miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Þegar rótin er orðin lengri en litaða hárið, augnbrýrnar orðnar svo þykkar að það er orðið erfitt að depla augunum, bílinn svo skítugur að það er farið að skrifa á hann "þríðfðu mig" og svefnherbergið í svo mikilli óreiðu að ég finn vart rúmið mitt...

...er kominn tími til þess að hysja upp um sig buxurnar, taka til, þrífa bílinn, panta tíma í plokk við hliðiná og hafa upp á klippikonunni þarna í Grindavík, stofna til stelpuhittings með öllu tilheyrandi og hóa í týndar vinkonur down under, við hliðiná og í Lautinni.. og kabúmm ahhhh lífið er gott :)

senn fer einnig að skella á prófatíð með tilheyrandi ritgerðum og býð ég öllum áhugasömum um þróunarmál að hafa samband með hugmyndir að lokaritgerð...

lengi lifi bjartsýnin!

sjáumst á laugardaginn í sumarskapi með húmorinn að vopni á Þórsgötunni...