mánudagur, október 22, 2007

áhrifamikil helgi ad baki...

Vid ákvádum ad taka thví rólega á fostudagskvoldid thví vid hofdum ákvedid ad fara med South American Exploreres Club í heimsókn í kvennafanglesi í Quito eldsnemma á laugardagsmorgninum. Thar eru um 12 útlenskar konur sem hafa fengid heimsóknir frá ferdalongum í 2 ár. Thaer eru flestar tharna inni fyrir dópsmygl, réttilega eda ekki. Í thessu eina kvennafangelsi í Quito eru um 500 konur og 250 born í fanglesi sem tekur 250 manns. Vid vissum í raununni ekkert vid hverju vid áttum ad búast en okkur var sagt ad vid maettum gefa theim tímarit og ávexti (nema ananas, hann getur verid haettulegur) Vid ákvádum thví ad gefa theim gomlu blodin okkar sem keypt voru í september. Thegar í fangelsid var komid thurftum vid ad banka á svart stórt hlid med háum veggjum og gaddavír. Thar tók á móti okkur hinn myndarlegasti vordur, med tvo leitarhunda. Thar var okkur skipt nidur í karla og konur, vid thurftum ad sýna vegabréfid okkar og thad var tekid á medan á heimsókninni stód. Svo settum vid toskurnar okkar á mitt gólfid og hundarnir skelltu sér ad sniffa... Sem betur fer stódumst vid sniffid og fengum ad halda áfram í naesta skref.. handaleit. Kona í throngum íthrótta-loggubúnung tók á móti okkur og káfadi á okkur í bak og fyrir. Stódumst káfid líka. Svo vorum vid stimpladar á haegri hond med tveimur risastórum stimplum svo verdirnir vissu hverjir voru fangar og hverjir ekki, svo vid myndum nú komast út aftur. Vid thurftum ad fara út fyrir 12, thví thá er ollu laest og vid myndum ekki komast út fyrr en seinni partinn.

Svo gengum vid adeins lengra inn og thar opnadi kona nokkur med dóttir sína í fanginu hurdina ad adaldyrunum. Thar blasti vid okkur mannmergd. Konur ad selja mat, sígarettur, jafnvel fot. Vid komumst ad thví ad thaer eru líka fangar, thetta var vinnan theirra. Loks kemur kona nokkur, med adeins eina framtonn ad okkur og býdur okkur velkomin á thýsku. Hún fer hringinn og kyssir okkur oll, eins og venjan er í Ekvador. Smá hrollur fór um okkur, enda orugglega ekki búin ad fara í sturtu eda tannbursta sig í langan tíma. Fararstjórinn okkar er raudhaerdur, sídhaerdur kani, sem faer ad finna fyrir thví ad hann sé karlmadur thegar vid gongum lengra inn, ekvadorsku konurnar kalla reidar á hann hvort thaer fái ekki koss líka. Okkur er sagt ad hunsa thaer og einbeita okkur ad thessum útlensku sem vid erum ad heimsaekja. Thessi tannlausa fer inn í herbergi eitt og saekir ljóshaera konu sem lítur út fyrir ad vera um 35-40. Sú heitir Ann og er frá Sudur Afríku. Hún er hin hressasta og kynnir sig fyrir okkur. Hún fer med okkur upp og sínir okkur klefann sinn sem hún deilir med tveimur odrum konum, en thad er algerlega bannad, svo vid verdum ad hlaupa inn og út. Herbergin eru shjokkerandi lítil og ekki mjog thrifaleg.

Svo hittum vid restina, nokkrar thýskar, ein kanadísk, tvaer frá Ítalíu og onnur frá Sudur Afríku, saet tvítug stelpa sem er búin ad vera tharna styst, eda um tvo mánudi. Allar thessar útlensku eru tharna inni fyrir dópsmygl, allt frá 300 grommum ad nokkrum kílóum. Thessi ljóshaerda fór med okkur út í sólina, thar sem krakkar léku sér í korfu á medan ad adrir krakkar reyndu ad raena vasa fólks sem var í heimsókn, og enn adrir betludu og hlupu svo med peninginn til maedra sinna. Ann byrjadi á ad spyrja hvort vid hefdum einhverjar spurningar, og hún festist í ad svara spurningum forvitinna ferdalanga í tvo klukkutíma.

Ann er tharna inni fyrir ad reyna ad smygla 1 kg af kókaíni fyrir kaerasta sinn í Sudur Afríku. Hún byrjadi sogu sína á thví ad segja ad hún vaer sek, hún kennir engum nema sjálfri sér um og ad hún sjái mikid eftir thessu. Hún á 7 ára gamla dóttir í S-Afríku sem er í umsjá módir hennar thar. Dóttirin heldur ad hún sé ad vinna sem kokkur á skemmtiferdaskipi. Hún er búin ad sitja inni i 4 ár og 6 mánudi af átta ára dómi. Thegar eg spyr hana hvad hún sé gomul, thá segir hún, 28 ára... 28! Mikid hefur hún elst hratt. Hún segir okkur af thví hvernig sama dag og hún var tekin, komust 20 kg af kókaíni í gegn og hún hafi verid tálbeitan. Hún segist hafa gert thetta af illri naudsyn og ad hún hafi throskast mikid innan veggja fangelsisins. Fyrstu tvo árin var hún mikill uppreisnarseggur og ad hver dagur vaeri barátta um líf eda dauda. Núna nýtir hún tímann í ad lesa, vinna, ná sér í menntun og thakkar Gudi og Jesú fyrir hjálpina.

Flest allar thessara kvenna koma inn sem dópistar og fá enga hjálp vid ad losna undan thví. Thad er víst minnsta mál ad redda sér dópi, verdirnar selja thad fyrir 1 dollar. Farsímar eru líka á bannlista, en verdirnar selja stelpunum thá. Ef thaer sjást hinsvegar med símana, geta thaer fengid 3 auka mánudi eda thaer geta "borgad" vordunum. Verdirnir hafa oll vold tharna inni og réttindi fanganna eru lítil sem engin. Tharna eru ýmist dópsmyglarar, raeningjar og mordingjar. Sama hver glaepurinn er, thad eru allir undir sama hatti.

Tvítuga stelpan er med okkur allan tímann, en segir fátt. Hún virdist í andlegu áfalli og augu hennar eru dauf og líflaus. Hún getur vala klárad setningu og heldur sig nálaegt Ann, sem er samlandi hennar og einhvers konar verndari. Kanadíska konan á einnig dóttir heima í Kanada og hún tárast thegar hún segir okkur ad í desember losni hún og fái ad hitta dóttir sína aftur. Allar hafa thaer laert spaensku ad naudsyn og sumar theirra eiga ekvadorska kaerasta sem thaer fá ad hitta á heimsóknardogum, midvikudogum, laugardogum og sunnudogum, en aldrei í einrúmi.

Thaer segjast vera hraustar og ad ekkert ami ad theim, ekki sé illa farid med thaer og thaer reyni ad gera sem mest svo ad dagurinn lídi hradar. Thessi tvítuga med sorglegu augun segir mér ad dagarnir lídi alls ekki hratt. Thetta sé hormulegt líf. Thaer sem lengst hafa setid inni segjast hraeddar vid ad losna... en geta ekki bedid. Thaer tala ekki fallega um Ekvador, enda hormulegt réttarkerfi og mannréttindi eru fjarri thegar madur er í ekvadorsku fangelsi.

Vid yfirgáfum fangelsid hálf skelkadar, en thakklátar konunum fyrir ad opna sig og sýna okkur inn í thennan heim sem virdist svo fjarri. Vid lofudum ad koma aftur og ég fékk símanúmer hjá konu sem er ad stofna samtok fyrir bornin innan fangelsisins sem búa tharna med maedrum sínum, án menntunnar eda sambands vid raunveruleikann. Thessi kona vill opna skóla fyrir thau, thar sem thau eru sótt á morgnana og skilad á kvoldin, theim kennt á alvoru lífsins og njóta thess ad vera born, sem er erfitt thegar madur er býr í fangelsi og elst upp vid ad stela og búa bakvid lás og slá í pínulitlum herbergjum!

Til thess ad komast út thurftum vid ad sýna ofurstimplana. Thar maetti okkur vordurinn myndarlegi, sem allt í einu missti allan sjarmann eftir sogurnar. Their blísturdu á okkur og hlógu. Ef their hefdu ekki verid med vélbyssu thá hefdum vid sparkad í punginn á theim. Svo strunsudum vid út, en sem betur fer minnti konan í thronga íthróttagallanum okkur á vegabréfin til allrar hamingju, thví annars myndu thau sennilega enda í solu einhverssadar.

ódp og ij

5 ummæli:

Bjögga sagði...

Vá. Þetta er rosalegt. Alveg ótrúlegt að lesa þetta. rosalega er maður nú heppin hérna heima. Eða ég hef heyrt að fangelsin hérna séu til dæmis ekki svona eins og þú lýsir þessu.
Farðu varlega sæta.
Sakna þín

Erla Ósk sagði...

Já maður getur nú ekki annað en kvittað eftir svona sögu... Það er vonandi að þið getið gert eitthvað til að hjálpa þessum börnum - margt smátt gerir eitt stórt :) Mér finnst frábært að þið séuð að leggja hönd á plóginn!

Bestu kveðjur frá Nýfundnalandi...

Nafnlaus sagði...

Jahérna!
Ákvað að commenta á ammilið Elínar og sá þá kveðju frá þar sem minnst var á Ekvadoskt fangelsi. Guð minn almáttugur hugsaði ég! Hvernig tókst Ólöfu að lenda í fangelsi. Fór svo og kíkti hér inn og viti menn. Lafan ekki í fangelsi nem aí heimsókn og nákvæmlega ekkert kom fyrir hana þar. Ekki rænd, ekki lamin, ekki lokuð inni eða neitt. Ég myndi hringja heim og ath. hvort aðrir fjölskyldumeðlimi séu ekki örugglega heilir. Frekar ólíklegt að þetta hafi sloppið svona úr fjölskyldunni ;)

Nafnlaus sagði...

jáhá rosaleg saga, vá hvað ég er þakklát að búa á klakanum:)
hafiða gott snúllurnar mínar, og hlakka ofur mikið að fá ykkur heim;) see ya

Nafnlaus sagði...

úffffff
jahérna
sjæse!
búmsjagalaga!
hoba hoba!
hvaða ruuuugl!