mánudagur, febrúar 28, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
PART IV

Jæja, þegar nú er komið við sögu erum við vaknaðar eftir andvökunótt sökum ugly-naked-guy og vændiskonum hans. Eins og ávallt voru morgunhænurnar, Margrét og Ingibjörg vaknaðar fyrir allar aldir og drógu mig eftir níðþröngum ganginum í morgunmat þegar klukkan var rétt að skríða í níu. Eftir að svangir magar höfðu verið fylltir með tilheyrandi kræsingum var tími til kominn að fara yfir strikið... í bókstaflegri merkingu. Þetta blessaða strik sem ég hef heyrt svo mikið talað um stóðst bara allar mínar væntingar og vel það! Eitthvað gekk verslunin illa, enda fundum við engar dissara-búðir vegna allra píkupopp-búðanna (ég er sko dissari þessa dagana...) og því var ég aðallega að dást að öllum kaffihúsunum/börunum sem maður sá á leiðinni.. vááá.

Eftir erfitt rölt settumst við svo inn og fengum okkur hvítvínsglas í hádegisösinni. Svo tók miðdegisösin við og aftur settumst við inn og fengum okkur hressingu. Svona gekk þetta þar til að fæturnir gátu ekki meira og miðdsegislúrinn kallaði á okkur. Á þessum tímapunkti var J-Lo ekki búin að ráða neinni dúfu bana, Ingibjörg ekki búin að brenna hótelið til kaldra kola, en Magga var búin að villast hundrað sinnum og verða áttavillt þúsund sinnum, alltaf fundum við hana þó, enda Bögga fundvís með eindæmum.

Eftir kríuna dressuðum við okkur svo to-kill og fórum á hið margróma Hard Rock Café því að Ingibjörg hafði lofsamað þennan stað út í eitt, YMCA dansar uppi á borðum og lætir. Við þangað!! Við settumst inn, algjörar pæjur, pöntuðum okkkur forrétti og fordrykki. Eftir dágóða stund kemur þjóninn okkar með herlegheitin og þrjá auka kokteila. "This is from the bartender, he just won the bacardi-cocktail competition in Denmark and wanted you to try it out. You chose if you want to drink it or not, it is complimentary of course" Piff, fríir drykkir... sætur barþjónn... Já takk!! Við þáðum að sjálfsögðu með þökkum og vorum með sex drykki á borðinu. Andartaki seinna kom svo eldri maður með gin í greip fyrir Möggu, rétti henni það og sagði gjörðu svo vel. What?? Stuttu seinna kom hann með bjór handa vefsíðustjóranum og hún þáði enn og aftur með þökkum... Svona gekk þetta allt kvöldið, hinir ýmsu menn bjóðandi okkur í glas og á tímabili vorum við með tíu drykki á borðinu og farnar að roðna aðeins í kinnum...

Eftir að maturinn var gerður upp var okkur svo boðið sæti á hinum víðfræga bar og okkur boðnir fleiri drykkir. Barþjónninn (sem hafði einstakan áhuga á vinkonu minni) lék listir sínar, kveikti eld í flöskunum, kastaði þeim í hringi og blés svo eldinum í átt til okkar við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá ætlaði mín að vera smá kokkí og kallaði svona til hans: "Hey Magga needs a cocktail, make her one and be creative!..." þá svara hann fullum hálsi: "Ok, but she has to drink it the way I tell her to" huh, ok segi ég. Haldiði að félaginn hafi ekki hent í sheikerinn einhverju sulli, sett sheikerinn í buxnastrenginn að framan, staðið upp á borð og sagt Magréti að koma upp á borð og drekka kokteilinn með röri upp úr buxnastrengnum á hnjánum!! (minnti óneitanlega á.. huh nei stóðst ekki skoðun;) Magga enn og aftur kallar ekki allt ömmu sína, fer upp á barborðið og drekkur þennan ágæta drykk upp úr buxunum á gæjanum!! Nakk hvað þetta var fyndið, þetta var eins og í Coyote Ugly, sérstaklega þegar ég hafði eitthvað verið að rífa mig með framíköllumoglátum, þá var ég sprautuð með bjór í framan og málningin lak niður fyrir öll velsæmismörk...

Jiii, eftir lokun á Hard Rock sátum við enn inni á staðnum í góðu yfirlæti framkvæmdarstjórans og barþjónarins, drekkandi nánast frítt og grenjandi úr hlátri af vitleysunni í okkur. Who let the dogs out, who who who who???

Alltaf er maður að lenda í ævintýrum, sérstaklega þegar þessar tvær eru með í för, ha í sealá??

En á föstudaginn tróðumst við inn til Gebbu að horfa á ædol, laugardaginn vann ég eins og ég hefði engu gleymt í niðursöltuninni og í dag, sunnudag horfði ég á tvær lélegustu bíómyndir sem gerðar hafa verið. Þoli ekki þegar ég tek lélega spólu!!

Jæja, klukkan að ganga þrjú og Lafan að fara í próf á morgun og ritgerð hinn. Með Damien Rice á kantinum kveð ég í bili og hlakka til að segja ykkur frá Season Finale af "Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans..." á morgun...

we know that we belong, we belong together, together will be strong... (lýsi eftir þessu lagi, man einhver eftir því frá svona 94?)

howdie

föstudagur, febrúar 25, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
PART III


Eftir lærdómsríkt kvöld var svo reynt af öllum lífs og sálar kröftum að sofa út og gera sig tilbúna í Kaupmannahafnar-ævintýrið sem beið okkar (en fyrir ykkur sem ekki hafið fylgst með fyrri þáttum þessarar framhaldsögu þá vorum við sko staddar í Randers, í þriggja tíma fjarlægð frá Köben...) En eitthvað gekk erfiðlega að festa svefn, enda húsið yfirfullt af Íslendingum sem annað hvort höfðu ekkert sofið eða vöknuðu snemma til að hitta fyrir þá sem enn voru vakandi. Klukkan tíu rifum við okkur því á fætur, fengum okkur morgunmat/drykk og hlustuðum á Weezer eins og í gamla daga...

Svona leið þetta framan af degi, bara setið, spjallað, farið í púl og hlegið af þeim sem voru arfaslakir í púl, Böggz og Maggz við nefnum engin nöfn;) Klukkan um það bil hálf sex var svo kominn tími til að kveðja sveitasæluna og kommúnuna hennar Báru og halda áleiðis til Köben. Í þetta sinn keyptum við okkur sæti og miða í rétta lest, enda allar með tölu orðnar miklu meira en mellufærar í dönskunni. Lestarferðin gekk með eindæmum vel, fyrir utan táfýlu-dauðans sem undirritðu er viss um að hafi komið frá sessunauti sínum, án þess að hún hafi áreiðanlegar heimildir fyrir því :)

Klukkan 22:12 vorum við svo staddar á lestarstöðinni í Köben, sársvangar og áttavilltar. Eftir feitar franskar og ískalt kók á makkdónalds fundum við svo hótelið eftir örlitla örvæntingu klúbbsystra, en það var staðsett á besta stað rétt hjá hinum margumtalaða Striki. Þar fengum við flott herbergi við hliðaná manni sem virtist ekkert nenna að klæða sig og gekk um nakinn, sérstaklega þegar við sáum til. Þegar við loksins vorum farnar að loka augunum á nýþvegnum koddanum heyrum við bankað. "Sjeeet" heyrist í mér.... "hver ætli þetta sé, er þetta til okkar???" og ímyndunaraflið fékk lausan tauminn. Nú skyldum við drepnar á ógurlegan hátt líkt og í Amerikan sækó. "Nei, er þetta ekki til ugly naked guy við hliðiná?" heyrist í Böggu skynsömu. Við ahuguðum málið (það skal tekið fram að á þessum tímapunkti var Maggz flogin í heim draumanna) og heyrðum í tveimur blindfullum konum sem langaði eitthvað að fá gott í kroppinn eða tala við Ugly naked guy. Aftur fékk ímyndunaraflið lausan tauminn og við vorum komnar á það að þær væru vændiskonurnar sem hann hefði pantað og að hann ætlaði að ganga frá þeim að "athöfn" lokinni. Eftir miklar vangaveltur okkar Böggz opnaði loksins Ugly naked guy og hleypti þeim báðum inn. Við pössuðum okkur að slökkva öll ljós og slökkva á viðtækjunum. Eftir dágóða stund fóru þær út, en stuttu seinna kom önnur þeirra aftur og guð má vita hvað gerðist þá...

Með þessari hrollvekju kveð ég í dag og kem að venju með framhald á morgun, eftir saltfiskvinnsluna að sjálfsögðu, en við systur og frænkur ætlum að taka til hendinni og fara að flaka fisk og salta niður allan liðlangan morgundaginn.

Þar til þá, lifið heil og munið að misjöfn eru morgunverkin.

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
PART II

Þegar ég skildi við ykkur síðst þá var laugardagurinn að ganga í garð og Margrét loksins laus undan áhrifun ég-kann-dönsku-og-get-bara-talað-dönsku-drykkjarins. Förinni var heitið til Árhúsa í menningar og verslunar tilgangi. Eitthvað voru veðurguðirnir að segja mér að hætta þessari eyðslu og fara að borga frekar yfirdráttinn sem hvílir á herðum mér og annarra Íslendinga um þessar mundir, því að leigubílinn sem að við höfðum pantað festi sig í eina snjóskaflinum í Danmörku og við pæjurnar, þurftum að ýta einhverjum ligeglad dana á leigubíl í pinnahælum, pæju buxum og allar með nýja lancome glossið!!! Eftir leigubíla ævintýrið var förinni heitið í rútu sem tók okkur alla leið til Árhúsa. Þar var mikið verslað, mikið gaman, mikið fjör og ennþá meira hlegið... Hittum fyrir Guðrúnu Erlu, Elísabetu, Jóa og Söru Ósk (frænfólk mitt sem býr þar á bæ) og vil ég bara koma sérstakri kveðju áleiðis til þeirra :)

Um kvöldið var svo þetta blessaða fjalla-þema-partý og við íslendingarnir slógum ekki slöku við og mættum sem Nælon gengið sem hafði brotlent uppi á fjöllum á leið á gigg... Eitthvað voru danirnir ekki alveg að fíla þessa hugmynd og vorum við þar um bil baddaðar allt kvöldið, en við grétum ekki Björn Bónda heldur söfnuðum liði og hefndum = söfnuðum pening í leigara og fórum til Árhúsa á einhvern klúbb sem að hleypti bara fallegu fólki inn (við Bára svindlðum okkur inn bakdyra megin, en hinar tvær komust ekki frá lakkrísnum góða uppi í sveit??) Við Bára stóðum á öndinni, allir með tölu, stelpur, strákar, hundar, meira að segja klósettpappírnn var fallegur!! Eftir athyglisverð tilþrif á dansgólfinu duttum vði Bára í pakka, fengum okkur kebab a la daninn, fórum í partý og skrifuðum forvarnarbók um "hvenær sé komið nóg eftir svona tjútt og fara heim"

en nóg um það kæri lesandi, Magga siss er orðin brjáluð á kantinum því ég gleymdi að færa henni vatn. Sunnudagspistillinn verður svo á sínum stað á morgun og höfum þá eftirfarandi í huga:

-lengi stendur mannsefni til bóta

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
PART I:

Jæja, orðin spennt að heyra í hvaða ævntýrum J-lo, M.S.R og Bögga lentu í?? Ég væri það líka ef að ég væri þið... Heníveis. Hjér kjémur framhalds-ferðasaga þriggja saklausra stúlkukinda á ferðalagi um að-við-héldum saklausu Danmörku dagana 18-22 febrúar... dudududuúmmm

Ferðin byrjaði snemma eftir andvökukvöld Grís-klúbba-systra þar sem við eyddum síðast kvöldinu okkar á landi ísanna í faðmi annars ólettu Gebbu okkar sem að öllu óbreyttu hefði selt Yarisinn og komið með okkur;)

Klukkan sex stundvíslega vorum við mættar á stöðina, ekki Löggu-stöðina, heldur Leifs-stöðina kæru. Þar var bragðað á alíslenskum bjór sem bragðaðist alltof vel svona í morgunsárið... Svo var flogið í lengstu þrjá tíma sem ég hef upplifað, enda orðin bjórþyrst með meiru (vorum sko ekki með klink il að kaupa í vélinni) Lendinging tókst vel og töskurnar komust allar til skila... á endanum:) Svo var nú komið að því að koma sér upp í lest og komast á stað sem heitir "Renders" eða "Rjééénes" eins og daninn myndi segja. Lafan sem vill oft kenna sig við það að vera tungumálagúru tók það hlutverk að sér að tala dönsku fyrir okkar hönd. Jú jú, ég kaupi miða til að-ég-held "Renders" og furða mig á því hvað það er ódýrt að ferðast með lest í þrjá tíma, bara tvö hundruð kjéll, nohh alltaf að græða...

Eftir nokkra hringi á lestarstöðinni fengum við svo panik-attakk og hoppuðum upp í næstu lest, þar sem tungumála-gúrúið kyngdi stoltinu og viðurkenndi það fúslega að hún kynni ekki rassgat í dönsku og hefði ekki hugmynd um hvar lestin færi og hvert undirrituð hefði keypt miðana til. Að lokum varð okkur bjargað frá glötun af alíslenskum sjéntílmanni sem heyrði okkur hlægja/gráta úr hlátri í lestinni af því að við hefðum týnst á fyrsta klukkutímanum í Danmörku. Sá ágæti maður benti okkur á hvaða lest við ættum að taka og hvar hún færi. Fjúkket.

Jæja, allt fallið í ljúfa löð, búnar að finna okkur flott sæti og vorum tilbúnar í að leggja okkur feitt fyrir átökin hjá Báru (daman sem við fórum upphaflega að heimsækja...) Nei nei, kemur ekki einhver strákur sem benti okkur góðfúslega á það að við værum ekki búnar að kaupa okkur miða í sæti, bara í lestina og að þetta væru hans sæti....???? Holy crap!! Af hverju var okkur ekki sagt frá þessu??? Djösssss RUGL! En Magga kallaði ekki allt ömmu sína (hehe) og fann þessar ágætu pullur í barna-sandkassanum á endanum í lestinni sem við hrúguðum okkur á og sváfum sem lítil börn...

Við komuna til "Renders" blasti svo smettið á Báru við okkur, skælbrosandi og sæt. Það fyrsta sem hún lét út úr sér var... "Nei, Ingibjörg!!!!" hahaha eitthvað var Magga-tilkynningar-skylda ekki að standa sig og gleymdi að segja Báru að Ingibjörg a.k.a Bögga hefði komið með (hún ber fyrir sig berdreymni, það er að segja að hana hafi dreymt að hún hafi sagt Báru það????) Um kvöldið var svo drukkið bjór, hvítvín, rauðvín og allt þar á milli... Magga fékk sér ég-kann-dönsku-og-get-bara-talað-dönsku-drykkinn og var dönskumælandi það sem eftir var ferðar... Lafan datt í þann pakka að hringja til systu í ameríku, nema hvað það var vitlaust númer og Bögga var í því að hrinda karlmönnum af sér (enda með eindæmum sæt stelpan...)

Í næsta þætti af "Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans..." verður fjallað um laugardaginn 19.feb, verslunar-æði Íslendinga og óstjórnanlega fallegt fólk í húsum sem kennd eru við ár...

FOR TU ER LÆKKER, LÆKKER, LÆKKER, LÆKKER, LÆKKER...

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

YOUR VILLAGE CALLED...
-THEIR IDIOT IS MISSING!

bara einn dagur í Köben!! Allt að verða klappað og klárt, nema kannski vegabréfið, þarf það eitthvað? Svo er búið að redda fjallaþemanu, ætlum að vera "Hædí" og reyna að gera sem besta úr þessu. Hverjum dettur í hug að hafa fjallaþema??? maður hreinlega spyr sig. en ég mun reyna að koma með ferðasögur eins fljótt og auðið er...

annars er fátt skemmtilegt búið að gerast, keyrði í skólann á pínulitlum jaris, fauk næstum útaf. mætti seint í skólann, tekin á teppið fyrir að vera ólærð. skrópaði í seinni tímanum, sló þessu upp í kæruleysi, bragðaði mér á hvítvíni með lögfæðinemum og týndi bílnum. bara þetta venjulega :)

jæja farin að kalla þetta gott. heyri í ykkur seinna. allílægibless

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

ok. er í krísu.

á ég að fara niður í vísi og setja sloppa í vél á miðnætti
-eða á ég bara að segja fokk it og láta þau notast við það sem er til og redda þessu bara í fyrramálið??

held ég notist við seinni kostinn og taki bara afleiðingunum. er líka svo bissý að gera útlendingabloggið mitt, en ég er að spá í að fara að blogga fyrir kanafíflin úti, er það ekki sniðugra heldur en að senda út einhver massa emila sem enginn nennir að lesa? ég held það.

áður en ég veit af verð ég komin með íslenskt, enskt, spænskt, danskt og svahílískt blogg. vá mar ætti að fá nóbelsverðlaunin fyrir þetta.

good nite and dont let the bed bugs bite... er þetta ekki annars enska bloggið???
Why is it that everytime i go to the bank, the lady looks at my, like IM THE ONE who robbed them last week, common man FUNK THAT!!

þetta lag klikkar aldrei. fékk það á heilann áðan þegar ég fór að borga stöðumælasektinar mínar tvær í bankanum og fékk ekki nógu vingjarnlegt viðmót afgreiðslustúlkunnar... fokkin 2500 kjell í svona rugl....

ætla svo að fara að kaupa mér gleraugu þar sem augun á mér eru að gufast upp af allri þessari linsunotkun, vantar bara einhverja tískulöggu til að segja mér til hvernig ég á að kaupa mér þar sem ég hef aldrei talist tískusérfræðingur og gjörsamlega hata að vera með gleraugu... jú ken sí vere ví haf ðe probblemm.

allavegana farin í spinning með Vísis-liðinu og ætla ekki að klikka á gelhvakknum í þetta skipti. áts.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Feliz dia de San Valetin, Happy Valentines day og Gleðilegan ástarunnenda-dag

alltaf hefur mér fundist þessi dagur æðislega skemmtilegur og finnst fátt skemmtilegra en að rölta um blómabúðir Reykjavíkur og Gindavíkur City og finna eitthvað sætt og fyndið til skiptis... en nú er sú tíð liðin og Lafan orðin hörð af sér, lætur ekki blómasala segja mér þegar ég eigi að kaupa blóm eða þegar mér eiga vað vera gefin blóm:) samt gaman að fá anonímuss sms um hvað ég er sæt... takk fyrir það ;) man líka í hvaða sporum ég var í fyrir nákvæmlega ári, en þar var sungið ástarsöngva fyrir mig í kaffiteríunni í ameríkunni...

bara gleðilegan ástar-og-kærleiksdag öllsömul og muniði það að
-nothing is interesting if your are not interested-

og smá shoot out til kongóbúa frænda míns, hann Pálmar eða Pámlar eins og hann er oft kallaður fæddist einmitt á þessum degi fyrir tveimur árum og verður örugglega næsti Don Juan diMarco eða hvað hann nú heitir...

lifið í lukku en ekki í krukku.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

eigum við eitthvað að ræða það hvað vinkonur mínar eru klikkaðar??

Þessi helgi var tileinkuð núverandi, þáverandi og langvarandi vinum, en við í Grísklúbbnum vorum flottar á því og fórum út að borða á Ítalíu á föstudaginn, þrátt fyrir bágan efnahag og fjarveru Kellyar (a.k.a Gebbslan). Eins og við var að búast var mikið hlegið, mikið drukkið og eitthvað hellt niður (believe it or not, þá var það ekki ég sem hellti heilu vatsglasi í klofið á mér í níðþröngum gallabuxum, heldur ofurskutlan úr Miss Reykjavík, Ingibjörg...) Eftir drykklanga stund á koníaksstofunni varð okkur sýnt á ungan pilt sem brosti sínu blíðasta og sagði hátt og snjallt:

"Nei, hvað er að frétta af ykkur fíflunum??? Sumt breytist aldrei!!"

Fyrir framan okkur blasti hlaupa-dansara-leikara-gúrúið Daði Rúnar Jónsson sem fyrir um sex árum hafði tekið okkur allar í rassgatið í bíííb testinu i grunnskóla. Sjeeet hvað það var langt síðan við höfðum séð hann og því var drykklöngu stundinni sem við ætluðum að verja í koníaksstofunni umbreytt í drykkja-langa stund, þar sem grunnskólinn var rifjaður upp frá a til ö. Ingibjörg var rapparinn sem snoðaði sig, Magga var bældi perrinn sem kíkti á strákana í sturtu, Gebba var gellan sem gat *** (stóðst ekki ritskoðun!) og ég var félagsmálatröll með meiru sem stóð fyrir allsherjar svindli í efnafræði og samfélagsfræði til þess að tryggja það að þessar vinkonur mínar sem seint geta talist akademískar, næðu prófinu og kæmust upp um bekk!! Þið getið rétt ímyndað ykkur harðsperrurnar sem fylgdu hlátrinum og pirringinn í fólkinu í kringum okkur út af hlátrasköllunum. Jiiiii. Ekki nóg með það, heldur bauð Daði okkur heim til sín að skoða myndir... eitthvað hrakaði sjálfstraustinu eftir að hafa séð okkur, ýmist feitar, bólóttar, með skakkar tennur eða samrýmda augabrún. En við peppuðum hvor aðra upp og töldum okkur trú um að það hefði jú ræst úr okkur. Ha ha ha.

Það þarf ekkert að taka fram að kvöldið endaði framar öllum vonum hehe í góðu yfirlæti bjórþyrstra djammara á barnum sem kenndur er við Hverfi-.

og þetta var bara byrjunin!! næsta dag var farið í þynnkumat í Kringluna og gírt sig upp í Single night out... Okkur Möggu datt í hug að gleðja múttu og ömmu með blómum og, góðir lesendur mæli eindregið með því að gleðja ykkar nánustu svona án tilefnis, því að við lifum bara einu sinni og why not gera það með stæl??

Eftir djúpar umræður og trúbba a la hvítvíns-hífaðar æskuvinkonur var förinni heitið á Ara þar sem Eggert frændi og Bjögga frænka biðu okkar, takk fyrir þolinmæðina... Þrátt fyrir heiðarlega tilraun komst einn meðlimur Grísklúbbsins ekki á leiðarenda og hefur hún ofisíallí fengið gula spjaldið:) Við hin, Ég, Magga, Bjögga, Eggert, Jóhann, Hulda Rokk og Linda snillingur tróðumst inn í VIP á Hverfis þar sem var dansað fram á rauða nótt... takk fyrir að taka one for the team Linda hahaha

en núna er maður kominn á jörðina og farinn að snúa sér að bláköldum veruleikanum... Vinna, skóli, meiri vinna og taumlausar áhyggjur af akkúrat ekki neinu.

Grindavík tapaði í dag, moðerfokker, en vil samt óska þeim til hamingju með árángurinn (bikarinn í kvennakörfunni sko) og láta ykkur vita það að þið eruð drulluflottar;)

bið ykkur vel að lifa. ekkert að því að hrista rassinn annar slagið, eþaggi??

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt??

Var eitthvað að bardúsa inni í eldhúsi í dag eftir að hafa verið einn og hálfan tíma á leiðinni úr borginni inní Grindavík city í kolvitlausu veðri, slyddu og él, þá rek ég ekki augun í þetta líka skemmtilega dagatal sem sennilega langflestir landsmenn fengu sent frá Sparisjóðnum um áramótin, en þar koma fram hinar ólíklegustu málýskur okkar Íslendinga (var soldið spæld að grindvískan hafi verið BÖDDUÐ algjörlega, en ég TAPAÐI EKKI GLEÐINNI og HUMMAÐI bara og hélt mínu striki, hehe) her jú gó:

Ég kláraði málið á þakið
þetta er málýska fyrir austan (sem skýrir kannski ýmislegt hehe) sem þýðir bara að gera út um málið...

Hann úðaði í sig mærunni
þetta kemur alla leið frá Húsavík og þýðir að úða í sig sælgætinu. Ha ég??

Bobbaðu boltanum til mín, vinur!
þetta segja Siglfirðingar þegar þeir sýna listir sínar að rekja/dripla bolta... ætla pottþétt að nota þetta á næstu æfing

Peyinn mætti í glænýju tríkoti
eitthvað hefur eyjapeyjinn verið í glasi þegar hann fann upp á þessu, en tríkot þýðir æfingagalli!!

Ég missti undirbollann um leið og ég hlóð fylgidiskinn fullan af brauði og fékk mér kaffi úr geyminum
(Undirskálin datt í gólfið, diskurinn var hlaðinn gómsætu bakkelsi, og geymirinn er ósköp venjulegur kaffibrúsi! Föttuðui þetta ekki..) en þessi steypa kemur úr Eyjafirði og þurfum við eitthvað að ræða það??

svo finnst mér við hæfi að enda þetta á þessu þar sem ég er svo upptekin að ég man varla hvað ég heiti, hvaðan ég kem né hvar ég lét fokkin símann minn!!:

Hann er tímalausasti maðurinn í bænum!hehe þarf ekkert að útskýra þetta en mun alveg örugglea stela þessum frasa og nota óspart í komandi framtíð. Og hvaðan haldiði að þetta komi? Nú hvar annars staðar en að Westan með capital W-i.

Lifið heil

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Þið ykkar sem eruð kjósendahæf í Háskóla Íslands, endilega exa við A á morgun og fimmtudag, þar sem ég er á prósentum hjá þeim og ég þarf ekki einu sinni að taka fram hvað er í verðlaun fyrir þann sem vinnur.. hehe

annars er þetta svona allt að koma eftir mjög svo stormasama vinnuviku, enda bara einn dagur eftir, svo er komin helgi!! Kosningavakan hjá okkur verður á Hressó æa fimmtudaginn og Hjálmar mun taka lagið og undirrituð missa sig í söng, enda af miklu söngfólki komin;)

svo fékk ég fokkin stöðu-mæla-smæla-sekt-svekkt uppá fimmtánhundruð kjeell í dag arrrrrg!! af hverju er bara ekki frítt að leggja?? þá er hægt að spara með því að borga ekki stöðumælavörðum laun og nota peningana í aðra merkilegri hluti eins og niðurgreiðslu bjóráhugafólks í að stunda sína iðju?????

farin í grindavík city, the place where buisiness and pleasure go together...

sei vott??

mánudagur, febrúar 07, 2005

Haldiði að samviskan hafi ekki rifið mig upp fyrir allar aldir (klukkan SJÖ í morgun) og sagt mér að fara upp á national book barn að klára fyrirlesturinn sem ég var búin að fresta fram á síðustu mínútu, hef sko alltaf haldið því fram að allar verlauna ritgerðir og fyrirmyndarblaðamennska gerist korter fyrir skilafrest...

En hvað sem því líður þá náði ég sem sagt að komast ágætlega frá þessu ásamt með-fyrirlesurunum mínum og er þar með búin með 20% af þessum tíma. Bara prófið eftir, gæti þess vegna skrópað fram að prófum og reynt að slefa upp í fimm (annað eins hefur nú gerst, nefnum engin nöfn;)

Ritgerðin var allt annað mál og ég náði að múta kennaranum með kippu af bjór ef ég fengi að skila á miðvikudag. Er ekkert ofsalega stressuð því að ég trúi því að hversu léleg sem ritgerðin verður, að ég fái allavegana fimm fyrir að skila ?? :)

Fór svo í þriggja tíma út-berslu með Bjöggu frænku (VÖKUBLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT OG ÞAÐ ER MYND AF MÉR!!) og vil bara þakka henni kærlega fyrir hjálpina...

með æpodinn og Hjálmar í eyrunum kveð ég í bili og er farin að vinna mér inn bjórpening fyrir komandi helgi (sem byrjar eins og allir vita á miðvikudaginn!!)

og svona smá heilræði fyrir asna eins og mig sem virðast aldrei geta gert neitt rétt og eiga ekki von á akademískum frama í Háskóla Íslands...

it´s not whether you get knocked down-it´s whether you get up (Vince Lombardi verður vitlaus yfir ritstuldinum núna...)

ha drekinn??

sunnudagur, febrúar 06, 2005

My gooooosh your a sexy little thing...

Jæja fimmta helgin á árinu er á enda og er ekki frásögufærandi nema hvað að ýmsir skemmtilegir atburðir áttu sér stað ýmist á rúntinum á Stjána Bláa (bílnum hennar Möggu sem ég vil nú kalla Stjána FJÓLU-BLÁA), að Þórsgötu 29, BSÍ og öldurhúsum Reykjavíkur borgar...

Eins og dyggir lesendur Djei-lóar vita þá var stíft prógram á föstudeginum, en eins og enn dyggri lesendur vita þá standast yfirleitt aldrei tímasetningar og framtíðarplön okkar Pétursdætra en það var ekkert grátið Björn Bónda heldur safnað liði og misst sig í ædol áhorfi á stöð tvö, RUGLAÐ! (þá var nú gott að eiga í hugmyndabankanum smá húsráð a la amma Magga, horfa á sjónvarpið í gegnum ullarteppi, en það er önnur saga) Aron og Hjörtur kíktu, en maginn og eitthvað um tvö innyfli Arons urðu eftir heima í krukkunni góðu (hehe). Eftir drykklanga stund áttuðum við okkur á því að við hefðum misst af fríum bjór, HOLY CRAP!! Kæruleysi... Fengum okkur bara aðeins meira og mættum fashionably late í afmælið eins og sönnum stjörnum sæmir. Endalaust grín og gaman með smá DALLAS ívafi, en ekkert til að hafa áhyggjur af (Gebba er ennþá ókrýnd DALLAS drottning grísklúbbsins)

Laugardagurinn átti að fara í ritgerðarsmíð, should have, would have, could have er mottóið mitt þessa dagana og þess vegna gerði ég lítið í þeim efnunum. Í staðinn fyrir að kryfja fimmtándaraldar kristinfræði á spænsku plataði M.S.R (Magga Stína Rokk) mig út að borða, ohhh alltaf gaman þegar litla siss fær útborgað og býður mér út að borða, huxaði ég með mér. Heppin. Haldiði að stúlkukindin hafi ekki látið staðar numið á B.S.Í og bauð mér hreykin inn og sagði að ég gæti fengið mér hvað sem er!!!!!!!! Vaááá!! Sleppti reyndar SVIÐA hausunum en fékk mér ljúffenga rækjuloku með kóki og öllu tilheyrandi. Bara takk fyrir mig.

Kvöldið fór svo í salsa-danstíma með spænskunemum úr HÍ og fjöldasöng á Ara í Ögri. Þar hitti ég fyrir margan manninn og fékk marga kossa á kinn/munn fyrir það eitt að mæta með áramóta-kórónu og óska fólki gleðilegs árs!! (magnað trix, mæli með þessu fyrir ykkur sem viljið fría kossa frá fögrum peyjum/meyjum haha) Sérstaklega þótti mér gaman að sjá alla GRINDVÍKINGANA, espesíallí Unndór (þú týndir kórónunni minni enn eina ferðina bjáninn þinn;) og austfirðingana (Gísla með gleraugun og Dúllarann, vel hífaða að vanda hehe)

Dagurinn í dag hefur svo farið í eintómar áhyggjur af fáránlegustu hlutum og súperdós-af-kók-drykkju.

Veit ekki með ykkur en er farin að fá krampa í puttana, mamma er að missa sig með myndavélina og verð að fara að pósa.

Que les vaya bien, hasta pronto, Salsadrottingin :)

föstudagur, febrúar 04, 2005

Föstudagur til... matar-kokteila-og-afmælisboða!!

Vakan mín er sjötug í dag og ég hef sjaldan eða aldrei verið eins spennt að fara í sjötugsafmæli á ævinni (þó svo ég sé ekki að gera lítið úr fiestunni hennar ömmu Erlu á hótel Sögu ekki fyrir löngu...)

en já hvað sem því um líður þá er ég sem sagt að fara í eftirfarandi á næstu tólf tímum í lífi mínu:

Kl: 18:00 út að borða með Möggu Stínu Rokk (það eru nottla bara forréttindi)
Kl: 19:00 kokteilboð a la FRAMADAGAR á Póstbarnum ásamt fleirum frambjóðendum
Kl: 20:00 fordrykkir í boði TÚRBORG uppi í kosningamiðstöð
kl: 21:30 afmælishátíð VÖKU formlega sett mep tilheyrandi skrípalátum
Kl: 00:00 vonandi ennþá up-and-about til í tuskið á öldurhúsum borgarinnar

tja já eins og þið sjáið þá verður mikið stuð...mikið gaman..party like there is no tomorrow og allur þessi pakki. Eintóm hamingja :)

Laugardagur til... bömmer vegna þess að ég á eftir að gera svo mikið fyrir mánudaginn og SALSAGEIM hjá spænskunemendum
-haldiði að ég eigi nokkuð eftir að missa mig og láta J-Lo taka yfirvöldin????? Ef einhver ykkar verður vitni að því, POR FAVOR látið mig vita hið fyrsta og leyfið engar myndatökur...

og svo sheik it sheik sheik sheik
sheik it sheik sheik sheik...

ómæld virðing

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Svona er statusinn á mér í dag og heilræði til ykkar allra sem snúist í hringi og getið ekki sofið yfir áhyggjum af peningum, ritgerðum, bjórleysi eða peningaleysi...

There is no fun in having nothing to do...
-the fun is to have lots to do but not do it!


þýðing á íslensku fyrir ykkur plebbana sem annað hvort talið ekki útlensku eða hreinlega neitið að skilja hana:

Það er ekkert gaman að hafa ekkert að gera
-það er gaman að hafa helling að gera en gera það ekki!

held að það sé komið jæja á mig... seiiiiii vott??

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Nakk hvað ég held að liðið í Árnagarði sé orðið þreytt á að sjá mig sitjandi á þessu blessaða borði, seljandi sálu mína og lofandi öllu fögru ef ég bara fæ blessað atkvæði þeirra á kjördag :) en mín aðferð til að lokka atkvæði saklausra háskólanema er sú að mæta í stuttu pilsi, flegnum bol og gefa frímiða á bjórsamkomur landsins, það má... er þaggi?

En eftir að hafa jafnað sig á þynnkunni á sunnudag og heitið því að núna væri maður kominn í góða pásu, þá þurfti endilega að vera "Grísklúbba-fundur" hjá KLÍKUNNI og auðvitað fékk maður sér nokkur hvítvínsglös og málin rædd út í gegn... niðurstaða fundar=ekki til neinn eins flottur og Jude Law og laugardagurinn verður eftirminnilegur ;)

Labbaði svo í skólann í morgun í hvassviðri dauðans og kom í hús lítandi út eins og Bridget Jones í blæjubíla-atriðinu... I guess I´m not that kind of a girl who can look good in a convertable :)

Er svo komin á heimaslóðir í Grindavík City, horfði á Summerland (sem er by the way mergjaður þáttur) og skúraði...

Með fiskifýlu í annarri og Mamma Mia pizzu í hinni kveð ég í bili

X-A!!!!