föstudagur, nóvember 19, 2010

Í dag er föstudagur og á föstudögum er gaman að fá sér gott í glas með góðu fólki. Hérna down under er sko ekkert verið að skafa af gleðitækifærunum og hafa Smith hjónin planað handa okkur ferð í Hunter Valley, sem er dalur í tveggja tíma fjarlægð, fullur af fallegu landslagi, húsum og vínekrum! Þar ætlum við að eyða helginni í leigðu húsi við fallegt vatn, smakka góð vín, góða osta og njóta þess að vera til, alveg eins og Sideways myndin... nema fyrir utan famhjáhaldið haha

Annars höfum við verið að bralla ýmislegt, fórum til að mynda að sjá Blue Mountains sem er fallegur þjóðgarður ekki svo langt frá Sydney. Þar sáum við fallg fjöll, fallega fugla, ótrúlegt útsýni og eins og vanalega var ég plötuð í langan göngutúr með tilheyrandi væli að minni hálfu.

Síðan fengum við okkur hádegismat í fallegum smábæ í fallegri götu og völdum stað sem var svolítið út úr sínu "elementi" ef svo má að orði komast. Staðurinn var eins og fjallakofi frá miðöldum og afgreiðslufólkið var einnig eins og það væri frá miðöldum. Allir karlmennirnir báru fallegt og mikið skegg í anda Svíans, nema þeir voru allir síðhærðir með skipt í miðju. Konurnar voru einnig með sítt hár, skipt í miðju, ómálaðar og gengu í furðulegum fötum. Maturinn var hins vegar himneskur, allt lífrænt og voðalega heilsusamlegt eitthvað. Áður en við fórum skellti ég mér á salernið og sá það alls kyns bæklinga sem útskýrðu þennan fatnað og útlit fólksins. Kom á daginn að þetta var sértrúarsöfnuður sem trúir á samfélagið sitt og snýr bakinu við hinu almenna samfélagi eins og gengur og gerist í slíkum sértrúarsöfnuðum. Mér fannst þetta alveg magnað, en ef þið viljið fræðast frekar um þennan sérstaka hóp klikkið þá hérna -ég mæli sérstaklega með því að kíkja á kaffihúsin þeirra, hrikalega góður matur!

Annars hef ég ekki frá miklu örðu að segja annað en við fórum einn daginn á ströndina, hinn daginn fórum við að heimsækja tengdafólkið hennar Ingibjargar og annan daginn fórum við í bíltúr niður götuna að kaupa í matinn en enduðum á því að týnast og vorum nálægt því að skilja þegar að við loksins fundum leiðina heim, en ef að þið viljið láta reyna á sambandið -prófið þá að týnast í miðbæ Sydneyjar á háannatíma...

Sem betur fer mun Dabbi keyra á vínekruna á eftir og því þurfum við ekki að hafa áhyggjur af skilnaðarpappírunum og getum einbeitt okkur að smökkunarhæfileikunum og þykjast vita hvað við erum að gera þegar að vínsmökkun kemur -svolítið mikil eik, mikið ávaxtabragð, alltof þurrt... haha ég er með þetta!

Eigið góða helgi kæru vinir.

fimmtudagur, nóvember 11, 2010

I come from the land down under...

Jæja sykurpúðar nær og fjær, þá er skandínavíska dúóið komið til Sydney eftir æðislega dvöl hjá höfðingjunum Gebbu og Ray í Filippseyjum. Eins og búast mátti við af Gerði Björgu þá var afmæli svíans fagnað með pompi og prakt, og farið á Pizza Hut og sungið fyrir afmælisbarnið, svo kíkt í plat-rússibana og í keilu þar sem undirrituð reið ekki feitum hesti, en mátti þakka fyrir að vera ekki eins léleg og Gebba (haha sorry Gebba mín). Gebba var með einhverja asnalega reglu um það þegar að maður fékk fellu eða feikju þurfti maður að taka "happy dans" og annan eins kjánahroll hef ég ekki fengið síðan ég sprangaði um í sundbol í keppni um að vera fallegust... Sigurvegarinn í dans keppninni var sá sami og í keilunni, en afmælisbarnið sjálft sýndi danstakta sem ekki hafa sést í keiluhöllum heimsins fyrr og síðar! Næstu daga tókum við því rólega í kósýheitunum í "sveitinni" og fengum meira að segja fría klippingu hjá frúnni. Loks kom svo að kveðjustund og var okkur fylgt alla leið út á flugvöll í skemmtilegu rútunni, eða jeepney eins og heimamenn kalla hana.

Ferðinni var heitið til Melbourne þar sem við myndum eyða helginni og svo var planið að leigja bíl og keyra áleiðis til Sydney með stoppum hér og þar. Það plan gekk eftir eins og í sögu og svíakonungur með nýja glansandi bílprófið sitt stóð sig eins og hetja og keyrði yfir 1600 kílómetra öfugu megin á götunni án þess að drepa okkur (nokkur "close call" eins og sagt er, en overall komumst við heil á húfi á áfangastað). Það fyrsta sem ég gerði hins vegar var að kaupa mér ástralskt númer og hringja í Ingibjörgu. Ég hringi í númerið sem ég tel að sé hennar en fyllist efa þegar að að ég heyri rödd hinum megin á línunni með ógurlegan ástraskan hreim, yeeeeeeah hellouuuuu thiees ies Ieeengeeeah -og ég svara með ógurlega íslenska hreimnum mínum -uhh Ingibjörg?? svo heyri ég hlátrasköll og fatta að jú, þetta er Ingibjörg en ekki einhver fertug húsmóðir á Ramsey street -og það má með sanni segja að æskuvinkona mín er officially komin með ástralskan hreim af bestu gerð!

Eftir símtalið góða átta ég mig á því að æskusápuóperuþátturinn minn, Nágrannar eru einmitt teknir upp í grennd við Melbourne og næsta símtal sem ég hringi er í ferðaskrifstofuna sem sér um túrana þangað og bóka mér pláss í næstu ferð. Magnús var ekki alveg að kaupa þetta plan og ákvað að verða eftir og kanna borgina í staðinn. Ég fór því alein í ferð um Ramsey street og í stúdíóið (high five!) og var þetta eins og að koma til Mekka fyrir mig, ég sá Erinsbrough high, Ramsay street (sem heitir í raun Pine Oak eða eitthvað svoleiðis og það býr fólk inni í húsunum, það er bara tekið upp úti, allt innandyra er tekið upp í stúdíóinu!!), svo fórum við í stúdíóið sjálft þar sem við fengum að sjá Lassiters, lögfræðistofuna hans Toadie, Charlies, Grease Monkeys, verkstæðið hennar Steph, name it! Eftir túrinn hittum við svo mömmu hans Sting Ray og þeirra og ef við hefðum verið degi lengur í Melbourne hefðum við fengið að hitta Dr. Karl og Harold en því miður var það ekki í boði... Samt alveg magnað að sjá þetta fyrir sápuóperufíkil eins og sjálfa mig :)

Fyrsta stoppið í road trippinu góða var á Philipps Islands þar sem við sáum kóala birni kúra uppi í tré, mörgæsir koma upp úr sjónum eftir að hafa leitað sér ætis, kengúrur skoppandi á vegunum (flestar dauðar reyndar greyin) og fallegt fuglalíf. Þaðan fórum við svo til Wilsons Promintory sem er þjóðgarður fullur af fallegum fjöllum og óeðlilega hvítum stendum og grænbláum sjó! Þar var ég plötuð í að klifra eitt fjall og fara í aðra fjallgöngu, samtals 12 kílómetra ganga -sem næstum gekk frá mér, en með skottulæknaolíuna góðu frá Filippseyjum kláraði ég þetta með stæl. Eftir það stoppuðum við á ýmsum stöðum (man ekki hvað þeir heita, en ég man að einn bærinn hét Ulladulla sem mér fannst alveg awesome nafn á bæ!) þar á meðal strönd sem að kengúrur búa, fleiri fjallgarðar, strendur og fallegir fiskibæir.

Einn daginn fórum við svo í hvalaskoðurnarferð, sem var æðisleg -ekki af því að við sáum hvali- heldur stálu höfrungarnir senunni. Þeim finnst víst æðislega gaman að synda meðfram og fyrir framan bátinn, fara í kapp við hann og stökkva upp og sýna sig fyrir mann :) Ég held ég hafi tekið yfir hundrað myndir og þrjú myndbönd af þessum mögnuðu dýrum! Hvalirnir sem við sáum voru aðeins feimnari en leyfðu okkur samt að sjá sig leika sér aðeins, en þetta voru kvenkyns hvalir með litlu afkvæmin sín með sér... svooo magnað!

Síðan fórum við að nálgast Sydney og þegar að 250 km vantaði upp á hringdi ég í Ingibjörgu sem var að taka smá forskot á sæluna á bar að bíða eftir Dabba eftir vinnu með kampavínsglas í annarri og símann í hinni. Ég sagði henni að við værum tvo og hálfa tíma frá Sydney og viti menn, bara það að ég væri að nálgast var nóg til þess að Ingibjörg vaknaði um morguninn með tak í hálsinum og gat ekki hreyft sig (en fyrir þá sem ekki vita þá gerist alltaf eitthvað fyrir Ingibjörgu þegar ég er í kringum hana).

Til þess að hún eigi möguleika á því að jafna sig ætla ég að fara með svíanum góða niðrí bæ, fá mér bjór fyrir framan óperuhúsið og senda Ingibjörgu minni góða strauma úr 30 stiga hitanum og sólinni :)

Í kvöld er svo planið að grilla á svölunum , fá sér nokkra kalda og njóta þess að vera í Sydney með nýtrúlofaða parinu...

Reyni að vera duglegri að blogga þar sem við erum nú komin í fyrsta heiminn og internetsambandið gríðargott.

Bestu kveðjur frá sólinni í Sydney :)

mánudagur, nóvember 01, 2010

Jaeja gott folk!

Tha erum vid komin til Ceby city med hofdingjunum Gebbu og Ray. Vid komumst heil a hufi a flugvollinn ad saekja lidid og spennt bidum vid eftir ad sja Gebbu, Brieti, Sogu og mommu hans Ray labba ut um komuhlidid a althjodlega flugvellinum (Ray kom ekki fyrr en 30.oktober).

Thad thurfti ekki ad nota sjonaukann til thess ad taka eftir theim, en Gebba var eina ljoshaerda hvita konan i 700 kilometra radius. Eftir sma kjanalegt heils og hlaturskast a la Gebba stodum vid a flugvellinum, med mommu hans Ray talandi modurmalid vid hina og thessa, attudum vid okkur a thvi ad thad var enginn annar maettur til thess ad taka a moti okkur. Eftir um 45 minutna bid, nokkur simtol og sma pirring hja sumum komu aettingjarnir hlaupandi ad okkur med bros a vor -enda ekkert ad thvi ad saekja folk seint a flugvollinn, thetta er nu einu sinni philippino time!

Jaeja, tha var bidinni eftir ad sja einhvern taka a moti okkur buin og vid tok bidin eftir bilnum til thess ad skutla okkur heim i byrjud (en half aettinn var maett a flugvollinn ad saekja okkur og thvi hlytum vid ad ferdast um i rutu heim med allan farangurinn). Eftir einhvern fjolda minutna (a thessum timapunkti var eg ekki med klukkuna a lofti, enda fegin ad sja Gebbu og von thessum timasetningum hja landanum) kom loksins opin smaruta og trodum vid farangrinum inn fyrst, og svo var okkur smalad inn smatt og smatt. Throngt mega sattir sitja hugsudum vid og veltum thvi fyrir okkur hversu lengi ferdalagid myndi taka. -Ekki svo lengi- segir Gebba og vid faum enn eitt hlaturskastid af oraunverulegu adstaedunum sem vid vorum nu komnar i, i kremju i opnum pallbil i Cebu City i Filippseyjum.

Eftir adeins fleiri minutur vorum vid komin i risastoran supermarkad thar sem ad okkur var sagt ad vid thyrftum bara ad kaupa smotteri adur en vid faerum heim. Vid forum inn med lidinu, eltum thau um i sma stund adur en ad okkur var sagt ad setjast nidur og fa okkur adeins ad borda a medan ad thau versludu adeins. Nokkrum timum seinna kom ein fraenkan ad saekja eitthvad af vorunum og eltum vid hana inn i bil thvi vid heldum ad nu hlyti ad vera komid nog. Thvi naest var vorunum hent inn i bil og okkur smalad inn a eftir theim, en nu vantadi mommu hans Ray, sem var vist inni ad leita ad okkur. Eftir ad sa misskilningur var leidrettur, kom hun loksins ut, med DYNU med ser. Dynunni var hent ofan a okkur og ferdinni var loksins haldid afram heim.

En thegar vid nalgudumst stoppadi smarutan med ollu folkinu, farangrinum, matnum og dynunni enn einu sinni, i thetta sinn hja markadnum thar sem ad fiskurinn er sko keyptur. Med bros a vor stoppudum vid einu sinn enn, en thad bros breyttist skyldilega thegar ad rulsafnykur aeddi um loftid -en bilinn hafdi stoppad hja ruslahaug, ekkert vid thvi ad gera!

Loksins logdum vid svo af stad aftur og i thetta sinn alla leidina heim, vid vorum komin heim klukkan 17:30 (en flugvelin lenti klukkan 12:40). Thar voru ALLIR maettir ad heilsa okkur og i hudradasta sinn thann dag leit eg a Gebbu og hlo. Vid skyldum ekki neitt en reyndum ad muna nofnin a ollum eins vel og mogulegt er (erum enn ad vinna i thvi!).

Svo fengum vid ad borda, fengum herbergi og nutum thess ad lata dekra vid okkur. Um kvoldid forum vid svo i "sjoppuna" herna i thorpinu og keyptum okkur bjor og drukkum uti a palli, undir stjornubjortum himni og hlogum af deginum og thessum oraunverulegu adstaedum sem vinkonurnar ur Grindavik voru komnar i. Thegar timi var kominn til thess ad sofa bra okkur heldur betur i brun thvi ad heimilisfolkid var ad bua um sig a thunnum dynum a golfinu -a medan ad vid vorum i makindum okkar ein i herbergi. Maggi for tha fram og baudst til thess ad sofa a golfinu i stadinn, en folkid herna er svo gestrisid ad thad tok thad bara ekki i mal, enda holdum vid ad thau sofi alltaf svona, eru ekki von thvi ad sofa a mjukum dynum a sinum feita rassi eins og vid.

Naesta dag forum vid svo i sma gongutur um svaedid, en thetta er einhvers konar sveit inni i midri borginni og herna eru raektud svin, kjuklingar, kalkunar, avextir og graenmeti. Daginn eftir kom svo Ray, hetjan i thorpinu og var honum vel tekid herna a svaedinu, enda fotboltahetja mikil! Ray syndi okkur um eins og innfaeddur og fannst okkur mjog gaman ad sja hann tala tungumalid sitt.

I gaer forum vid svo a strondina med Brieti og Sogu sem er ekki frasogufaerandi nema fyrir thad ad thegar vid Gebba vorum i sundlauginni rett hja strondinni sa eg svort sky uti hja sjonum. "Thad er eins og thad se eitthvad mikid ad fara ad ske" segi eg vid Gebbu sem paelir ekkert frekar i thessum skyjum. Sidan forum vid til strakanna sem voru i makindum sinum ad drekka bjor og segjumst vera tilbunar ad fara hvad og hvenaer. Sidan, upp ur thurru skellur a thessi lika magnadi stormur, rigning, rok, thrumur og eldingar og Gebba er fyrst til thess ad panika. Hun oskrar, tekur dotid sitt segir Brieti ad flyta ser, oskrar sma og hleypur af stad. Thetta er nog til thess ad hraeda stelpurnar sem nuna oskra og grata og hlaupa eins og thaer eiga lifid ad leysa. Strakarnir pakka dotinu saman i flyti, vid Maggi erum ad tyna bjorfloskurnar saman thegar ad Ray panikar sma lika og oskrar "leave the bottles!" Vid tokum tha bara toskurnar okkar og hlaupum i skjol hja veitingastadnum rett hja. Thegar thangad er komid erum vid oll i kasti, serstaklega Gebba, en litlu greyin eru hagratandi og vilja fa solina eda fara bara heim til Islands thar sem thad er ekki svona mikil rigning og rok (riiiiiiiiiiiiiight!).

Sidan fengum vid okkur ad borda a veitingastadnum a medan ad vedrid gekk yfir og stelpurnar roudust, a medan erum vid enn a hlaegja ad vidbrogdunum okkar. Loksins erum vid svo sott og til thess ad toppa sjokkid sem stelpurnar voru i keyrdum vid framhja motorhjolaslysi thar sem ad madur var fastur undir hjolinu sinu, en sem betur fer sau thaer ekki neitt!

En vid komumst heim a endanum og tokum thvi bara rolega um kvoldid og stelpurnar gleymdu thessu fljotlega eins og krokkum er einum lagid. I dag er svo All Saints day en tha heimsaekja heimamenn tha sem hafa farid a undan i kirkjugordum og gefa theim blom. Vid aetlum ad kikja a eitt stykki svoleidis og freista gaefunnar i mollinu -en okkur Gebbu er farid ad langa i McDonalds ;)

Hef thetta ekki lengra i bili
-Olof out