þriðjudagur, apríl 27, 2004

Evrópa-Afríka 5-3

But not what (en ekki hvað), við unnum þessa hrokagikki 5-3 og Lafan setti eitt nett í lokin. Eyþór Atli setti mark sitt á leikinn með einstakri snilli og yfirvegun með boltann en náði því miður ekki að skora, en markmaðurinn varði tvö skot í leiknum, bæði frá honum. Óheppni.

Eftir leikinn fórum við í bíó og sáum the big fish sem er alveg mögnuð mynd og mér fannst ég eiga mikið sameiginlegt með Edward Bloom. Ef þið sjáið ykkut fært um að sjá þessa mynd þá mæli ég eindregið með henni.

Annars kláraði ég spænskuna í gær og er langt komin með listaáfangann sem ég er að taka, er bara að klára lokaritgerðina. Reyndar tafðist hún svolítið því að tölvustofan varð fyrir einhverju hnjaski í eldingunni þarna um daginn.

Núna er ég reyndar að fara á stúfana og kaupa myndavél handa góðum manni sem reynst hefur mér vel. Fer svo kannski á beisboll leik og kíki kannski eitthvert með Eyþóri og síni honum góða tíma (show him good time).

Went to dip my head into wetness, Ólöf

sunnudagur, apríl 25, 2004

Eyja fílingur og Eyjó Bró

Jæja, þá er springfest búin og það var bara alveg ágætis skemmtun, nema í staðinn fyrir Á móti sól og Sálina, þá voru bara einhverjar rapphljómsveitir og uppatónlist. En maður lét það ekkert á sig fá, heldur hélt sig frekar í The beer garden og drakk bjór á 70 kall. Ekki slæmt. Hitti svo Eyþór Atla eitthvað um 6 leytið og ég fékk hann strax til þess að taka upp gítarinn og vera með uppistand. Hann fór alveg hreint á kostum hjá könunum með lögum eins og Jeremy, Hit me baby one more time og the penis song. Svo endaði hann kvöldið með Hero og fékk allar konurnar í Macalester til þess að slefa. Good Stuff Eyþór.

Í dag er ég hins vegar búin að plata hann til þess að vera í Evrópuliðinu í fótbolta, en Evrópa-Afríka leikurinn er í dag og þá keppa allir nemendur frá Evrópu á móti nemendum frá Afríku og eigum við Evrópubúar harm að hefna frá því í fyrra, en þá töpuðum við 2-1, með svindli að hálfu afríkubúa. En þannig var mál með vexti að einn þeirra varði með hendi á línu, en þar sem þeir eru allir álíka svartir þá tóku Evrópubúarnir ekki eftir því og því tapaðist leikurinn í stað þess að janfa, og hver veit hvað hefði gerst þá????

Á morgun er svo bara mollið og lokapróf í spænsku og svo er spáð einhverri hitabylgju þannig að það verður bara lært úti og náð sér í smá lit í kinnarnar. En núna verð ég að fara að undirbúa mig andlega undir þennan leik og vona að ég hafi úthald í 90 mín fótboltaleik eftir erfiði helgarinnar,

allaf í stuði með guði, Ólöf

föstudagur, apríl 23, 2004

Boycott Coca Cola WTF???

Hvernig ætli það sé að vera svona ruglaður? Svona lið sem heldur að það geti haft áhrif á hryðjuverkafaraldur einhverstaðar í Kólombíu með því að sleppa því að kaupa kók. Þið huxið eflaust með ykkur hvað ég sé að bulla, en þannig er mál með vexti að síðan í júlí 2003 hafa extrímistar hérna í Mac og nágrenni ákveðið að reyna að hafa áhrif á borgarastyrjaldir í Kólombíu með því að hætta að kaupa kók. Þeir vilja meina að kókverksmiðjur þar í landi séu að drepa starfsmenn sína í pólítískum tilgangi og hafa laun óvenjulág og hreinlega komi bara illa fram við þá. Ok, segjum að þeir séu illalaunaðir og þeir vilja fara í verkfall en hafa ekki réttindi til þess, halda þau virkilega að hætta að kaupa kók og þar með setja verksmiðjuna á hausinn sé eitthvað betra? Mér finnst þessi hugmynd um að boycotta kók (sniðganga fyrir ykkur sem skiljið ekki svona úglensku) bara loða við heimsku og óraunsæi og Kóka Kóla fyrirtækið er örugglega ekki ábyrgt fyrir hryðjuverkum í Kólombíu, er ekki betra að einblína á gæja eins og Pablo Escobar og co???? Æi, þetta far bara í taugarnar á mér að sjá snillinga eins og sumt af þessu fólki hérna í Mac er í bolum merkta Boycott Coke etc. Það er bara að gera sig að fífli, sorry, en það er satt. Þetta er bara hámark bjartsýninnar og þau fá öll hæ fæf fyrir viðleitni, en kommon get your ass back to earth.

En annars var dagurinn í dag alveg ágætur, fór í tíma, vann og skellti mér á Earth Day og hlustaði á tónleika úti á skólalóðinni. Spilaði smá fótbolta og er núna á leiðinni í sturtu og svo út á lífið með glæsimeyjum á borð við Erlu, Önnu, Linneu, mérsjálfri og Rósu.

Friður.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Kappklaeddur steinn

Var ad koma af Capstone fyrirlestrinum hennar Erlu i tolvunarfraedi, en thar var hun ad tala um Zero-knowledge proof. Flott frammistada Erla, vei to go. Til hamingju med thad ad vera alfarid buin med tolvunarfraedina og ordin loggiltur tolvunarfraedingur. Thu gaetir kannski synt mer hvernig a ad setja inn myndir, islenska stafi, etc....

Annars er eg ad fara ad "declare my major" a naestu dogum og hafa spaenska og franska ordid fyrir valinu, hvort sem eg klara thad eda ekki, tha litur thetta helv vel ut a pappirurnum. I gaer hringdi svo Eyjo nokkur Bro i mig kampakatur med ad vera buinn med sin prof, til lukku med thad! Hann er vaentanlegur hingad a laugardaginn, rettara sagt kl 4 og erum vid systur med rosa dagskra handa honum. Eins og thid vitid tha er Springfest hja okkur a laugardaginn, en tha koma hljomsveitir og spila, bjorgardur a Shaw Field, leiktaeki og fleira skemmtilegt. Arid 2000 komu Black Eyed Pies, en i ar koma nokkrar "semi-thekktar" lhjomsveitir og spila fram a raudanott. Bara eins og Eyjar (med stooooooru E-I) og ekki verra fyrir okkur ad fa herra Eyjo-Bro og kannski plata hann til ad taka nokkur log a gitarinn eins og i Tysheimilinu fraega. Vonum bara ad vedrid verdi gott, eins og stadan er i dag, tha er utlit fyrir 19 stiga hita med skurum, vonum ad hann haldist thurr, tha verdur thetta geggjad.

Jaeja, nuna verd eg vist ad yfirgefa ykkur, er ad fara i prof i Drugs and Society,

ekki reykja, ekki drekka, og ekki stunda kynlif, tha faidi ekki orma.

Lafan

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ok, ég veit að þetta er ekki original hjá mér, en mér finnst þetta bara svo endalaust fyndið og ég hef bætt nokkrum auka inn, þar sem ég er oft að rekast á það að íslenskan meikar stundum ekkert sense hjá kananum. Takk takk Raggi Superstar og Erla megababb... Well there you go:

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið!

Compared to you, I´m a festival = Ég er hátíð miðað við þig

I´m giving you under the foot = Ég er að gefa þér undir fótinn

Wow, he has a big Johnson = Vá hann er með risa djonson

...ok þið ykkar sem skiljið ekki þetta síðasta, þá er að vera með djosnon að vera með svitablett, en á amerísku þýðir það að vera með stórt you know what....

never mind, farin að skalla veggi.


mánudagur, apríl 19, 2004

Úmarapadí, úmarapadí, úma, úma, úma.

Lafa tungumálasjéní er sko heldur betur að bæta við sig þekkingu hérna í landi kananananans, bara farin að læra maurí, sem er tungumál innfæddra í Nýja-Sjálandi, það á örugglega eftir að nýtast mér vel í framtíðinni. Gúdd stöff.

Annars er allt að gerast hérna, hvirfilbyla viðvörun í dag og thunderstorm viðvörun í gær. Það var eitthvað hátt í 30 stig í dag en núna sit ég inná bókasafni og bíð eftir að hann þarna uppi hætti að hella úr fötunni og taka myndir. Það heyrast þrumur svona annars slagið og ég held alltaf að það sé að koma jarðskjálfti þegar ég heyri í þeim og fríka út. Samt soldið spennó og kúl að sjá allar þessar eldingar. Vantar bara betri helminginn, hryllingsmynd og arinn, þá væri þetta fullkomið ;)

Fór í Íslendinga get-to-gether í gær og það var mjög gaman að hitta aðra Íslendinga, sólbrennda og fína, eins og ég. Labbaði svo heim í takt við eldingarnar sem dundu á okkur. Í morgun fór ég út á skólalóðina og lærði og sólbaðaði mig. Spilaði svo úrslitaleikinn í innanhússmótinu í fótbolta og er núna offfissíallý the MAC intramural champion. Heyr heyr.

En núna er ég farin að reyna að koma mér heim í einu lagi og vona að eldingin nái mér ekki.
Smell yas leiter.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

and Im like, no way!

Jess loksins búin að redda þessum sköttum... það tók reyndar tvo fagmenn, einn aðstoðarmann og tvo nemendur til þess að redda mér, en Ólöf sjarmör deyr ekki ráðalaus:)

En í dag er geggjað veður, sól og um 21 stiga hiti. Ég fékk smá lit í gær, enda skrópaði í tíma og eyddi honum í sólbaði. Hef á tilfinningunni að það eigi eftir að gerast æ oftar...

Núna er ég á leiðinni út að borða með vinkonunum í stuttu pilsi og glennubol.

Nenni ekki að skrifa meira, farin út í sólina,

peace.

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Federal Taxes

Nakk hvad eg tholi ekki ad gera pappirsvinnu. Er ad gera skattana herna uti og a ad vera buin ad senda tha inn fyrir fimmtudag. Var eitthvad ad reyna ad byrja a thessu i dag og komst ad thvi ad eg er hreinlega buin ad tyna helmingum af skjolunum sem tharf til ad senda thetta drasl inn. Shjit, aetli mer verdi stungid inn ef eg nae ekki ad redda thessu fyrir fimmtudag? Eg vona ekki.

Allavegana, vedrid er gott i dag og eg er ad spa i ad skella mer a eitt stykki beisboll leik og sja einhverja allverstu karlmannslikama uppaklaedda i leggings og rullukragaboli.

Jammi!!!
Miss USA

Var að horfa á miss usa í sjónvarpinu, mjög athyglisvert fyrirbæri. Í fyrsta lagi þá heita þær engum nöfnum heldur eru bara miss Indiana, Tenesee, Oklahoma og svo framvegis. Í öðru lagi eru þær ekkert á við íslensku megabeibin okkar, ég meina þær áttu ekki sjéns í Báru Hlín ofurfegurðardrottningu sem mun keppa í ungfrú Suðurnes á föstudaginn, úff i can´t veit. Í þriðja lagi voru þær i einhverjum ljótustu kjólum sem ég hef á ævinni séð, Magga þú hefðir fengið fyrir hjartað ef þú hefðir séð útganginn á sumum þessara stelpna. En sú sem vann var allt í lagi, engin Ragnhildur Steinunn, en allt í lagi og virtist hafa eitthvað annað en Guð og "like oh" á heilanum.

Jisús, heyra í manni.

Hanyways, enn og aftur er allt best á Íslandi. Er ekki frá því að ég sé farin að hlakka til að koma hjemme eftir rúmlega mánuð:) En annars gengur allt bara vel og skólinn er svona aðeins að þyngjast svona í lokin. Er að klára ritgerðina mína um heilsugæslu (á spænsku) og þá byrjar ballið fyrir alvöru. Fjögur próf og fleiri ritgerðir. Það sem ég hlakka samt mest til að gera er myndbandið okkar í Drugs and Society sálfærðitímanum. Við ætlum að gera smá rannsókn um "áhrif áfengis á hreyfingu" og erum við nú þegar búin að fá tvo velvalda einstaklinga til að vera tilraunadýrin okkar. Hahahaha.

Annað sem gerðist í dag, Gummso hringdi í mig og ég varð svo uppfull af gleði eftirá að ég valhoppaði í tíma og flaug á hausinn fyrir framann softball völlinn. Fæturnir flæktust einhvernveginn í buxunum mínum (ég var sko í pæjuskóm) og ég féll kylliflöt á mallakútinn. Ég var aðhlátursefni íþróttaviðburðarins, en hey, það er allavegana tekið eftir mér....

Svo er Eyjó Bró super hero væntanlegur til Macalester þann 24 apríl og erum við systur mjög spenntar og upp með okkur að fá slíkan heiðursgest í okkar hús. You my boy blue!!!!!!!!!!

Jæja, gleðilegan annan í páskum ya'll.

mánudagur, apríl 12, 2004

Gleðilega páska!

Vaknaði klukkan tíu í morgun, brunaði heim til Erlu, faldi páskaeggið hennar og fann mitt. Eldaði cambert rétt sem var hálf hallærislegur sökum þess að búðir voru lokaðar (já ég endurtek allt lokað!!!) og ekki annað til í réttinn nema brauð, ostur og paprika. Fékk allavegana hæ fæf fyrir viðleitni.

