þriðjudagur, maí 30, 2006

country roaaaaad take me home...

fissjissell, komin hjemme po þ.e.a.s ameríkulega séð, en við runnum í hlað níu í gærmorgun eftir um átján tíma keyrslu frá D.C bebí!! ferðin tókst með eindæmum vel og fá allir þeir aðilar sem gerðu hana að veruleika kærar þakkir (aðallega kollan hennar Erlu og vííííísa skvísa!)

en mig minnir að síðast þegar ég settist niður og gaf ykkur smá fídbakk þá var óskar (yngri) nýbúinn að gefa skít í amerísk stjórnvöld (bókstaflega) og við á leið í pentagon. drisselfidjissell, nakk hvað þetta var mögnuð heimsókn. þegar komið var í inngang byggingarinnar þá blöstu við okkur verðir (í tugatali) vopnaðir m16 (engin ábyrgð er tekin á nefnagiftum vopnanna-ritstjórn) en inn á milli þessara varða þá voru einkennisbúningaklæddir menn, úr öllum deildum hersins og jakkafataklæddir menn sem voru örugglega CIA eða eitthvað (við í ritstjórninni gefum okkur bessaleyfi til þess að fylla í eyðurnar til þess að gera söguna áhugaverðari) eftir af hafa verið yfirheyrð, röntgenmynduð og skráð niður var okkur svo loksins hleypt inn þar sem beið okkar ungur herramaður svakalega fínn í spari-vinnubúningnum sínum og fengum við túr um pentagon bygginguna sem er um 17 mílur löng (je je you go tme, ég kann ekkert að reikna það í kílómetrum) og í henni vinna um 20.000 manns held ég. allir gluggar eru með "hlerunar" vörn og á skrifstofunum má ekki vera með kveikt á gemsanum því það gæti sprengt upp bygginguna. rumsfied var því miður ekki við, en varavarnarmálaráðherrann, Gordon England var við og tók í hendina á okkur og gaf okkur meira að segja tíma til að taka hópmynd með honum!!

svo fórum við út að borða með hershöfðingjanum (pabba wissler) á fínasta veitingastað sem er einungis ætlaður hærra settum og fengum þriggja rétta máltíð í boði bandarískra borgara:)

fimmtudagur, maí 25, 2006

god bless america...

vaknaði í morgun við þær skemmtilegu fréttir að bílnum hefði ekki verið stolið og engu úr honum (en þegar við heimsóttum marci í gær þá lögðum við bílnum á frekar "sketsý" stað og vorum við 100% á því að einhverju yrði stolið) en sum sé, allt á sínum stað og eyddum við öllum morgninum í það að skoða hvíta húsið, lincoln memorium, world war II memorium, koreustríðið og víetnam stríðið og staðinn þarna sem forrest gump hoppaði út í til að tala við stelpuna...

heníveis, svo er það kvöldmatur með herforingjanum í kvöld og pentagon á morgun. það er víst ekkert smá vesen að koma okkur inn og eru allar kennitölur og fingraför og annað komnar á skrifborðið hjá rumsfeld kallinum þarna... haha

en annars gerðist líka eitt soldið fyndið í hvíta hús leiðangrinum í dag, óskar hundurinn var með einhverja magakveisu og átti erfitt með... hægðir, þannig að hann lak einum á miðja gangstéttina sem var svo mjúkur að honum var vart náð upp... hahahaha take that bush-a-loop haha

en jæja, entourage er í sjónvarpinu og það má bara ekki missa af svona þætti. verum í bandi og ef þið viljið að ég smygli einhverju inn í pentagon þá er þetta tækifærið:)

juicy in da djakúsí kveður
saelar saelar, komin i hofudborgina Washington D.C

keyrdum i sex tima i dag og iss thad var ekkert eftir 24 timana til Northur Karolinu... en i kvold er aetlunin ad fara ad dansa salsa med vinkonu minni sem eg var alltaf med i ekvador, Marci (sem eg hef ekki sed i atta ar!!) og get eg hreinlega ekki bedid eftir ad hitta hana:) vuhu

annars erum vid enntha solbrun og saet (sumir meira brunnir en adrir!) og er bara spad aframhaldandi sol og hlyju. En eg ma ekkert vera ad thessu, LOST FINALE er i sjonvarpinu og bjorinn er ad hitna og timi til kominn til ad fara ad hitta ekvador-felagann sem eg hef ekki sed sidan i borgarstyrjoldinni orlagariku...

en amma Magga og Ingolfur litli til hamingju med afmaelin um daginn, var med ykkur i anda!

skjaumst. Olof i capital usa

mánudagur, maí 22, 2006

ennþá á ströndinni og er að ná sambandi við sólina eftir frekar erfið samskipti að undanförnu (smá bruni og svo bara 30 blokk...) en dagurinn í dag var magnaður, öldurnar geggjaðar, bikiníið hélst á, búggí brettið stóð fyrir sínu og tannið var allsvakalegt. er að spá í að vera í full onn boddý sút á morgun því það getur ekki verið hollt fyrir hvítan íslending að vera svona brúnn:)

en annars ætlaði ég bara að láta vita af mér þar sem er búist við stormi með þrumum, eldingum og gusugangi eftir um tvo tíma og er ætlast til þess að tölvur og annað rafmagsdót séu ekki í gangi, þannig að ég bið bara að heilsa og vonandi lendum við ekki illa í því í og við heyrumstum bara seinna

og já, magnús til hamingju með svíana og heimsmeistaratitilinn í íshokkí... af hverju vinna svíar alltaf allt? óþolandi:)

blés

sunnudagur, maí 21, 2006

jæja kæru pennavinir og aðrir innskotsmenn. Síðast þegar ég settist niður og hripaði nokkur orð til ykkar var ég stödd í höfuðborg evrópu, sem vart þarfnast kynningar (en þar sem ég þykist nú þekkja suma vini mína þá ætla ég samt að gera það), Brussel. Nú er öldin hins vegar önnur og mun mig vera að finna í fitubollu-höfuðlandi heimsins, Ameríku. En ekki mun ég vera stödd á mínum vanalega stað í fylki sem kallar sig minnisóta, heldur er ég komin niður til suðursins með "trailor-trashinu" í öllu sínu veldi í norður karólínu. Eftir hina margfrægu útskrift Löfunnar, þar sem vart var þverfóta fyrir Íslendingum og öðrum heimalingum í heimsókn hjá undirritaðri, þá tókum við krakkarnir okkur til og keyrðum 22 tíma stanslaust til áðurnefnd staðs þar sem við munum eyða næstu viku í standhýsi nokkru í hjarta bæjarins "surf-city" eða brimbretta-víkinni í húsi sem er einmitt akkúrat á ströndinni. Heiðursfélagi ferðarinnar er að sjálfsögðu Óskar Pró og er áburgarmaður ferðarinnar Wissler mágur þar sem við Magnús Oppenheimer erum engan veginn tilbúin í svona hlutverk.

Hitinn er eitthvað um 30 stig og sólin lætur sig ekki vanta í partýið. Öldurnar eru á annan metrann og flestir ameríkarnar eru í þykkari kantinum hérna fyrir sunnan og Lafan bara í drullugóðu bikíni formi miðað við aldur og fyrri störf. En svona til að minnast á ábyrgðina sem ætti alrei að vera í mínum höndum, þá bar ég einmitt sólaráburð á hann bróðir minn fyrsta daginn og er skemmst frá því að segja að bakið á honum er rauðdoppótt með hvítri áferð...

En annars fór útskriftin vel fram, enginn datt, ekki einu sinni ég, en þar sem hún fór fram að degi til þann 13. þá þurfti ég auðvitað að hlamma mér á skærgrænt tyggjó í rándýra þjóðbúningnum og á meðan að á ræðuhöldunum fór og þar til röðin var komin að mér að taka við diplómanu þá sat ég hálfvandræðaleg svona hálf á stólnum og týndi burt helstu blettina svo ekki sæist skærgrænt tyggjó á afturendanum á mér. Sú varkárnisvinna og smávinna tókst vel til og til allrar hamingju sást það ekki þegar ég gekk upp á svið. Fjúkket eins og einhver myndi segja...

Nú, svo verðum við hérna í brimbretta-vík til miðvikudags og höldum þá áfram til Washington þar sem faðir Wisslers, sem er hershöðingji í landgönguliða hernum og er nýkominn frá Írak er búinn að plögga túr um Pentagon og annað skemmtilegt! Hver veit nema ég fái loksins að sparka í punginn á Bush í hvíta húsinu, hver veit!!

En svona að lokum þá vil ég bara koma því að að við vorum í einhverju teiti uppi á velli þar sem fyrrnefndur faðir býr og hver haldiði að hafi verið þarna að drekka budweiser, enginn annar en Carleton úr Fresh Prince og til að gera langa sögu stutta þá fékk ég mynd af J-Lo með hinum margumfræga Carleton og um leið og innstungan úr myndavélinni í tölvuna finnst þá verður hún sett inn...

...og nei hann lét mig ekki fá númerið hjá Will Smith, bannsettur...

jæja farin að halla mér, erfiður dagur á ströndinni í brimbrettaleik á morgun

bið að heilsa og lofa að vera duglegri að blogga. miss jús alles

Ólöf Daðey bloggar frá Norður Karólínu

mánudagur, maí 08, 2006

hvernig segir madur stripur a fronsku?

er herna stodd i brussel a feikna sjavarutvegssyningu og er bsssssjalad ad gera i kokteilkjola kaupum og hargreidslutimum. en eg for i klippingu i dag og stripur a la belgia og kallinn sem klippti mig taladi litla sem enga ensku... en fs franskan og usa franskan reddadi mer i bili og eg er bara anaegd med utkomuna (soldid ljoshaerd, kann sko bara ad segja gult og ljost, ekki "frekar ljost") en eg nadi sum se ad redda mer og er bara ordin reiprennandi i fronskunni;)

jaeja au revoir og allt thad, timi til kominn ad hendast i nyja kjolinn og ut ad borda med sjavargreifum evropu

bleeees

föstudagur, maí 05, 2006

BUIN MED HASKOLANN!!!

klaradi haskolaferilinn minn i dag thegar eg skiladi inn sidustu ritgerdinni minni... helt upp a thad med tvi ad fara i andlitsbad, lit og plokk a la erla (keypti einhvern svaka spa pakka handa mer hja aveda) og thad var geeeeeeeeeeeeeeeedveikt! takk fyrir mig hjonakorn!

svo brunadi eg heim og pakkadi tvhi eg er vist a leidinni til brussel ad tulka fyrir pabba a sjavarutvegsyningunni:)

er a leid ut a voll og fer aftur ut (heim eda hvad thid viljid kalla thad haha) a fimmtudaginn!!

heyri i ykkur fra brussel

lafa skafa

fimmtudagur, maí 04, 2006

krap, próf klukkan átta í fyrramálið og lafan að byrja að læra fyrir það á miðnætti... þetta kallar maður heimsku!

en ég var líka dúmm í höveðett í dag þegar ég fór í uppáhalds drasl búðina mína, wallmart og keypti mér EKKI línuskautana sem kostuðu 13 dollara. Oh, þoli ekki þegar ég verð nískt á ögurstundu og ákveð að spara á kolvitlausum tíma... ekki var mér svona annt um peningana mína á onion (barnum hérna muniði) um daginn þegar ég keypti mér long island (íste og heeeeeeeeelling af vodka.. oj!) á ellefu dollara... neiiiiiiiii í dag þurfti ólöf að spara.

svo náði ég líka að brjóta nýja flotta vasann minn sem ég var að kaupa, skellti honum saman við hinn (þeir komu tveir saman) og kabúmm smassaðist. samt soldið fyndið af því að ég var búin að hugsa þetta alla leiðina heim, hvað það væri svo fyndið ef ég myndi nú reka þá saman og brjóta þá!

jæja held ég sé komin með rugluna eins og maggastínarokk myndi orða það
lifið heil og í guðanna bænum, ef ykkur langar í eitthvað sem kostar undir þúsundkallinum, KAUPIÐI ÞAÐ!

lafa króna yfir og út (eða var það amen??)

þriðjudagur, maí 02, 2006

sit hérna í stofunni heima hjá mér með samvaxnar augabrýr, skil niður á axlir, bauga niður á kinnar, kílóin í hundraðatali og hugsa með mér af hverju ég sé á svona miklum bömmer... og svo ekki sé minnst á tvær fimmtán blaðsíðna ritgerðir sem eiga að vera tilbúnar á borðinu hjá rodriguez og gonzalez á morgun og hinn... og þær fimm sem ég er búin að skrifa...

í miðju þunglyndi datt mér svo í hug að reyna að gera eitthvað í stöðunni. hárinu og augabrúnunum verður ekki bjargað, ritgerðin tekur alltof langan tíma, aukakílóin hverfa ekki einn tveir og búmm... og hvað er þá til ráða annað en að hvíta á sér tennurnar með svakalegri amerískri aðferð!!! við kiwi ákváðum sum sé að hendast í apótekið og kaupa ódýrastu hvítunarmeðferðina sem við fundum of vualá! þarna var það, "rembrant white" gómur, efni og leiðbeiningar. 20 mínútur í, taka út. bíða í tíu og svo gera það aftur, fjórum sinnum. viti menn við ösnuðumst til að fara eftir þessum ofurleiðbeiningum og til þess að gera langa sögu stutta þá er ég sjálflýsnadi eins og ross var í vinum á deitinu með gellunni (sleppti samt leðurbuxunum í þetta sinn)

þannig að núna er bara að drekka nógu mikið kók, kaffi og allt sem er litað til þess að koma sér á jörðina og verða mér ekki að athlægi á almannafæri!

en á meðan að á öllu þessu stóð náði ég samt að henda myndum inn og bjögga mín there you go!

svo vil ég óska Lilju Katrínu rúsínu og Lindu Björg kjúttípæ innilega til hamingju með afmælin,

lafa smæl kveður í bili