mánudagur, febrúar 28, 2005

Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans...
PART IV

Jæja, þegar nú er komið við sögu erum við vaknaðar eftir andvökunótt sökum ugly-naked-guy og vændiskonum hans. Eins og ávallt voru morgunhænurnar, Margrét og Ingibjörg vaknaðar fyrir allar aldir og drógu mig eftir níðþröngum ganginum í morgunmat þegar klukkan var rétt að skríða í níu. Eftir að svangir magar höfðu verið fylltir með tilheyrandi kræsingum var tími til kominn að fara yfir strikið... í bókstaflegri merkingu. Þetta blessaða strik sem ég hef heyrt svo mikið talað um stóðst bara allar mínar væntingar og vel það! Eitthvað gekk verslunin illa, enda fundum við engar dissara-búðir vegna allra píkupopp-búðanna (ég er sko dissari þessa dagana...) og því var ég aðallega að dást að öllum kaffihúsunum/börunum sem maður sá á leiðinni.. vááá.

Eftir erfitt rölt settumst við svo inn og fengum okkur hvítvínsglas í hádegisösinni. Svo tók miðdegisösin við og aftur settumst við inn og fengum okkur hressingu. Svona gekk þetta þar til að fæturnir gátu ekki meira og miðdsegislúrinn kallaði á okkur. Á þessum tímapunkti var J-Lo ekki búin að ráða neinni dúfu bana, Ingibjörg ekki búin að brenna hótelið til kaldra kola, en Magga var búin að villast hundrað sinnum og verða áttavillt þúsund sinnum, alltaf fundum við hana þó, enda Bögga fundvís með eindæmum.

Eftir kríuna dressuðum við okkur svo to-kill og fórum á hið margróma Hard Rock Café því að Ingibjörg hafði lofsamað þennan stað út í eitt, YMCA dansar uppi á borðum og lætir. Við þangað!! Við settumst inn, algjörar pæjur, pöntuðum okkkur forrétti og fordrykki. Eftir dágóða stund kemur þjóninn okkar með herlegheitin og þrjá auka kokteila. "This is from the bartender, he just won the bacardi-cocktail competition in Denmark and wanted you to try it out. You chose if you want to drink it or not, it is complimentary of course" Piff, fríir drykkir... sætur barþjónn... Já takk!! Við þáðum að sjálfsögðu með þökkum og vorum með sex drykki á borðinu. Andartaki seinna kom svo eldri maður með gin í greip fyrir Möggu, rétti henni það og sagði gjörðu svo vel. What?? Stuttu seinna kom hann með bjór handa vefsíðustjóranum og hún þáði enn og aftur með þökkum... Svona gekk þetta allt kvöldið, hinir ýmsu menn bjóðandi okkur í glas og á tímabili vorum við með tíu drykki á borðinu og farnar að roðna aðeins í kinnum...

Eftir að maturinn var gerður upp var okkur svo boðið sæti á hinum víðfræga bar og okkur boðnir fleiri drykkir. Barþjónninn (sem hafði einstakan áhuga á vinkonu minni) lék listir sínar, kveikti eld í flöskunum, kastaði þeim í hringi og blés svo eldinum í átt til okkar við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá ætlaði mín að vera smá kokkí og kallaði svona til hans: "Hey Magga needs a cocktail, make her one and be creative!..." þá svara hann fullum hálsi: "Ok, but she has to drink it the way I tell her to" huh, ok segi ég. Haldiði að félaginn hafi ekki hent í sheikerinn einhverju sulli, sett sheikerinn í buxnastrenginn að framan, staðið upp á borð og sagt Magréti að koma upp á borð og drekka kokteilinn með röri upp úr buxnastrengnum á hnjánum!! (minnti óneitanlega á.. huh nei stóðst ekki skoðun;) Magga enn og aftur kallar ekki allt ömmu sína, fer upp á barborðið og drekkur þennan ágæta drykk upp úr buxunum á gæjanum!! Nakk hvað þetta var fyndið, þetta var eins og í Coyote Ugly, sérstaklega þegar ég hafði eitthvað verið að rífa mig með framíköllumoglátum, þá var ég sprautuð með bjór í framan og málningin lak niður fyrir öll velsæmismörk...

Jiii, eftir lokun á Hard Rock sátum við enn inni á staðnum í góðu yfirlæti framkvæmdarstjórans og barþjónarins, drekkandi nánast frítt og grenjandi úr hlátri af vitleysunni í okkur. Who let the dogs out, who who who who???

Alltaf er maður að lenda í ævintýrum, sérstaklega þegar þessar tvær eru með í för, ha í sealá??

En á föstudaginn tróðumst við inn til Gebbu að horfa á ædol, laugardaginn vann ég eins og ég hefði engu gleymt í niðursöltuninni og í dag, sunnudag horfði ég á tvær lélegustu bíómyndir sem gerðar hafa verið. Þoli ekki þegar ég tek lélega spólu!!

Jæja, klukkan að ganga þrjú og Lafan að fara í próf á morgun og ritgerð hinn. Með Damien Rice á kantinum kveð ég í bili og hlakka til að segja ykkur frá Season Finale af "Æðisgengin útfríkun með gellunum í veldi danans..." á morgun...

we know that we belong, we belong together, together will be strong... (lýsi eftir þessu lagi, man einhver eftir því frá svona 94?)

howdie

Engin ummæli: