föstudagur, september 02, 2011

Það eru tvö félagsleg merki þess að manneskja sé að eldast. Í fyrsta lagi þá ertu í minnihluta vinkvennahópsins (í barnlausa minnihlutanum). Í öðru lagi líður ekki sú helgi sem þér er ekki boðið í brúðkaup. Síðustu tvær helgar hef ég verið minnt á það síðar nefnda.

Fyrra brúðkaupið fór að vísu fram fyrir ári síðan í Svíalandinu, en þar sem að brúðguminn er bandarískur en brúðurin sænsk var haldin sérstök brúðkaupsveisluhelgi í húsakynnum brúðhjónanna í smábæ í Washington fylki. Áður en lengra er haldið ætti ég kannski að senda út viðvörum til þeirra sem huga að háskólanámi í Macalester Háskóla, en eitthvað virðist skólinn kunna í pörun. Erla og Wissler fóru bæði í sama skóla, svíinn og kaninn voru bæði í sama skóla og brúðkaupið sem ég er á leiðinni í núna um helgina -voru bæði í Macalester. Ég kann ekki prósentutöluna um giftingar innan skólans, en ég held að hún sé ansi há (sbr. íslendingurinn og svíinn...).

En okkur var öllum hrúgað í herbergin í húsinu, fólk svaf á dýnum hér og þar, eins og á pæjumótum í denn. Veislan var svo haldin í safnaðarheimili smábæjarnins, þar sem að vinkona brúðarinnar eldaði og spilaðir voru borðleikir með drykkja-ívafi þess á milli. Einn leikurinn var svolítið sniðugur. Þar voru nöfn allra gestanna á litlum pappírsmiðun og sögur á hvítu blaði um einhvern einstakling. Maður átti að giska hver hefði gert hvað í lífinu og setja nafn viðkomandi við söguna. Í lok kvöldsins var svo lesið upp hver hélt að hver hefði gert hvað. Nafn mitt kom oftast upp við söguna um að hafa átt í ástarsambandi við einvhern úr konungsfjölskyldunnu (???) en Maggi var oftast bendlaður við ritstuld (haha). Kom svo á daginn að sögurnar voru uppspuni og mátti því lesa úr þessu hvað fólk hélt um mann... ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Magga fanns sín saga bara kúl.

Seinna brúðkaupið fer fram núna um helgina, í bakgarðinum hjá ömmu brúðarinnar í San José. Veislan verður svo götugrill með tacos, bjór og tequila. Þetta verður sannkallað reunion hjá okkur, en margir gestanna eru einmitt Macalester fólk sem ég hef ekki séð árum saman!

Ég læt ykkur vita hvað ég verð kosin í þessu brúðkaupi, en þangað til þá er ég farin að skoða San Francisco borgina sem ég er alveg dolfallin af!

p.s. ég fæ yndislega gesti í næstu viku dadadadaaaaaaaaammmmmm :)

alltílægibleeeeeeeeeeeeessss