mánudagur, júlí 24, 2006

24.7.2006

-sagan er ekki login, þótt atburðirnir og persónur séu uppspuni
(þarsemdjöflaeyjanrís-gulleyjan-fyrirheitnalandið eftir einar kárason)

eins og þessi upphafsorð snilldarbókarinnar hans einars gefa til kynna þá er þessi saga alveg bráðfyndin og er það hér með staðfest að lafa péturs á einungis 100 blaðsíður eftir í 482 bls bók og sem blaðsíðunum fækkar finn ég innra með mér trega því bókin er að verða búin, akkurru var etta ekki sonna í háskólanum? þá hefði ég verið komin með fimm vinnur og græna kortið. goddem.

annars var dvölin í boston geggjuð, flott veður, mikið drukkið hlegið dansað og sungið. tjékkaði meira segja á harvard fyrir erlu syss og líst mér bara svakalega vel á campusinn, svona alveg eins og í legally blonde, alveg eins.

en núna er ég mætt á heimaslóðir, ef heima má kalla þar sem ég svíf eiginlega í lausu lofti þessa dagana, atvinnulaus og fínheit. frétti að það vantaði útigangara fyrir hunda í boston og aldrei að vita nema maður skelli sér í ævintýravinnu...

en hún móðir mín er einnig stödd hér á landi kanans, keyrði eins og fín frú alein uppá flugvöllog sótti mig. svo villtumst við aðeins á leiðinni heim þegar undirrituð fór að skipta sér af akstrinum. en erum sum sé hérna hálf vængbrotnar þar sem aðalstuðboltann og hallta köttinn hana möggu vantar aaaaaaaaaaalgjörlega. miss jú hon.

en núna verð ég víst að fara að koma mér í að panta pizzu því maður borðar bara óhollan mat í ameríku og þeirri reglu má maður ekki hagga, í formi í útlöndum, piff.

jæja, bið að heilsa og kem með fréttir af pétursdætrum og óskarsdóttir as time góes bæ.

p.s. óskar hundurinn lætur mig ekki vera því ég er uppáhaldið hans og vælir ef hann er meira en tvo metraí burtu frá mér. jess.

ólöfan.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

auðvitað er ég með! þú ég og dalurinn!!;)

Nafnlaus sagði...

hahaha ólöf the dog walker hahahaha ástin mín þú veist að þú átt bara eftir á stór slasa þig á því:)hahahahahha

Lafan sagði...

gummó... ekkert annað kútur!

ingibjörg... já kannski ég ætti ekki að taka að mér hreinræktaða hunda því ég hef hreinlega ekki efni á að borga upp svoleiðis tap:) svo ekki sé minnst á slys á sjálfri mér, því hunda-gangarar fá sennilega ekki háar sjúkratryggingar!

Nafnlaus sagði...

Ólöf auðvitað máttu sjá litlu prinsessuna..sýni þér hana með stolti:) hafðu það gott...

kv Bára og litla