laugardagur, september 30, 2006


Þetta er hann Eddie Powers. Hann er einhleypur gutti með höfuðið í lagi. Hann er góður í fótbolta, finnst gaman að fara út að skemmta sér og er alveg óborganlega fyndinn. Hans eina ósk er að eignast íslenska kærustu og vil ég benda áhugasömum á númerið mitt hérna úti (+612-669-OLOF)

Hann á það einnig til að vera alveg einstaklega óheppinn. Hann var rændur fyrir utan húsið sitt í sumar. Þegar hann svo flutti í nýja húsið sitt þá var bílnum hans rænt en kom svo í leitirnar viku seinna, en honum hafði verið lagt illa og hann dreginn í burtu. Nú svoleiðis leiðindi kosta um tíuþúsund kall að ná honum út og því þurfti hann að borga tíuþúsund kall fyrir að láta stela bílnum sínum. Bíllinn var algjörlega skott-laus, útvarpslaus og lyklalaus (skráin var bara farin) Nú þar sem hann vinnur í skóla með fátækum börnum þá átti hann ekki fyrir allri viðgerðinni og keyrir um á bílnum sínum á vírunum einum saman, með plast yfir skottinu og á hverjum degi í skólanum er skorið gat á plastið og eitthvað tekið úr. Þrátt fyrir allt þetta brosir hann ávallt sínu blíðasta og kvartar aldrei yfir neinu og vill allt fyrir mann gera.

Hver myndi ekki vilja svona strák? (Ingibjörg, hann er yngri... fæddur 83.. hahahaha)

Vildi bara svona koma þessu að. Stelpur endilega hringja!!!

föstudagur, september 29, 2006

Ágústa Sigurrós og Rachel Leek, þjú orð

hún heitir anna... tjékkið á þessu, einhver fyndinn var að senda mér þetta... myndband við önnulagið og íslenskur texti (ekki það að siggi þór þurfi neitt á honum að halda!! haha)

annars er ég mætt í kanaveldi, allt gekk að óskum og stefnt á bílakaup næstu helgi, vúhú!

kem með meira blogg næst, farin að læra...

LA-fan

þriðjudagur, september 26, 2006

þá er þessari ævintýraför minni lokið og um hálffimm á morgun verð ég í hristingnum yfir grænlandsjökli (snökt snökt) en þetta er búið að vera alveg æðislegt og bara danke sjun til allra þeirra sem að því stóðu:)

össs... hápunktar:
dekur á nordica með ömmu og kó
matur á nordica a la elísabet sem átti ammili á laugardg!!! til hammó með það:)
leikur, fyrir, á meðan og rétt fyrir flautið afdrifaríka...
gera sig reddí fyrir ball
ballið og tóti kæró
pöbbinn, rakel, ágústa og siggi þór sem kunni ALLT sænska lagið!!
þynnka á sunnudegi í grindavík... looooooooove it!
klipping á mánudag a la gebba, læri a la mamma og bíó a la bjögga

svo komu því miður tvær hræðilegar fréttir...
grindavík í fyrstu deild að ári
og hann Guttormur Sveinsson (hvuttin þeirra sólnýjar og svenna) kvaddi þennan heim eftir alltof stutta veru og er hann núna uppi hjá guði. hann er jarðaður á uppáhalds staðnum sínum og mun ég eflaust leggja leið mína þangað til að spjalla um gama tíma... svakalega sorglegt

en núna tekur sem sagt við flugferð til ameríku og það er vonandi að manni verði hleypt inn í landið, þeir eru svo asskoti leiðinlegir þarna í minneapolis...

vil bara þakka öllum fyri æðislega viku, sjáááááumst um jólin!!!
hún heitir anna, anna heitir hún dudududududu

laugardagur, september 23, 2006

úrslitastund...

3 og hálfur í leik og ég strax komin á prósak til að róa taugarnar... fékk stresskast í gær og fékk mér vín með matnum og bjór hjá sólný. er aðeins að finna fyrir kvíðanum aftur og ætla því að bruna beinustu leið í ríkið og hitta svo ingibjörgu, en hún hefur stáltaugar og er ekkert betra en að vera í hennar návist þegar að talið um fall eða ekki berst...

ég segi bara, góði guð...

ÁFRAM GRINDAVÍK!!

fimmtudagur, september 21, 2006

Gamli góði...

flaug til Íslands á hvítum hesti til bjargar bróður mínum sem skera átti upp í Englandi 21.sept. Lenti á klakanum í morgun og fékk þær fréttir að aðgerð yrði seinkað um viku... þannig að ég er strandaglópur á þessari eyju til 25.sept, hvað gerir maður þá?

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir hvað hægt sé að gera í viku á svona stað, endilega hringið í mig, 8474-291!

Frétti að það væri eitthvað dansiball á laugardaginn, á maður eitthvað að vera að fara á það???

Djeiló from das steits.

mánudagur, september 18, 2006



Fyrir nákvæmlega 24 árum gerðist eftirfarandi:

Afi Óskar kvaddi heiminn og í hans stað komu tvær ungar snótir. Allir bjuggust við tveimur strákum, pabbi var búinn að ákveða hvaða fótlboltalið hann ætlaði að senda okkur í (Grindavík að sjálsögðu) og mamma var komin með nokkur strákanöfn í huganum. Svo kemur að því að fæða, blúpps 14 merkur stelpa.... ææði hugsar pabbi, ein stelpa og einn strákur!! svo líða um sjö mínútur og obbobbobbb bossinn út fyrstur og svaka spenna í loftinu, ha? öööööööööönnur stelpa!!!

Jepps, þannig komum við í heiminn, lafan fyrst og svo maggsan með rassin á undan. Ekki fékk pabbi strákinn þá, en við gerðum honum svo sannarlega til hæfis með að stunda knattspyrnu með Grindavík, alveg eins og hann var búinn að plana :)

Annars héldum við upp á afmælið í gær og þið getið séð myndir á myndasíðunni. Einnig henti ég inn smá myndum af magnúsi, en wiss tók sig til og snoðaði hann, frekar fyndið.

Elsku Magga, til hamingju með daginn, sakna þín alveg svakalega og reynum að vera í sama landi næst þegar við eigum afmæli, ok??? Læt hérna fylgja eina mynd af systrum mínum, þið eruð æææææææææææææði!!!!



Ólöf Daðey

laugardagur, september 16, 2006

Föstudagskvöld... og Lafan blá-edrú...

en það er sko ástæða fyrir því. Þreföld afmælisveisla hjá Erlu, sjálfri mér og Möggu, og Mollie. Ef þið eruð stödd í Minneapolis kl. 20:00 á morgun, lesið þetta boðskort. Dúllarinn, býst við álíka rassahristingum á Egilstöðum:)

Annars er það að frétta af mér að ég hef verið send í það hlutverk að fylgja kæra bróðir mínum í uppskurðinn í Bretlandi og að sjálfsögðu styð ég einokunarmarkað Icelandair og flýg í gengum Ísland. Er sum sé væntanleg á miðvikudagsmorgun og verð eitthvað fram á miðvikudagskvöld þanning að ef þið viljið líta mig augum, þá vitiði hvar ég verð þann 25. sept!

annars er hundurinn að syngja sitt síðasta, honum er svo mál að pissa, farin út að labba.

hey, og hvað haldiði að sé núna steindautt fyrir utan húsið hennar Erlu... POKAROTTA!!!!!
held það sé eitthvað í vatninu!

blés.

fimmtudagur, september 14, 2006

hver skaut í hausinn á supernova... sem má ekki einu sinni heita supernova!!!

nei, nei, ég er bara svo tapsár. magni var flottur með þeim og lúkasi og megum við öll bara vera stolt af stráknum okkar (er ekki farið að kalla hann það annars???)

annars var ég að heyra í möggu frá íslandi áðan, hálftíma efir þáttinn og hún bara alveg.. hver helduru að vinni?? og ég alveg... hvað meinaru helduru?? ég var að sjááaáá lúkas vinna... magga bara haaaaaaaa nei þetta er beint á skjá einum og toby, dilana og lúkas eru eftir... ??

já kæru íslendingar, þetta beina útsendigamerki skjás eins er bara haugalygi!!!

allavegana, project runaway byrjað, vincent og angela fengu að koma aftur og læti...

hejjjjjjjjjdo

miðvikudagur, september 13, 2006

og þá byrjar ballið:)

það styttist í magna magnaða... kaninn er ekkert að kafna úr spenningi yfir þessum þætti og enn og aftur finnst mér ég vera að missa af stemningunni heima, þótt að þetta gerist í kanalandinu, hvernig farið þið íslendingar að þessu???

annars lenti ég í mörgu fyndnu í dag. í fyrsta lagi þá fór ég með hundinn út að labba, allt gengur eins og í sögu nema hvað að þegar að óskar-hundurinn fer að tefla við páfann þá heyrir hann í fullt af fólki, fær sviðshrekk og hættir í miðri-athöfn... hálfur xxxxx hangir út um afturendann og hann veit ekki hvað er í gangi!!! hann snýr sér við og ætlar að fara að sleikja jú nó þá þurfti ég nottla að "hreinsa hann" og geri það með glæsibrag. Nú svo stutt eftir að ég skeindi hundinn þá fer ég í vinnuna á bílnum og sé bílinn á móti keyra beint yfir íkorna, kabúmm splash, blóð útum allt og heimurinn einum íkornanum færri!!

nú svo fékk kötturinn í húsinu sem ég var að passa magakveisu og æli út um allt. kannski var það ekki tilviljun að pási dó, lúkas var seldur, skjaldbakan hennar guðrúnar erlu dó þegar hún var í pössun hjá okkur, dúfan í ekvador fékk hjartaáfall og allar mýsnar fóru til himna:)

jæja, ballið er byrjað og ég mæti sko aldrei seint á ball!!!
allir að kjósa!!!

laugardagur, september 09, 2006

haha... petra sæta sendi mér þetta

gó magni-magni-ficent!

annars átti erla ammili í gær og var haldið upp á það á viðeigandi hátt, pizza-bjór-fótboltaleikur-meiri bjór-karókí-tjútt niðrí bæ:)

tak fyrir kvöldið erla, það er svo gaman að þér (magga þín var afar sárt saknað.... afar!!!)

farin að púsla saman kvöldinu, alltaf gaman að því... hejjjjjjjjjj do

p.s. er einhver til í að senda mér þetta sænska lag sem er að gera allt vitlaust??

la-fan

miðvikudagur, september 06, 2006

click here to vote again...

ligg í ameríska rúminu mínu sem ég fékk frítt. sit með tölvuna á milli handanna og kýs. voting is now open... meeeeaagni, klikk. vote again. hef ekki tölu á því hvað ég er búin að kjósa oft. þegar ég var að elda, þá tí-vó-aði ég þáttinn (tók hann upp á sjónvarpið, svaka tækni) og horfði svo á hann eftir til að sleppa við aauglýsinga djöfulinn sem ég hata meira en allt. strax og brúkk a lúkk opnar fyrir kosninguna, kabúmm beint í þá djúpu. kýs í svona tíu mínútur, fer að búa til boðskort fyrir sameiginlegt ammili okkar systra (nema möggu of kós sem er stökk á klakanum... snökt snökt...) sendi erlu á kosningavaktina og læt hana svo kjósa í um tíu mín. horfi á contender með öðru auganu og kýs með hinu. geri það í háltfíma. fer upp í rúm og kýs ennþá meira, tek mér pásu, tek einn bloggrúnt og kýs aftur. tek mér pásu og blogga.

hvað haldiði að taki við næst?

farin að kjósa. blééés

laugardagur, september 02, 2006

hvað er málið, má maður aldrei vinna neitt?? tjékkið á þessu:

"Dönsk fréttasíða segir að "samsæri íslendinga" um að kjósa Magna, heilsíðuauglýsingar í blöðum osvfrv. sé brot á reglum keppninnar og verið sé
alvarlega að athuga að Henda Magna úr keppni....ósanngjarnt gagnvart öðrum
keppendum segja þeir."

jahérna...!!

föstudagur, september 01, 2006

sko. ég var að pæla.

hæ fæf fyrir íslendinga, sprengdu netkosningarkerfið, magna-atkvæði fóru fram úr björtustu vonum og tommý líí bara búinn að bjóða í partý á íslandi. jess ég mæti.

nú svo var það annað, eins og lífið gengur þá er eina stundina gaman en hina stundina ekki. svona möggu-laus verður maður bara að sætta sig við það að það er ekki alltaf dans á rósum að búa í útlöndum langt í burtu frá fjölskyldu, vinum og síðast en ekki síst FRÆNKUM!

í tilefni þess býð ég í frænkuklúbb í steitið, þið ráðið hvenær og hvernig þig komið, saman eða í sitt hvoru lagi, edrú eða hmm hífaðar. stelpur, bara koma í heimsókn:) valgerður þú lofaðir sko... haha

datt þetta bara svona í hug er ég var að skoða myndir af gamle dagen...
og ég lýsi eftir bloggaranum í möggu, eitthvað hefur hann villst af leið og í guðanna bænum skilaðu þér því mig vantar vitleysuna í þér mér til dægrastyttingar. takk og hilsen