föstudagur, júlí 28, 2006

smá fréttaskot af mér í minneapolis,

*ekki komin með vinnu, búin að leita? nei.
*orðin brún og sæl og fer í ræktina á hverjum degi (hvað er það!)
*við mamma löbbum með hundinn á hverjum morgni í 30 stiga hita og sól og í gær held ég að við höfum endanlega drepið hann því hann svaf stanslaust í fimm tíma eftirá
*fór á fótboltaleik þar sem kiwi var í aðalhlutverki, töpuðu samt 1-0
*er að undirbúaa mig fyrir hitabylgju sem er að byrja að ganga yfir, 35-40 stig og mikill raki, svimi svimi svitabað. ætla samt í sólbað á eftir.
*bíð spennt eftir skattinum hérna úti eins og heima
*og svona að lokum þá sá ég strák úti á lífinu í gær í smekkbuxum... fyrst þá áttar maður sig á því að maður sé staddur í ameríkunni.

æi, held að hitinn sé að fara illa með blogghæfileika mína og því best að hætta áður en skaðinn skeður alveg.

howdí.

3 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

nhhooo tókstu ekki bara þínar smekkbuxur upp og fórst að mingla?? haha þú áttir meira að segja tvær!! haha
Gaman að heyra i þér áðan
músí mús!!!

Nafnlaus sagði...

HÆ SÆTA. var að koma heim frá Krít.. Þar er búið að vera mjög heitt..
35 stig og rúmlega það þegar heitast var á daginn. En vá.. þetta var geðveikt.. skrifa kannski smá ferðasögu fljótlega ;) miss ya girl

Lafan sagði...

magga: hahaha ég hefði átt að hendast í röndóttu þarna manstu:)

bjögga: já velkomin heim! þú veeeeeeerður að koma með ferðasögu:)

sakna ykkar líka stúlkukindur.