föstudagur, janúar 18, 2008

Seint blogga sumir en blogga þó...

hvar skal byrja? á hverju skal fyrst taka?

fyrir um hálfum mánuði ætlaði ég að taka fyrir árið 2007 og nefna hvað hæst bar á góma. svo snappaði tölvan mín góða sem fylgdi mér hvert fótspor um heiminn og engar mydnir til sýnis um afrek mín. nú svo ekki sé nefnt myndavélin góða hennar ingibjargar sem er sennilegast í óhreinum höndum viðskiptamanna svarta markaðarins í Quito. hvað á ég þá til sýnis frá árinu 2007? Þroska, lífsgleði, peningavandamál, nýjan bíl, nokkrar hrukkur til viðbótar eftir ránið góða, æðislegar minningar og vinskap fólksins á munaðarleysingjaheimilinu í Quito og svo mætti lengi telja. í heildina var árið 2007 ár ævintýramennsku og góðæris hjá löfunni!!

Nú eitthvað ætlar árið 2008 að taka á sig sömu mynd, því frúin var að fjárfesta í sínum fyrsta bíl á ævinni! eftir að hafa verið "bílamella" um áraskeið tók ég loksins skrefið til fulls og fjárfesti í einni corolla eins og magga syss :) alltaf að herma, við erum nú einu sinni tvíburar...

svo er líka von á lítilli frænku eða litlum frænda og svo brúðkaup... svo þurfum við óskar endilega að fara að koma með einhverjar stórfréttir af okkur, við erum svo döll eitthvað miðað við hin systkinin... hehe

jæja, farin að leita að myndum fyrir eitt allsherjar myndablogg.
lafan is back!!

6 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Ég held að þið tvíbbar séu bara að herma eftir stóru systur með Corolluna;)
En annars til hamingju með bloggið.. mikill léttir að fá loksins fréttir af Löfunni, ég var komin með fráhvarfseinkenni!

Nafnlaus sagði...

Ólé ólé ólé ólé Ólöf ólöf;)

Nafnlaus sagði...

Já þú ert á lífi er búin að reyna að ná í þig í gsm en ekkert tekst.
Bjallaðu á mig ef hendunar þína þarfnast mín enn.
Kv Rakel

Lafan sagði...

erla: hehe já alveg rétt.. það var allavegana æðislegt að keyra hann frá minnesota til norður karólínu!!! hehe... :)

bobby: grindavík dumdumdum

rakel: ha?? búin að vera að ná í mig?? hvaða númer ertu með... ég er sko með 847-4291 :) og ég gafst upp og tók allar af mér... kannski spurning að fá gel yfir mínar???
hvenær eigum við að taka tjúttið á ný?? það var svoo gaman af þér þarna 29. sígaretta í vantinu... múahahahahaha

Nafnlaus sagði...

vel gert Ólöf!
já mig langar í myndablogg :D
En já við erum klárlega að herma eftir stóru systur!
Erla hvíti sauðurinn, ólöf gráí og ég svarti! ;D hehe

friður

Nafnlaus sagði...

haha...MAgga alltaf svarti sauðurinn ;)

En heyrðu hvar eru takkaskórnir vinan ??? hmm

til hamingju með nýja bílinn..má ekki gleyma því. Og ég bíðs pennt eftir óvæntum fréttum af þér ( eða hvað getur verið óvænt þeta þú átt í hlut ??)... :)