sunnudagur, febrúar 13, 2005

eigum við eitthvað að ræða það hvað vinkonur mínar eru klikkaðar??

Þessi helgi var tileinkuð núverandi, þáverandi og langvarandi vinum, en við í Grísklúbbnum vorum flottar á því og fórum út að borða á Ítalíu á föstudaginn, þrátt fyrir bágan efnahag og fjarveru Kellyar (a.k.a Gebbslan). Eins og við var að búast var mikið hlegið, mikið drukkið og eitthvað hellt niður (believe it or not, þá var það ekki ég sem hellti heilu vatsglasi í klofið á mér í níðþröngum gallabuxum, heldur ofurskutlan úr Miss Reykjavík, Ingibjörg...) Eftir drykklanga stund á koníaksstofunni varð okkur sýnt á ungan pilt sem brosti sínu blíðasta og sagði hátt og snjallt:

"Nei, hvað er að frétta af ykkur fíflunum??? Sumt breytist aldrei!!"

Fyrir framan okkur blasti hlaupa-dansara-leikara-gúrúið Daði Rúnar Jónsson sem fyrir um sex árum hafði tekið okkur allar í rassgatið í bíííb testinu i grunnskóla. Sjeeet hvað það var langt síðan við höfðum séð hann og því var drykklöngu stundinni sem við ætluðum að verja í koníaksstofunni umbreytt í drykkja-langa stund, þar sem grunnskólinn var rifjaður upp frá a til ö. Ingibjörg var rapparinn sem snoðaði sig, Magga var bældi perrinn sem kíkti á strákana í sturtu, Gebba var gellan sem gat *** (stóðst ekki ritskoðun!) og ég var félagsmálatröll með meiru sem stóð fyrir allsherjar svindli í efnafræði og samfélagsfræði til þess að tryggja það að þessar vinkonur mínar sem seint geta talist akademískar, næðu prófinu og kæmust upp um bekk!! Þið getið rétt ímyndað ykkur harðsperrurnar sem fylgdu hlátrinum og pirringinn í fólkinu í kringum okkur út af hlátrasköllunum. Jiiiii. Ekki nóg með það, heldur bauð Daði okkur heim til sín að skoða myndir... eitthvað hrakaði sjálfstraustinu eftir að hafa séð okkur, ýmist feitar, bólóttar, með skakkar tennur eða samrýmda augabrún. En við peppuðum hvor aðra upp og töldum okkur trú um að það hefði jú ræst úr okkur. Ha ha ha.

Það þarf ekkert að taka fram að kvöldið endaði framar öllum vonum hehe í góðu yfirlæti bjórþyrstra djammara á barnum sem kenndur er við Hverfi-.

og þetta var bara byrjunin!! næsta dag var farið í þynnkumat í Kringluna og gírt sig upp í Single night out... Okkur Möggu datt í hug að gleðja múttu og ömmu með blómum og, góðir lesendur mæli eindregið með því að gleðja ykkar nánustu svona án tilefnis, því að við lifum bara einu sinni og why not gera það með stæl??

Eftir djúpar umræður og trúbba a la hvítvíns-hífaðar æskuvinkonur var förinni heitið á Ara þar sem Eggert frændi og Bjögga frænka biðu okkar, takk fyrir þolinmæðina... Þrátt fyrir heiðarlega tilraun komst einn meðlimur Grísklúbbsins ekki á leiðarenda og hefur hún ofisíallí fengið gula spjaldið:) Við hin, Ég, Magga, Bjögga, Eggert, Jóhann, Hulda Rokk og Linda snillingur tróðumst inn í VIP á Hverfis þar sem var dansað fram á rauða nótt... takk fyrir að taka one for the team Linda hahaha

en núna er maður kominn á jörðina og farinn að snúa sér að bláköldum veruleikanum... Vinna, skóli, meiri vinna og taumlausar áhyggjur af akkúrat ekki neinu.

Grindavík tapaði í dag, moðerfokker, en vil samt óska þeim til hamingju með árángurinn (bikarinn í kvennakörfunni sko) og láta ykkur vita það að þið eruð drulluflottar;)

bið ykkur vel að lifa. ekkert að því að hrista rassinn annar slagið, eþaggi??

Engin ummæli: