miðvikudagur, ágúst 27, 2008

ég ætla að mæta við Hallgrímskirkju a eftir!!

Búin að vera að hlusta á æfingar hjá Páli Óskari í allan dag og er ekki frá því að ég sé í bullandi íslensku stuði!!



Áfram Ísland...
...hef hvort eð er alltaf verið silfur manneskja, gyllt fer mér ekki :)

fimmtudagur, ágúst 21, 2008



Allir velunnarar Löfunnar eru velkomnir í Vöfflukaffi á Þórsgötu 29 á milli klukkan 14-16 á Menningarnótt!!

Lafan verður í eldhúsinu og mútta mun sýna listaverkin sín.

Blogglesendur Löfunnar eru sérstaklega hvattir til að sýna sig og sjá aðra.

Hlakka til að sjá ykkur öll,

Ólöf Daðey Pétursdóttir Vöfflukaffisgestgjafi 2008

mánudagur, ágúst 18, 2008

Jæja þá er maður búinn að skila af sér enn öðru kanaparinu, en hermennirnar fóru af landi brott í dag, hæstánægðir með geðveikishátt Íslendinga og rándýra bjórinn.

Það er alltaf svo hollt og gott að fá einhvern frá öðru landi í heimsókn til manns til að sjá þessa skemmtilegu hluti í lífinu sem venjulegur Íslendingur gleymir í hinu daglega lífi.

Í fyrsta lagi fannst hermönnunum Íslendingar bandbrjálaðir ökumenn, en það sem besta var þá fannst þeim allir svo gríðarlega umburðalyndir og þolinmóðir gagnvart hvor öðrum, enginn bibaði eða hljóp út og öskraði á hinn ökumanninn og fólk gerði í rauninni það sem því sýndist án þess að löggan tæki mann eða reiður ökumaður skyti mann...

Bjórverðið fannst þeim himinhátt en alveg magnað hvað öllum var eiginlega sama, ekki minnkaði bjórsala landans við það!

Við keyrðum þá á Bessastaði og sýndum þeim Hvíta Hús klakabúa, þeim til mikillar furðu mátti fara inn fyrir og smella mynd af þeim á stéttinni, en í þeim töluðu orðum skundaði Óli forseti framhjá í sunnudagsbíltúr á Land Cruisernum sínum, alveg aleinn og óvarinn!

Eitt kvöldið skelltum við okkur svo á Tapas barinn þar sem við biðum tímum saman eftir matnum okkar, ömurleg þjónusta og lala matur, en enginn kvartaði!

Þeim fannst magnað að sjá svona margar íslenskar konur drekka bjór eins og hver annar karlmaður og þolinmæðin í fólki á börum Reykjavíkur var óendanleg, sama hver hrinti hverjum úr vegi eða steig ofan á tærnar á manni, það brostu allir út í eitt og héldu ligeglaðir áfram sinn veg.

Þeir gagnrýndu hins vegar eitt, hvað vegirnir eru illa merktir og hvað fólk er illa að sér í vega-heitum. Ég gaf t.d. Tomma leiðbeiningar um hvernig á að komast frá íbúðinni í 101 á Þingvelli. Ég gaf greinargóða lýsingu (að ég hélt) en komst að því seinna um kvöldið að ferðin hafi tekið 3-4 klukkutíma!!!

Dæmi hver fyrir sig...

Annars varð hún mútta 50 um daginn og Bobby er 26 á morgun... öss!

Til hamingju með þetta stúlkur mínar, vil enda þetta á ástarkveðjum til þeirra...

lifið heil

laugardagur, ágúst 09, 2008

Here comes the bride, all dressed in white...

...var að fá þessa ábendingu frá Bobby, fyrir ykkur vinkonur kærar sem eruð að fara að gifta ykkur, kjóllinn fundinn og problem solved!



Gleðilega gleðigöngu!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Ég hefði átt að monta mig aðeins meira á blogg-símanum mínum. Vildi ekki betur til en að þessi elska komst í færi við geilsavirkni þar sem ég lá á tjaldbotninum og skjárinn kabúmm ónýtur strax á sunnudagsmorgninum.

(A.t.h. að geislavirknin í eyjum hefur ekki enn verið sönnuð, en við Bobby sváfum í sama tjaldinu, á sama grasinu og báðir símarnir okkar hegðuðu sér undarlega að sökum þess, einnig vöknuðum við með höfuðverk??? kuuuuinkidinkí?? I think not!)

En þjóðhátíðin klikkaði ekki frekar en fyrr um daginn þó svo að margir hefðu orð um það að Grindvíkingar hefðu bara hegðað sér undarlega vel í ár... Geislavirknin!

Enginn handtekinn og engum bjargað af spíder-man.

En nóg var drullan í brekkunni og dettin hjá sumum...

Lag þjóðhátíðar var... á diskóbaaaar ég dansaði frá sirka tólf til sjö....
Hýsing þjóðhátíð var á efa tjald, en það voru ALLIR í tjaldi!
Farartæki þjóhátíðar var Herjólfur og Hvalaskoðunarskip
Drykkur þjóðhátíðar var Smirnoff Ice fortie og bjór á Lundanum
Matur þjóðhátíðar var kjötsúpa og smurðar samlokur frá Kópavogsnesti...

En nú er bara ár í næstu... býst við að sjá ykkur þar að ári kjúklingarnir mínir. Í tjaldi, með Herjólfi!

b.kv Lafan á leið í Nova

laugardagur, ágúst 02, 2008

Eyjablogg nr 1


Mættar í Herjólf! Hittum Anítu og co sem ætlar ekki ad plata mig í ár! Kvedjum í bili. Ólöf og Bobby