þriðjudagur, mars 29, 2005

Árvakur þrífst en fátækt fylgir lötum...

Já þetta var málshátturinn minn í ár og hef ég því ákveðið að skilaboðin sem mér voru send að handan væru að ég skyldi nú drullast á lappir á morgnana til að fara í ræktina eða að sinna öðrum störfum...

Páskarnir einkenndust af fiskvinnslu, fjölskylduboðum, barnagæslu og næturlífi. Það síðarnefnda var mér og mínum ofarlega í huga og verð ég að segja að það sem stóð upp úr var án efa Sálarball í Stapa með frænkum og öðrum skyldmennum...

Lóa og Agnes létu sig ekki vanta upp við sviðið sem og Ágústa og Valgerður, snertandi lappirnar á Gumma Jóns eins og hann væri Bítill á sjöunda áratugnum. Lafan náði að komast í einhverskonar sjónvarp með því að beita ýmsum brögðum sem undirrituð hefur lengi hneykslast af og aldrei skilið fúttið í því að strákar seú svona æstir ýmir að sjá stelpur í sleik...

Heimferðin gekk vel, enda fékk ég far með mörgum heim. Fyrst í skottinu á bimmanum hans Steinþórs, svo í taxanum hjá Jón Gunnari sem stakk mig af, svo í taxanum hjá Eyþóri Atla sem enn og aftur stakk mig af (það var ekki lykt af mér ég lofa!!) en endaði svo í bílnum hjá Guðfinnu Magg sem náði að týna heilli samloku í sætinu á meðan hún var að keyra...

Vakt svo Óskar bróðir til að opna fyrir mér og sofnaði sátt með popptíví í vinstri hendinni og rækjubollurnar hennar mömmu í þeirri hægri, ávísun upp á þynnkulausan dag, enda er ég Grindvíkingur og Grindvíkingar verða aldrei þunnir!!

með þessum vel völdu orðum kveð ég í bili, ætla að klára páskaeggið mitt og lesa enda vann ég lestrarkeppnina miklu árið 1994...

au revoir

miðvikudagur, mars 23, 2005

Ekki eru allar ferðir til fjár þótt farnar séu

Já kæru Íslendingar (og ef svo ólíklega vill til að þið séuð útlensk en skiljið íslensku...) Nú er að ganga í garð næstskemmtilegasti tími okkar Íslendinga á eftir jólunum, páskarnir. Þá fer fólk í langþráð frí, skólakrakkarnir mæta í fiskvinnsluna og alkóhólistarnir taka hvern túrinn á fætur öðrum. Það skemmtilegast við þennan tíma er samt páskaeggjahefðin okkar, ekkert betra eftir túrana umtöluðu að vakna með örlítinn höfuðverk og fá sér nóa-síríus egg og ískalda mjólk... Svo er þetta líka skemmtilegur tími því að sumarið er nánst komið, krakkar á línuskautum hoppandi fyrir bílana hjá manni og væmnu pörin úti að ganga langt fram eftir nóttu. Það besta við að opna áðurneft páskaegg er svo að fá kikk út úr því að sjá það mulna líkt og sprengingin í berginu á Kárahnjukum og unaðstilfinninguna við það að finna svo málsháttinn mikla og velta því fyrir sér hvort það séu örlögin sem hefðu otað akkúrat þessu eggi með þessum skilaboðum til manns, eða hvort það sé hreinlega happ og glapp, Forest Gump hélt því fram að lífið væri eins og konfektkassi, maður vissi aldrei hvaða mola maður fær, en ég er aftur á móti á þeirri skoðun að það sé í rauninni búið að velja hann fyrir mann, lífið er jú eftir allt saman bara eitt stórt samsæri...

En með þessari páskahugleiðingu vil ég að þið, lesendur kærir skoðið vandlega málshættina sem er otað að ykkur að handan um páskana og virkilega spáið í þessum skilaboðum, það gæti verði eitthvað til í þeim... sjáið bara þann sem ég fékk:

Ekki eru allar ferðir til fjár þótt farnar séu...

Enginn er verri þótt hann sé perri, pís át

mánudagur, mars 21, 2005

Fokkin Yaaa Man!!

Ferðasaga þriggja frækna til Kongó helgina 18-20 mars 2005.

Einn góðan veðurdag þegar Ólöf Daðey, tuttuogtveggja ára gömul stúlkulind úr Grindavík fékk símtal frá tvíburasystur sinni um það hvort að hún vildi ekki skella sér alla leið til Kongó í tilefni þess að yngsta föðursystir þeirra væri að fara að syngja á Listakvöldi á Hóteli sem kennt er við framtíð, vissi hún ekki hvað út í hvað hún var að leggja. Hún velti þessu fyrir sér í nokkra daga og þær stöllur ásamt Björgu frænku þeirra ákváðu korteri fyrir brottför að skella sér. Sumir segja að góðir hlutir gerist hægt, en í Pálsættinnni sem þær tilheyra þekkist ekkert annað en fljótfærni og skyndiákvarðanir. Með nýja jeppanum sem faðir þeirra tvíburasystra hafði keypt ekki alls fyrir löngu héldu þær sáttar út í lífið og klukkan hálfsex að staðartíma hófst ævintýrið formlega þegar ljós borgarinnar fjarlægðust þær smátt og smátt og mikilfengleg náttúran beið þeirra í sínu fínasta pússi. Þar sem Ólöf var besti bílstjórinn sem völ var á keyrði hún alla leiðina með aðeins einu stoppi sem telst mjög gott miðað við aldur og fyrri störf hennar. Á fimm og hálfum tíma kom hún frænkunum heilum og höldnum að Kambi í Kongó.

Fyrsta verk þeirra var að hafa uppi á föðursystur sinni, en hún er heimsfræg á Íslandi fyrir að vera á mörgum stöðum í einu og koma sér í hinu ólíklegustu hlutverk hins almenna Kongóbúa. Það kom kannski ekki á óvart að frænkuna var að finna á eina barnum í bænum þar sem hún var að hvíla lúin bein eftir langar og strangar æfingar fyrir Listakvöldið við Voginn. Bæjarbúar voru að vonum spenntir að fá ný andlit í bæinn og fjölmenntu á barinn í tilefni komu þeirra. Eins og í öllum íslenskum sveitum er fólk mjög gestrisið í Kongó og gestirnir máttu sig lítils í að kaupa bjórinn sjálfir og fengu ekki að borga krónu með gati eða öðrum göllum. Eftir skemmtilega endurfundi á barnum var svo komið að því að kveðja Kongóbúa í bili og halda í háttinn. Þar sem Maggi, eina lögreglan á svæðinu, var í fríi var fólk rólegt í tíðinni og braut flestar þær reglur sem hægt er að brjóta sem koma manni ekki bakvið lás og slá.

"Ji, við erum á Djúpavogi" segir Björg glöð í bragði þegar hún vaknar við öskur og hlátrasköll frænda sinna frammi í stofu. Smátt og smátt vöknuðu svo hinar tvær og ekki leið á löngu þar til þær voru klæddar og komnar á ról, tilbúnar að bræða hjörtu Djúpavogsbúa í nýjustu tískunni frá borginni. Förinni var heitið uppí sjoppu í þeim tilgangi að sýna sig og sjá aðra. Það er nefninlega svo merkilegt með lítil íslensk samfélög, að fólkið er að finna ýmist í sjoppum eða rúntanti á bílum í misgóðu standi í nágrenni við sjoppuna. Eftir skyldu-gönguna voru frænkurnar formlega búnar að stimpla sig inn og minna á sig fyrir kvöldið. Dagurinn fór svo í alherjar punt og súludanskennslu sem allar höfðu gott af að læra ef ske kynni að þær lentu í aðstæðum sem krefðust þess konar þekkingu. Uppúr átta var svo farið niður á hótel og hlustað á rithöfunda á borð við Einar Má og ítalska sjéníið Nikkola. Svo var komið að því að hlusta á elstu frænkuna flytja verk sitt og mátti heyra saumnál detta, slík var eftirvæntingin að heyra í sunnlensku konunni sem fluttist til Djúpavogs ekki alls fyrir löngu.

