föstudagur, mars 04, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
SEASON FINALE


Þið farið sennilega að verða þreytt á þessari fyrirsögn með gellunum í veldi danans, en það er engin sápuópera án smá fyrirsjáanleika, huh?? En haníveis. Þannig er mál með vexti að þennan síðasta dag í kóngsins Köben (hver er þessi kóngur eiginlega??) tókum við í rólegheitum og tókum alls engar áhættur. Í fyrsta laga mættum við fyrstar í morgunmat svo við fengjum bestu gerðirnar af soyajógúrti (sem var svo ekkert soyajógúrt eftir allt saman...), tókum leigubíl í stað lestarinnar (sem hingað til hafði leikið okkur grátt...) og tjékkuðum okkur inn í Saga-Class röðinni til að við fengjum bestu sætin (sem við vorum auðvitað reknar úr þegar í ljós kom að við ættum ekkert erindi í...)

Eftir að hafa séð Eivöri Pálsdóttur tjékka sig inn, var mín alveg í skýjunum og kominn með ég-er-búin-að-sjá-fræga-manneskju-í-dag kvótann þá bendir Maggz okkur Böggz á það að hún hafi séð HELENU CRISTIANSEN tölta inn í fríhöfnina!!! Við að sjálfsögðu héldum að núna hefði hún ofisíallí lost it og hlógum að henni (ekki með henni hahaha) Andartaki seinni labbar há og grönn kona út úr búðinni og tekur sveig framhjá okkur. Holy crap, litli tvibbinn var ekkert að bulla, þetta var í alvöru HELENA CRISTIANSEN!! Hún var eins og þið getið ímyndað ykkur alls ekkert slor og við vinkonurnar komumst að samkomulagi að hádegismatnum yrði sleppt þennan daginn....

Flugferðin heim gekk eins og í sögu, meira að segja Gíslasögu, og lentum við heilar á húfi með bros á vör, reynslunni ríkari og tungumálinu betri...

Þessa ferðasögu kveð ég nú með bros í hjarta og sól á vörum (eða var það öfugt?)
Magga, Ingibjörg, Bára Hlín og kommúnan uppi á dekki, takk kærlega fyrir mig, love you guys!!!!!

J-Lo er farin að endurfæðast. Ómæld virðing.

Engin ummæli: