þriðjudagur, desember 23, 2008

Haha -vil bara óska ykkur gleðilegra jóla og hittumst hress og kát í jólagleðinni!
jólakveðja Ólöf

fimmtudagur, desember 18, 2008

Var að fá þetta sent frá múttu...


Til allra vina og vandamanna sem sendu mér tölvupóst árið 2008 með loforðum um heppni og hamingju ef ég sendi póstinn áfram...

ÞETTA VIRKAÐI EKKI !
Vinsamlegast sendið mér bara peninga, rauðvín eða súkkulaði árið 2009


jólaaaaaaa-jóla-jóla

fimmtudagur, desember 11, 2008

Priness Konsúela Bananahammik

Hef verið að fara í gegnum gamlar bloggfærslur í þessari fortíðarþrá minni sem virðist hrjá landann í skugga veturs og gövööööð hvað sumar bloggfærlur eru fyndnar/gelgjulegar, ég sem hélt að ég hefði komist yfir gelgjuna í níunda bekk!! haha hérna eru nokkrar ódauðlegar línur, allir að taka þátt og giska hvað var í gangi á þessum tíma:

28. mars 2004
Annað issue, vegna skamma og kvartana frá Völu megabeib og Möggu Stínu Rokk þá biðst ég velvirðingar á því að hafa frestað tökum á nýjum stórsmelli, The Pálson´s company (Valgerður átti heiðurinn að titlinum), fram að óákveðnum tíma. Þið vitið hvernig þetta er í bíómyndabransanum, þetta er eilíft strögl og því var ákveðið að fresta myndinni um óákveðinn tíma.
12. maí 2004
TTTTT--day jounio Jess bara nokkrir tímar í að landsliðið mæti á staðinn. Er reyndar á leiðinni núna heim til ömmu og afa vinar míns í mat (alltaf gott að vera fátækur nemandi og fá frían mat...) Svo er förinni bara heitið upp á flugvöll að ná í liðið. Það eina er að Erla verður fjarverandi vegna þess að hún þarf að fara í Bús Krús um Mississippi fljót með útskriftarnemunum og ég þarf að koma mér þangað upp á eigin spýtur... þ.e.a.s ég verð pottþétt klukkutíma of sein. Þau verða með bílaleigubíl þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að koma okkur heim. Jæja, farin í sturtu, lenti nebbla í rigningu dauðans á leiðinni hingað og ég lykta eins og amazon frumskógurinn.. leiter bíatssssss...
17. febrúar 2005
YOUR VILLAGE CALLED...
-THEIR IDIOT IS MISSING!

29. ágúst 2005
vissuð þið að:

ég fer út eftir 5 daga!!
magga systir er ruglaðari en ég
erla systir tekur mig í langhlaupi
óskar bróðir er sætari en ég var á hans aldri
----------------------------
ingibjörg drekkur mojító hraðar en juicy herself
ég er betri en enginn í trivial
bjór er allra meina bót
það er gaman á ara
það er gott að búa í grindavík
----------------------------
bjögga komst ekki áfram í ædólinu
en bjögga fór samt sem áður á kostum
elín tinna var dregin að syngja líka
-----------------------------
ég var beðin um að taka þátt í íslenska bachelornum
ég neitaði
ég var beðin um að koma í utandeildina
ég neitaði


18. des 2006
svoooooooo gott að vera komin heim! Tók bara strax djammið á þetta með stelpunum (maggs, teddy-bear og bobby) og máluðum við bæinn öllum regnboganslitum. fór meira að segja í splitt og allt. jess. svo var jólaball í vísi og lafan mætti galvösk og dansaði í kringum jólatréð (hvaðan kemur sú hefð annars? veit það einhver?) eyddi annars deginum með fyrrnefndum krimmum og endaði kvöldið á bíóferð á Holiday, geeeeeeeeeeeeeeeggjuð mynd fyrir stelpur. gular teygjur upp úr!!
ja hérna hér... bara komin smá útþrá í mann...

kveðja frá Löfus í hjarta 101

mánudagur, desember 08, 2008

Er bloggið dautt??

Frá tilkomu fésbókarinnar hefur minna borið á bloggeríum og ég hef hreinlega velt því fyrir mér hvort að bloggið sé dautt...

...eða er þetta bara ég, ég hef mun minna að segja frá svona þegar maður er dobbúl bókaður alla daga og er að rottast í 101 alla daga vikunnar nema á sunnudögum þegar ég skelli mér í Grindó í mat??

Annars er það að frétta af mér að ég á að skila tveimur ritgerðum, samtals 7000 orðum fyrir lok næstu viku og hef ég ekki byrjað ennþá. núna fer blæðandi magasárið að gera vart við sig á nýju eftir tveggja ára hlé...´

En svona til að láta ykkur vita að ég er enn söm við mig þrátt fyrir einstaka vonleysisköst þá var ég að brydda upp á nýjung heima hjá mér, setti stóla við borðstofuborðið sem ég fékk að láni frá Óskari bró og dröslaði þeim niður stigann alveg ein, þegar síðasti stólinn var alveg að koma niður þá gleymdi ég að stíga í síðstu tröppuna og flaug fram fyrir mig með þvílíkum tilþrifum, lenti kylliflöt á maganum ógurlega stolt af því að hafa ekki brotið stólinn en svekkt að Magga skuli akkúrat hafa verið að labba framjá og verða vitni af ósköpunum.

Er með einn marblett á hnénu og einn undir rifbeininu sem er ráðgáta því ég man ekki eftir því að hafa rekið stólinn upp undir mig í herlegheitunum...

Jæja best að halda áfram að þykjast vera að vinna

hilsen