Söngurinn tókst vel og var frænkunni boðið að fara í samstarfsverkefni með Einari Má Guðmundssyni í laga og textasmíð. Fáum kannski að heyra í Sólný í framtíðinni syngja um vistmennina á Kleppi sem náðu sér í fría máltíð á Hótel Sögu, hver veit!?!

Að menningarkvöldi loknu var svo haldið á skífuskrall með virtum plötusnúði frá Fáskúrðsfirði og höfðu frænkurnar gott af því að upplifa eitthvað annað en næturlíf borgarinnar. Eftir skemmtilegan dillirassadans Ólafar var svo komið að því að halda heim á leið, en Magga Stína, sem kennd er við rokk vildi endilega fá að sýna gítarsnilli sína og kom á laggirnar gítareftirpartý sem Kongó er einmitt svo þekkt fyrir. Eftir mörg vel valin lög yfirgáfu stúlkurnar teitið og fóru heim á leið, en skildu því miður raddirnar eftir og Björg skildi rósina sína eftir, gamla góða bragðið til að tryggja að hún færi nú aftur í áðurnefnt hús...

Síðasti dagurinn var ekki af verri endanum, Svenni frændi þeirra dekraði við stúlkurnar og vakti þær með sjávarrétta súpu að hans hætti með öllu tilheyrandi. Svo var kvatt og haldið heim á leið með bros á vör og sól í hjarta. Það er skemmst frá því að segja að ástæða dekursins var sennilega afmæli Bjargar og samúð með stúlkunum sem gátu vart talað vegna ofsöngs kvöldinu áður.

Á leiðinni suður kom svo Björg með þá snilldarhugmynd að stoppa á íshótelinu sem hún hafði séð í einni James Bond myndanna. Þegar þar var komið, þeim til mikillar furðu, var hótelið hvergi sjáanlegt. En Jökulsárlón fallegt engu að síður og auðvitað var Ólöf miðpuntkur alls þegar hún náði að festa sig í mýri og drulla sig út upp á bak með þeim afleiðingum að hún þurfti að skipta um föt á miðju bílastæðinu og gefa hinum ferðalöngunum eitthvað fyrir augað þegar J-Lo stóð á nærbuxunum einum fata í þrjároghálfa sekúndu.

Þannig fór um sjóferð þá, þrjár fræknar frænkur komust heilar heim og allir lifðu hamingjusamlega það sem eftir var. Ólöf festist í mýri, úti er ævintýri.

sunnudagur, mars 20, 2005

Cumpleanos Feliz!!

Áður en að gefin verður út Ferðasaga þriggja frænkna á Listahátíð á Djúpavogi vil ég óska BJÖRGU PÉTURSDÓTTUR, aka BJÖGGA BEIB, innilega til hamingju með 27 árin!! Ég myndi elda góðan mat fyrir þig ef ég kynni það...

Merkilegt hvað manni líður skringilega daginn sem maður áttar sig á því skriflega að maður sé orðinn árinu eldri, en Bjögga þú ert ung sem lamb og berð það ekki með þér að vera komin yfir tvítugt;) Vona að þú fáir allar þínar afmælisóskir uppfylltar þó svo að ég hafi skorast undan súludanskennslu á Kambi...

hej do.

miðvikudagur, mars 16, 2005

I´ll take you to the candy shop...

Já komnir þrír dagar og ekki nammibiti farinn innfyrir mínar varir, sem skýrir kannski geðvonsku og annan dónaskap, biðst innilegrar afsökunar;)

En ég, www.lafan.blogspot.com er sumsé komin í langþrátt páskafrí sem mun einkennast af fiskvinnslu og skúringum með fótboltaívafi...

En ég ætla ekkert að hafa þetta lengra, enda aldrei neitt af viti komið frá mér. Grindavík var að tapa á móti Keflavík, believe it or not og ég var að setja klór í nýju svörtu buxurnar mínar, nammileysi? I think not!

Ef þið viljið skemmtilegt blogg tjékkiði á Margréti Hágréti (hehe) stúlkan er hreinlega að missa sig í bloggheiminum og hefur hún hér með unnið sér inn nafnbótina BESTI NÝLIÐINN Í BLOGGEIRANUM

svo var ég að pæla í einu, hvað á 50 cent eiginlega við með þessu:

I´ll take you to the candy shop, I´ll let you lick the lolly pop??

maður hreinlega spyr sig...

mánudagur, mars 14, 2005

No heart?? I´m all heart mother fucker!!