Fór svo í millahverfið Stillwater í páskamat hjá Mollie. Fór með borðbæn í fyrsta skipti frá því sumarið 98 þegar ég var stödd í miðju heimsins, Ecuador.

Komin heim eitthvað um 8 leytið og tók upp námsbækurnar frá því á miðvikudaginn. Þá asnast Erla og Kiwi til þess að fara útá víddóleigu að taka mynd. Komu heim með Texas Chainsaw myndina þarna og ég náði að horfa á 20 mínútur áður en ég fríkaði út og hljóp heim til mín eins og fætur toguðu, læsti að mér og þar húmi ég enn undir rúmi og bíð þess að riddarinn á hvíta hestinum komi og bjargi mér. Shitt hvað ég er terrified og sé mér ekki fært um að hreyfa mig fyrr en Lion King er búin og ég, Ólöf Daðey Pétursdóttir, verð búin að fara með bænirnar mínar, héðan í frá ætla ég alltaf að fara með bænirnar...

Annars vil ég bara þakka mínum nánustu fyrir að vera til, en ég komst að því í dag að maður á að vera væminn á páskunum (eða það gera kanarnir allavegana) og minnast þeirra sem vaka yfir okkur...

þannig að kæra sígaunakona sem er víst vernarengilinn minn, ég man eftir þér.
Jess Lion King að byrja, fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að horfa á eitthvað fallegt.

Ólöfsíta.



fimmtudagur, apríl 08, 2004

Jess ég fann íslenska stafi!

Eftir að hafa horft á þennan óskapnað í sjorvarpinu í gær þá lá ég í rúminu í alla nótt hálfeyðilögð yfir því hvað ég er venjuleg. Er að spá í að fara í mál við Fox sjorvarpsstöðina. Ég var að spá í hverju ég myndi nú láta breyta ef ég færi í svona þátt. Hmmm, það færu nú einhverjar millur í mig, læpósekjón (fitusog á útlensku), laga nebbann aðeins, bústa varirnar aðeins og minnka kinnar og höku. En mest af öllu myndi ég vilja láta laga dúmbóeyrun sem mér voru gefin í vöggugjöf til þess að láta mig heyra betur. Ekki virkaði það því enginn heilvita maður gæti sagt að ég heyrði vel. Svo myndi ég kannski vilja stærri búbbur, ekki mikið stærri, kannski bara lyfta þeim aðeins upp.

Svo vaknaði ég í morgun, hundfúl út í Erlu fyrir að hafa látið mig horfa á þennan mannskemmandi þátt, og ákvað að láta ekki stjórnast af brenglun kanans. Ég fór í háa hæla, setti maskara á augun og fór í svörtu buxurnar mínar sem grenna mig og bleika bolinn sem ég stal frá Möggu, tók linsurnar úr augunum svo ég sæi mig ekki eins vel í speglinum og labbaði út í lífið með bros á vör, full sjálfstrausts.

Ég þarf engu að breyta, eins og vitur maður kenndi mér eitt sinn, það er enginn ljótur, við erum bara misfalleg.

Stop looking at me... SWAN!

Ekki er oll vitleysan eins herna westan hafs. Eg var ad klara ad horfa a einn ogedfelldasta thatt sem nokkru sinni hefur verid buinn til. Hann heitir The Swan og er um konur sem fara i fegrunaradgerdir til ad gera sig saetar og sidan er valin fallegasta breytingin (thad eru tvaer i hverjum thaetti) og ein vinnur og heldur afram og fer i fegurdarsamkeppni. Hallo! Konurnar eru allar ekkert serstaklega saetar og eru alveg onytar yfir thvi ad vera bara venjulegar og saekja thvi um ad fara i thattinn. Thaer eru lika allar halfveikar a gedi thvi ad theim var sagt i aesku ad thaer aettu ekki sjens i lifinu vegna utlitsins.

Ok. Ef ad folk er ooruggt tha er ekkert ad thvi ad fara i svona adgerdir til ad lata ser lida betur, en ad fara i svona adgerdir (stundum eru framkvaemdar hatt i tuttugu adgerdir a einni manneskju) til thess eins ad taka thatt i fegurdarsamkeppni? Hvad er fegurd? Samkvaemt thessum thaetti er fegurd einungis ad finna utlitslega sed, og sorry stina stud, eg er bara ekki sammala thvi og hvers konar skilabod eru thad eiginlega, allir eiga ad vera fallegir, mjoir og fullkomnir til thess ad meika thad a thessari forsaken planetu.

Kannski er eg bara bjartsynn og blindur haskolanemi sem finnst eg geta breytt heimunum a einum degi, en eg get hreinlega bara ekki sed hvernig i oskopunum svona thaettir eru leyfdir yfir hofud. Vaeri ekki betra ad nota alla thessa peninga i eitthvad betra, eins og "The Olof Reality Show"... Eg bara spyr

Hanyways, farin ad fa mer hvitvinsglas undir stjornubjortum himninum og velta fyrir mer tilgangi lifsins.

The Beauty School Drop Out

miðvikudagur, apríl 07, 2004

21 gramm

Eg tok forskot a saeluna og leigdi mer mynd i gaer asamt nokkrum godkunningjum og vard 21 gramm fyrir valinu. Nokkud god mynd med Benicio Del Toro i broddi fylkingar, nakk hvad hann er kul og sjarmerandi. Vildi bara svona lata ykkur vita.

En thad er ekkert til ad hropa hura fyrir thvi ad i gaer var hvorki meira ne minna en 20 stiga hiti og sol. Eins og sannur Islendingur skellti eg mer beinustu lid ut a lod i solbad og hreyfdi hvorki leggi ne limi fyrr en hudin a mer hefdi fengid nog og komid puttafar (thid solbadsunnendur skiljid hvad eg er ad fara med thvi) og svo var eg pind til ad fara ut ad hlaupa og fa solsting af verstu gerd. En er a lifi i dag og thad er fyrir ollu.

I dag var naestum sama sagan, sol og hiti.. enginn skoli... en thurfti samt ad asnast a aefingu og lenda i geggjudu puli. Samt helv gott eftira. Hef ekkert heyrt i Moggu siss lengi, ertu a lifi gaeskan? Og Vala min, eg er ekkert svekkt ne sar yfir scarface brandaranum thinum, mer datt i hug ad Magga hefdi eitthvad verid ad plata fyrsta april:) Svo er eg lika bara helviti stolt af thessu ori, it makes me look like a bad ass... hehe

Jaeja, besta ad fara ad koma ser i hattinn, hver dama tharf sinn fegurdarblund.

Hasta luego locos.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Magga ad fara ad flytja til London og bua hja Eid Smara

Ja aprilgobbin attu hug okkar allan a fimmtudaginn. Magz nadi mer allheiftarlega thegar hun sagdist vera buin ad fa samning uti i London og vera komin med ibud hja Eidi Smara og ad allt vaeri klappad og klart og ad hun faeri i juni. Nakk hvad eg gleypti thetta (mar er nottla uti i amerikunni og thar er ekkert verid ad plata svona eins og heima a froni sko..) og eg var segjandi hinum og thessum ad Magga siss vaeri ad far ad bua med Eid Smara i London. Va hvad eg get verid glaer stundum. Thad var ekki fyrr en einhver benti mer a ad thad vaeri fyrsti aprill ad eg fattadi ad I've been punked.

En ad odru. Eg nadi theim otrulega arangri ad skora 10 mork i einum leik a fimmtudaginn thegar vid unnum 20-4. Eg var bara on fire og hef enga frekari skyringu a thessum olatum i mer. Thad for bara allt inn og allt gekk upp. Utrulegt.

En jaeja, best ad fara ad gera thad sem eg er faedd i, thrifa og elda. Nuna fae eg orugglega hotunarbref fra feministafelagi Islands. Vott the hekk.

Framundan: 20 stiga hiti og sol, liggja uti ad laera og fa ser pilla eda tvo.

O.D.P.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Strumpastuð

Strumpaparty hja mer oh oh ooo.... Eg datt inn i þessa lika skemmtilegu tonlistarunnenda samkomu i gær þar sem þemað var most wanted hits from 98 og voru margir sammala um það að 98 hafi verið eitt besta arið i tonlistarsögu okkar tima. Lög eins og Im a big big girl, Aqua, Vengaboys og Backstreet boys reðu lögum og lofum i bransanum og er engu likara en að listamennirnir hafi allir orðið astfangnir þetta arid, slik var myktin og romantikheitin.

Eftir vel heppnaðan tonlistarfund var akvedid ad Spin Doctors og Two Princes (held eg að það heiti) hafi verið eitt albesta lag fra upphafi. Dæmi nu hver fyrir sig.

En i dag er solin farin ad skina og eitthvad um 10 stiga hiti, bara fint islenskt sumarveður. Er ad fara a æfingu, i tima, vinna, horfa a baseball leik, spila fotboltaleik og svo loks er Plumskvöld i kvöld þar sem eg ætla að hrista afturendann likt eg fai borgað fyrir það. Yeah!

Bið að heilsa öllum sem vilja gangast við mer.