mánudagur, janúar 17, 2005

Yo se un himno...

Ég er ekki bara heilaþveigin af rómantískum bókmenntum átjándu aldar á Spáni, heldur er ég farin yfir um af ímyndunar-veiki og ástar-sýki eftir að hafa lesið ítarlega ljóð Bécquers um eldheita ást hans til konu, sem er svo sterk að það er honum um megn að reyna að yrkja um hana, þvílík eldheit ást sem getur aldrei endað með öðru en eymd og volæði! Hann líkir tilfinningum sínum til hennar við berskjölduð lítil börn í fósturstellingunni, þessi börn eru tilfinningar hans. Þau eru ekki í fötum líkt og tilfinningarnar sem komast ekki í orð... Vááá hvað Erla Erlendsdóttir, spænsku-sjéní með meiru uppí háskóla er sko alveg að vinna fyrir peningunum sínum.

Ég hef ofissíallí náð að drepa ykkur úr leiðindum, en það er samt gaman að pæla í því hvort ástin sé svona rosaleg tilfinninga-roller-kóster eða var Bécquer bara á sýru? Kannski ég sé bara að poppa...

Ég held ég haldi mig við seinni kostinn þar sem ég hef lært eitt í lífinu og hika ekki við að ráða ástarvilltum vinkonum mínum þessu

"ef maður gerir ekki væntingar til lífsins þá verður maður maður ekki fyrir vonbrigðum" Ólöf Daðey Pétursdóttir, ágúst 2004, London England

En að léttara hjali, skemmti mér konunglega um helgina en hann Bogi "Marley" hélt uppá ammælið með popmi og prakt á föstudaginn og þakka ég bara alveg kærlega fyrir mig. Passaði mig sko að mæta á slaginu hálf-níu til þess að fá nóg bollu og bjór (ég þekki sko vini hans Boga og vissi það ef að maður mætti eitthvað seinna þá væri sko enginn þynnka í vændum...)

Svo var það laugardagskvöld a la J-Lo, en hún er að gera það sama og hinar stjörnurnar fyrir Golden Globe, bara hvítt kjöt og vatn (þó svo að ég hafi dottið aðeins í soldið annað hvítt, ekki kók, heldur vín hvít-vín) Kvöldið endaði svo með smá bæjar-rölti með nýja síða hárið mitt og Bjöggu frænku upp á arminn. Magga siss var fjarri góðu gamni, þurfti að passa fyrir Birgittu sem var að fara á djammið... múahahaha

Jæja fer að kalla þetta gott í bili, á von á Svía-fíflinu á morgun og ef einhver kann sænsku þá er henni/honum velkomið að túlka fyrir mig, demmit hvar er Gústa þegar maður þarf á henni að halda???

Pís át hómís

Engin ummæli: