þriðjudagur, október 30, 2007

Jaeja thá eru tónleikar aldarinnar búnir.
Ég segi tónleikar aldarinnar af tveimur ástaedum. Í fyrsta lagi voru thetta sídustu tónleikar hinnar mognudu sveitar Soda Sterio, sem eru Police theirra Argentínumanna. Í odru lagi maettum vid á svaedid klukkan fimm, en fók hafdi bedid í rod sídan klukkan eitt. Tónleikarnir byrjudu svo ekki fyrr en klukkan 21:00, um klukkutíma á eftir áaetlun, thví ad upphitunar hljómsveitin frá heimabaenum Guayaquil stútadi sándinu med einu af tveimur logunum sem their tóku. Heyrdist ekkert í theim og leikvangurinn oskradi reidur, NO SE OYE! (heyrist ekki rassgat...)
En svo komu their á svid og vard enginn fyrir vonbrigdum. Vid Bobby hoppudum og skoppudum med og hreyfdum varirnar líkt og vid kynnum login... Mjog skemmtileg lífsreynsla- Ekki var selt áfengi á stadnum, en eins og alls stadar voru prúttnir solumenn longu búnir ad smygla "brennivíni" theirra Ekvadora inn og seldu thyrstum gestum fyrir mordfjár, ein flaska sem kostar 1 og 1/2 dollar út í búd fór á 15 dollarana... eda svo frétti madur :)
En eftir tónleikana aetludum vid svo ad skella okkur út á lífid, en komumst fljótt ad thví ad svo aetludu 60.000 manns einnig ad gera, svo vid héldum heim á leid í riiiiiiiiiisarúmid okkar og flatskjáinn sem er algjor lúxus á thessum slódum og thad er skemmst frá thví ad segja ad vid héldum okkur á hótelinu thar til flugid til Quito kalladi, nema thegar vid plotudum Ingibjorgu í Thrívíddarbíó á Harry Potter, sem var svo á spaensku... hehe. Úpps...

En í dag var fyrsti dagurinn minn í nýju vinnunni. Ég er sem sagt ad vinna á munadarleysingjaheimili, hugsa um born, kenna ensku, fara í sund med theim og bara allt! Í dag vann ég med fjolfotludum bornum sem voru skilin eftir á sjúkrahúsum eftir ad upp kom um fotlun theirra. Á morgun mun ég svo vinna med nýfaeddum krúsidúllum, skipta um bleiur og svona, en thessi born hafa verid skilin eftir á vídavangi, thau gefin til aettleidingar af thví ad foreldrar maedrann voru ekki hlynnt óléttunni, eda ad foreldrar barnanna eru í fangelsi. Ég er kollud Tía Ólof, eda Ólof fraenka og finnst theim mikid til koma ad ég sé ekki med kolbikassvart hár eins og thau!

En jaeja, farin ad gera mig reddý í raektina, ójá, vid erum byrjadar ad sprikla!
No vemos locos!

fimmtudagur, október 25, 2007

svona rétt ádur en vid holdum til Guayaquil á tónleika aldarinnar hérna í Ekvador, thá aetla ég ad koma med smá "highlights" frá lidnum dogum.

*Á fostudaginn sídasta ákvad ég ad paejast adeins og fara í svona smá haelaskó. Ég hefdi ekki getad valid verri dag, thví úrhellisrigning setur strik í lúkkid og valtandi dama med regnhlíf gengur nidur bratta gotuna thar sem íbúd okkar er ad finna. Ingibjorg gengur vid hlidina á mér og er skeptískt á svip thegar vid gongum nidur brattasta hlutann, enda hefur hún ástaedu til, thví tharna flaug ég á hausinn fyrir um mánudi sídan. Ég er varla búin ad sleppa ordinu thegar ég skransa med faetur upp í loft, regnhlífin fylgir á eftir og ég lendi svona skemmtilega á veskinu mínu ad snakkpoki og bodylotion sprungu med tilheyrandi látum. Ingibjorg var fljót ad hugsa og hoppadi upp í loft líka, thví annars hefdi hún endad ofaná mér. Rennandiblaut hentumst vid svo inní leigubíl og hef ég ekki thorad í thessa skó í bleytu sídan.

*Nú svo ad íbúdarmálum. Thid vitid ad thad er ólýsanlega vondur keimir sem umlykur hana. Nú, svo erum vid farnar ad finna alls kyns poddur út um allt, alveg steindaudar!! Kannski thad sé lyktin, ég veit thad ekki! Thad nýjsta nýtt, fyrir utan Skúla skítalykt (klósettid) og Gulla gedveika (sturtan) er thad ad vid erum vissar um ad thessar fronsku gellur sem bjuggu hérna á undan okkur hafi verid nornir og lagt okkur og íbúdina í álog. Í fyrsta lagi ákvad thjófavarnakerfid ad pípa látlaust í klukkutíma án ástaedu. Svo er íbúdin ýmist alltof heit eda alltof kold, og í engu samraemi vid hitann úti. Vonda lyktin tekur stundum kippi og magnast, oftast thegar hryllingsmynd er í taekinu. Í fyrradag brotnadi svo glas ed thví er virtist án ástaedu (held thví samt fram ad sumir hefi rekist í thad) Í fyrrinótt var mér svo mikid mál ad pissa ad ég vard ad fara á klósettid klukkan 3:20. Eitthvad stód hurdin á sér og ég tosadi og tosadi. Neibb. Ekki haggadist hún og ég var laest inní herberginu mínu í fjóra tíma ádur en ég nádi ad vekja sleeping bjútí (bobby!) Nú á medan ég beid tholinmód eftir ad thad vaeri opnad fyrir mér thá ákvad ég ad líta adeins út um gluggann á sofandi borgina. Fyrir mér blasti risastór svartur fugl, STEINDAUDUR á gluggakistunni! Hvenaer eda hvernig hann dó er algjor rádgáta, en ég man ad um morguninn ádur hodfum vid vaknad vid fuglasong sem virtist vera thaulaefdir tónleikar, slíkir voru taktarnir. Ingibjorg var ekki eins thakklát og ég fyrir songinn og hún nefndi ad ef hún aetti byssu thá myndi hún skjóta thessa elsku. Hún segist ekkert med dauda hans ad gera, en audvitad er hún grunslamleg...
Hann er ennthá tharna á gluggakistunni thar til einhver karlkyns kemur ad taka hann. Hver vill??

*Thannig ad thetta er allt hid furdulegasta med okkur hérna megin á hnettinum og erum vid thví stadrádnar í ad skella okkur í helgarferd sudur til Guayaquil í hitann og á stórtónleika Soda Sterio. Svo var ég ad finna frábaert hjálparstarf um 12 mín frá húsinu okkar, hjá samtokum sem heita ELEP (ecuadorain learning educational programs) og mun ég vera ad vinna med gotubornum í Quito og í skóla fyrir fátaek born sem ég mun kenna allt á milli himins og jardar! Ingibjorg fer svo í skóla í 4 vikur og ef hún er ordin nógu gód thá má hún koma og hjálpa mér ad kenna!

Jaeja, farin á matreidslunámskeid í thjódarréttinum "Ceviche"
lifid heil

mánudagur, október 22, 2007

áhrifamikil helgi ad baki...

Vid ákvádum ad taka thví rólega á fostudagskvoldid thví vid hofdum ákvedid ad fara med South American Exploreres Club í heimsókn í kvennafanglesi í Quito eldsnemma á laugardagsmorgninum. Thar eru um 12 útlenskar konur sem hafa fengid heimsóknir frá ferdalongum í 2 ár. Thaer eru flestar tharna inni fyrir dópsmygl, réttilega eda ekki. Í thessu eina kvennafangelsi í Quito eru um 500 konur og 250 born í fanglesi sem tekur 250 manns. Vid vissum í raununni ekkert vid hverju vid áttum ad búast en okkur var sagt ad vid maettum gefa theim tímarit og ávexti (nema ananas, hann getur verid haettulegur) Vid ákvádum thví ad gefa theim gomlu blodin okkar sem keypt voru í september. Thegar í fangelsid var komid thurftum vid ad banka á svart stórt hlid med háum veggjum og gaddavír. Thar tók á móti okkur hinn myndarlegasti vordur, med tvo leitarhunda. Thar var okkur skipt nidur í karla og konur, vid thurftum ad sýna vegabréfid okkar og thad var tekid á medan á heimsókninni stód. Svo settum vid toskurnar okkar á mitt gólfid og hundarnir skelltu sér ad sniffa... Sem betur fer stódumst vid sniffid og fengum ad halda áfram í naesta skref.. handaleit. Kona í throngum íthrótta-loggubúnung tók á móti okkur og káfadi á okkur í bak og fyrir. Stódumst káfid líka. Svo vorum vid stimpladar á haegri hond med tveimur risastórum stimplum svo verdirnir vissu hverjir voru fangar og hverjir ekki, svo vid myndum nú komast út aftur. Vid thurftum ad fara út fyrir 12, thví thá er ollu laest og vid myndum ekki komast út fyrr en seinni partinn.

Svo gengum vid adeins lengra inn og thar opnadi kona nokkur med dóttir sína í fanginu hurdina ad adaldyrunum. Thar blasti vid okkur mannmergd. Konur ad selja mat, sígarettur, jafnvel fot. Vid komumst ad thví ad thaer eru líka fangar, thetta var vinnan theirra. Loks kemur kona nokkur, med adeins eina framtonn ad okkur og býdur okkur velkomin á thýsku. Hún fer hringinn og kyssir okkur oll, eins og venjan er í Ekvador. Smá hrollur fór um okkur, enda orugglega ekki búin ad fara í sturtu eda tannbursta sig í langan tíma. Fararstjórinn okkar er raudhaerdur, sídhaerdur kani, sem faer ad finna fyrir thví ad hann sé karlmadur thegar vid gongum lengra inn, ekvadorsku konurnar kalla reidar á hann hvort thaer fái ekki koss líka. Okkur er sagt ad hunsa thaer og einbeita okkur ad thessum útlensku sem vid erum ad heimsaekja. Thessi tannlausa fer inn í herbergi eitt og saekir ljóshaera konu sem lítur út fyrir ad vera um 35-40. Sú heitir Ann og er frá Sudur Afríku. Hún er hin hressasta og kynnir sig fyrir okkur. Hún fer med okkur upp og sínir okkur klefann sinn sem hún deilir med tveimur odrum konum, en thad er algerlega bannad, svo vid verdum ad hlaupa inn og út. Herbergin eru shjokkerandi lítil og ekki mjog thrifaleg.

Svo hittum vid restina, nokkrar thýskar, ein kanadísk, tvaer frá Ítalíu og onnur frá Sudur Afríku, saet tvítug stelpa sem er búin ad vera tharna styst, eda um tvo mánudi. Allar thessar útlensku eru tharna inni fyrir dópsmygl, allt frá 300 grommum ad nokkrum kílóum. Thessi ljóshaerda fór med okkur út í sólina, thar sem krakkar léku sér í korfu á medan ad adrir krakkar reyndu ad raena vasa fólks sem var í heimsókn, og enn adrir betludu og hlupu svo med peninginn til maedra sinna. Ann byrjadi á ad spyrja hvort vid hefdum einhverjar spurningar, og hún festist í ad svara spurningum forvitinna ferdalanga í tvo klukkutíma.

Ann er tharna inni fyrir ad reyna ad smygla 1 kg af kókaíni fyrir kaerasta sinn í Sudur Afríku. Hún byrjadi sogu sína á thví ad segja ad hún vaer sek, hún kennir engum nema sjálfri sér um og ad hún sjái mikid eftir thessu. Hún á 7 ára gamla dóttir í S-Afríku sem er í umsjá módir hennar thar. Dóttirin heldur ad hún sé ad vinna sem kokkur á skemmtiferdaskipi. Hún er búin ad sitja inni i 4 ár og 6 mánudi af átta ára dómi. Thegar eg spyr hana hvad hún sé gomul, thá segir hún, 28 ára... 28! Mikid hefur hún elst hratt. Hún segir okkur af thví hvernig sama dag og hún var tekin, komust 20 kg af kókaíni í gegn og hún hafi verid tálbeitan. Hún segist hafa gert thetta af illri naudsyn og ad hún hafi throskast mikid innan veggja fangelsisins. Fyrstu tvo árin var hún mikill uppreisnarseggur og ad hver dagur vaeri barátta um líf eda dauda. Núna nýtir hún tímann í ad lesa, vinna, ná sér í menntun og thakkar Gudi og Jesú fyrir hjálpina.

Flest allar thessara kvenna koma inn sem dópistar og fá enga hjálp vid ad losna undan thví. Thad er víst minnsta mál ad redda sér dópi, verdirnar selja thad fyrir 1 dollar. Farsímar eru líka á bannlista, en verdirnar selja stelpunum thá. Ef thaer sjást hinsvegar med símana, geta thaer fengid 3 auka mánudi eda thaer geta "borgad" vordunum. Verdirnir hafa oll vold tharna inni og réttindi fanganna eru lítil sem engin. Tharna eru ýmist dópsmyglarar, raeningjar og mordingjar. Sama hver glaepurinn er, thad eru allir undir sama hatti.

Tvítuga stelpan er med okkur allan tímann, en segir fátt. Hún virdist í andlegu áfalli og augu hennar eru dauf og líflaus. Hún getur vala klárad setningu og heldur sig nálaegt Ann, sem er samlandi hennar og einhvers konar verndari. Kanadíska konan á einnig dóttir heima í Kanada og hún tárast thegar hún segir okkur ad í desember losni hún og fái ad hitta dóttir sína aftur. Allar hafa thaer laert spaensku ad naudsyn og sumar theirra eiga ekvadorska kaerasta sem thaer fá ad hitta á heimsóknardogum, midvikudogum, laugardogum og sunnudogum, en aldrei í einrúmi.

Thaer segjast vera hraustar og ad ekkert ami ad theim, ekki sé illa farid med thaer og thaer reyni ad gera sem mest svo ad dagurinn lídi hradar. Thessi tvítuga med sorglegu augun segir mér ad dagarnir lídi alls ekki hratt. Thetta sé hormulegt líf. Thaer sem lengst hafa setid inni segjast hraeddar vid ad losna... en geta ekki bedid. Thaer tala ekki fallega um Ekvador, enda hormulegt réttarkerfi og mannréttindi eru fjarri thegar madur er í ekvadorsku fangelsi.

Vid yfirgáfum fangelsid hálf skelkadar, en thakklátar konunum fyrir ad opna sig og sýna okkur inn í thennan heim sem virdist svo fjarri. Vid lofudum ad koma aftur og ég fékk símanúmer hjá konu sem er ad stofna samtok fyrir bornin innan fangelsisins sem búa tharna med maedrum sínum, án menntunnar eda sambands vid raunveruleikann. Thessi kona vill opna skóla fyrir thau, thar sem thau eru sótt á morgnana og skilad á kvoldin, theim kennt á alvoru lífsins og njóta thess ad vera born, sem er erfitt thegar madur er býr í fangelsi og elst upp vid ad stela og búa bakvid lás og slá í pínulitlum herbergjum!

Til thess ad komast út thurftum vid ad sýna ofurstimplana. Thar maetti okkur vordurinn myndarlegi, sem allt í einu missti allan sjarmann eftir sogurnar. Their blísturdu á okkur og hlógu. Ef their hefdu ekki verid med vélbyssu thá hefdum vid sparkad í punginn á theim. Svo strunsudum vid út, en sem betur fer minnti konan í thronga íthróttagallanum okkur á vegabréfin til allrar hamingju, thví annars myndu thau sennilega enda í solu einhverssadar.

ódp og ij

miðvikudagur, október 17, 2007

jaeja.. tharna var ég tekin tekin, tekin tekin tekin....

einn félagi minn ákvad ad notfaera sér "útlenskuleika" minn og laug ad thví ad ekvador vaeri ad spila á móti perú, heima, í dag. á medan ad hann var í vinnunni átti ég ad fara á leikvanginn (sem btw er rétt hjá húsinu okkar) og kaupa mida. svo átti midasalinn ad skella upp úr og hlaegja ad aumingja "gríngunni" (útlendingnum) og senda mig á brott. en aumingjans útlendingurinn ég, ákvad ad senda fleiri félogum sms og peppa thá upp fyrir leikinn og spurja hvort their aetldu á leikinn, hvar vid aettum ad hittast fyrir leikinn og svo hvernig hann myndi fara, SVONA ÁDUR EN ÉG KEYPTI MIDANA. ég fékk haugann allan af adhláturs-skilabodum um ad nei, ekki kaemust their á leikinn thví ad hann vaeri í BRASILÍU!

krapp krapp. tapadi kúlinu. og sumir fá ad kenna á thví thegar ég hitti suma...

en ad kúl-tapi. Ingibjorg var ad monta sig á thví ad vera med regnhlíf í gaer (ég gleymdi minni í úrhellisrigninu) og var ad opna og loka hana og blikka mig med odru auganu. svo segir hún thetta getur allt eins verid alheimsútrýmingarvopn (á medan ad vid stondum á midri gotunni í leit ad leigubíl sem vill okkur...) og poppar henni svona skemmtilega upp. ekki vildi betur til en ad framhluti regnhlífarinnar skaust út á midja gotu,drap naestum mann og annan og lenti sentimeter frá bílinum og kúlid, sem var ad drepa hana fyrir, flaug út um buskann í leit ad betri heimili=mér.

nú eftir regnhlífar atvikid hafdi hún nú sig haega og thad var alls ekki uppi á henni typpid alla leidina heim. svo thegar heim kom heyri ég hana hrópa, ólof! hvad nú hugsa ég... ae ae.. sástu kónguló (hehe) nei nei, vid hofdum, ádur en vid yfirgáfum húsid, ákvedid ad fá okkur tesopa og sudum vatn á gashellunni gódu. eitthvad hofdum vid farid í flýti thví vatnid gleymdist í pottinum, hellan á fullu og fimm mínútur í vidbót og vegabréfin hefdu hvatt thennan heim! sem betur fer var okkur eda húsinu ekki meint af, smá gas-eydsla og mikilvaed lexía laerd... muna ad slokkva undir pottunum ádur en farid er úr húsi!!!

annars erum vid stálhraustar á leid ad horfa á leikinn Í SJÓNVARPINU, brasilía ekvador med vel voldum einstaklingum!

lifid í lukku en ekki í krukku!
regnhlífar-óda ingibjorg og fótbolta-bullan ólof

mánudagur, október 15, 2007

sídast thegar ég skildi vid ykkur thá vorum vid nýbúnar ad sjá misthyrmingu á hestum af bestu gerd. vid létum dýrapyntingar vera thessa helgina, nema hvad vid sáum tvo hunda í henglum á veginum á leidinni heim frá strondinni og vid gerdum heidarlegar tilraunir til thess ad drepa moskítóflugurnar sem bitu okkur, tek thad samt fram ad um óveruleg bit eru ad raeda og faerri en venjulega.

en ad strandarferdinni. eins og vanalega var farid okkar klukkutíma og korteri of seint, sem kom sér ágaetlega thar sem vid hofdum nád ad rigna nidur í ekki neitt eftir ad hafa skroppid útí búd fyrr um daginn. bílaleigubílinn sem vid leigdum var svo lítill ad pústrorid stakkst í rassinn á mér í hvert skipti sem kom hossa í veginn. Um 11:30 vorum vid svo loksins komnar á leidarenda, mér til mikillar ánaegju thar sem bílbeltid mitt var týnt, en áfangastadurinn var Tonsupa, en hann er svo lítill ad ferdabókin mín góda hafdi aldrei heyrt um hann. Thar vorum vid med "strandarhús" sem var um 5 mín labb frá strondinni. Thar býr lítil edla sem étur allar hinar flugurnar og var hin saetasta. en ferdin fór ad mestu í ad tana sig, prófa hina ýmsu kokteila sem strondin býdur uppá og borda fisk og hrisgrjón, dansa á diskótekum undir berum himni og kynnast lokalnum. vid ingibjorg tókum svo eitt gott fimleika mót eins og vid gerdum stundum í gamla daga, handahlaup, 9.5, arabastokk, 8.5 o.s.frv. Ekki vildi betur til en Ingibjorg adeins tók oxlina úr lid, en eins og sannur víkingur fór hún bara í annad arabastokk og kippti henni í lidinn aftur!

í gaer var svo komid ad thví ad skunda aftur til Quito, thar sem vid gátum ekki bedid eftir ad fara í heita sturtu, borda almennilega fitandi pizzu og horfa á friends...

svo er leikur á móti Perú á midvikudaginn og er aetlunin ad redda sér midum á svarta markadnum thar sem hinir eru uppseldir.

er enn ad vinna í sjálfbodastarfinu, en thad sem ég var komin med ákvad ad flytja stadsetninguna út fyrir Quito thar sem ég hefdi thurft ad taka klukkutíma rútu frá sudur Quito (sem er mjog haettulegt, til ad mynda var 12 ára strákur myrtur thar fyrir helgi thví ad raeningjar nokkrir vildu fá skóna hans sem hann vildi ekki láta af hendi) thannig ad ég er í "samningavidraedum" vid sama félag, en á betri stad...

laet ykkur vita hvernig gengur...

misssssssss júúúúúúú!!!

mánudagur, október 08, 2007

hlutir sem madur kippir sér ekkert upp vid í ekvadorinni:

*leigubílstjórar ad gera númer tvo á thjódveginum
*níu ára stelpur haldandi á bjórum (í fleirtolu)
*loggukonu ad drekka bjór undir stýri
*thrjátíu-manns í fimm manna bíl
*jardarfor á midri gotunni thar sem kistunni er haldid uppi líkt og bikari
*sjálfsmords-óda okumenn takandi frammúr í brattri fjalsshlídinni
*mord-ódar moskító flugur sem svífast einskis fyrir íslenskt blód
*karlmenn sem kalla á eftir manni líkt og madur sé kottur... kissssssss kissss
*bein útsending frá mordstadnum í sjónvarpsfréttum, lík, blód, neimit!!

og svo thad nýjasta nýtt sem greinilega er thad edlilegasta í heimi hérna... en thannig er mál med vexti ad vid skelltum okkur til Ibarra um helgina og ég komst loksins ad thví hvad thetta refadót var. Thessi hátíd fer fram á hverju ári thar í bae og nefnist La Caceria del Zorro, eda leitin ad Zorro. Hún hefst thannig ad sá sem "nádi" manninum á hestinum klaeddum sem Zorro fyrstur í fyrra, er Zorro thetta árid og faer hann fimm mínútna forskot á hina 200 á hestum sem eru á eftir honum til ad komast undan. Keppnin hefst hátt uppi á fjallinu og vid komum okkur fyrir til ad horfa á haettulegasta stadnum thar sem their fara nidur. Thar var allur baerinn og vel thad búinn ad koma sér fyrir til ad horfa, gaurar búnir ad príla upp fjallid med heilu kassana af bjór til ad selja thyrstum áhorfendum og allir tilbúnir í herlegheitin, nema vid Íslendingarnir sem vissum ekki hvad vid aettum eftir ad upplifa.

Stuttu seinna eftir ad fyrsti Pilsenerinn var opnadur byrjadi thessi líka hellidemba og thrumur og eldingar og vid audvitad ekki klaeddar í svoleidis vitleysu og okkur rigndi svoleidis nidur ad Ingibjorg var sentimeter frá thví ad tapa gledinni... En thad skal tekid fram ad thetta var í fyrsta skipti sem rignt hefdi verid á thessari hátíd (týpískt!) Nú eftir mikla bid og vonskukost bóladi svo loksins á keppendum og Zorróinn sást koma nidur bratta fjallshlídina og fangadarlaetin leyndu sér ekki. Oftar en ekki virtist sem hesturinn aetladi ad taka dýfu og hreinlega velta nidur, en knapinn nádi ad stoppa thad med mikilli snilld. Thegar naer dró og betur sást í hann, var Zorróinn ekki deginum eldri en 9 ára og fór hann thessa stórhaettulegu leid án thess ad drepa sig eda hestinn (thó svo ad klettarnir sem their runnu nidur hofdu adeins lastad haegri loppina á hestinum) thegar nidur var komid heyrdum vid einn stjórnandann senda theim sem uppi voru skilabod um ad vinsamlegast ekki koma tharna nidur fjallid thar sem Zorróinn hafi naestum drepist. Svo héldu their sína leid, enda thurftu ad halda forskotinu, og ekkert bóladi á hinum 200. Eftir nokkra Pilsnera sáumst their svo koma nidur fjallid hver á faetur odrum, hver odrum fyllri og sumir ultu nidur, hlupu upp á hestinn aftur, ultu nidur aftur og brutu kannski lopp eda hendi. Svo ofarlega í fjallshlídinni hafdi hestur einn og knapi nokkur tekid byltu og ekki er vitad um afdrif knapans thegar thetta er skrifad. Ordrómur er um ad hann hafi farid til himna. Hesturinn skiladi sér hins vegar alla leidina nidur til áhorfendafjoldans og endadi vid hlid okkar Ingibjargar med blódnasir. Thad skal tekid fram ad pyntingin á hestunum er slík ad margir theirra deyja eftir thessa keppni. Eftir um klukkutíma hesta og manna pyntingar vorum vid komnar med nóg af thví ad sjá hesta ýtt nidur kletta og lenda ofaná knopunum...

eftirá ad hyggja thá var thetta hrikaleg upplifun en rosalega gaman! vid tókum nokkrar myndir en thví midur var vídjóvélin batteríslaus...

á sunnudeginum skelltum vid okkur svo til thorps sem heitir Chota eda eitthvad álíka thar sem degi svarta fólksins í Ekvador var fagnad. Hédan frá thessu thorpi koma allir fótboltasnillingar landsins og vorum vid eins og álfar út úr hól tharna ad taka myndir og upptekin vid ad eiga alls ekki heima tharna... ágaetisupplifun og skrýtin tilfinning ad koma tharna thví okkur fannst vid vera komin til Afríku í midri Ekvador!

en thid erud sennilega komin med toñvublindu af háu stigi og aetlum vid ad kalla thetta gott í bili...

kem med fréttir seinna...

hesta-velferdar-systurnar

fimmtudagur, október 04, 2007

ég var ad detta i drullupoll.

thad er búid ad vera thrumur og eldingar í allan dag og vid bobby ákvádum ad bída inni thar til allt vaeri med kyrrum kjorum og horfdum a fimm flugvélar haetta vid lendingu vegna ofsavedursins. drunurar voru slíkar ad okkur var ekki farid ad standa á sama á tímabili og vid fórum virkilega ad paela i thví hvort hávadinn gaeti vakid eldfjallid Pichincha til lífsins eftir nokkurra ára svefn.

á ennthá eftir ad fá thad stadfest hvort svo geti ordid.

á morgun er sídasti dagurinn med kólumbísku konunum og svo verdur haldid upp á eins mánadar "ekvador afmaeli" í bae sem heitir Ibarra og ef ég skil rétt thá erum vid ad fara á refaveidar, sem eru bara plat, thví refurinn er fullvaxta karlmadur klaeddur sem refur.

á einnig eftir ad fá thessar upplýsingar stadfestar, en eitt er víst ad vid erum ad fara til Ibarra.

Nú svo tekur vid ródtripp med Jenna (Jeremy sem hefur fengid íslenska nafnid Jenni svo hann viti ekki thegar vid tolum um hann hehe, allt í gódu samt) og mun thad standa yfir í um tíu daga. Hvert vid forum er órádid en sudur verdur thad. Kannski ég fái loksins ad sjá Machu Pichu eftir allt saman...

af heilsufari er thad ad frétta ad ingibjorg nadi sér í kvef í 25 stiga hita og malarían er farin ad gera vart vid sig hjá bádum. ekkert alvarlegt, bara smá settbakk thar sem klósettid hjá okkur virkar bara thegar thví hentar... sturtan líka. ég fer í brennandi heita sturtu á medan ad ingibjorg fer í ískalda sturtu. ég kem eldraud út úr minni kemur bobby blá, ef ekki fjólublá út úr sinni. svo holdum vid ad thad sé eitthvad dautt í eldhúsinu hjá okkur. vid erum búnar ad fá Jaimesító sem er pínulitli húsvordurinn okkar til ad koma ad kíkja á thetta, en hann vildi meina ad vid thrifum ekki. sem er algjor firra. á ennthá eftir ad finna thetta dauda kvikindi. en hann jaime er svo lítill ad hann daei ef vid stigum á hann...

svo svona bara til gamans thá má nefna thad ad ég spiladi fótbolta í fyrsta sinn í tvo mánudi, bara med suduramerískum strákum og meiddi mig ekki neitt!! er reyndar ennthá med hardsperrur og skalf í tvo tíma eftir leikinn (kenni haedinni um) og gat ekkert bordad fyrr en daginn eftir... var samt thess virdi ad klobba matsjóana haegri vinstri...

í kvold átti svo ad vera korfuboltaleikur med matsjóunum sem frestast vegna eldingahaettu. aetli thad verdi ekki bara monapoly í stadinn...

jaeja farin ad freista gaefunnar
skemmtidi ykkur ofurvel maggs og gebbs á spáni og thú dúníta á klakanum...

innipukarnir

mánudagur, október 01, 2007

og thad var grindavík og thad var grindavík!!!

til hamingju med árangurinn allir sem eru gulir í hjarta....

vid ingibjorg fylgdumst spenntar med gangi mála hérna megin og thrátt fyrir óstjórnalega longun í ad fagna med lidinu mínu thá laetum vid thad vera vegna laga hérna í ekvador sem kvedja á um ad ekki megi drekka thegar kosnignar eru í nánd. thessi tími er kalladur "la ley seca" sem thýdir thurru login og var bannad ad drekka og selja áfengi frá 12 á hádegi á fostudegi til 12 á hádegi á mánudegi. ef loggan sér mann bragda á áfengi eda madur lyktar af áfengi thá er manni hent í steininn thar til thad má fara ad smakka thad aftur... Í DAG!

í stadinn spiludum vid monapoly á spaensku sem ég maeli eindregid med fyrir thá sem eru ad laera spaensku haha.

en thetta er sídasta vikan sem vid vinnum med kólumbísku konunum og ég er ekki frá thví ad madur eigi eftir ad sakna theirra pínu... en thaer eiga eftir ad meika thad á klakanum eftir svona gódan undirbúning haha...

en eftir ad thví líkur tekur vid einhvers konar hjálparstarf sem ég er ennthá ad vinna í ad fá... búnar ad vera í burtu í 3 vikur... jiiii hvad thetta er fljótt ad lída

var svo adeins ad sprella inn á spámadur.is og thetta er thad sem ég fékk út úr ordinu "framtídin"

-Umhverfi þitt ýtir undir andlegt jafnvægi þitt en þessi líðan opnar möguleika þína á að nýta hæfileika þína þar sem þú kemur tilfinningum þínum rétt frá þér. Fjórir stafir kalla á skipulag og daglegan takt í tilveru þinni sem skapar jafnvægi innra með þér og í samskiptum þínum við aðra.

-Þú ert vafalaust á leiðinni í frí sem tengist löngu ferðalagi. Þú munt takast á við skemmtilegt tækifæri og ekki síður áhugaverða reynslu þar sem þú gefur þig óskipta/n. Þú upplifir hér góða reynslu sem býr í sköpun þinni sem tengist umræddu verkefni sem bíður þín.

... huh....

eigidi gódan dag