þriðjudagur, apríl 13, 2004

Miss USA

Var að horfa á miss usa í sjónvarpinu, mjög athyglisvert fyrirbæri. Í fyrsta lagi þá heita þær engum nöfnum heldur eru bara miss Indiana, Tenesee, Oklahoma og svo framvegis. Í öðru lagi eru þær ekkert á við íslensku megabeibin okkar, ég meina þær áttu ekki sjéns í Báru Hlín ofurfegurðardrottningu sem mun keppa í ungfrú Suðurnes á föstudaginn, úff i can´t veit. Í þriðja lagi voru þær i einhverjum ljótustu kjólum sem ég hef á ævinni séð, Magga þú hefðir fengið fyrir hjartað ef þú hefðir séð útganginn á sumum þessara stelpna. En sú sem vann var allt í lagi, engin Ragnhildur Steinunn, en allt í lagi og virtist hafa eitthvað annað en Guð og "like oh" á heilanum.

Jisús, heyra í manni.

Hanyways, enn og aftur er allt best á Íslandi. Er ekki frá því að ég sé farin að hlakka til að koma hjemme eftir rúmlega mánuð:) En annars gengur allt bara vel og skólinn er svona aðeins að þyngjast svona í lokin. Er að klára ritgerðina mína um heilsugæslu (á spænsku) og þá byrjar ballið fyrir alvöru. Fjögur próf og fleiri ritgerðir. Það sem ég hlakka samt mest til að gera er myndbandið okkar í Drugs and Society sálfærðitímanum. Við ætlum að gera smá rannsókn um "áhrif áfengis á hreyfingu" og erum við nú þegar búin að fá tvo velvalda einstaklinga til að vera tilraunadýrin okkar. Hahahaha.

Annað sem gerðist í dag, Gummso hringdi í mig og ég varð svo uppfull af gleði eftirá að ég valhoppaði í tíma og flaug á hausinn fyrir framann softball völlinn. Fæturnir flæktust einhvernveginn í buxunum mínum (ég var sko í pæjuskóm) og ég féll kylliflöt á mallakútinn. Ég var aðhlátursefni íþróttaviðburðarins, en hey, það er allavegana tekið eftir mér....

Svo er Eyjó Bró super hero væntanlegur til Macalester þann 24 apríl og erum við systur mjög spenntar og upp með okkur að fá slíkan heiðursgest í okkar hús. You my boy blue!!!!!!!!!!

Jæja, gleðilegan annan í páskum ya'll.

Engin ummæli: