föstudagur, júlí 28, 2006

smá fréttaskot af mér í minneapolis,

*ekki komin með vinnu, búin að leita? nei.
*orðin brún og sæl og fer í ræktina á hverjum degi (hvað er það!)
*við mamma löbbum með hundinn á hverjum morgni í 30 stiga hita og sól og í gær held ég að við höfum endanlega drepið hann því hann svaf stanslaust í fimm tíma eftirá
*fór á fótboltaleik þar sem kiwi var í aðalhlutverki, töpuðu samt 1-0
*er að undirbúaa mig fyrir hitabylgju sem er að byrja að ganga yfir, 35-40 stig og mikill raki, svimi svimi svitabað. ætla samt í sólbað á eftir.
*bíð spennt eftir skattinum hérna úti eins og heima
*og svona að lokum þá sá ég strák úti á lífinu í gær í smekkbuxum... fyrst þá áttar maður sig á því að maður sé staddur í ameríkunni.

æi, held að hitinn sé að fara illa með blogghæfileika mína og því best að hætta áður en skaðinn skeður alveg.

howdí.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

ástfangin í þér??

tja ég segi bara eins og aníta frænka, hver SKAUT í hausinn á þjóðhátíðarnefnd með að velja þetta eyjalag? eru þeir ekki eitthvað að rugla íslenskum ástarljóðum saman við aðaldjammlag ársins??

ingibjörg, ég sagði það, illir andar og vættir ofsækja þjóðjhátíð í ár. ekki fara.

:)

annars skelltum við 3/4 af mæðgum okkur í kickbox á dag, vááá hvað það var gaman. bjóðið í mig? p.s. magga hvernig gekk kjúlinn?? ekki varstu ölvuð (á það nebbla til að borða kjöt undir áhrifum...)

held ég sé komin með sólarsting, enda um 30 stiga hiti úti. öss. læt hérna eina fylgja, er það bara ekki halló selskógur í ár?

arivadertsjí

mánudagur, júlí 24, 2006

24.7.2006

-sagan er ekki login, þótt atburðirnir og persónur séu uppspuni
(þarsemdjöflaeyjanrís-gulleyjan-fyrirheitnalandið eftir einar kárason)

eins og þessi upphafsorð snilldarbókarinnar hans einars gefa til kynna þá er þessi saga alveg bráðfyndin og er það hér með staðfest að lafa péturs á einungis 100 blaðsíður eftir í 482 bls bók og sem blaðsíðunum fækkar finn ég innra með mér trega því bókin er að verða búin, akkurru var etta ekki sonna í háskólanum? þá hefði ég verið komin með fimm vinnur og græna kortið. goddem.

annars var dvölin í boston geggjuð, flott veður, mikið drukkið hlegið dansað og sungið. tjékkaði meira segja á harvard fyrir erlu syss og líst mér bara svakalega vel á campusinn, svona alveg eins og í legally blonde, alveg eins.

en núna er ég mætt á heimaslóðir, ef heima má kalla þar sem ég svíf eiginlega í lausu lofti þessa dagana, atvinnulaus og fínheit. frétti að það vantaði útigangara fyrir hunda í boston og aldrei að vita nema maður skelli sér í ævintýravinnu...

en hún móðir mín er einnig stödd hér á landi kanans, keyrði eins og fín frú alein uppá flugvöllog sótti mig. svo villtumst við aðeins á leiðinni heim þegar undirrituð fór að skipta sér af akstrinum. en erum sum sé hérna hálf vængbrotnar þar sem aðalstuðboltann og hallta köttinn hana möggu vantar aaaaaaaaaaalgjörlega. miss jú hon.

en núna verð ég víst að fara að koma mér í að panta pizzu því maður borðar bara óhollan mat í ameríku og þeirri reglu má maður ekki hagga, í formi í útlöndum, piff.

jæja, bið að heilsa og kem með fréttir af pétursdætrum og óskarsdóttir as time góes bæ.

p.s. óskar hundurinn lætur mig ekki vera því ég er uppáhaldið hans og vælir ef hann er meira en tvo metraí burtu frá mér. jess.

ólöfan.

föstudagur, júlí 21, 2006

þá er ég alveg að fara af klakanum og kveð með tárin í augunum... er að spá í að láta springa á bílnum hjá kötlu svo ég verði sein og komist ekki og fer til eyja!!

nei, má ekki missa mig svona í draumórunum... en sum sé held ég ótrauð og atvinnulaus útí lífið á ameríkunni og held í vonina að ég fari nú að sækja um vinnu...

haha. en ég elska ykkur öll, sérstaklega þig gummó minn þú ert gull af manni (alveg bjórgylltur!)

veriði sæl og megi hamingjan leika við ykkur svona "ólöfulaus"

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Sit hérna með tærnar uppí loft í húsiðásléttunni kjólnum mínum og horfi á magna-magnificent taka "encore" lagið og rifna úr stolti. hann kom nebbla einu sinni í partý til möggu syss. en á meðan ég velti fyrir mér þessu magna æði þá er mér lítt á húsiðásléttunni kjólinn minn og mér rennur það fyrir augum að þetta líkjist nú frekar náttkjól frá nítjándu öld en nýtísku dressi.

en hvað sem því nú líður þá er mér einnig ofar í huga sú staðreynd að ég á einungis tvo daga eftir hérna á klakanum og maður hreinlega spyr sig, hvað varð um allan þennan tíma sem ég ætlaði að nota?? tapaði mér í eróbkki, var tekin í r..... af fimmtugri kellingu, lyfti mig máttlausa fyrir sprettæfingu og núna það nýjasta, ÉG SNERI MIG Í PALLALEIKFIMI!!! hvernig í ands... er það hægt?

svo fór ég í tvær geggjðar útilegur, náði djammi með ingibjörgu í bænum (mööööööööst) og ítalíu, náði 1árs afmæli Bríetar, sjómannahelginni.... osfrv...

jæja, ætla ekkert að hafa þetta lengra, vonandi næ ég að setja inn myndir og svona áður en ég fer og kasta á ykkur almennilegu bloggi a la j-lo

luv lafa

fimmtudagur, júlí 13, 2006

þetta fer bara að verða vikupistill hjá mér... en stundum verða bestu rithöfundar andlausir og kenna veðrinu um. ég líka.

írskir dagar:
fellihýsi.
árni úr járni.
tóti kæró.
eggert og magga frændsystkin.
búggí búggí.
todmobil og papar.
bjór.
kamrar.
bál.
gítar.
grindvíkingar.
haltukjaftityggjó.
söngur.
STUÐ!!!!!!!

En núna er önnur helgi framundan (sörpræs sörprææs) og er áætlunin að skella sér á sálina á nasa með stelpunum (helling af tjéééélingum) og eru þær magga og gunný búnar að redda kálfi til að fara með hópinn fram og tilbaka!!!!!!!

jiiiiiiiiii get ekki beðið. annars styttir í för mína... bara vika eftir!!!!!! ohhhhh hata að fara. en jæja verð að fara að gera playlist með búggí búggí og í wish i was a punk rocker! læt hérna fylgja mynd af pönk rokkaranum með munnhörpuna

see ya wouldnt wanna be ya;)

sunnudagur, júlí 09, 2006

Droppin´ krónur on a rúntur...

komin heim af skaganum heil á húfi, enda fyrirmyndarökumaður þó ég segi sjálf frá. ferðasagan verður sögð seinna, erum að púsla og slípa og krydda og svona, kemur eftir smá. en ég get sko sagt ykkur það að það var sungið, drukkið, hlegið, sleikt steikt og sofið... baaaaaaaaaara gaman. en ég fékk þetta sent frá amerískum vinum mínum sem heimsóttu klakann um páskana og hvað var annað í stöðunni en að semja rapplag um landann... bara ketsí lag, er að spá í að senda fm það...

farin í háttinn enda komin með bauga niður á hné
g.n. ó.d.p. kv.

föstudagur, júlí 07, 2006

er að fara að hendast til Akraness á fótboltaleik og svo kannski írska daga... jiiiiii svo gaman að vera til, stjörnuspáin spáir eindóma hamingju og ást

jibbý. sjáumst eftir helgi, það er ekki til internet í þessum fellihýsum:)

allltílæibléééééés

þriðjudagur, júlí 04, 2006

ég sé um hestinn þú sérð um hnakkinn við skulum hleypa á skeið

landsmót þótti mjög vel til takast, verðurguðirnir okkur hliðhollir, hestarnir glæsilegir, bjórarnir drukknir (að ég held, nema kannski eggert sem svaf mest allt laugardagskvöldið þar til teddý þurfti skiptingu...) og að lokum var dansinum leyft að duna á meðan að todmobil og paparnir gerðu allt vitlaust með cameltóum og skotadönsum. nú svo var kíkt á halldórsstaði, uppeldisbæ eggerts og palla og co og fyrrnefndur táraðist af söknuði við nba spjaldið sitt sem hékk ennþá útí hlöðu. svo renndu strákarnir fyrir fiski, enda búnir að kaupa eina góða stöng fyrir lítinn pening, en sá gallinn var á honum að of mikið hafði ringt í ána og ekkert fékkst á stöngina góðu, nema kannski hlátrasköll frá áhorfendum er jóhann nokkur kenndur við ólafsson féll kylliflatur í ánni eftir að tútturnar höfðu gefið undan straumnum. undirrituð rakst svo á ragnar nokkurn sem var skólabróðir í ameríku í denn og voru þeir fundir myndaðir í bak og fyrir, enda myndarfólk bæði tvö. nú ég ætla svo sem ekkert að hafa þennan pistil neitt mikið lengri, nema vil koma þökkum til flosa frá húfu (eða var það orra frá þúfu?) fyrir óendalega skemmtun, teddý fyrir norðlenskuna sem hún gat ómögulega borið fram, elínu tinnu fyrir að koma mér heilu og höldnu heim í tjald, ágústu og valgerði fyrir frumlegheit í fellihýsa söngpartýinu, 17 ára dúddanum fyrir að reyna við mig (sjálfstraustið alveg í blússandi plús) og að lokum mótshöldurum fyrir fádæma þolinmæði þegar teddý rakst í hátalarana sem duttu í gólfið og tafði ballið um fimm mínútur.
hér koma nokkrar myndir svona til gamans, vonandi verða þær komnar inn sem fyrst
alltílægiblés.