mánudagur, október 08, 2007

hlutir sem madur kippir sér ekkert upp vid í ekvadorinni:

*leigubílstjórar ad gera númer tvo á thjódveginum
*níu ára stelpur haldandi á bjórum (í fleirtolu)
*loggukonu ad drekka bjór undir stýri
*thrjátíu-manns í fimm manna bíl
*jardarfor á midri gotunni thar sem kistunni er haldid uppi líkt og bikari
*sjálfsmords-óda okumenn takandi frammúr í brattri fjalsshlídinni
*mord-ódar moskító flugur sem svífast einskis fyrir íslenskt blód
*karlmenn sem kalla á eftir manni líkt og madur sé kottur... kissssssss kissss
*bein útsending frá mordstadnum í sjónvarpsfréttum, lík, blód, neimit!!

og svo thad nýjasta nýtt sem greinilega er thad edlilegasta í heimi hérna... en thannig er mál med vexti ad vid skelltum okkur til Ibarra um helgina og ég komst loksins ad thví hvad thetta refadót var. Thessi hátíd fer fram á hverju ári thar í bae og nefnist La Caceria del Zorro, eda leitin ad Zorro. Hún hefst thannig ad sá sem "nádi" manninum á hestinum klaeddum sem Zorro fyrstur í fyrra, er Zorro thetta árid og faer hann fimm mínútna forskot á hina 200 á hestum sem eru á eftir honum til ad komast undan. Keppnin hefst hátt uppi á fjallinu og vid komum okkur fyrir til ad horfa á haettulegasta stadnum thar sem their fara nidur. Thar var allur baerinn og vel thad búinn ad koma sér fyrir til ad horfa, gaurar búnir ad príla upp fjallid med heilu kassana af bjór til ad selja thyrstum áhorfendum og allir tilbúnir í herlegheitin, nema vid Íslendingarnir sem vissum ekki hvad vid aettum eftir ad upplifa.

Stuttu seinna eftir ad fyrsti Pilsenerinn var opnadur byrjadi thessi líka hellidemba og thrumur og eldingar og vid audvitad ekki klaeddar í svoleidis vitleysu og okkur rigndi svoleidis nidur ad Ingibjorg var sentimeter frá thví ad tapa gledinni... En thad skal tekid fram ad thetta var í fyrsta skipti sem rignt hefdi verid á thessari hátíd (týpískt!) Nú eftir mikla bid og vonskukost bóladi svo loksins á keppendum og Zorróinn sást koma nidur bratta fjallshlídina og fangadarlaetin leyndu sér ekki. Oftar en ekki virtist sem hesturinn aetladi ad taka dýfu og hreinlega velta nidur, en knapinn nádi ad stoppa thad med mikilli snilld. Thegar naer dró og betur sást í hann, var Zorróinn ekki deginum eldri en 9 ára og fór hann thessa stórhaettulegu leid án thess ad drepa sig eda hestinn (thó svo ad klettarnir sem their runnu nidur hofdu adeins lastad haegri loppina á hestinum) thegar nidur var komid heyrdum vid einn stjórnandann senda theim sem uppi voru skilabod um ad vinsamlegast ekki koma tharna nidur fjallid thar sem Zorróinn hafi naestum drepist. Svo héldu their sína leid, enda thurftu ad halda forskotinu, og ekkert bóladi á hinum 200. Eftir nokkra Pilsnera sáumst their svo koma nidur fjallid hver á faetur odrum, hver odrum fyllri og sumir ultu nidur, hlupu upp á hestinn aftur, ultu nidur aftur og brutu kannski lopp eda hendi. Svo ofarlega í fjallshlídinni hafdi hestur einn og knapi nokkur tekid byltu og ekki er vitad um afdrif knapans thegar thetta er skrifad. Ordrómur er um ad hann hafi farid til himna. Hesturinn skiladi sér hins vegar alla leidina nidur til áhorfendafjoldans og endadi vid hlid okkar Ingibjargar med blódnasir. Thad skal tekid fram ad pyntingin á hestunum er slík ad margir theirra deyja eftir thessa keppni. Eftir um klukkutíma hesta og manna pyntingar vorum vid komnar med nóg af thví ad sjá hesta ýtt nidur kletta og lenda ofaná knopunum...

eftirá ad hyggja thá var thetta hrikaleg upplifun en rosalega gaman! vid tókum nokkrar myndir en thví midur var vídjóvélin batteríslaus...

á sunnudeginum skelltum vid okkur svo til thorps sem heitir Chota eda eitthvad álíka thar sem degi svarta fólksins í Ekvador var fagnad. Hédan frá thessu thorpi koma allir fótboltasnillingar landsins og vorum vid eins og álfar út úr hól tharna ad taka myndir og upptekin vid ad eiga alls ekki heima tharna... ágaetisupplifun og skrýtin tilfinning ad koma tharna thví okkur fannst vid vera komin til Afríku í midri Ekvador!

en thid erud sennilega komin med toñvublindu af háu stigi og aetlum vid ad kalla thetta gott í bili...

kem med fréttir seinna...

hesta-velferdar-systurnar

5 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Alltaf gaman að lesa svakalegu fréttirnar af ykkur...

Hafið það gott og farið varlega!

Nýfundnalandskveðjur...

Nafnlaus sagði...

Ja tad eru nog af ævintyrum hja ykkur haha :) En verðið þið nokkud í kompás með Kólimbísku konunum ??
Hafið þið það gott kveðja Valgerður

Nafnlaus sagði...

hehe þið eruð æði, ekkert smá gaman að lesa fréttir af ykkur;) mar bíður spenntur eftir næsta ævintýri;) bleble

Bjögga sagði...

Vá.. það er ekkert minna. Það hefur örugglega verið rosalegt að vera viðstödd þetta. Úfff.. En allavega njótið lífsins..
Sakna þín sæta...

Nafnlaus sagði...

hehe nei held ekki... en hae faef til theirra frà mèr :)

gaman ad sjà ad ykkur er skemmt...

lofusan