Ekki nammibiti farið unn fyrir mínar ljúfu varir í dag, og klukkan er ekki einu sinni orðin hálf-fjögur!! haha

Var að fá hin og þessi verkerfni tilbaka úr Háskólanum og einkunnirnar framar öllum vonum, 7.5, 8, 8.6, og 9! Eins og ég hef oft sagt áður það borgar sig að taka sér nógu mikið frí úr skóla, þá stendur maður sig langbest!! Undir venjulegum kringustæðum myndi ég halda upp á þetta með pilla eða kók í dós, en J-Lo er í nammimindindi og mun ekki bugast! piff, nó pein nó gein, my ass!!

Svo er hin langþráða stund að renna upp á föstudaginn, en hún Ágústa Rós sem kennd er við Sigur er væntanleg til landsins í frænkuklúbbsgeim... Hver er að skipuleggja það by the way??

Með Jerry Mcguire á kantinum bið ég ykkur vel að lifa og sýna mér peningana!! Sýndu mér peningana!!
..but not the left side, coz that´s the crib side...

Motherfokker. Kann ekkert að laga þessa síðu, er úrvinda af þreytu vegna fiskvinnsluogritgerðarsmíðar og er afvelta af sælgætis sukki.

Á morgun er samt nýr dagur. Þá hætti ég fyrir fullt og allt að borða nammi. Nú huxa efasemdisraddirnar eflaust sér gott til glóðarinnar og geta ekki beðið eftir að ná mér á girnitilboðum, en neeeeeei, ekki í þetta skiptið. Í kvöld fékk ég köllun líkt og sumarið sextíuogníu þegar við stelpurnar í grísklúbbnum vorum að hlaupa refsihlaup eftir að hafa tapað fyrir Haukum 9-0 um að hætta bara að borða nammi fram að fermingu. Engin ferming í vændum, en maður getur samt sett markið á næstu trúarlegu athöfn (kannski ég endurskíri mig Jennifer eða bara stíg skrefið til fulls og gifti mig, vill eikkver??) Sem sagt nammibann fram að næstu helgiathöfn og Magga núna þýðir ekkert bingókúlu-mútur, ég segi einfaldlega neeeei!

Talandi um Möggu Stínu Rokk, þá verð ég að koma því á framfæri að mærin er gjörsamlega að missa sig í blogg-geiranum. Hún sat til hálffjögur á laugardagsnóttina að vinna í síðunni sinni (I HAVE CREATED A MONSTER!!) Ætli það séu til lyf við þessu??

Á meðan að við systurnar unnum okkur inn smá aukapening við að leggja í pækil síðastliðinn laugardag þá komum við með alveg brilljant hugmynd að nýrri sjálfshjálparbók. Hún heitir:

Í formi við fiskvinnsluna!

Þessi bók mun felast í því að koma með alls kyns æfingar sem hægt er að gera meðan maður vinnur í fiski. Til dæmis, þegar maður leggur í pækil þá er hægt að þjálfa lærvöðva og upphandleggsvöðva með því að standa bara í hægri löppina og nota bara hægri hendina í eitt kar. Svo við næsta kar er einungis notað vinstri löpp og vinstri hönd. Við blóðhreinsun er svo hægt að spenna magavöðvana eins fast og maður getur í tuttugu fiska og rassvöðvana í aðra tuttugu fiska. Við niðursöltun er krúsíal að vera beinn í baki og spenna sem flesta vöðva þegar maður er á ferðinni, hlaupa til að þrífa næsta kar og hlaupa með karið í samlokuna. Sé þetta gert á hverjum degi ábyrgjumst við mun á innan við tveimur vikum!!

Við tilhugsunina hef ég ákveðið að gefast upp á þessu háskóla rugli. Fokk the system, it screws you anyways! Farin að helga mér útgáfu sjálfshjálpa-bóka og er næsta hugmynd löngu tilbúin að fæðast, hún mun sennilega vera gefin út á ensku, enda miklu fleiri kanarassgöt sem þurfa á hjálp að halda og mun hún fá heitið Ten excuses for not handing in a paper...

Jæja, komið nóg í bili, farin að stela músík af internetinu

...my gosh ur a sexy little thing :)

miðvikudagur, mars 09, 2005

Eftir nokkurra vikna frí úr HÍ settist ég loks á skólabekk í dag. Það var eins og ég hafði aldrei farið, varla misst úr neinu og með allt á fix tipp topp hreinu. Mæli með því fyrir alla háskólanema að taka sér sitt frí þegar þeim hentar svona til að hlaða batteríin...

En núna tekur alvara lífsins við og er ég hætt að slá öllu upp í kæruleysi, farin að æfa fótbolta að staðaldri og vinna eins og ég fái borgað fyrir það (huh....)

Skari bró var svo að fá samning í hendurnar frá Ipswitch sem hann ætlar að fara yfir á næstu vikum og skoða... Pælíðí, hann fær kennslu í því að ræða við blaðamenn og hvernig á að höndla athygli kvenna!!! Að sitja á skólabekk og taka niður glósur um hvernig á að höndla stúlkur sem eru í því að eltast við menn í fótboltagöllum... nice life huh!!

Farin að stúdera hvers vegna allat kvenfólk í kanalandinu dansar eins og stelpurnar á Bóheim og karlarnir eins og þeir séu súlan.

tutto rego

mánudagur, mars 07, 2005

Gúley!!

Yo whats happenin´ my friend?? Þá er ævintýraför Löfunnar á gamlar heimaslóðir í kanalandinu á enda runnin. Lafan var að sjálfsögðu ekki ein í för (í seaaalá??) og vil hér með koma kærum þökkum til Stjána frænda sem fór hreinlega á kostum sem Einarsson, the pilot ;)

Í gær fór hitinn upp í einhverjar tíu gráður og sólin tók upp á því að skína skært, snjórinn bráðnaði og Lafan lifnaði öll við, enda ekki á hverjum degi sem hún fær að monta sig á stæltum upphandleggsvöðvunum í fyrirbæri sem kaninn kýs að kalla eiginkonuberjari (wife-beater). Við Íslendingarnir tókum nottla ekkert annað í mál en að halda upp á herlegheitin með "niðríbæ" stemmara í Stillwater. Mollie nokkur vinkonu Erlu siss býr þar í sennilega flottasta húsinu sem mér hefur verið hleypt inn og bauð okkur ásamt velvöldum einstaklingum á borð við Markús Jackson, skólarútubílstjóra með meiru, Wissler, hershöfðingjasonur og mágur-to-be, Pat Kelley, homecoming king og Daneneberg, næsti Bill Gates þeirra kanamanna. Eins og við var að búast var tekið upp á ýmsu, meðal annars farið í körfubolta, beisboll, ísvatnahlaup og körlý... Í einu orði sagt bestisunnudagurinnílífinuíheiminum!!

Núna er hins vergar komið að því að kveðja kanarassgötin með örlítiltum söknuði, sem ég viðurkenni að sjálfsögðu aldrei fyrir þeim, das icequeen never breaks ;)

The cowbell is out. Sjáumst á klakanum í fyrramálið, lífs eða liðin þar sem örlagaguðirnir hafa verið mér alltof hliðhollir undanfarna daga, sérstaklega síðastliðinn laugardag, og kominn tími til að gjalda fyrir alla þessa heppni :)

og svo.... GÚLEY!!

sunnudagur, mars 06, 2005

Dauði og djöfull.

Held ég sé komin með inflúensuna, ef ekki bráðalungnabólgu. Var að koma úr átlett molli dauðans þar sem allt sem hverja 22ja ára stúlku dreymir um fæst fyrir slikk, og Ólöf Daðey Pétursdóttir var í einhverju þunglyndiskasti og keypti nákvæmlega ekki sjitt!! Þoli ekki þegar maður dettur í svona pakka...

En í kvöld verður ekki þannig til háttað. Í kvöld ætla ég að fara í tveggja mánaðar gamlan djammbolinn sem ég asnaðist til að taka með mér og láta sem hann sé glænýr. Ef maður ímyndar sér hluti nógu mikið þá fer maður að trúa að þeir séu sannir, þannig að átfittið í kvöld verður gott sem nýtt og hananú!

