föstudagur, júlí 17, 2009

aetli thad se haegt ad gleyma sjalfum ser einn daginn??

-hugleiding fra Boston

sit herna a heimili Danenberg fjolskyldunnar og velti thvi fyrir mer hvernig eg eigi ad spila naesta klukkutimann. erla, wiss, teddy og eggert eru vaentanleg eftir ruman klukkutima thar sem vid hefjum for okkar afram til Nordur Karolinu thar sem ad leigt verdur sumarhus med ollu tilheyrandi.

af hverju er eg ad velta fyrir mer hvernig eg eigi ad spila naeta klukkutimann, nu vid hofum leigt heljarinnar soccer-mom bil og aetlunin er ad lafan hefji aksturinn svo ad ferdalangarnir fai ad hvila sig. i hadeginu i dag, mer til mikillar undrunar atta eg mig a thvi ad eg hef GLEYMT okuskirteininu minu og er thvi o-okufaer med ollu, alla leidina.

thetta er ekki i fyrsta skipti sem eg gleymi svona crucial hlut i ferdum. a paejumoti i eyjum fordu daga gleymdust takkaskornir, i ekvador ferd einni gleymdist flugmidinn og tvisvar sinnum hef eg gleymt vegabrefinu vid tjekk-inn...

eg held nu i vonina ad erla hafi fengid hugskeyuti mitt og tekid okuskirteinid mitt med ser ur bilnum minum...

vonum thad besta!!

thangad til naest, farin uppa flugvoll ad taka a moti them :)

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Þetta er lífið :)

Sit hérna í Lounge-inu á Leifsstöð, sýp mjöð og et flatkökur með hangikjöti...

Leiðin liggur til Boston borgar þar sem við Maggi munum eyða deginum í faðmi vina og vandamanna þar til að restin af genginu mætir og við hefjum ród-trippið til Norður Karólínu. Spáin næstu 10 daga er 28-32 stiga hiti og sól en búast má við einstaka þrumum og eldingum vegna hita.

Þegar þetta er ritað er annar bjórinn vel á veg kominn en enn er um 2 tímar í flug sökum verkfalls í París...

Vil bara biðja ykkur vel að lifa, þakka kærlega allar kveðjurnar, ég skal sko skála fyrir ykkur öllum þegar á ströndina er komið, ef ekki fyrr!!!

Læt ykkur vita hvernig 15 tíma aksturinn frá Boston til Topsail í NC gekk...

Knús og kram

Lafan atvinnulausa á leið í fríið!!

miðvikudagur, júlí 08, 2009

djöf...helv...ands...

Eftir mikla átveislu í anda Helga Hafsteins skundaði ég í Reykjavíkina til þess að nota tækifærið og mála yfir vegggjakrot óprúttinna aðila í 101. Veggurinn á Þórsgötunni þykir einhverra hluta vegna hinn ákjósanlegasti kostur fyrir veggjakrotara sem ég kalla pláguna. Ég er búin að vera að svara fyrir mig í allt sumar með því að spreyja hvítu yfir spreyið þeirra þannig að upphófst einhvers konar stríð á milli mín og plágunnar, þeir spreyjuðu og ég var mætt samdægurs með hvíta brúsann.

Í gær sá ég svo mér leik á borði og ákvað að mála yfir hvíta spreyið með litnum sem er á veggnum svona til þess að kóróna sigur minn. Ég var að til klulkkan hálftólf og fór í háttinn með bros á vör. Þegar ég svo vaknaði í morgun blasti við mér ófögur sjón, hlevítis plágurnar höfðu verið að verki og í þetta skiptið stærra en áður

BERJUMST GEGN KYNREMBU!!!

Oj barasta, ég var að verða of sein í vinnuna og gat ekki spreyjað yfir þetta en mun að sjálfsögðu gera það um LEIÐ og ég kem heim og mála svo yfir þetta um LEIÐ og spreyið er þornað.

Þetta er óþolandi, er að spá í að vaka í alla nótt og fylgjast með hverjir eru þarna að verki...

hasta la vista
Lafa spæjó

þriðjudagur, júlí 07, 2009

úff... eins gott að hann náðist! núna get ég hlaupið óhrædd um götur Topsail Island eftir 9 daga!!

En það var á þessum degi fyrir ári síðan þegar Magga hringir í mig og segist halda að hún hafi misst vatnið... ég panika, hjóla af öllu afli heim á Þórsgötuna og kem í tómt hús þar sem að verðandi foreldrarnir voru þegar farin upp á spítala. Síðan fáum við hringingu frá þeim og okkur sagt að hann komi klukkan 2-3 leytið í dag (svo að Jói myndi nú ná margfræga leiknum uppi á skaga). Biðin var löng og ströng og síðan var okkur tilkynnt að fæðst hafi heilbrigður drengur :) Svoooo mikið gaman!!

Síðan þá hefur hann Helgi Hafsteinn brætt okkur í bak og fyrir, skemmt tölvur, síma, draslað til allt sem hægt er að drasla til, skítt út jafnóðum og amman þrífur upp eftir hann, haft hæðst við matarborðið og við fullorðna fólkið bara vááááá hvað hann er sætur og leyfum honum bara að leika sér við rándýra flatskjársjónvarpið, hann er bara svo sætur :)

Til hamingju kæri frændi með fyrsta afmælið þitt!


Sjáumst í ammili í dag :)

sunnudagur, júlí 05, 2009

vonandi næst hann á næstu tíu dögum....

það er ekki nema 6 tímar frá þar sem við munum vera að sóla okkur á ströndum norður karólínu... en þá er gott að vera í margmenni og ef maður sér grunnsamlegan mann með byssu og reipi þá öskrar maður bara og hringir í 911 :)

eeeeeeeeeeen pabbi hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með pompi og prakt eins og honum er einum lagið í gær og hófst gleðin klukkan 18:00 og lauk formlega klukkan 5:40 þegar teddý og eggert fóru út með dúkunum, vil bara þakka öllum fyrir skemmtilegt kvöld og óska pabba til hamingju með öll 50 árin!!



7 vinnudagar eftir ahhhhhh :)

þriðjudagur, júní 30, 2009

Þar sem að það eru aðeins 16 dagar í það að ég sýni fyrrum háskóla böddýum líkamann á ströndum Norður Karólínu ákvað ég að skella mér að hlaupa í morgun og þar með reyna að bjarga því sem bjarga verður hvað bíkíníform varðar...

Með stýrnar í augunum hélt ég niður Eiríkssgötuna, hljóp Hljómsskálagarðinn við mikinn fögnuð krakkanna í vinnuskólanum og endaði svo á dauðabrekkunni sem liggur upp að Þórsgötunni (var alltíeinu að fatta ég hef ekki hugmynd hvað þessi gata heitir...) Þegar ég er svo alveg að komast að Gesthúsinu Sunnu sem er beint á móti heima mæti ég rosknum rútubílstjóra með fulla rútu af ánægðum og forvitnum túristum sem kallar á mig "Þetta er erfitt er það ekki?" ....júú segi ég vandræðaleg og átta mig á því að andlit mitt er orðið átakanlegt, það er rautt, hvítt og fjólublátt í bland. "En hressandi, er það ekki?" ...jú segi ég vandræðaleg og staulast inn í hús með augu túristanna á herðum mér...

Ekki nóg með það að fólkið úti hefði áhyggjur af mér þá hljóp hundurinn að mér þegar ég kom inn og sleikti mig alla eins og þetta væri mitt síðasta...

Spurning um að hlífa samborgurunum og hundum við sjónina á mér við íþróttaiðkun, enda er ég löngu búin að missa það og næ aldrei sjáanlegum árangri á 16 dögum...

Held ég reyni þennan kúr í staðinn...

eigið góðan þriðjudag..

Löfus Rönnímös

miðvikudagur, júní 24, 2009

24 dagar í þetta...

...og grill á veröndinni kvöld eftir kvöld...

...blak, gönguferðir og bjórdrykkja á ströndinni...

...svo gírað sig upp í kvöldið og horft á sólina setjast...

...og svo bara PARTY!...


:)

miðvikudagur, júní 10, 2009

cha..cha..cha..changes

Já mín hefur ákveðið að skella sér í gott frí og hætta vinnu frá og með 15.júlí!!

Fríið byrjar með allsherjar ferð Macalester krakkanna til USA þar sem að við ætlum að leigja okkur heljarinnar beach house í Norður Karólínu og erum við um 15 stykki sem ætlum að mæta á svæðið og reyna að upplifa good old times :)


Síðan liggur leið á klakann þar sem að Vestmannaeyjar verða fyrir valinu og verður svía nokkrum og kananum sýnt hvernig á að skemmta sér vikingo stæl!!

Eftir fríin tekur svo skólinn við í öllu sínu veldi, en fyrir þá sem ekki hafa séð mig sveitta öll kvöld síðastliðið ár þá stunda ég MA nám við HÍ í Þróunarfræði...

Nóg af fréttaskotum í bili, vona að ég láti ekki 4 mánuði líða í næsta blogg...

Bobby- þetta var bara gert fyrir þig :) Lafan

föstudagur, mars 06, 2009

Long time no blogg...

Jæja þjáningarbræður og systur nú er kominn tími til þess að rífa sig upp úr volæðinu og fara að blogga að nýju! Hef í rauninni lítið að segja nema það að ég er búin að fara tvisvar sinnum til útlanda á árinu og stefni á að fara að út nýju, til Boston 19. mars að velja brúðarkjól handa Erlu!! Jii hvað maður er orðinn fullorðinn, orðin guðmóðir Helga Hafsteins og veljandi brúðarkjóla á systur sínar!! Ja hérna hér, áður en maður veit verður maður hættur að djamma og farið að langa í sund á laugardagsmorgnum...

Eeeeeen ekki strax því ég ætla með tveimur úr tungunum á leikrit á Rosenberg á laugardagskvöldið og sletta úr klaufunum með sveitafólkinu, looove it!!

Svo er ég búin að fjárfesta í flugi til Eyja og nú er bara að redda sér húsnæði sem ætti ekki að vera vandamál, if all else fails þá er alltaf tjaldið fyrir utan blokkina opsjón :)

ætli þessi láti sjá sig???