fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
PART II

Þegar ég skildi við ykkur síðst þá var laugardagurinn að ganga í garð og Margrét loksins laus undan áhrifun ég-kann-dönsku-og-get-bara-talað-dönsku-drykkjarins. Förinni var heitið til Árhúsa í menningar og verslunar tilgangi. Eitthvað voru veðurguðirnir að segja mér að hætta þessari eyðslu og fara að borga frekar yfirdráttinn sem hvílir á herðum mér og annarra Íslendinga um þessar mundir, því að leigubílinn sem að við höfðum pantað festi sig í eina snjóskaflinum í Danmörku og við pæjurnar, þurftum að ýta einhverjum ligeglad dana á leigubíl í pinnahælum, pæju buxum og allar með nýja lancome glossið!!! Eftir leigubíla ævintýrið var förinni heitið í rútu sem tók okkur alla leið til Árhúsa. Þar var mikið verslað, mikið gaman, mikið fjör og ennþá meira hlegið... Hittum fyrir Guðrúnu Erlu, Elísabetu, Jóa og Söru Ósk (frænfólk mitt sem býr þar á bæ) og vil ég bara koma sérstakri kveðju áleiðis til þeirra :)

Um kvöldið var svo þetta blessaða fjalla-þema-partý og við íslendingarnir slógum ekki slöku við og mættum sem Nælon gengið sem hafði brotlent uppi á fjöllum á leið á gigg... Eitthvað voru danirnir ekki alveg að fíla þessa hugmynd og vorum við þar um bil baddaðar allt kvöldið, en við grétum ekki Björn Bónda heldur söfnuðum liði og hefndum = söfnuðum pening í leigara og fórum til Árhúsa á einhvern klúbb sem að hleypti bara fallegu fólki inn (við Bára svindlðum okkur inn bakdyra megin, en hinar tvær komust ekki frá lakkrísnum góða uppi í sveit??) Við Bára stóðum á öndinni, allir með tölu, stelpur, strákar, hundar, meira að segja klósettpappírnn var fallegur!! Eftir athyglisverð tilþrif á dansgólfinu duttum vði Bára í pakka, fengum okkur kebab a la daninn, fórum í partý og skrifuðum forvarnarbók um "hvenær sé komið nóg eftir svona tjútt og fara heim"

en nóg um það kæri lesandi, Magga siss er orðin brjáluð á kantinum því ég gleymdi að færa henni vatn. Sunnudagspistillinn verður svo á sínum stað á morgun og höfum þá eftirfarandi í huga:

-lengi stendur mannsefni til bóta

Engin ummæli: