mánudagur, mars 14, 2005

..but not the left side, coz that´s the crib side...

Motherfokker. Kann ekkert að laga þessa síðu, er úrvinda af þreytu vegna fiskvinnsluogritgerðarsmíðar og er afvelta af sælgætis sukki.

Á morgun er samt nýr dagur. Þá hætti ég fyrir fullt og allt að borða nammi. Nú huxa efasemdisraddirnar eflaust sér gott til glóðarinnar og geta ekki beðið eftir að ná mér á girnitilboðum, en neeeeeei, ekki í þetta skiptið. Í kvöld fékk ég köllun líkt og sumarið sextíuogníu þegar við stelpurnar í grísklúbbnum vorum að hlaupa refsihlaup eftir að hafa tapað fyrir Haukum 9-0 um að hætta bara að borða nammi fram að fermingu. Engin ferming í vændum, en maður getur samt sett markið á næstu trúarlegu athöfn (kannski ég endurskíri mig Jennifer eða bara stíg skrefið til fulls og gifti mig, vill eikkver??) Sem sagt nammibann fram að næstu helgiathöfn og Magga núna þýðir ekkert bingókúlu-mútur, ég segi einfaldlega neeeei!

Talandi um Möggu Stínu Rokk, þá verð ég að koma því á framfæri að mærin er gjörsamlega að missa sig í blogg-geiranum. Hún sat til hálffjögur á laugardagsnóttina að vinna í síðunni sinni (I HAVE CREATED A MONSTER!!) Ætli það séu til lyf við þessu??

Á meðan að við systurnar unnum okkur inn smá aukapening við að leggja í pækil síðastliðinn laugardag þá komum við með alveg brilljant hugmynd að nýrri sjálfshjálparbók. Hún heitir:

Í formi við fiskvinnsluna!

Þessi bók mun felast í því að koma með alls kyns æfingar sem hægt er að gera meðan maður vinnur í fiski. Til dæmis, þegar maður leggur í pækil þá er hægt að þjálfa lærvöðva og upphandleggsvöðva með því að standa bara í hægri löppina og nota bara hægri hendina í eitt kar. Svo við næsta kar er einungis notað vinstri löpp og vinstri hönd. Við blóðhreinsun er svo hægt að spenna magavöðvana eins fast og maður getur í tuttugu fiska og rassvöðvana í aðra tuttugu fiska. Við niðursöltun er krúsíal að vera beinn í baki og spenna sem flesta vöðva þegar maður er á ferðinni, hlaupa til að þrífa næsta kar og hlaupa með karið í samlokuna. Sé þetta gert á hverjum degi ábyrgjumst við mun á innan við tveimur vikum!!

Við tilhugsunina hef ég ákveðið að gefast upp á þessu háskóla rugli. Fokk the system, it screws you anyways! Farin að helga mér útgáfu sjálfshjálpa-bóka og er næsta hugmynd löngu tilbúin að fæðast, hún mun sennilega vera gefin út á ensku, enda miklu fleiri kanarassgöt sem þurfa á hjálp að halda og mun hún fá heitið Ten excuses for not handing in a paper...

Jæja, komið nóg í bili, farin að stela músík af internetinu

...my gosh ur a sexy little thing :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha já segðu, ég er með bullandi harðsperrur eftir laugardaginn!

Það verður að taka það fram líka að það er bannað að styðja sig við nein kör í æfingunni "standa og leggja í pækil með einni" (þú svindlaðir þar, ég sá það...)
mar tekur: ::vinstri hlið eitt kar, hægri hlið eitt kar:: (endurtekning), og svo eitt kar pása!

Helvíti góðar æfingar, fann fyrir svita renna niður gagnaugað á mér og Ólöf ég sá líka einhvað glampa á efri vörinni á þér...

Nafnlaus sagði...

Eg styd tessa hugmynd a tessari bok allaveganna myndi eg kaupan seljan lika :) En er tad teiti a föstudaginn ?? Plis bara fyrir mig ;) Hej då

Nafnlaus sagði...

hehehe já það gleymdist alveg að taka það fram, bannað að styðja sig við kör!!!

gústa, partí, það verður sko partí, fiesta, gleðskapur, just neim it bara fyrir þig!!!!!!