fimmtudagur, júní 15, 2006

bókasafnið dularfulla...

þanning er nú mál með vexti að síðastliðnar nætur hef ég ekki getað fest svefn, vegna flugþreytu, vinnuþreytu og annars konar ofþreytu. þá var tekið á það ráð að "sjónvarpa sig í svefn", ekki gekk það eftir mér til mikils harmleiks og örþrifaráðum var því beitt.. nú skyldi vera tekin upp bók og "lesið sig í svefn" en þeirri hugmynd stal ég frá menntakerfinu því ávallt sofnaði ég á mínum skólaárum yfir bók sem átti að vera lesin.

nú, leiðin lá því á bókasafn efstahraunsins og var stórbók Einars Kárasonar fyrir valinu, þar sem djöflaeyjan rís-gulleyjan-fyrirheitna landið. aðra eins skemmtun í bókmenntaheiminum hef ég bara ekki kynnst áður (þó svo að grunnskólaprófið mitt segi að einhverntímann hafi ég nú lesið eina af þessum bókum) og við hvert tækifæri sit ég eins og versti íslenskukennari með bók í hönd og skelli upp úr þegar á við.

nú áður en stórbókin var fundin á bókasafninu var mér litið á aðra bók, litla og "auðvelda" að sjá, fallega hvíta með gylltum stöfum. nei þetta var ekki fermingarsálmabókin, heldur afmælisdagbók með stjörnuspám frá árinu 1945! í henni er að finna alls kyns fróðleik um fólk og afmælisdaga þeirra og svo er hún uppfull af Z (stafnum zetu) sem mér fannst óendanleg skemmtun. í henni fann ég líka alls kyns nöfn sem forfeður mínir kannast við og sú elsta sem ég fann í bókinni var fædd 1910. en í tilefni þessarar færslu og boðskap hennar (það er gaman að lesa bækur sem maður þarf ekki að lesa) hef ég ákveðið að efla til smá gamanleiks. hann gengur út á það að þið hripið niður nafn og afmælisdag hérna í commentunum og ég leita ykkur uppi í bókinni góðu og sálgreini ykkur frá toppi til táar!!

nú tilraunagrísinn er að sjálfsögðu litla systir mín (7 mín. yngri sjáiði til) hún margrét og hún er fædd 18. september. sjáum nú hvað bókin góða hefur um þennan dag að segja:

Mikill kraftur og dugnaður býr í skapgerð þinni. Þú ert kjarkmikill og viljasterkur og gæddur framkvæmdasemi og skipulagshæfileikum. Þú ert smekkgóður og hagsýnn, en átt til að vera nokkuð þykkur og þver. Nokkuð ertu viðkvæmur fyrir almenningsáliti. Hjónabönd eru tvísýn og sjaldan ástrík hjá fólki af þinni gerð.

Nú er bara að bíða og sjá hver verður næstur!
Þangað til næst-djöflaeyjan kallar

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MÍmímí. 22.október 1980

Erla Ósk sagði...

Pick me! Pick me!

8.september...

-Erla perla stora systir

Nafnlaus sagði...

Skapgerð þín er einkennilega samsett. Að öðrum þræði ertu ljúfur í lund, viðkvæmur, listhneigður og smekkvís, en að hinu leytinu kraftmikill ötull og grunnreifur. Beztu ár ævi þinnar verða eftir miðjan aldur. Þú ert heitur í ástum, en mikið ríður á að þú veljir þér maka, sem er líkur þér að skapferli og skoðunum.

e-ð til í þessu elín mín??

Nafnlaus sagði...

Þú ert óvanalega fjölgefinn og hefur mörg og fjarskyld hugðarefni. Þú ert úrræðagóð, vösk og jafnlynd. Þú vinnur af alhug og skemmtir þér af alhug. En þú ert gefin fyrir tilbreytingar og missir fljótt áhuga á einu og sama efni. Þú ert hneigð fyrir ferðalög, íþróttir og nokkuð fjöllynd í ástum.

hvað segiru kristín, ert´etta þú??

Nafnlaus sagði...

Þú ert alúðleg, umburðalynd, ákaflega trygg og ræktarsöm við fjölskyldu þína og ert gæddóvanalegri djúpri íhugunargáfu. Stærsti ókostur þinn er óhófleg hlédrægni. Þú hefur alltaf tilhneigingu til að fela þig á bak við aðra, og þó ertu metorðagjörn. Þú ert söngvinn og bókelsk. Þú leggur ekki mikið upp úr hjónabandi.

allt 100% nema hjónabandið, right??

Nafnlaus sagði...

19 ágúst

Nafnlaus sagði...

Örar og ákafar tilfinningar, glögg eftirtekt, áhrifanæmt hugarfar og sterk þrá eftir samræmi og fegurð eru aðal persónueinkenni þín. Þú ert nærgætin of samúðarfull við aðra, fljót til reiði en jafnfljót til sátta og fyrirgefningar. Þú hefur ríka ásthneigð, en ekki er víst að þú festir ráð þitt á lífsleiðinni.

hmmm hvað segiru þá!!

Nafnlaus sagði...

Ha ha Passar!!!

Nafnlaus sagði...

Hey.. do me ;)
20. mars 1978 ;)´
p.s það er komið nýtt blog loksins ;)

Nafnlaus sagði...

haha lille syss bara sátt við etta,
eitthvað hafa skipulagshæfileikarnir þó látið lítið fyrir sér fara! en þú ólöf mín, hvað ert þú?? haha

Nafnlaus sagði...

19. september;)

Erla Ósk sagði...

Okei, allt nokkud gott bara - nema hjonaband :) I get the point ;)

hlakka til ad heyra i ykkur fljotlega...

kv,
Erla Perla

Nafnlaus sagði...

má ég vera með????
29.mars 1981

Nafnlaus sagði...

Þú ert mjög ástundarsöm við verk og hefur næmar og skilningsgóðar gáfur. Minni þitt er mjög gott, og þú hefur mikla nautn af að rifja upp á ný skemmtileg atvik frá liðinni ævi. Enda þótt þú sért mjög hugbundin skyldustörfum þínum og sinnir þeim af mikilli kostgæfni ertu mjög gefin fyrir gleðskap og ferðalög. Líkindi eru fyrir fleiri en einu hjónabandi.

how about them apples bjögga pleyja??

Nafnlaus sagði...

Fylgja dagsins í dag er sterk metorðagirnd, mikið líkamsþrek og fádæma harðfylgi í störfum. Varastu að ofbjóða sjálfri þér í vinnu. Þú ert fljót að átta þig á viðfangsefnum, glögg á galla annarra en gerir helzt til mikið úr smámunum. Þú verður vandur að maka, enda farsæl í hjónabandi.

elín mín, ekki meiri ævintýralandsaukavinna:)

Nafnlaus sagði...

Þroskaðu með þér meiri háttvísi og nærgætni, og lærðu að hafa taumhald á gagnrýni og útásetningar á öðru fólki. Þú ert glaðvær og alúðleg, en stundum nokkuð erfið í umgengni. Temdu þér meiri nærgætni í annarra garð, og þú munt hljóta virðingu og velvild vina þinna og ástvina.

hvað segiru þá gísli-eiríkur-helgi, ekkert minnst á einstaka skíðahæfileika og skemmtilegan hlátur??

Lafan sagði...

elín og krístín... haha alltaf er maður að læra eitthvað nýtt:) en munið að störnuspá skal lesa sem dægradvöl en ekki heilagan sannleik haha

kristín brennuvargur!

erla: já... hmmm ekki leyfa wissler að lesa þetta, hey wait hann kann ekki íslensku haha djóóóók, ekki segja honum þetta heldur!

Nafnlaus sagði...

Ég vil ekki viðurkenna að ég sé með einkennilega samsetta skapgerð. Ég er fullkomlega eðlilega á allan hátt, skipti aldrei skapi, hef aldrei skoðun á neinu o.s.frv.... Getur miður aldur ekki talist 25 ára? Nenni ekki að bíða mikið lengur eftir bestu árum lífs míns!

Lafan sagði...

haha.. er miður aldur ekki um 30? það held ég nú! svo er íslenskt sumar svo rómantískt að þú verður trúlofuð í enda sept (það segir völvan haha)

Nafnlaus sagði...

hehe.. Já veistu mér finnst ég hafa lesið þetta áður ;)
En þetta með hjónaböndin.. Úff... er ekki eins gott að maður fari að byrja á þessu úr því að maður á eftir að verða eins og Ross ;) hehehe.
Allavega.. það er gaman að þessu...