fimmtudagur, janúar 31, 2008

draumur dagsins:

Ég er heima í húsinu mínu að drepast úr kulda. Læti heyri ég koma úr öllum áttum og geng fram til að athuga hvað á gengi. Mann nokkurn sé ég að sumbli, sem reynist svo vera mágur minn. Eitthvað er honum mál að pissa og lætur vaða á myndir, föt og aðra muni inni í herberginu hennar Erlu þar sem Magga er vön að vaxa lappir og annan óþverra. Ég reyni að stöðva hann og í miðri bunu fæ ég hann loksins til að koma inná bað að klára sig af. Þar blasir við mér skrýtin sjón, en litlar eðlur (eins og við Ingibjörg Ekvadorfari sáum étna af ketti á ströndinni í Esmeraldas) skríðandi um öll gólf. Ég næ að henda einni og einni út um svalirnar, en alltaf koma fleiri og stærri til baka!! Að lokum eru þær búnar að vefja sig um neðri hluta baðkarsins, núna eins og litlir krókódílar og engin leið að henda þeim frá baðkarsbotninum. Svo heyrist hljóð frá fjarlægum heimi sem reynist vera síminn minn að ná mér niðri á jörðina.

Helstu tákn:

Kuldi. Drykkja. Þvag. Eðlur. Baðkar. Gulur.

Nú var ekkert annað í stöðunni en að kíkja á draumur.is til að athuga hvað þeir þarna handan væru að senda mér skilabð um.
Kuldi: (fannst ekki á draumur.is en ég get mér til um að mér hafi bara hreinlega verði kalt í alvörunni...)
Drykkja:Mikil ölvunardrykkja getur táknað votviðri. Að sjá aðra svolgra ofboðslega merkir að þú sért í vondum félagsskap. Mikil drykkja í húsi þínu með tilheyrandi drykkjulátum getur verið aðvörun til þín um að láta ekki subbuskap og stjórnleysi ráða lífi þínu
Þvag:Að dreyma þvag er merki um að þú eigir eftir að vinna úr tilfinningum sem þú hefur lokað á. Liturinn á þvaginu segir til um hversu sterkar tilfinningar um er að ræða, því dekkra sem þvagið er, því sterkari tilfinningar.
Eðlur:Þú munt bráðlega þurfa að bjarga þér út úr klípu með snarræði og skjótri hugsun
Baðkar:Að baða sig í hreinu og tæru vatni er fyrir vellíðan. En sé vatnið gruggugt og óhreint, táknar það veikindi og heilsuleysi. Að baða sig getur líka táknað að þú viljir losa þig við eitthvað sem íþyngir þér.
Gulur (eðlurnar voru skærgular):Einhver hagstæðasti litur sem tengist manneskjunni ef hann er hreinn og bjartur. Þá er hann tákn sólarinnar, lífsins - merki um kærleika, góðvild, gáfur, djúpa visku, innsæi og stundum einlæga trúarkennd. Indíánar töldu gula litinn tákn lífs og óendanleika. Litafræði Búddista segir gult merkja auðmýkt, afneitun og nægjusemi. Óhreinn gulur litur táknar svik og undirferli, hugleysi, varasama leyndardóma, nísku og græðgi. Gulgrænn litur merkir öfund og afbrýðisemi og afar neikvæðar hugsanir

og túlkiði nú...!!

þriðjudagur, janúar 29, 2008

spurning dagsins...

ef þið væruð ég, og ég væri skýr í kollinum og kollurinn í góðu standi, mynduð þið þá, sem ég samt, fara í framhaldsnám, hjúkrunarnám eða annars konar brottnám, eða skella sér á atvinnumarkaðinn, búa í íbúð nokkurri, keyra um á fína bílnum mínum og gerast bæjarrotta, nýbökuð móðursystir með nefið útí loft?

föstudagur, janúar 25, 2008

þvílík vika...

*vinkonu-"emergengy" hittingur. ohhh dramalisjösss...love it!
*bruna heim í band-brjáluðu veðri með duggönd á tilvonandi jarðskjálftasvæði
*er varla farin upp í rúm þegar jörð tekur að skjálfa og lafan sér heimsenda fyrir
*í hvert skipti sem ég næ að gleyma mér aðeins dynur annar skjálfti
*lokaútslagið gerði svo seinni stærri skjálftinn og löfus á leið í nýja bílnum í rvk
*borgarstjórn fellur -aftur og dallas skellur á
*mor og far yfirgefa pleisið, enda jarðskjálfta og eldgoss að vænta (segir völvan)
*ákveð að gera mig sæta og fer í ljós. skaðbrenn.
*hið venjulega grindavíkurrok gerir vart við sig og lafan nær ekki að festa svefn
*jarðskjálfta og óveðurs hræðsla gerir vart við sig
*hrekk upp um miðja nótt, veit ekki hvort jarðskjálftinn væri kominn eða óveðrið
*kemur á daginn að það var óveðrið og bílskúrshurðin FÝKUR UPP
*lafan á náttförunum berst við vindinn og snjónn og hefur betur -lokar hurðinni
*baráttan við sætuna heldur einnig áfram og enn sigra ég -búin í lit og plokk
*vísiskaffið gengur sinn vanagang og ég slæ í gegn með heitum réttum
*gebba pimpar mig í blondínubransanum. æm bakk!

lít á endanum út eins og gellan í bachelor með ljósa hárið og gervibrúnkuna. vantar bara síló í varir og kabúmm. ég hreppi bachelorinn, an officer and a gentleman

manni kemst ekki á klakann á morgun út af grindavíkurrokinu. reynir aftur á sunnudag.

og svo eitt í lokin... til hamingju með afmælin Óskar og Kristín á morgun og Patti litli hinn!!

löfus með áhyggjuhrukkur eftir vikuna...

mánudagur, janúar 21, 2008

JANÚAR... ferðalagaárið mikla hafið með skíðaferð til Arabba á Ítalíu

FEBRÚAR... næst var förinni heitið til Stokkhólms í Sverige og Aspen í Kanalandi


MARS... Þær stöllur heimsóttar, Erla í Minneapolis og Magga í Hollywood. Þaðan fórum við til Tijuana í Mexíkó og hið forláta Beverly Hills, algjör draumur!!

APRÍL... Langþráður draumur rættist um að heimsækja vini og vandamenn í Ekvadorinni minni :) Tók Meghan, vinkonu mína úr háskólaboltanum með mér

MAÍ... Fór í mitt annað brúpkaup á ævinni hjá þjálfara fótboltaliðsins úti, Wisconsin USA

JÚNÍ... Gott að koma á klakann eftir rúma fimm mánuði á ferð og flugi. Sjómannahelgin stendur uppúr, FREAKY FROGS verða til

JÚLÍ... Takkaskórnir teknir af hillunni og skelli mér í mark. Augabeinsbrotna og fæ glóðurauga. Spila svo tveim vikum seinna og nefbrotna

ÁGÚST... Læt brotið nef ekki angra mig og skelli mér til eyja, Tóti kæró og allt landsliðið mætt, svooo mikið gaman!!

SEPTEMBER... Legg í víking til Ekvador í hjálparstarfs-
hugleiðingum. Í þetta skipti dreg ég Bobby með mér :) Byrjum að kenna Kólmbískum flóttakonum íslensku fyrir Sameinuðu Þjóðirnar

OKTÓBER... Byrja að vinna á munaðarleysingjaheimili og kolféll fyrir þessum :)

NÓVEMBER... Á milli þess sem ég knúsaði litlu krílin skelltum við okkur til Cartagena í Kólumbíu

DESEMBER... Síðasta flakkið á árinu, ferðin til Argentínu!! Æðislegt land sem ég mæli með að allir heimsæki. Hér má sjá gröfina hjá hinni frægu Evu Peron.


Já þetta var svona árið í heild sinni. Lönd heimsótt: Svíþjóð, Þýskaland (á leið til Ítalíu), Ítalía, Bandaríkin, Mexíkó, Ekvador, Kólumbía og Argentína :)
Nú er bara að bíða og vona að maður nái að heimsækja fleiri lönd á þessu ári!

Gleðilegan mánudag :)

föstudagur, janúar 18, 2008

Seint blogga sumir en blogga þó...

hvar skal byrja? á hverju skal fyrst taka?

fyrir um hálfum mánuði ætlaði ég að taka fyrir árið 2007 og nefna hvað hæst bar á góma. svo snappaði tölvan mín góða sem fylgdi mér hvert fótspor um heiminn og engar mydnir til sýnis um afrek mín. nú svo ekki sé nefnt myndavélin góða hennar ingibjargar sem er sennilegast í óhreinum höndum viðskiptamanna svarta markaðarins í Quito. hvað á ég þá til sýnis frá árinu 2007? Þroska, lífsgleði, peningavandamál, nýjan bíl, nokkrar hrukkur til viðbótar eftir ránið góða, æðislegar minningar og vinskap fólksins á munaðarleysingjaheimilinu í Quito og svo mætti lengi telja. í heildina var árið 2007 ár ævintýramennsku og góðæris hjá löfunni!!

Nú eitthvað ætlar árið 2008 að taka á sig sömu mynd, því frúin var að fjárfesta í sínum fyrsta bíl á ævinni! eftir að hafa verið "bílamella" um áraskeið tók ég loksins skrefið til fulls og fjárfesti í einni corolla eins og magga syss :) alltaf að herma, við erum nú einu sinni tvíburar...

svo er líka von á lítilli frænku eða litlum frænda og svo brúðkaup... svo þurfum við óskar endilega að fara að koma með einhverjar stórfréttir af okkur, við erum svo döll eitthvað miðað við hin systkinin... hehe

jæja, farin að leita að myndum fyrir eitt allsherjar myndablogg.
lafan is back!!