mánudagur, janúar 31, 2005

Kongó

Fjúkket, komst heil heim frá sveita-og-djamm-býlinu Djúpavogi reyndar með harðsperrur og ekki frá því að ég sé með smá höfuðverk, ætli þetta sé flensan sem er að ganga:)??? maður hreinlega spyr sig... en hér kemur smá ferðasaga með þessu helsta sem skeði:

Fmmtudagur til ferða... (æi man ekki hvað er á fimmtudögum, HELP!)

*Lögðum af stað í ævinýraferð með ömmu Möggu á kantinum
*Lentum á Egilstaðaflugvelli og brunuðum Öxina með ömmu taugaveikluðu (Svanhvít, Sigurpáll, Magga, ég, afi og Svenni vorum í því að sannfæra hana um að við myndum nú ekki fara fram af eða verða fyrir ólíklegri árás hreindýranna...)
*Smá rauðvín og koníak hjá Sólný og móttökunefndinni (endaði svo kvöldið með sögum af ömmu Möggu og hvernig á að vera skotin í TVEIMUR í einu...)

Föstudagur til fjár...

*Við byrjuðum sko á því að sofa út á föstudagsmorguninn (eins og nauðsynlegt er þegar þorrablót er í vændum...)
*svo lékum við vð frændur okkar (og by leika meina ég að fara út í sjoppu og múta þeim með ís..)
*létum plata okkur í ljós (ekki furða að þetta sé kallað kongó, enda ofurperur í ljósabekknum og allir bæjarbúar svartari en ég í gær...)
*fórum í fótbolta 3 á móti 3 (sei nó mor, vatnspása á 10 mín fresti og verkir á stöðum sem að ég vissi ekki að væri til...)
*Idol partý a la Sólný (héldum með Heiðu of-kózzz)

Laugardagur til lukku...

*Maður var rifinn upp á asnaeyrunum klukkan 11 til að rækta sambandið við frændurna (æ nóv, búin að horfa aðeins of mikið á Dr. Phil hún Sól okkar sem kennd er við nýja...)
*Enn og aftur plataðar í ljós (Magga fékk að kenna á því, lá í ljósbekknum í korter og skildi ekkert af hverju kviknaði ekki á honum, hún fékk ekki mikinn lit þann daginn...)
*Enn og aftur var fótbolti, í þetta skipti 4 á móti 4 (maður var ekkert að gera einhverjar gloríur sökum harðsperra og rauðvíns-drykkju...)
*Löng sturta, bjór og Möggu-málning á killer lúkkið
*Fordrykkur, aðaldrykkur, millidrykkur, eftirdrykkur, eftir-partý-drykkur (þið getið rétt ímyndað ykkur stuðið á blótinu þegar gert var grín af Sólný og hinum íturvaxna en lágvaxna Sveini Ara. Svanhvít lenti í hörku riflildi við sjóara nokkurn sem harðneitaði að trúa því að hún væri fertug, Magga gat varla skipt um skoðun þar sem hún var umvafin karlmönnum sem hafa ekki séð flotta brúnett lengi, J-Lo fékk bara að dansa við afa sinn og engann annan og síðast en ekki síst þá var Gísli "das gleraugna-man" mættur á svæðið með býflugu-gleraugun sem undirrituð var sjúk í...)
*Löngu eftir sólarupprás skiluðum við okkur í hús, íklædd bygginga-manna-verka-manna-galla (sem ég fékk góðfúslega lánaðan hjá Sæfaranum þar sem kludabolinn var að gera út af við mig...)
*Seinnipartinn var svo bragðað sér á hreindýrabollum (sem ég var að frétta að kostuðu bara morðfjár og auðvitað brögðuðust þær því mun betur!...)
*Torfæra á HORNUM, STRÖNDUM eða SÖNDUM, whatever (sáum margt merkilegt, meðal annars fyrirbæri sem heiti GLITSKÝ (með fyrirvara um stafsetningavillur)...)
*Svo var bara henst upp í vél og brunað heim...

Vil bara þakka Sólný, Svenna og strákunum fyrir frábæra helgi og audda ömmu fyrir heilræðin, afa fyrir dansinn, Svanhvíti fyrir skemmtilegt orða val (fór hann ekki svona inn??), Möggu fyrir aðhlátursefni og killer-lúkkið og síðast en ekki síst Djúðavogsbúum fyrir að klikka aldrei á blótum;)

Farin að læra fyrir próf, skúra, gera fyrirlestur og skalla veggi

J-Lo has left the building. Over and out.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Óskar-Óskar-Óskar-Óskar

Vil bara koma með smá shoot out fyrir Skara bró sem varð sextán ára á sama tíma fyrir sólahring.. Til hamingju með það litli bróðir;)

Þar sem mor og far eru fjarri góðu gamni á Ítalíunni og Erla stóra siss ennþá fjarri í Ameríkunni, þurfti ég, elsta systkinið á svæðinu að taka þau yngri með mér í bíltúr og bjóða þeim út að borða á Ruby Tuesday. Þar var ekkert til sparað, tveggja rétta máltíð og þeir allra hörðustu fengu sér hvítvín með fínum rækjunum. Hápunktur kvöldsins var samt þegar að eftirréttnum var komið þá komu fjórar glæsimeyjar klappandi kátar upp að borðinu og sungu fyrir stjörnuna "ruby tuesday afmælissönginn". Það er skemmst að segja frá því að ég, once again elsta systkinið í hópnum, tók það að mér að roðna fyrir alla viðstadda og það var ekki einu sinni verið að syngja fyrir mig... ÆTLI ÞAÐ SÉU TIL LYF VIÐ ÞESSU??

roðnandi sæl með stútfullan maga hélt ég svo heim á Lexusnum sem við fundum óvart inní bílskúr hjá okkur, agaleg pæja:)

er samt ekki alveg sátt þar sem ég geng inní helgina (helgin hjá mér byrjar alltaf á miðvikudögum eftir fimm sko) ég ætlaði nebbla að gera hið ómögulega, komast í kjólinn fyrir þorrablót og fara á einhvern kúr sem hefur tröllriðið íslenskum konum í leit að undramegrun á tveimur sólahringum, en sá kúr nefnist Hollívúdd kúrinn og er bara orðinn ólöglegur sem þýðir bara eitt=núna kostar hann miklu meira!!

Hleyp bara tvisvar á dag í staðinn, borða kjúklingabringu og drekk vatn. Já, alveg staðráðin í því.

Með þessum lagabút kveð ég landann (ekki áfengið sko...) og hverf nett út í helgina:

fimmtán ár´á föstu, sextán ár´í sambúð, sautján ára fríkaði hann út....

sunnudagur, janúar 23, 2005

Hvað ætlum við að gera í kvöld... VAKA!!!!

Það sem maður lætur plata sig út í... Jæja gott fólk þá er búið að landa fyrsta liðnum í kosningabaráttunni um forsetaembætti Íslands árið 2024 með viðveru minni á lista VÖKU til Háskólafundar, er þar í gömlu góðu tölunni minni, 10. sæti. Fyrir ykkur sem hristið hausinn og haldið að núna hafi ég endanlega óverdósað á brennslutöflu-áti, þá vil ég bara segja mér til varnaðar að þetta er meira svona félagslega hliðin sem kallar á mig frekar en pólitíska hliðin og ég er ekkert að fara að standa á Austurvelli og mótmæla eða neitt solleiss. Bara smá háskóla-pólitík fyrir ferilskrána, fyllerísferðirnar og ætlun mína að verða forseti Íslands árið 2024 ;)

En annars hefur það gengið á í lífi mínu að ég fékk svía nokkurn í heimsókn sem þjáðist af söng-fóbíu, too bad fyrir hann því við fórum nottla í sing star og hann drakk sig bara í hel og fann sálina yfirgefa líkamann áður en hann tók upp mækinn og lét Bob Marley snúa sér við í gröfinni með no woman no cry... kvöldið hjá honum endaði svo með smá kríu inná klósti á Hverfis og reikning upp á nýja klósettsetu...

Framundan er lærdómur, VAKA, hreyfing, Hollywood kúrinn, spítalalega og Þorrablót á Djúpavogi...

ætla svo að enda þetta á því sem ég man af fjagra tíma fundinum á Nesjavöllum um helgina

-VAKA LÆTUR VERKIN TALA-

við erum gulir og glaðir í senn, í VÖKU eru baráttumenn, við skorum og skorum hjá keppinautum vorum og sækjumst í sigrana enn...

er ég ekki fæddur pólitíkus????

mánudagur, janúar 17, 2005

Yo se un himno...

Ég er ekki bara heilaþveigin af rómantískum bókmenntum átjándu aldar á Spáni, heldur er ég farin yfir um af ímyndunar-veiki og ástar-sýki eftir að hafa lesið ítarlega ljóð Bécquers um eldheita ást hans til konu, sem er svo sterk að það er honum um megn að reyna að yrkja um hana, þvílík eldheit ást sem getur aldrei endað með öðru en eymd og volæði! Hann líkir tilfinningum sínum til hennar við berskjölduð lítil börn í fósturstellingunni, þessi börn eru tilfinningar hans. Þau eru ekki í fötum líkt og tilfinningarnar sem komast ekki í orð... Vááá hvað Erla Erlendsdóttir, spænsku-sjéní með meiru uppí háskóla er sko alveg að vinna fyrir peningunum sínum.

Ég hef ofissíallí náð að drepa ykkur úr leiðindum, en það er samt gaman að pæla í því hvort ástin sé svona rosaleg tilfinninga-roller-kóster eða var Bécquer bara á sýru? Kannski ég sé bara að poppa...

Ég held ég haldi mig við seinni kostinn þar sem ég hef lært eitt í lífinu og hika ekki við að ráða ástarvilltum vinkonum mínum þessu

"ef maður gerir ekki væntingar til lífsins þá verður maður maður ekki fyrir vonbrigðum" Ólöf Daðey Pétursdóttir, ágúst 2004, London England

En að léttara hjali, skemmti mér konunglega um helgina en hann Bogi "Marley" hélt uppá ammælið með popmi og prakt á föstudaginn og þakka ég bara alveg kærlega fyrir mig. Passaði mig sko að mæta á slaginu hálf-níu til þess að fá nóg bollu og bjór (ég þekki sko vini hans Boga og vissi það ef að maður mætti eitthvað seinna þá væri sko enginn þynnka í vændum...)

Svo var það laugardagskvöld a la J-Lo, en hún er að gera það sama og hinar stjörnurnar fyrir Golden Globe, bara hvítt kjöt og vatn (þó svo að ég hafi dottið aðeins í soldið annað hvítt, ekki kók, heldur vín hvít-vín) Kvöldið endaði svo með smá bæjar-rölti með nýja síða hárið mitt og Bjöggu frænku upp á arminn. Magga siss var fjarri góðu gamni, þurfti að passa fyrir Birgittu sem var að fara á djammið... múahahaha

Jæja fer að kalla þetta gott í bili, á von á Svía-fíflinu á morgun og ef einhver kann sænsku þá er henni/honum velkomið að túlka fyrir mig, demmit hvar er Gústa þegar maður þarf á henni að halda???

Pís át hómís

laugardagur, janúar 08, 2005

Góðgerðar-Ólöf

Maður lætur ekki sitt eftir liggja í söfnuninni til hamfarasvæðannna í Asíu... Mamma var svo örlát að kaupa miða á sýninguna HÁRIÐ í kvöld fyrir alla-mínus-einn-í-familíunni, 14.500 kjell sem fer beinustu leið í uppbyggingarstörf og aðrar nauðsynjar, alltaf gaman að vera góður;) en þar sem móðir mín borgaði miðana ætla ég að kaupa bjór og léttvín handa gömlu í fyrir sýningu og Magga ætlar að borga í hálfleik... Þetta kalla ég sko að slá tvær flugur í einu höggi, drekka bjór og gefa til góðgerðarmála í einum og sama sopanum!! Maður vaknar sko ekki með bömmer á morgun, þá helst yfir því að hafa ekki keypt sér fleiri bjóra og stutt fleiri börn í Indónesíu....

En hvað sem af því verður ætla ég að punta mig, fara í bað, setja á mig maska, lesa í tarot spilin og freista gæfunnar!!!

Vil svo enda þetta á shout-out til Báru ofsa-Kláru sem heldur á vit ævintýranna hjá baunanum á morgun og vil bara biðja hana vel að lifa, passa sig á þessu fyrirbæri þarna í Köben sem kalla sig "fyr" og koma heim sem fyrst því að heyrst hefur að Völu Matt hafi verið boðinn starfslokasamningur ef hún finnur verðugan eftirmann sinn...

Gonna miss you hon... Gleðilegan Laugardag!!

föstudagur, janúar 07, 2005

Ég er bóheim sem aðhyllist tilvistarstefnuna

Hafið þið Grindvíkingar góðir spáð í því hvers vegna þessi sérstaki þjóðflokkur okkar tekur upp á því að "sníkja" á þrettándanum? Að því sem ég kemst næst þá þekkist þetta nánast hvergi annars staðar og að því tilefni vil ég efna til áskorendakeppni þar sem farið verður í saumana á þessari hefð okkar hérna í höfuðborg Suðurnesjamanna, Grindavík.

Allt frá því að ég man eftir mér þá hefur eftirvæntingin eftir þrettándanum (sem er í raun sjötti janúar og mér fannst frekar torskilið í æsku) ekki verið síðri en að opna pakkana á aðfangadagskvöld. Kannski það sé vegna þess að ég er ógurlegur sælkeri og þið ykkar sem hafið séð myndina Álfur/Elf skiljið áhyggjur mínar um hvort ég hafi í raun alist upp á Norðurpólnum og aðeins borðað hinar fjórar aðal-fæðutegundirnar, nammi, sælgæti, sykur og sýróp. En að öllu gríni slepptu þá var það að fá að sníkja á þrettándanum miðpunktur alheimsins. Við vinkonurnar létum okkur oft detta eitthvað skemmtilegt í hug og reyndum að vera börn eins lengi og við gátum svo að bæjarbúar gætu stuðlað að fullum samkaupspokum af nammi og sælgætis-þynnkudaga í kjölfarið. Einum búning man ég þá sérstaklega eftir, en okkur Ingibjörgu datt í hug að vera B-2 eftir að hafa lesið þá bók í fimmta bekk minnir mig. Við máluðum pappakassa grænan og gulan, klipptum á hann göt og tróðum okkur inn í hann svo við gátum nú litið út eins og geimveru-síams-tvíburnarnir B-2. Þessi alræmdi búningur vakti mikla lukku bæjarbúa og í stað þess að fá afgangs-makkintos og ónýtar mandarínur fengum við rakettur og heilu súkkulaði stykkin!!

Á þrettándagleðinni í gær sá ég ekki marga krakka uppáklædda eins og var í gamla daga, sem studdi grun minn um að þessi siður sé algjörlega grindvískur. Allt nýja fólkið í bænum vissi ekki hvað væri í gangi, þegar fígúrur á borð við Línu Langsokk, Stubbana, Drakúla, My Little Pony og Arsenal-liðið bankaði upp á og bað um gott í poka og ef fólk var heppið þá fékk það að heyra Gamla Nóa Poppa Popp. Er von mín sú að nýja fólkið í bænum verði upplýst um alls konar siði og venjur okkar Grindvíkinga eins og brennuna á Jóladag, allt fússið í kringum Fótboltaballið og að á þrettándanum er best að sníkja í Efstahrauni 32 þar sem er orðinn siður að gefa Prins Póló.

Ég ætla ekki að hafa þetta neitt lengra, enda föstudagur og margt betra að gera en að pína ykkur með fáránlegum pistlum á borð við þrettánda-sníkjugleði Grindvíkinga.

Lifið heil.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Það er ekki nema von að maður spyrji sig

Ég rak upp stór augu þegar ég sá þetta á mbl.is:

"Segist ekki vera J-LO"
Vesalings Jennifer Lopez vill að allir hætti að kalla sig J.LO., hún sé nefnilega engin J.Lo heldur Jennifer. „Ég er ekki J-LO, hún er ekki til í alvöru. Hún var bara grín sem varð dálítið klikkað. Ég hef aldrei verið önnur en Jennifer,“ sagði hún. Hún vill að allir gleymi hugtakinu J-LO og Jenny gengur heldur ekki þrátt fyrir að hún hafi eitt sinn gert lag um sig sem hét Jenny úr blokkinni, eða Jenny from the block, að því er fram kemur á vefmiðlinum Ananova.


hvað varð um trausta blaðamennsku?? svona stórfréttir birtast án þess að kjaftur nefni þetta við mig, hina upphaflegu J-Lo?!?

