sunnudagur, mars 06, 2005

Dauði og djöfull.

Held ég sé komin með inflúensuna, ef ekki bráðalungnabólgu. Var að koma úr átlett molli dauðans þar sem allt sem hverja 22ja ára stúlku dreymir um fæst fyrir slikk, og Ólöf Daðey Pétursdóttir var í einhverju þunglyndiskasti og keypti nákvæmlega ekki sjitt!! Þoli ekki þegar maður dettur í svona pakka...

En í kvöld verður ekki þannig til háttað. Í kvöld ætla ég að fara í tveggja mánaðar gamlan djammbolinn sem ég asnaðist til að taka með mér og láta sem hann sé glænýr. Ef maður ímyndar sér hluti nógu mikið þá fer maður að trúa að þeir séu sannir, þannig að átfittið í kvöld verður gott sem nýtt og hananú!

Annars er bara allt gott að frétta. Andlitin á kanabjánunum er enn að detta af þeim þegar þeir sjá mig og bjórinn hefur ekkert breyst, still tastes like piss...

Í kvöld er ætlunin að fara út að borða, hitta fyrir gamla góðkunningja og svo kíkja á menninguna niður í bæ....

Shæse, ofisíallí búin að drepa ykkur úr leiðindum, en það er í alvöru gaman hérna sko, í alvöru...

bæó, og munið að því hraðar sem maður fer í beygjur því fyrr kemst maður á áfángastað.

Engin ummæli: