þriðjudagur, júní 30, 2009

Þar sem að það eru aðeins 16 dagar í það að ég sýni fyrrum háskóla böddýum líkamann á ströndum Norður Karólínu ákvað ég að skella mér að hlaupa í morgun og þar með reyna að bjarga því sem bjarga verður hvað bíkíníform varðar...

Með stýrnar í augunum hélt ég niður Eiríkssgötuna, hljóp Hljómsskálagarðinn við mikinn fögnuð krakkanna í vinnuskólanum og endaði svo á dauðabrekkunni sem liggur upp að Þórsgötunni (var alltíeinu að fatta ég hef ekki hugmynd hvað þessi gata heitir...) Þegar ég er svo alveg að komast að Gesthúsinu Sunnu sem er beint á móti heima mæti ég rosknum rútubílstjóra með fulla rútu af ánægðum og forvitnum túristum sem kallar á mig "Þetta er erfitt er það ekki?" ....júú segi ég vandræðaleg og átta mig á því að andlit mitt er orðið átakanlegt, það er rautt, hvítt og fjólublátt í bland. "En hressandi, er það ekki?" ...jú segi ég vandræðaleg og staulast inn í hús með augu túristanna á herðum mér...

Ekki nóg með það að fólkið úti hefði áhyggjur af mér þá hljóp hundurinn að mér þegar ég kom inn og sleikti mig alla eins og þetta væri mitt síðasta...

Spurning um að hlífa samborgurunum og hundum við sjónina á mér við íþróttaiðkun, enda er ég löngu búin að missa það og næ aldrei sjáanlegum árangri á 16 dögum...

Held ég reyni þennan kúr í staðinn...

eigið góðan þriðjudag..

Löfus Rönnímös

miðvikudagur, júní 24, 2009

24 dagar í þetta...

...og grill á veröndinni kvöld eftir kvöld...

...blak, gönguferðir og bjórdrykkja á ströndinni...

...svo gírað sig upp í kvöldið og horft á sólina setjast...

...og svo bara PARTY!...


:)

miðvikudagur, júní 10, 2009

cha..cha..cha..changes

Já mín hefur ákveðið að skella sér í gott frí og hætta vinnu frá og með 15.júlí!!

Fríið byrjar með allsherjar ferð Macalester krakkanna til USA þar sem að við ætlum að leigja okkur heljarinnar beach house í Norður Karólínu og erum við um 15 stykki sem ætlum að mæta á svæðið og reyna að upplifa good old times :)


Síðan liggur leið á klakann þar sem að Vestmannaeyjar verða fyrir valinu og verður svía nokkrum og kananum sýnt hvernig á að skemmta sér vikingo stæl!!

Eftir fríin tekur svo skólinn við í öllu sínu veldi, en fyrir þá sem ekki hafa séð mig sveitta öll kvöld síðastliðið ár þá stunda ég MA nám við HÍ í Þróunarfræði...

Nóg af fréttaskotum í bili, vona að ég láti ekki 4 mánuði líða í næsta blogg...

Bobby- þetta var bara gert fyrir þig :) Lafan