miðvikudagur, janúar 26, 2005

Óskar-Óskar-Óskar-Óskar

Vil bara koma með smá shoot out fyrir Skara bró sem varð sextán ára á sama tíma fyrir sólahring.. Til hamingju með það litli bróðir;)

Þar sem mor og far eru fjarri góðu gamni á Ítalíunni og Erla stóra siss ennþá fjarri í Ameríkunni, þurfti ég, elsta systkinið á svæðinu að taka þau yngri með mér í bíltúr og bjóða þeim út að borða á Ruby Tuesday. Þar var ekkert til sparað, tveggja rétta máltíð og þeir allra hörðustu fengu sér hvítvín með fínum rækjunum. Hápunktur kvöldsins var samt þegar að eftirréttnum var komið þá komu fjórar glæsimeyjar klappandi kátar upp að borðinu og sungu fyrir stjörnuna "ruby tuesday afmælissönginn". Það er skemmst að segja frá því að ég, once again elsta systkinið í hópnum, tók það að mér að roðna fyrir alla viðstadda og það var ekki einu sinni verið að syngja fyrir mig... ÆTLI ÞAÐ SÉU TIL LYF VIÐ ÞESSU??

roðnandi sæl með stútfullan maga hélt ég svo heim á Lexusnum sem við fundum óvart inní bílskúr hjá okkur, agaleg pæja:)

er samt ekki alveg sátt þar sem ég geng inní helgina (helgin hjá mér byrjar alltaf á miðvikudögum eftir fimm sko) ég ætlaði nebbla að gera hið ómögulega, komast í kjólinn fyrir þorrablót og fara á einhvern kúr sem hefur tröllriðið íslenskum konum í leit að undramegrun á tveimur sólahringum, en sá kúr nefnist Hollívúdd kúrinn og er bara orðinn ólöglegur sem þýðir bara eitt=núna kostar hann miklu meira!!

Hleyp bara tvisvar á dag í staðinn, borða kjúklingabringu og drekk vatn. Já, alveg staðráðin í því.

Með þessum lagabút kveð ég landann (ekki áfengið sko...) og hverf nett út í helgina:

fimmtán ár´á föstu, sextán ár´í sambúð, sautján ára fríkaði hann út....

Engin ummæli: