laugardagur, apríl 29, 2006


við hundurinn erum eitt þessa dagana þar sem ég er barnapía hans á daginn. núna nýverið er hann hins vegar farinn að taka þessu sambandi okkar aðeins alvarlegra og geltir á oppenheimer eins og óður væri þegar hann kemur nálægt mér!

en íslendingakvöldið tókst vel í gær og enduðum við wissler, djhóna og chris john á plums þar sem djóna fékk kana-dans-lífið beint í æð þegar dömurnar fóru upp á barborð og létu eins og stripparanir á casino (ekki það að ég viti hvernig þær dansa!!!!) haha

í kvöld er það svo downtown baby og kannski smá sweeeeeeeeeeeet caroline oh oh oh ef að heppnin er með manni!!!

lifið heil, ekkert beil (vá hvað þetta var lélegt...)
farin að keyra ólöglega um götur minneapolis á gansterbíl dauðans með miss new booty í botni og reyna að pikka einhvern upp muahahaha

blés.

þriðjudagur, apríl 25, 2006



bara tvær vikur eftir af háskólaferli mínum í bandaríkjunum (nema harvard geri massa mistök í innrituninni og skrái ólöfu péturs til náms í lögfræði í stað olAFS peterson, en það er önnur saga) og eftir miðvikudaginn mun ég aldrei, já ALDREI aftur þurfa að fara með fyrirlestra um stöff sem ég hef ekki hugmynd um!

en kristján, eða Chris John eins og kanarnir segja og jóna, eða Dssjóna, eru lent heilu og höldnu og komust klakklaust í gegnum ofurtollinn með úrbeinað lambalærið og eru þeim hér með færðar hjartansþakkir fyrir það!

sl. föstudag var svo haldið upp á vor-gleði, eða springfest uppí skóla. bjór á einn dollar og hljómsveitir á skólatúninu, mér leið hreinlega bara eins og í grís-myndinni, slík var gleðin!

svo var mamma að senda mér myndir af dúfudrápinu sem átti sér stað ´98 og ó mæ god! eruði að meina þetta!! ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að birta þær hérna á síðunni vegna þess að þær eru hreinlega það fyndasta sem ég hef séð!!

jæja komin tími á kríu, enda fyrirlestur á morgun og það er ekki á það bætandi ef maður mætir með bauga niður á hné og glóðurauga á báðum! (og magga, já ég skal muna eftir að fara í brjóstarhaldara haha)

hilsen Ólöf dúfubani

fimmtudagur, apríl 20, 2006

jæja þá eru frænkurnar komnar og farnar... smá söknuður í hjartanu hjá væma kananum.. en það á allt eftir að lagast þegar kristjá og frú koma seinnipartinn í dag!!

en við skemmtum okkur ógisslega vel, versluðum, fórum út að borða, verlsuðum meira, borðuðum meira, fórum í partý og annað partý:) takk æðislega fyrir komuna stelpur... og muniði að vera mættar 12 maí í útsrkift!!

en svona til að létta aðeins á þessu, þá er ég með eina hrakfallabálkasögu af sjálfri mér..

en þannig er mál með vexti að ég var að verða sein að hitta kennarann minn í gær og var enginn bíll á svæðinu, ekkert hjól í kílómetra radíus og eina í stöðunni var að hlaupa upp í skóla og mæta sveitt og ógeðsleg, eða... FÁ LÁNAÐA LÍNUSKAUTA hjá félaga mínum!! Auðvitað féll ég kylliflöt fyrir línuskauta hugmyndinni, skellti þeim á bífurnar á mér og skundaði af stað. Ekki hafði ég alveg hugsað þetta til enda, hef ekki línuskautað síðan á planinu hjá ömmu í denn þegar Aníta náði að fótbrjóta sig og því er skemmts frá því að segja að ég brunaði af stað, algjörlega bremsulaus og þurfti að stoppa umferð í gríð og erg til þess að komast lífs af. Svo kemst ég loksnins á campus, segji öllum að drulla sér frá og þýt í gengum fjöldann, en svo kem ég að vörubíl á miðjum campus, fullan af hestaskít til að setja á túnið og til þess að gera langa sögu stutta þá endaði ég illa á bílnum og datt á hestaskíts-fullt túnið!!!

ég sem hélt að hrakfallabálkaskeið mitt væri á enda... huh!!

jæja verða að fara að henda efni í 15 bls ritgerð sem á að vera búin á morgun!!
verið hress, ekkert stress, bless!!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

spilaði minn fyrsta softboll leik á ævinni á laugardaginn (í 15 stiga hita og sól) og er skemmst frá því að segja að ég náði að koma einum í höfn... kann ekki alveg reglurnar en held þær séu ekkert mikið öðruvísi en "prison-reglurnar" sem notaðar voru í beisboll-á-bakvið í denn. slæ ennþá svo fram-á-við og get ennþá ekki gripið fyrir fimmaura!!

en svo eftir það ævintýri var komið að spring-progressive, eða eins og sagt er á móðurmálinu, fótbolta-mörg-partý-í-röð, öðruvísi-drykkir-í-hverju-partýi, þema-tengt, jú nó! en heníveis, þemað í ár var stafurinn A, og þar sem ég er verðandi tennis-stjarna (mótið byrjar eftir tvær vikur eða svo) og ég tala spænsku og var því engin önnur en Anna Kournikova fyrir valinu. Átti fyrir algjöra tilviljun bleikt TENNIS-PILS inní skáp, henti á mig svitaböndum hér og þar, fékk lánaðan spaða og tennisbolta og skundaði um campus æfandi uppgjöfina:)

en á morgun eru ágústa og elín væntanlegar og að venju verður þeim tekið sem höfðingjum frá kana-klaka-búum, kjent veit tú síí júú!!

en þar sem úti gerir um 17 stiga hiti er málið að versla smá öl og skella á grillið, verðum í bandi fellas!

föstudagur, apríl 07, 2006

who you gonna call...



SCATMAN!!! (skari og batman!)
haha Kiwi keypti þennan líka æðislega sníkju-búning handa óskari, núna er bara að bíða eftir halloween eða þrettándanum og fara að sníkja!

helgin er framundan og ekkert nema endalaus bjartsýni hérna megin við hafið, á morgun er svo búið að skrá mig í beisboll keppni (enda er ég sporty-spice) og íslandskynning fyrir grunnskólanema í hverfinu (veit ekki hvernig ég læt platast í svona hluti)

jæja, farin að leggja mig, enda klukkan orðin eitt og engin kría so far!
LA-fan
mamma var að senda mér þetta... hvað segið þið??
Að ljúga eða ljúga ekki!

Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún
fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og
henni til mikillar undrunar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers
vegna grætur þú ? Saumkonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í
vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda
sinn við að afla tekna til heimilisins.


Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er
þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og
þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er
þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn
hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði
hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög
ánægður með sannsögli konunnar og færði henni allar fingurbjargirnar þrjár
til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.


Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni
sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu,
birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti? "Æi guð,
maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel
Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan.



Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á
sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons,
hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá
hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir
þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég
var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess
vegna sagði ég já við Mel Gibson.



Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum
til heilla. Þetta er okkar skoðun og við stöndum við hana!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

haldiði að hitinn hafi ekki farið upp í 15 stig í dag... og núna klukkan 22:00 er hitinn kominn upp í 16 stig! ég held að ég megi alveg missa mig núna og segja að núna sé sumarið loksins að koma og asskotans fuglarnir farnir að vekja mig klukkan sex á morgnana (heyrist allt í þessu sólhýsi sem ég bý í)

en annars er allt splended að frétta, búin með einn kúrsinn í skólanum og einungis þrír eftir... svo koma ágústa og elín á þriðjudaginn og er sko búið að plana stórskemmtilega dagskrá þeim til heiðurs! stelpur, ekki gleyma skilríkjunum:)

en í gær var hinn vikulegi O.K dagur haldinn hátíðlegur hérna í steitinu og fórum við kiwi í stórmarkaðinn í nágrenninu, keyptum íslenska ýsu (kannski frá vísi, hver veit!) nýtýnd jarðaber, osta og ritz-kex og héldum "sörpræs" pikknikk veislu fyrir gesti og gangandi. eftir mikla fyrirhöfn og mikla eldamennsku lögðum við á borðið, helltum kóki í kampavínsglösin og biðum og biðum eftir gestunum. svo biðum við aðeins meira, en allt kom fyrir ekki, enginn kom í veisluna og við kiwi enduðum með því að borða allan matinn ein og taka myndir af kræsingunum!!!
-hvað má læra af þessari reynslu? bjóða fólki í mat ef mikla vinnu hefur verið varið i hann, því annars kemur enginn!!
hejjjjdo

þriðjudagur, apríl 04, 2006

ætla að tileinka henni nöfnu minni dagnýju pistilinn í dag þar sem hún er fertug í dag, en ekki deginum eldri en tuttugu og þriggja í anda:) til hamingju með daginn elskan mín, væri gaman að vera heima og njóta kræsinganna sem að siggi mun koma til með að búa til... eða að hafa þig hérna og sýna þér uppþornaða missisippi!!

en víst ég er að missa mig í ástarjátningunum hérna ætla ég að senda ástarþakkir til erlu, sem fórnaði heilu kvöldi fyrir framan sjónvarpið með wissler í annarri og twisslers í hinni fyrir það eitt að redda mér ferilskrá svo ég geti farið að vinna í starfsumsóknum... æisslegt, takk.

en annars má ég ekkert vera að þessu, litli hvolpurinn hennar erlu er með kvef og ælupest og ég er í því að passa að hann æli ekki matnum sem ég var að pína ofaní hann... og magga er á chattinu á skæpinu og þolir ekki þegar ég svara seint, jú nó...

hasta luego compadres

sunnudagur, apríl 02, 2006

skellti mér í systrafélags teiti a la kaninn í gær sem endaði með feitri ferð niðrí bæ á nýjan stað sem ég á sko heldur betur eftir að fara með ykkur kæru heimsækjendur á. allir þeir sem vettlingi geta valdið voru þar og barþjóninn fékk ekki staðist íslenska hreim undirritaðra og gaf mér fría drykki allt kvöldið (erfitt að vera svona sætur huh) en það magnaðasta við gærkvöldið var tilvonandi mágur minn hann andrew wissler.

wissler kemur inn á staðinn sem við vorum öll á með ókunnugan mann með í för. nei nei nema hvað, þessi ágæti náungi var ekki þessi meðal jón útí bæ, heldur var þetta heimilislaus svartur karlmaður á fimmtugsaldri. en svo vildi til að meðan að wissler sat úti á bekk að tala í símann kemur umræddur náungi upp að honum og biður um smá ölmusu. ekki vildi betur til en að wissler átti ekki krónu á sér,leið mjög illa yfir því að geta ekki hjálpað aumingja manninum og þess í stað bauð honum að setjast hjá honum og hreinlega rabba saman. eftir um hálftíma spjall ákveður wissler að bjóða honum að borða samloku með sér og svo tekur hann hann með sér inn á staðinn sem við vorum á og bauð honum bjór. heimilislausi maðurinn var svo svakalega þakklátur að hann braust næstum í grát þegar ég svo gaf honum 10 dollara til að koma sér heim (ef hann átti nú einhverntímann heimili)

mér leið eins og gaurnum þarna í pay it forward og er hér með komið að mér að gera góðverk:)

hef þetta ekki lengra í bili, en lærum af honum mági mínum og verum góð við náungann!!

p.s. svo eitt að lokum haldiði að oppenheimer sé ekki búinn að skrá okkur í tvíliðaleik í tennismóti hérna í skólanum (ég kann ekki tennis!!!) og er liðsnafnið okkar juice and goose... hjálpi mér drottinn, kann einhver tennis sem getur gert mig að kornikovu á tveimur vikum???

juicy kveður