miðvikudagur, júlí 28, 2004

Hey allíúppa!

Jesus Bobby hvað maður getur verið crazy in the head stundum. Við Ágústa frænska, a.k.a my sister in crime, skelltum okkur til Sverige á föstudagsmorgun, létum ekki kóng né prest vita þarna úti, tókum bara lest af flugvellinum og viti menn, við bönkuðum upp á réttar dyr kl 16:00 um daginn, aðein klukkutíma áður en veislan átti að hefjast. Hvaða veisla eruð þið ykkar sem hittið mig ekki daglega (jiii heppin þið) þá var Kristján frændi að útskrifast sem capteinn Einarsson (flugmaður) og var með um 45 manna veilsu í tilefni þess (eða sko... 47 með okkur....) Þannig að sum sé þá birtumst við bara eins og þrumur úr heiðskýru lofti beint í veisluna, já takk fyrir mig Elín x2 og amma Erla:)

Um kvöldið var svo rambað um fína hverfið í Stokkhólmi, þar sem við Ágústa áttum sko alls ekki heima, en náðum samt að haldast inni alls staðar, þ.e.a.s okkur var ekki hent út;) Við sáum alls konar fólk og gerðum ekki annað en að furða okkur á þessari tísku þeirra svía, að karlmenn bretti upp á annars mjög þröngar gallabuxur sínar svo að kúreka skórnir sjáist jú og v-hálsmála bolina sína svo að bringuhárn fái nú að njóta sín?!?! Hint, hint strákar, it aint working...

Svo var bara notið lífsins með Stjána, Jónu (kærustu hans) og Helgu vinkonu hennar, Elínu Tinnu frænku, milljón vinum Stjána og of cozzzzzz Gústu sem var hinn besti ferðafélagi, takk fyrir mig Gústa mín;)

En jæja, best að fara að koma sér á æfingu í rigningunni, i´m lovin it.

Kem með fleiri krassandi ferðasögur seinna.

Hæ hæ (svíar eru sko svo öfugir að þeir segja hæ þegar að þeir kveðja... what´s that all about?)

Hanyways, ég er farin.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ravis and Travis...

Long time no see. Vona að helgin hafi verið ykkur eins góð og mér. En ég lagð af stað í túr á laugardaginn, ekki útreiðartúr, drykkjutúr, blæðingartúr eða ferðatúr, heldur sólbaðstúr. Tók þjrá og hálfan tíma í lóninu á laug + það að sitja úti í svona klukkutíma og á sunnudaginn bætti ég um betur og tók einn og hálfan tíma í lauginni, tvo og hálfan í lóninu og svo tvo tíma á æfingu!!! Vaknaði reyndar á mánudagsmorgninum eins og rúsína, ekki svona sæt rúsina, heldur eins og alvöru rúsina. Thank god að ég sé að fara að vinna alla vikuna til 4 og æfing strax eftir það svo ég endu nú ekki eins og verðandi nafna mín djúpa... þið fattið þetta sem eruð hreinræktuð ;)

En á laugardaginn datt ég í smá pakka with my brother in crime og fékk mér einn pilla í tilefni dagsins (Hæi maður Anítu frænku minnar vann golf mótið hjá GG í sínum flokk... það er allt notað sem afsökun til þess að fá sér í tána, en það var bara önnur í þetta skiptið) Við enduðum svo á Cactus Restörant með meiru og skemmtum okkur alveg konunglega. Gústa frænka á hönk í bakið á mér fyrir að redda hlutunum snemma á sunnudagsmorgun, takk fyrir það Gústa mín. Kannski ég finni röddina þína við tiltektir í vikunni.

Á sunnudaginn fór ég svo í langþráða bíóferð með Bjöggu frænku sem var að koma úr leiser aðgerð og sér án gleraugna í fyrsta skipti á ævinni, til lukku með það! En við sáum Raising Helen, sem var ágætis afþreying en ekkert sem ég myndi bjóða hönknum mínum upp á... Kannski var það bara fría poppið í Lúxus sem heillaði mig svona, veit ekki....

Og í gær, mánudag unnum við í Fjölni, eða þær réttara sagt því að ég er bara sýningardýr á bekknum þessa dagana og er að rústa leppindrykkjukeppninni, en já fyrsti sigurinn í höfn, 1-0 á móti Stjörnunni og lyftum við okkur úr botnsætinu alveg upp í það næst neðsta.. haha.

Seinna heimalingar...

föstudagur, júlí 16, 2004

Homo erectus... Homo sapiens... Homo hvítir, Home svartir.....?
 
Hef verið að lesa Lifandi Vísindi undanfarið eins og ég fái borgað fyrir það og er búin að pæla mikið í einu. Ok, ef að við erum öll komin af homo erectus, homo sapiens og co hvaðan koma þá allir ólíku kynstofnarnir, eins og til dæmis svartir, gulir, hvítir og dökkir? Varð einhver stökkbreyting á genunum í t.d svörtum... Er þetta tengt lifnaðarháttum og kannski umhverfi? Ég hef reyndar ekkert reynt að afla mér upplýsinga um þetta en mér finnst þetta bara svo magnað, upphaflega vorum við öll svipuð en í dag svo ólík. Svo er líka gaman að spá hvort að eftir mörg þúsund ár verðum við ekki öll bara orðin eins aftur??
 
Já það er margt skrýtið í kýrhausnum... En annars er bara allt gott að frétta af mér, er á fullu í boltanum þó svo að ég geti ekki blautan. Bráðum fer ég að játa mig sigraða í þessari baráttu, ég er útbrunnin og ein af þessum sem voru efnilegar en náðu aldrei langt!
 
Svo er bara komin helgi, ekkert djamm á manni núna því að læk æ sed ekkert djamm fram að versló... lofa. Skari bró fór til Danmerkur í morgun og vona ég að hann komi ekki heim með danska mágkonu fyrir mig... því þá neyðist ég til að læra dönsku.
 
jæja hef ekki tíma í þetta, það var að koma ný grein um homo erectus í nýjasta tölublaði Lifandi visindi. Here I come to save the woooooooooooooooooorld...

mánudagur, júlí 12, 2004

Æm not jor bojfrend æm jor hómí...

Long time no see frændur og frænkur til sjávar og sveita. Lafan hefur bara verið bissý undanfarið og vanrækt sína uppáhaldsiðju, þ.e.a.s. að blogga. En frá því að þið skilduð við mig síðast þá hefur ýmislegt gerst. T.d. er ég komin inn í næstum allt upp í Vísi og er ég meira að segja komin það mikið inn í hlutina að það er bráðum hægt að kenna mér um milljarða krónu tapið þarna um daginn... spurning um að koma sér úr landi sem fyrst....

En svo hefur líka súperstækerinn tekið upp skóna að nýju eftir að Andrea, bestasta kanavinkona mín, grátbað mig um að koma á æfingu á föstudaginn og spila á laugardaginn. Ég lét nú ekki segja mér það tvisvar, enda hef ég verið hálfeiðarlaus síðan í júní og eiginlega ekkert vitað hvað ég eigi af mér að gera á eftirmiðdögum. En ég var sett beint inn í byrjunarliðið í bikarleiknum á móti stjörnunni (say no more..) drullaði aðeins á bitann, kallaði dómarann kynþáttahata (dæmdi bara á Andi coz she´s black u know) og var svo tekin út af á 50 mínútu nær dauða en lífi! En það er skemmst frá því að segja að við töpuðum 3-2 í frekar skemmtilegum leik sem hefði getað farið á báða vegu með smá heppni. En stemningin í liðinu er mikil og gaman að vera "the underdog" og vita það að maður hafi engu að tapa, getur bara haft gaman af :)

Svo eftir leikinn á laugardaginn þá skellti ég mér upp í bústað til mömmu og pabba og fékk að smakka dýrindisbleikju sem pabbi gortaði sig af að hafa veitt deginum áður í Norðurá... minnti mig svoldið á myndina Big Fish þar sem allt snýst um veiði og að ná þeim stóra.

Eftir bústaðinn var skellt sér suður í skyndidjamm með Fjölnisgellum og færi ég Gebbu kærar þakkir fyrir skjót viðbrögð í að redda mér fötum og skutla mér á leiðarenda. Við fórum á Hressó og Hverfis og hittum mann og annan sem hægt var að hlægja af, enda jafnast ekkert á við gott laugardagsdjamm í Sódómu Reykjavík. Toppurinn á kvöldinu var samt Andrea Rowe að bera bossann á dansgólfinu og Tóti og Siggi (Rabba og Grétars bræður) sem skutluðu mér heim, jiiiiii næst verður það Skari bró sem skutlar manni heim... nei andskotinn hafi það, fer ekki að vera komið nóg. Núna fer ég að hætta þessu djamm standi. Edrú fram að versló, fo sjó.

Sunnudagur: Sofið út og notaður sem burðardýr á verðlaunaafhendingu upp í golfskála... don´t ask;)

Jæja farin að gera eitthvað gagn hérna, smell yas later.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Halló góðann daginn:)

Uhh ég datt út aðeins....
Hef verið Missý Bissý undanfarið, skellti mér á Akureyri að sjá gamla kalla spila fótbolta, sá átrðúnaðargoðin í Metallicu (oh ég þekkti kannski svona 4 lög hjá þeim...) og svo er ég byrjuð að koma mér í form í eitt skipti fyrir öll, starting today með bardagalistatíma, já maður verður að vera well prepared fyrir hrottana uti í Ameríku:)

En pollamótið á Akureyri var svoldið öðruvísi en venjulega, þetta peningaplott er hlaupið í menn og allt á himinháu verði eins og gengur og gerist. Tjaldsvæða uppröðunin var heldur ekki upp á marga fiska, allir í sínu horni einhvernveginn. Fór samt á skemmtilegt ball með Skímó á lau og pabbi og co komust bara í 16 liða úrslit, tja þetta er nottla enginn árangur, svo ekki sé minnst á yngri-eldri-pollana, þeir náðu ekki einu sinni í úrslit...

Sunnudagur... vottaði aðeins fyrir þynnku en maður sigldi bara í gegnum hana eins og góðir menn kenndu mér;) Fórum svo á Metallicu, man alive, það var nottla bara svimi svimi svitabað en mikil upplifun og gaman að sjá í fyrsta skipti svona rokktónleika. Hefði samt vilja heyra meiri lög af Load og Realod (einu plöturnar sem ég þekki með þeim) en það gleymdist allt þegar þeir tóku Nothing Else Matters í einu aukalaginu og ég fann mér polla til að vanga við eins og í þrumunni í denn.

Svo var það bara að mæta snemma í vinnuna á mánudaginn því að auðvitað gleymdi ég að gera hitt og þetta í lok síðustu viku, þetta er ekki eins og að vera niðri í fiskinum, þá bíttar ekki káli hvort þú gleymdir að salta þennan fisk alveg niður eða blóðhreinsaðir ekki nógu vel, hérna uppi sko, þá má ekki gleyma neinu því þá fer allt á hausinn.... eða það segir Andrés frændi minn allavega....

En jæja, farin að undirbúa mig undir sjálfsvarnarlistarbardagamegatíma með Tönju. Átta mig ekki alveg á hvaðan hún er... ég segi Færeyjar en Magga segir Slóvakía...

og kné, og kné, og kné!