mánudagur, mars 07, 2005

Gúley!!

Yo whats happenin´ my friend?? Þá er ævintýraför Löfunnar á gamlar heimaslóðir í kanalandinu á enda runnin. Lafan var að sjálfsögðu ekki ein í för (í seaaalá??) og vil hér með koma kærum þökkum til Stjána frænda sem fór hreinlega á kostum sem Einarsson, the pilot ;)

Í gær fór hitinn upp í einhverjar tíu gráður og sólin tók upp á því að skína skært, snjórinn bráðnaði og Lafan lifnaði öll við, enda ekki á hverjum degi sem hún fær að monta sig á stæltum upphandleggsvöðvunum í fyrirbæri sem kaninn kýs að kalla eiginkonuberjari (wife-beater). Við Íslendingarnir tókum nottla ekkert annað í mál en að halda upp á herlegheitin með "niðríbæ" stemmara í Stillwater. Mollie nokkur vinkonu Erlu siss býr þar í sennilega flottasta húsinu sem mér hefur verið hleypt inn og bauð okkur ásamt velvöldum einstaklingum á borð við Markús Jackson, skólarútubílstjóra með meiru, Wissler, hershöfðingjasonur og mágur-to-be, Pat Kelley, homecoming king og Daneneberg, næsti Bill Gates þeirra kanamanna. Eins og við var að búast var tekið upp á ýmsu, meðal annars farið í körfubolta, beisboll, ísvatnahlaup og körlý... Í einu orði sagt bestisunnudagurinnílífinuíheiminum!!

Núna er hins vergar komið að því að kveðja kanarassgötin með örlítiltum söknuði, sem ég viðurkenni að sjálfsögðu aldrei fyrir þeim, das icequeen never breaks ;)

The cowbell is out. Sjáumst á klakanum í fyrramálið, lífs eða liðin þar sem örlagaguðirnir hafa verið mér alltof hliðhollir undanfarna daga, sérstaklega síðastliðinn laugardag, og kominn tími til að gjalda fyrir alla þessa heppni :)

og svo.... GÚLEY!!

Engin ummæli: