miðvikudagur, júní 28, 2006

er fellihýsi ekki málið á hestamannannnamótinu rétt hjá Halldórsstöðum? það held ég nú... get ekki beðið eftir að ferðast með gullmolunum eggert og teddý, enda gæðafólk sem seint verður kvartað undan! en við förum ekkert fyrr en á föstudag, þannig að nú er mál að halda sig á mottunni og klára vikuna:)

svo ég haldi svo áfram með liðum sem ég held með þá veit alþjóð það að spanjólarnir mínir panikuðu á versta tíma og kabúmm sídan spýtan kláraði málið og þjálfari spánar segir af sér. nú ég er bara að spá í að halda með erkifjendinum portúgal svo að englendingar vinna... og svo frakklandi á móti brasilíu o.s.frv.

en smá svona tengt fótbolta þá var ekki allt með öllum mjalla á æfingu í dag, 8-1 yfir og töpum 10-9 (ekki þessar gömlu tek það fram) því legg ég hér til leikkerfi, þeta virkar svo vel hjá brössunum:


og svona í lokin, við skulum vona að þetta komi ekki fyrir neinn...aldrei!

þriðjudagur, júní 27, 2006

sko...

þegar maður heldur ekki út leikfimitíma hjá túmlegra fimmtugri konu, þá er nú mál til komið að fara að gera eitthvað í þessu! en við móðir mín erum farnar að mæta í ræktina 5x í viku og í morgun var ég eitthvað hálf slöpp og aum í nára frá siguræfingu gömlu tjéllinganna á æfingu í gær (6-4 btw)...

en við mættum í tíma sem heitir vaxtamótun og okkur til mikillar furðu var kona, í eldri kantinum mætt til að kenna. það svo kom upp púki í mig og ég hugsaði með mér að nú hefði ég verið heppin, bara létt í dag... haldiði ekki að sú gamla hafi tekið okkur á lúmskunni, í öllu sem við gerðum þá svitnuðum við eins og svín, yóga-kung-fu-pallaþrek-og-maga-bak-æfingar dauuuuuuuuuðans! ég komst varla upp stigann í sturtu og nennti ekki að þvo á mér hárið því ég var svo aum í höndunum, hvað er það!!!!

og hver er lexía dagsins... ekki er allt sem sýnist kæru lesendur, gamlar tjéllingar geta verið svakalegar og þar með talið nefni ég gömlu á æfingu í gær sem voru ekkert nema samstaðan og reynslan sem voru kannski ekki eins fljótar, en mikið svakalega vorum við agressívar og skemmtilegar!

jæja, farin að hætta þessu bulli
áfram spánn, que viva espana y si se puede!!!

laaaaaaaaaaaaaaa loca ólöööööööööööööööööööööööööf

sunnudagur, júní 25, 2006

össsss
fígaró óskarsverðlaunahafi og co tóku hollendinga áðan... arrrrrg og svo datt ekvador út á móti beckham og eru nú offisiallí öll liðin sem ég hélt með kolfallin úr keppni. nú er bara að vona að ghana stríði braslíu og ég er sátt.

annars fór ég í skírnarveislu í dag eftir ansi skemmtilegt kvöld með ágústu, elínu og brandarakonunni auði sem er bæði frá Þórshöfn ooooooooog Spáni, pæliðíþví. en sú stutta heitir hildur vala og gaf hún mér rosalega gott að borða, takk fyrir mig:)

svo viðraði ég möggu í dag og gaf henni pillur og að borða og verð ég að segja að önnur eins húshjálp hefur ekki sést hér á efstahrauninu í lááángan tíma.

en vinnan heldur áfram og nún þarf hún hjálp við að búa um rúmið sitt... spurning hvar maður setur mörkin!! læt hérna fylgja mynd af sólinni í síðustu viku og bið skýjin að taka sér sumarfrí og leyfi okkur að fá smá lit...


alltílæiblééééés.

föstudagur, júní 23, 2006

Baráttukveðjur til Möggsu Pöggsu meðal annars kennd við rokk...



áður en þú veist af ferðu að geta setið svona aftur:)

þinn tvibbi

þriðjudagur, júní 20, 2006

össssss

ekvador þýskaland í dag, eða ecuador á móðurmálinu:) allir að fara í gula, bláa og rauða búninginn sem ég veit að þið eruð í innanaundir hversdagsfötunum á hverjum einasta leikdagi:)

já svo er það hinn leikurinnm, sverige og englalandið og verður maður ekki að halda með svíum svona til að halda friðinn?? samt má rooney skora.. haha

en undanfarið hef ég verið bissý krissý, haldandi þjóðhátíðardaginn hátíðlegan sem á hverju ári fer minnkandi, mér til mikillar gremju, enda í denn var manna fremst við sviðið uppí skóla, með nammisnuddu og stundun fékk maður þá flugu í hausinn að syngja og er mér það minnistæðast þegar við rakel lind tókum "það er algjör vitleysa, að reykja..." og lafan ein "ég kölluð er anna og eftirsótt er.."

svo vorum við, magga, teddý, bobby og elín tinna sjálfviljugar eldhúskonur á styrktarkvöldi mörtu og baráttudegi kvenna. þar var dansað, sungið, borðar, drukkið og mikið hlegið. æðislega gaman að fá að taka þátt í svona kvöldi og alrei að vita nema maður bjóði elhúshæfileika sína til sölu... en það er afsláttur á hvert brotið glas!

áfram ekvador og hitt gula liðið þarna:)

fimmtudagur, júní 15, 2006

bókasafnið dularfulla...

þanning er nú mál með vexti að síðastliðnar nætur hef ég ekki getað fest svefn, vegna flugþreytu, vinnuþreytu og annars konar ofþreytu. þá var tekið á það ráð að "sjónvarpa sig í svefn", ekki gekk það eftir mér til mikils harmleiks og örþrifaráðum var því beitt.. nú skyldi vera tekin upp bók og "lesið sig í svefn" en þeirri hugmynd stal ég frá menntakerfinu því ávallt sofnaði ég á mínum skólaárum yfir bók sem átti að vera lesin.

nú, leiðin lá því á bókasafn efstahraunsins og var stórbók Einars Kárasonar fyrir valinu, þar sem djöflaeyjan rís-gulleyjan-fyrirheitna landið. aðra eins skemmtun í bókmenntaheiminum hef ég bara ekki kynnst áður (þó svo að grunnskólaprófið mitt segi að einhverntímann hafi ég nú lesið eina af þessum bókum) og við hvert tækifæri sit ég eins og versti íslenskukennari með bók í hönd og skelli upp úr þegar á við.

nú áður en stórbókin var fundin á bókasafninu var mér litið á aðra bók, litla og "auðvelda" að sjá, fallega hvíta með gylltum stöfum. nei þetta var ekki fermingarsálmabókin, heldur afmælisdagbók með stjörnuspám frá árinu 1945! í henni er að finna alls kyns fróðleik um fólk og afmælisdaga þeirra og svo er hún uppfull af Z (stafnum zetu) sem mér fannst óendanleg skemmtun. í henni fann ég líka alls kyns nöfn sem forfeður mínir kannast við og sú elsta sem ég fann í bókinni var fædd 1910. en í tilefni þessarar færslu og boðskap hennar (það er gaman að lesa bækur sem maður þarf ekki að lesa) hef ég ákveðið að efla til smá gamanleiks. hann gengur út á það að þið hripið niður nafn og afmælisdag hérna í commentunum og ég leita ykkur uppi í bókinni góðu og sálgreini ykkur frá toppi til táar!!

nú tilraunagrísinn er að sjálfsögðu litla systir mín (7 mín. yngri sjáiði til) hún margrét og hún er fædd 18. september. sjáum nú hvað bókin góða hefur um þennan dag að segja:

Mikill kraftur og dugnaður býr í skapgerð þinni. Þú ert kjarkmikill og viljasterkur og gæddur framkvæmdasemi og skipulagshæfileikum. Þú ert smekkgóður og hagsýnn, en átt til að vera nokkuð þykkur og þver. Nokkuð ertu viðkvæmur fyrir almenningsáliti. Hjónabönd eru tvísýn og sjaldan ástrík hjá fólki af þinni gerð.

Nú er bara að bíða og sjá hver verður næstur!
Þangað til næst-djöflaeyjan kallar

sunnudagur, júní 11, 2006


hún ágústa sigurrós verður tvítug eftir um tvo tíma og vil ég hér með vera fyrst til þess að óska henni til hamingju og þakka fyrir ammilispartýið, ógisslega gaman og setning aldarinnar leit dagsins ljós í þeirri ágætu veislu:

ágústa labbar inn eftir að hafa verið að tjékka á reykingarfólkinu, sér okkur hin sitjandi í djúpum hugleiðingum og kvartar, "við óreyklausa fólkið erum svo leiðinleg!!"

fyrst hlæ ég svona og horfi á telmu sem þá skellir upp úr og segir, óreyklaus? hvort reykir maður þá eða ekki???

enn þann dag í dag er það ráðgátan ein og aðeins ágústa veit hvað í ósköpunum henni gekk til með svona tvöfaldri neitun eins og við háskólagengna fólkið köllum það:)

en sjómannadagurinn var í fýlu í dag og rigndi í allan dag, hvað gerir maður þá annað en að fara á ólsen í kef og rúnta með gufunum.com

fór svo á æfingu og hólý kanólý hvða ég er slök, arrrrrrfaslök. ég sit því hér í eymd minni með kók í einni og nammi í hinni og ætla að horfa á stelpumynd því það er það eina sem getur glatt mig á svona stundu.

alltíllæskíttíðigblééés

föstudagur, júní 09, 2006

kjéééédlinn



þekki sko marga fræga, gleðilega sjómannahelgi og síminn er fundinn!
847-4291

fimmtudagur, júní 08, 2006

ég er komin heim í heimadalinn...

juuuuuuuuuup ég er mætt á svæðið. lenti kl. 6.05 í morgun og hef verið að reyna að ná áttum síðan:) ég er ekki búin að finna símadótið mitt en með guðshjálp þá ætti það að gerast á næstu tuttugu tímum.

skellti mér á æfingu í dag, ekki mín besta frammistaða.. en önnur var sagan á róðraæfingunni þar sem við katla sif vorum svakalegar, nei lygi, en við duttum ekki útí og hvolfdum ekki bátnum.

en fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur hvað í andsk... ég sé að gera á róðraæfingu þá er hin heimsfræga sjóara-síkáta hátíð að fara í gang sem verður án efa glæsilegri með árinu og var ég sjálfskipuð í lið vísis (bæsept bebe)og fer keppnin fram á laugardaginn. en svo er fjöldasöngurinn í salthúsinu annað kvöld og hann karl faðir minn mun njóta þess heiðurs að fá að stýra honum og það má bara ekki missa af svoleiðis skemmtun!

en já sum sé gott að vera komin heim, þó svo að 30 stigin í usa hafi ekki verið leiðinleg...

hilsen