fimmtudagur, febrúar 28, 2008

hafið þið einhverntímann lent í þessu?

var að lesa vikuna hjá mömmu, en þar prýða ónefndar fótboltastelpur forsíðuna. í viðtalinu eru þær spurðar út í agabrotið hjá landsliðinu og þær segja... "...við lentum í því að koma þunnar á æfingu..." og jááá ég skil þær svo vel, gott að vita að fleri "lendi" í þessu! eins og til dæmis við bobby, "lentum óvart" í þessu daginn fyrir brottför í orlando... kenni nú mexíkóska veitingastaðnum í mollinu um það, því þeir misstu hreinlega chillíið útí réttina hjá okkur...

en að öðru. CRY BABY leiksýningin í kvöld, mikil eftirvænting og spenna hjá fimmsomm, enda var það sú mynd sem kynnti okkur fyrir Jhonny Depp á sýnum tíma og hefur líf okkar ekki verið samt eftir það!
sjáumst í kvöld gellz!!

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

this is my life...

shjeeeeeeeeeeet hvað var gaman um helgina...

en við bobby kíktum á nasa á laugardaginn eftir júróvisjon parý á völlunum (þangað sem pizzur eru EKKI sendar) og þriggja rétta máltíð á sjávarkjallaranum (mojítóóóó er svoooo gott... hvað var annars í matinn??) nasa stóð fyrir sínu og þrátt fyrir ofurtroðning og einstaka "yfirhellur", bláar tær og allt of háann taxakostnað þá verður þetta kvöld lengi í minnum haft!

en hrós helgarinnar fá magga og bumbubúinn og arna og sýklalyfin fyrir einstaka þolinmæði í garð annarra partýgesta (en þar er sérstaklega nefndur partýhaldarinn sjálfur sem hrópaði "chug chug chug" allt kvöldið!)
og heiðursverðlaun vikunnar fá svo grindavíkurpíurnar fyrir að koma með bikarinn heim!!

gott að vera grindvíkingur í dag!!

föstudagur, febrúar 22, 2008


hæ hó jibbý jei og jibbý jeiei það er kominn föhöstudagur!








mig langar í svona bjórvömb...










komin með bleikar strípur, búin að fara í "marstersnámsviðtal", hlægja með völu matt hjúkku og komum upp með eina læknisgreiningu sem kallast túr-mígreni (don´t ask). bobby mín brown er ofuræst í Palla á NASA og gerir allt fyrir ástina múahahahaha og lítill fugl sagði mér að margarítas kokteil væri bakk in ðe geim hotter ðen ever og myndi kannski sjá sér fært um að mæta!!!

svo skal ekki sleppa bikarleiknum á sunnudaginn í höllinni þar sem mín verður fyrir hönd vísis í VIP stúkunni (haha) og fær sér veitingar í hálfleik í VIP herberginu (hahaha) gott að vera í þotuliðinu...

sjáumst í London-París-Róm og í höllinni um helgina

ÁFRAM GRINDAVÍK

mánudagur, febrúar 18, 2008

þá er enn önnur helgin flogin í burt...

hitti grindavíkurlautarstúlkurnar mínar á föstuaginn, fengum okkur kalda bjóra og heita nachos rétti. spjölluðum um daginn og veginn og stráka og stráka... haha ;)

hitti spænskugúrúin mín á laugardaginn sem endaði með einu fyndnasta detti ársins þegar ónenfnd valla espanola var tekin niður af keðjunum hjá apótekinu... gleður mig enn þann dag í dag, takk takk valla mín, mjöööööög gaman af þér ;)

var svo að henda inn myndum frá ekvador, kólumbíu, argentínu og litlu krílunum mínum á munaðarleysingjaheimilinu (ekki seinna vænna)
njótið vel
löfus



fimmtudagur, febrúar 14, 2008

fékk símhringingu frá þessum í gær, ekki frá þessum í hvítu treyjunni, heldur var það hann kiwi karlinn. hann var að monta sig á þessari mynd. sagði að Beckham væri að ýta samherja sínum til hliðar til þess að fá að taka í höndina á honum. dæmi hver fyrir sig!



annars fór ég til spákarlsins í gær og ekkert var minnst á Gael Garcia Bernal eða lottótölurnar... fer að halda að þetta sé "scam" nema auðvitað ef að Magga eignast litlu Ólöfu Daðeyju 19.júlí á blíðviðrisdegi, þá er ég sátt. jú og auðvitað sagði hann dagssatt um mág minn og bróðir. þeir eru mjög spes oga eiga það til að vera "lufsur" haha!!

en í dag er víst einhver ástardagur sem ísdrottningin kærir sig ekkert um. gleðilegan fimmtudag!!

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Jaeja tha aettud thid ad vita allt um bolludaginn og thad allt saman. Thad sem eg hins vegar ekki skil er hvers vegna islensku stafirnir minir toku ser launatengt fri fra lyklabordinu an minnar vitundar.

annars gengur lifid sitt vanagang a klakanum sem loksins ber nafn med rentu. hitinn i husinu heima er einnig i frii og allar ullarpeysurnar sem hafa legid i dvala undanfarin ar eru nu i fullri vinnu ad hita upp thad sem fitufordinn naer ekki til.

fekk skemmtilega upphringingu i fyrradag thegar eg var stodd hja bobby i sunnudagsnammikaffi og raeddum um lifid og astina, um ad eg vaeri loksins ad fara a fund draumaprinsins... mamma af ollum var buin ad boka okkur a leikritid kompaniid
16.mars med engum ordum en GAEL GARCIA BERNAL sem kunnugt er for svo skemmtilega med hlutverk sjarmatrollsins Che Guevara i Motorcicle Diaries og eg er ad fara ad sja hann med berum augum a sjotta bekk... jiiiii

fer til spakonu a morgun og thad verdur gaman ad sja hvort tala 16.mars kemur upp :)

lafan

mánudagur, febrúar 04, 2008

Bolla, Bolla, Bolla...

gleðilegan bolludag! er einmitt á leið til reykjavíkur með bollur handa reykjavíkurbörnum péturs og velti fyrir mér hvaðan bollu, sprengi og öskudagshefð koma. fór á stúfna á netinu góða og varð þessu vísari:

Bolludagur er mánudagur á tímabilinu 2. febrúar og 8. mars, þ.e 7 vikur fyrir páska. Langafasta byrjar á miðvikudegi og algengt var að menn borðuðu ekki kjöt síðustu tvo dagana fyrir lönguföstu til þess að venja sig að léttu mataræði. Í þjóðveldislögum var það meira að segja bannað að borða kjöt þessa síðustu tvo daga fyrir föstuna. Bolluát og flengingar bárust til Íslands seint á 19. öld. Siðurinn að vekja fólk með flengingu er kominn hingað til lands frá Danmörku. Hann á sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum hirtingum á öskudag. En vöndurinn minnir líka á stökkul sem notaður var til að dreifa vígðu vatni á söfnuði í föstubyrjun. Flengingar og bolluát bárust til Íslands á 19. öld og virðast danskir og norskir bakarar hafa átt hlut að máli. Bolludagur er hins vegar talið vera íslenskt heiti á deginum. Siðurinn að slá köttinn úr tunnunni en enn í heiðrum hafður sumstaðar, ásamt fjöldagöngum barna í grímubúningum

Sprengidagur er þriðjudagur í 7. viku fyrir páska. (3. febrúar til 6. mars). Á sprengidag var frá kaþólskum sið borðað mikið kjöt enda var þetta síðasta tækifæri að borða kjöt fyrir lönguföstu. Þá var venjan að borða hangikjöt, saltkjöt eða annan undirstöðuríkan mat sem til var á bænum.

Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sumstaðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafnvel sérstakur vöndurSnemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að verða nokkurs konar Valentínusarbréf. Ungar stúlkur sendu ungum piltum sem þeim leist vel á poka til að gefa áhuga sinn til kynna. Starfsmenn Vísindavefsins muna eftir úr sínu ungdæmi (sem ekki var fyrir svo löngu síðan!) að enn tíðkaðist að hengja öskupoka á fólk og þá var kynjaskiptingin horfin.

þar hafiði það! og já, ef ykkur hefur dreymt að nafnið ykkar sé breytt þá þýðir það samkvæmt draumur.is að þið eigið ekki eftir að giftast!!!

krapp!!

föstudagur, febrúar 01, 2008

Ert þú bróðir minn?

Hahaha... elska ameríska ædolið... þvílíkir kjánar og vitleysingar, en svo leynast gæðablóð inn á milli eins og þessi með killer laglínu :)

góða helgi!