Ég vil bara koma því á framfæri að ég bý ennþá í "blokkinni" og aðeins þeir nánustu fá að nota "Jenny" og "J-Lo" er sko ennþá til sem sannast með tilvist þessarar síðu.

Æm still æm still Jenný from ðe blokk

úú... that´s SHOCKING!

Byrjaði árið vel með stuðmönnum og skemmti mér konunglega á NASA í boði einhvers karls sem fékk þá flugu í hausinn að bjöða öllum Íslendingum á ball, skemmti mér meira að segja svo vel að á öðrum degi þessa árs sá ég svo suðmannamyndina en eftir þá útreið ákvað þá að núna væri nóg komið af mönnum sem kenndir eru við stuð, enda var ekki mikið stuð að finna í þessari mynd. Þvílíka og aðra eins steypu gæti ég sjálf ekki einu sinni búið til...

En að léttara hjali. Ég er loksins búin að greiða skólagjöld í þágu íslenska ríkisins, 32 þúsund kall þeink jú verí plís og er þar með skráð til B.A. náms í spænsku. Mín fyrstu spor í háskólanum sem kenndur er við ísaland voru ekki góðvænleg frekar en önnur spor mín þessa dagana. Þetta byrjaði þannig að ég ók algerlega sjónlaus frá Borgarspítalanum þar sem læknar hömuðust við að setja puttann á Óskari bróður saman eftir að hann missti um 5 millimetra af honum við löndun um daginn og ákvað nú að nota tímann meðan á öllu þessu stóð, tók bara bílinn hennar mömmu og dreif mig uppeftir á meðan að þau biðu eftir seinagangi læknanna. Þið eruð eflaust að velta því fyrir ykkur af hverju ég sé sjónlaus, en jú, það er ekki allt sem sýnist og ég er í raun komin með -2.75 á báðum og hef hingað til harðneitað að vera með gleraugu og því helgað öllu sparifé mínu kaupum á rándýrum linsum, og vegna óbilandi gleymsku minnar þá sef ég nánast á hverri nóttu með þennan óþverra í augunum. Nú er svo komið að augun sögðu einfaldlega nei og tóku upp á því að verða jafnrauð og skotin skólastelpa. Ég keyrði því hring eftir hring um hringtorgið, leitandi að aðalbyggingu háskólans, sem á venjulegum degi er auðfundin. Eftir nokkur flaut frá reiðum ökumönnum þá tók ég sjénsinn og beygði blessunarlega út á réttum stað. Fyrir algjöra tilviljum fann ég svo réttu bygginguna, þó svo að það hefði kostað mig tvö umferðarlagabrot, virti ekki stöðvunarskyldu og fór inn einstefnugötu. Svo þegar ég lagði loks drekanum þá fór ég út úr bílnum, stóð varlega upp og dró djúpt andann, kippti pappírunum og kortinu með og hélt brött út í mitt nýja líf. Rétt fyrir framan bygginguna tek ég svo upp á því að stíga á klaka nokkurn sem eins og ég segi, á venjulegum degi ég myndi sjá. Ég tek líka svona skemmtilega dýfu og lendi beint á viðkvæmu rófubeinsbroti frá yngri árum og stend svo skömmustulega upp og verð jafnrauð í framan og augun gefa til kynna. Eftir mikið pepp frá sjálfri mér, hafði ég mig svo loks í það að ganga inn aðaldyrnar og skrá mig til náms. Það gekk blessunarlega vel fyrir sig og ég er því skráð til náms í eftirfarandi greinum:

Heimspekileg forspjallsvísindi
Saga Rómönsku Ameríku
Bókmenntir 19. og 20. aldar
Ritþjálfun

maður fær bara vatn í munninn:) hehe

En jæja þið eruð eflaust löngu komin með leið á þessu, bið að heilsa heim og þá sérstaklega Ágústu Sigurrós sem hélt út í heim, eða til Sverige sem au-pair. Þar mun hún reyna að standast uppábrettar skálmar og vaff-hálsmál svía-grútanna. Ég hef bara eitt við þig að segja... Kjööööööööööööt

þangað til næst, Lafa linsu-bani