ad vid systkynin erum a lifi... alveg svakalega skemmtilegt ad fa thau i heimsokn og eg ma eiginlega ekkert vera ad thessu thvi thad er svo mikid ad gera hja okkur, ut ad borda, kaupa i mjolkurbudinni og syna theim storborgina!

kem vonandi med myndir af gaerkvoldinu inn sem fyrst (halloween, wiss, oskar og joi sem austin powers...)

lifid i lukku en ekki i krukku.
hilsen

mánudagur, október 23, 2006

be careful what you wish for...

munidi tharna um daginn thegar eg nennti ekki ad laera og skiladi ekki thvi sem eg aetladi ad skila, laug ad tolvan min hafi bilad og fekk sma frest... kemur ekki i ljos ad i dag, akkurat klukkan 15:03 ad stadartima sa eg ad INGIBJORG JONSDOTTIR var ad reyna ad tala vid mig a msn, Boggan blikkar og eg alveg jeeeeeeeeeeejjjj ingbjorg maett a netid. Alveg eins og kjani opna eg gluggann og se "i saw a picture of u there" og svo link a einhverja sidu... hmmm hugsa eg af hverju er hun farin ad yrda a mig a ensku??? og mer fannst thetta eitthvad gruggugt svo eg exadi mig ut og tha... kabumm blar skjar og allt i volli!!!! thetta var virus sem skemmdi alla vinnuna fyrir mer! i gegnum msn og othokkinn notadi ingibjorgu af ollum monnum!!!!

nuna sit eg med sart ennid, klukkan ad ganga tolf a midnaetti og eg svitna vid hugsunina ad kannski eg thurfi ad gera thetta i alla nott...

tha er sko gott ad eiga goda ad, eins og systir sem er menntadur tolvidnarfraedingur og er ad reyna ad setja elsku litlu tolvuna mina saman:)

jaeja, farin ad vinna upp tapid... get ekki annad en brosad gegnum tarin thar sem thetta er HEIFTARLEGA GOTT A MIG!!

bless i bili.

laugardagur, október 21, 2006

girls nite out... ossshkie, olAf og mollí-ó... dinner með víni og tilheyrandi. eftirréttur (kóróna bjór) og pílukast. tapa leiknum á einu helv... bullseye. fæ mér bara meiri kóróna í staðinn og tapsærið hverfur sem vindur á haustdegi. höldum svo áleiðis til vinar okkar í partý með keg, báli og rokkogróli. cröshum það partý og höldum áleiðis niður í bæ þar sem danenberg félagi var mættur á lodge til að hlusta á kadll í leðurstígvélum með cowboy hatt syngja here i go again. mætum og ég tek kayótí ugly á þetta og er dregin upp á barborðið til að tjútta við sönglið í karlinum með cowboy hattinn. í pilsi. í sokkabuxum sem voru orðnar götóttar hér og þar. kemst niður ein og heil á húfi. enda kvöldið á ferð í hraðbankann og tek út áttatíudollara (why??) tek svo nokkrar myndir af fólki sem ég þekki akkúrat ekki neitt en mér fannst myndarlegt. sé svo löggu á hestbaki og skelli nokkrum af henni. sting svo erlu og mollie af (voddafokk??) og held heim á leið. þegar heim er komið elda ég makkarónur og ost, nema hvað enginn ostur til og ég ákveð að búa til ost úr smjöri og vatni (how??) til allrar hamingju ákveð ég að hætta við þetta alltsaman og skil allt eftir í pottinum en slekknú samt á honum.

vakna svo í morgun og er ennþá að skrúbba eldhúsið og klóra mig í hausnum yfir því hvað í ósköpunum ég hafi ætlað að kaupa rétt fyrir svefninn.

góð saga??? fannst ég verða að deila þessu með ykkur þar sem ég nenni ekki að læra. set inn myndirnar af löggunni bráðum.

blééééééés.

miðvikudagur, október 18, 2006

hafiði einhverntímann lent í þessu?

...bsssssjálað að gera í skóla/vinnu/sjálfsnámi eða hvað það nú er sem við "upptökum okkur" við. nú, svo er skilafrestur á viðkomandi verkefni, hjartað í buxunum, hjartsláttur í hausnum fyrir svefn en sama hvað tautar og raular þá getur maður samt alltaf fundið tíma fyrir allt annað! þegar ég á að vera að gera kennara plan fyrir tíðirnar í ensku handa kínafólki þá tek ég eldhúsið í gegn. fer svo út með hundinn. tek til í herberginu þótt það sé alveg tandurhreint. hlusta á villa vill því ég er með heimþrá. fer svo yfir í salsa gírinn því það er að koma föstudagur. áður en ég veit af þá er kominn tími á project runway og ég ekki tilbúin með verkefnið sem á að fara í skilun á morgun!!!

en man oh man hvað ég fann fyndið vídjó á kvikmynd.is, bara fara í leit og skrifa "nærsýni"

ekki enn búin að skila inn ósama til leyniþjónustunnar, en þegar buddan fer að þynnast þá verður gripið til örþrifaráða og lafan býður á barnum!

segjum þetta gott í bili því ég má ekkert vera að þessu... fallin með 4.9...

laugardagur, október 14, 2006

Smá laugardags-skop hjá mér þar sem ég er himinlifandi yfir því að hafa lifað af föstudaginn þrettánda af og að sjálfsögðu geri ég það á kostnað annarra!!

"TVÍFARAR VIKUNNAR"















spurning um að fara að raka sig, hmmmm ha hmmmmm
lifið heil og eigiði dásamlega helgi!

fimmtudagur, október 12, 2006



afsaka bloggleysi. en ég hef mínar ástæður. sko...

fór í paintboll afmælisveislu á laugardaginn og skemmti mér konunglega, nema hvað fyrsta skotið sem fór í mig lenti svona skemmtilega á rifbeininu hægra megin að ég hélt ég yrði ekki eldri. nú þetta gerðist á fyrstu tíu mínútunum og þrír tímar eftir þannig að ég harkaði þetta bara af mér og kláraði mótið (varð sko mörgum marblettunum ríkari eftirá)




svo var farið í grill og gaman eftirá og mér var ekkert farið að lítast á blikuna, erfitt með andadrátt og hægri hendin lyfitist ekki hærra en fyrir ofan mitti. svo ákvað ég að kíkja á þetta:


(þessi mynd er tekin í dag, 4 dögum eftir skotið mikla og hefur lagast alveg helling!)

ég hef örugglega brákað rifbeinið, ef ekki brotið það, en eins og joey í vinum þá veit ég ekki hvort ég sé sjúkratryggð í steitinu og harka þetta bara af mér:)



annars er allt það besta að frétta, krakkarnir að gera mig gráhærða, toyota corollan sem ég er að fara að fjárfesta í er húddlaus en verður tilbúin á laugardaginn, kiwi fer sama dag til nýja sjálands og svo eru bara tvær vikur í maggs og skars!!

með þessum hughreystandi myndum af löppunum á mér kveð ég í bili og kvíð fyrir föstudeginum 13!


Bléssssss!

laugardagur, október 07, 2006

Föstudagur...Fullt tungl...Skrýtnir hlutir gerast!

Shjet. Þvílíkur dagur sem liðinn er. Byrjaði alltsaman á beibísitting djobbinu mínu. Ég mæti galvösk að takast á við ofur-óþekktar-ormana og fæ þær fréttir að ég eigi að vara mig á barnaníðingi sem er víst gangandi laus um göturnar og spyr krakka um að koma út að leika með sér þegar mömmurnar sjá ekki. Ok. Alltílæi með það. Svo dettur krakkanum í hug að henda heilli klósettrúllu klóstið og stífla allar lagnir með tölu. Ég reyni að redda því og held að allt sé önder kontról jú nó, fer niður og held mínu striki. Svo fer allt helvvvvvv loftið að leka og vatn út um allt! Allt í volli, foreldrarnir koma heim og þurrka húsið... Nú svo fara þau aftur í vinnuna og bara klukkutími eftir. Haldiði að barnaníðingurinn hafi ekki bankað upp á og spurt mig hver ég væri... og svo krípí spurningar. Ég skelli bara hurðinni á hann og læt mömmuna vita að hann sé í hverfinu!!

Hvað var annað í stöðunni en að hitta vinina, fá sér bjór og horfa á svíann spila fótbolta. Þeir töpuðu reyndar, en þá fékk maður sér bara meiri bjór. Við förum svo á djammið niðrí bæ og endum kvöldið á karókísnillanum wissler petissler taka sweet home alabama, öllum að óvörum (við sjáum hann bara allíeinu þarna uppi...haha)

fullt tungl, föstudagur...skrýtið líf!

(og næsti föstudagur er sá þrettándi! ég er að spá í að takamér frí þá og loka mig inní herbergi!)

víðir í garðinum, víðir í garðinum, víðir í garðinum dommíííííí!

fimmtudagur, október 05, 2006


það er eitthvað við 5.október...
ég þekki nebbla tvo sem eiga afmæli þá. Andrés Hersföðingjason og Dúllarinn Gummósson. Það er engum blöðum um það að fletta að þeir eru stórskemmtilegir og bráðfyndnir báðir tveir, hvorn á sinn hátt. Wissler er gjarnan manna skemmtilegastur í partýum og kann ófáa drykkjuleikina eins og kaninn er þekktur fyrir. Gummó hins vegar er náttúrulega fyndinn og er steinsteypan sem kemur út úr honum nóg til að láta alvarlegustu menn missa það... og ekki sé nefnt að maðurinn er spitting image of his pops...!! hvað er fyndara en það?

Heníways, vildi bara koma þessu á framfæri þar sem við erum í óða önn að ákveða hvernig við eigum að halda upp á daginn mikla:) erla stakk upp á bjór og böffaló vængjum... ekki kvarta ég!

Annars er alveg að koma helgi og get ég ekki beðið eftir að fá mér einn kaldan, horfa á magga pagga spila andstæðingana uppúr skónum og halda svo á vit ævintýranna....

kannski á karókíbar eins og wissler???
hejjjjjjjjjjjdo

mánudagur, október 02, 2006

hæbb. búin að vera að læra í þrjá tíma streit í dag og höfuðið að springa. hverjum er ekki saman hvað pronoun og adverb þýða?? var að klára unit 2 og 3 af 20... gengur ekkert alltof hratt:)

annars var helgin frekar ánægjuleg, um 20-25 stiga hiti og sól. fórum í fótbolta í dag og ég er ekki frá því að ég hafi brunnið í kinnunum, í október! tók einnig tvennu, enda melamed félagi okkar frá því back in the days when i was in college mættur, en hann býr einhversstaðar í eyðimörkinni í arizóna og kom í heimsókn í sveitina.

svo var ég að fá símtal frá konunni sem ég passa fyrir á mánudögum og kabúmm þarf ekki að mæta á morgun:) ekki slæmt...

en ég hef akkúrat ekkert áhugavert að segja nema þetta myndband sem ég var að setja inn á frænkusíðuna er fyndið.

bara mánuður í fjórfalda deitið okkar pétursbarna. jess.
lifið í lukku en ekki í krukku.