Annars er bara allt gott að frétta. Andlitin á kanabjánunum er enn að detta af þeim þegar þeir sjá mig og bjórinn hefur ekkert breyst, still tastes like piss...

Í kvöld er ætlunin að fara út að borða, hitta fyrir gamla góðkunningja og svo kíkja á menninguna niður í bæ....

Shæse, ofisíallí búin að drepa ykkur úr leiðindum, en það er í alvöru gaman hérna sko, í alvöru...

bæó, og munið að því hraðar sem maður fer í beygjur því fyrr kemst maður á áfángastað.

laugardagur, mars 05, 2005

SUPPLIES!!

Greinahöfundurinn, músíkantinn, dansarinn og megasktulan með meiru hefur enn og aftur náð að koma landanum á óvart og í þetta skipti ekkert smáræðis. J-Lo er mætt, með nýja plötu, nýtt lúkk og nýjan flugmiða til heilagrar Ameríku, er sem sagt stödd í Minneapolis hjá minni elskulegu systu í smá heimsókn með Kristjáni frænda (sem varð 25 um daginn, congrats;)

Jenny úr blokkinni náði sem sagt að koma öllum að óvörum hérna í Macalester og vakti mikla kátínu meðal vina sinna og áfengisbúðarinnar góðu þar sem undirrituð hefur plöggað magnafslátt:) Sökum gríðarlegs vinnuálags í eiginhandaáritum, fatakaupum og næturlífs hef ég ekki getað sest niður og deilt með ykkur skemmtilegum lífsreynslum héðan úr landi draumanna en mun eftir besta megni koma því að sem ég tel markvert;)

Jæja, farin að sækja thinkrustpepperonidominospizzu ásamt mági mínum sem er æstur að fá sér bjór eftir erfiðan dag...

tuttuguogfjórirtuttuguogfjórirogégerennþáhér.......

föstudagur, mars 04, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
SEASON FINALE


Þið farið sennilega að verða þreytt á þessari fyrirsögn með gellunum í veldi danans, en það er engin sápuópera án smá fyrirsjáanleika, huh?? En haníveis. Þannig er mál með vexti að þennan síðasta dag í kóngsins Köben (hver er þessi kóngur eiginlega??) tókum við í rólegheitum og tókum alls engar áhættur. Í fyrsta laga mættum við fyrstar í morgunmat svo við fengjum bestu gerðirnar af soyajógúrti (sem var svo ekkert soyajógúrt eftir allt saman...), tókum leigubíl í stað lestarinnar (sem hingað til hafði leikið okkur grátt...) og tjékkuðum okkur inn í Saga-Class röðinni til að við fengjum bestu sætin (sem við vorum auðvitað reknar úr þegar í ljós kom að við ættum ekkert erindi í...)

Eftir að hafa séð Eivöri Pálsdóttur tjékka sig inn, var mín alveg í skýjunum og kominn með ég-er-búin-að-sjá-fræga-manneskju-í-dag kvótann þá bendir Maggz okkur Böggz á það að hún hafi séð HELENU CRISTIANSEN tölta inn í fríhöfnina!!! Við að sjálfsögðu héldum að núna hefði hún ofisíallí lost it og hlógum að henni (ekki með henni hahaha) Andartaki seinni labbar há og grönn kona út úr búðinni og tekur sveig framhjá okkur. Holy crap, litli tvibbinn var ekkert að bulla, þetta var í alvöru HELENA CRISTIANSEN!! Hún var eins og þið getið ímyndað ykkur alls ekkert slor og við vinkonurnar komumst að samkomulagi að hádegismatnum yrði sleppt þennan daginn....

Flugferðin heim gekk eins og í sögu, meira að segja Gíslasögu, og lentum við heilar á húfi með bros á vör, reynslunni ríkari og tungumálinu betri...

Þessa ferðasögu kveð ég nú með bros í hjarta og sól á vörum (eða var það öfugt?)
Magga, Ingibjörg, Bára Hlín og kommúnan uppi á dekki, takk kærlega fyrir mig, love you guys!!!!!

J-Lo er farin að endurfæðast. Ómæld virðing.