mánudagur, apríl 12, 2004

Gleðilega páska!

Vaknaði klukkan tíu í morgun, brunaði heim til Erlu, faldi páskaeggið hennar og fann mitt. Eldaði cambert rétt sem var hálf hallærislegur sökum þess að búðir voru lokaðar (já ég endurtek allt lokað!!!) og ekki annað til í réttinn nema brauð, ostur og paprika. Fékk allavegana hæ fæf fyrir viðleitni.

Fór svo í millahverfið Stillwater í páskamat hjá Mollie. Fór með borðbæn í fyrsta skipti frá því sumarið 98 þegar ég var stödd í miðju heimsins, Ecuador.

Komin heim eitthvað um 8 leytið og tók upp námsbækurnar frá því á miðvikudaginn. Þá asnast Erla og Kiwi til þess að fara útá víddóleigu að taka mynd. Komu heim með Texas Chainsaw myndina þarna og ég náði að horfa á 20 mínútur áður en ég fríkaði út og hljóp heim til mín eins og fætur toguðu, læsti að mér og þar húmi ég enn undir rúmi og bíð þess að riddarinn á hvíta hestinum komi og bjargi mér. Shitt hvað ég er terrified og sé mér ekki fært um að hreyfa mig fyrr en Lion King er búin og ég, Ólöf Daðey Pétursdóttir, verð búin að fara með bænirnar mínar, héðan í frá ætla ég alltaf að fara með bænirnar...

Annars vil ég bara þakka mínum nánustu fyrir að vera til, en ég komst að því í dag að maður á að vera væminn á páskunum (eða það gera kanarnir allavegana) og minnast þeirra sem vaka yfir okkur...

þannig að kæra sígaunakona sem er víst vernarengilinn minn, ég man eftir þér.
Jess Lion King að byrja, fer ekki að sofa fyrr en ég er búin að horfa á eitthvað fallegt.

Ólöfsíta.



Engin ummæli: