miðvikudagur, október 27, 2010

Komin og farin fra Camiguin -naesta stopp GEBBA og RAY i CEBU!!!

-Jaeja fra thvi ad eg settist nidur med ykkur hofum vid ferdast um Camiguin eyjun endilanga, leigt tvisvar sinnum motorhjol, tvisvar sinnum motorbat til ad ferdast a naerliggjandi eyjur, snorklad og farid i gongutur i gengnum eyjuna ad skoda foss inni i midjum frumskoginum.

En ferdalagid byrjadi med vakningu eldsnemma um morguninn og skundad upp a motorhjol a thremur hjolum og trodid feitu rossunum a okkur asamt flennistorum bakpokum a thetta litla hjol og haldid ut a bryggju thar sem ad ferjan fra Bohol til Camiguin beid eftir okkur. Ad sjalfsogdu gleymdi eg ad hugsa um thad ad redda okkur morgunmat en eg helt ad ferdin taeki enga stund og vid thyrftum ekkert morgunmat. Kom a daginn ad ferdin tok 3-4 tima og svong og threytt komum vid ad landi thessarar fallegu eyju, en hun er full af eldfjollum med palmatrjam og hvitum strondum, alveg eins og madur vaeri kominn til Hawaii!

Vid hentumst upp a enn eitt motorhjolid med thremur dekkjum og fundum enn eitt hostelid sem var i odyrari kantinum. Thegar vid keyrdum i gegnum adalbaeinn a eyjunni komumst vid ad thvi ad einmitt thessa helgi var hin svokallada Lanzones festival i fullu fjori (en lanzones er avoxtur sem eyjan er thekkt fyrir) og einmitt um kvoldid myndi "Ungfru Lanzones" vera valin fyrir framan allan baeinn undir berum himni. Vid letum ekki segja okkur thad tvisvar og drifum okkur ad borda og koma okkur fyrir a hotelinu og skella okkur nidur i bae ad skoda 14 stulkur dansa i buningum, skunda um a bikinii um svidid og svara spurningum domara i beinni -eins og kanarnir gera thetta.

Fegurdarsamkeppnin byrjadi reyndar a baen (af hverju myndi fegurdarsamkeppni ekki byrja a baen?) og svo var Camiguin lagid sungid og svo voru thad politikusarnir sem attu ordid og foru med raedurnar eins og sannir Hollywood leikarar. Ad sjalfsogdu var keppnin naestum klukkutima of sein, en folkid i kringum okkur hlo bara og sagdi -philippino time! Eftir raeduhold komu svo stulkurnar fram i buningum, sem bunir voru til serstaklega fyrir keppnina og takna Lanzones avoxtinn. Svo donsudu thaer i att ad mikrafoninum og sogdu numerid sitt. Eg helt med numer 13.

Eftir buningaatridid, sem eg verd ad vidurkenna var virkilega skemmtilegt, eiginlega eins og karnivalhatid i Brasiliu, komu stulkurnar svo fram i bikiniium og -ekki nog med ad thaer vaeru halfnaktar- tha voru thaer spurdar spjorunum ur i beinni fra domurum, sumar meikudu thetta ekki og hlupu af svidinu, adrar stomudu eitthvad, enn adrar dodrudu bara vid domarana i stadinn fyrir ad svarar spurningunni en faestar gatu svarad, nema numer 13 sem eg helt med! Til thess ad gera langa sogu stutta tha forum vid Maggi heim eftir bikini-atridid med tarin i augunum af hlatri yfir thvi sem valt upp ur stulkunum.

Naestu dagar foru i thad ad leigja motorhjol, skoda eyjarnar i kring, labba, snorkla, leigja motorbat (reyndar vard einn bensinlaus a leidinni til baka en skipperarnir okkar sem voru ekki eldri en 8 ara) reru okkur i land og keyptu meira bensin.

-Internet kaffid er alveg ad loka og eg verd ad kotta a thetta... aedislegir dagar i Camiguin ad baki, hendi kannski itarlegri bloggi inn naest, en nuna erum vid komin til Cebu thar sem ad vid munum taka a moti Gebbu a flugvellinum i fyrramalid!

Lifid heil kaeru vinir og takk fyrir ad nenna ad lesa bloggid haha :)

Heyrumst naest med Gebbu i for!

miðvikudagur, október 20, 2010

Thrju hjol undir bilnum...

Jaeja... thad hlaut ad koma ad thvi ad eitthvad faeri urskeidis hja okkur hjonaleysunum i bila og morothjolamalum. Eftir ad hafa leigt beach-buggie, motorhjol, venjulegt hjol og eg veit ekki hvad, var rodin loksins komin ad thvi ad leigja eitthvad alvoru til thess ad krusa um eyjuna Bohol sem vid erum nuna a (enginn fellibylur herna fyrir ykkur sem hofdud ahyggjur).

Vid roltum um pinulitla baeinn Alona beach og spurdumst fyrir um draumabilinn hennar Moggu syss, raudan Jeep jeppa, opinn allan hringinn (en vid hofdum sed svoleidis bil a runtinum um eyjuna). Enginn sagdist vita hver aetti svoleidis bil, hvad tha hvort haegt vaeri ad fa hann ad lani, nema nokkrir menn sem satu a motorhjolunum sinum og sogdust geta reddad thessu. Mer leist ekkert a blikuna thegar their sogdu okkur ad vid thyrftum ad fara med theim eitthvad til thess ad sja gripinn (kannski brennd af fyrri reynslu af rani i Ekvador, eg veit thad ekki) en eg sagdi vid Magga ad hann skyldi bara fara og eg taeki toskurnar okkar med veskjunum og aetladi ad bida a internet kaffi ekki langt fra thar sem ad mennirnir toku Magga upp a hjolid hja ser og brunudu eitthvad i burtu. Eftir sma stund, sem fyrir mer var heil eilifd, kom Maggi til baka i heilu lagi og sagdist vera buinn ad leigja gripinn fyrir thridjudaginn, en daginn eftir vorum vid buin ad boka okkur i hofrunga og snorkle ferd (sem var aedisleg og vid saum saeta hofrunga skoppast upp ur sjonum og litla nemo fiska ofan i sjonum).

Loks var komid ad thridjudeginum og vid voknudum fyrir allar aldir af spenningi og skundudum i "tricycle" sem er svona leigubilamotorhjol a thremur hjolum, i att til mannsins sem atti bilinn. Hann var vist algjor bissness madur, atti thrja nyja bila sem hann leigdi ut, var med einhverskonar vatnsthjonustu og gud ma vita hvad. Hann var feitur og pattaralegur -virtist eiga pleisid- og allir unnu fyrir hann. Thad fyrsta sem mer datt i hug var ad thessi gaur vaeri einhvers konar mafiosi og thessi biness vaeri bara front fyrir ologlega starfsemi, en eins imyndunarveik og eg get verid, let eg ekki a neinu bera og brosti framan i folkid -ding ding, fyrstu vidvorunarbjollurnar klingdu i hausnum a mer.

Thad fyrsta sem mafiosinn sagdi okkur var, there is a problem... Nu, sogdum vid, hvad er thad? Kom a daginn ad kaudi hafdi ekki latid skra bilinn fyrir thetta ar, en hann sagdi ad ef ad loggan myndi stoppa okkur og spyrja, tha attum vid ad segja ad magur hans ynni i skraningar-raduneytinu og ad hann vaeri ad vinna i thessu. Ding-ding, vidvorunarbjollur numer tvo glumdu hatt i hofdinu a mer nuna. Vid vorum svo spennt ad keyra thennan toffarabil ad vid akvadum ad lata sma taeknilegt atridi ekki skemma fyrir okkur skemmtilegan runt um Bohol eyju og vid slogum til.

Thegar buid var ad ganga fra leigusamningum og fylla bilinn af bensini, tok eg eftir varadekkinu aftur a bilnum, thad var augljoslega i rusti og gjorsamlega onothaeft. -Ding ding, allt er thegar thrennt er og vidvorunarbjollurnar i hausnum a fullu ad segja mer ad bakka ut ur thessum dil. En pukinn hinum megin a oxlinni sagdi mer bara ad lata flakka, hvad er thad versta sem getur sked, thad springur eda vid thurfum ad borga sekt?

Mafiosinn tok eftir ahyggjusvipnum a okkur og baud okkur ad taka Kia fjolskyldubilinn sem var nyr og loglega skradur, en pukinn a oxlinni og niskupukinn i okkur timdi ekki ad lata fina jeppann af hendi thvi vid hofdum thegar fyllt hann ad bensini. Nei nei sogdum vid, vid faum bara numerid thitt og hofum samband ef ad eitthvad gerist.

Svo hofst aksturinn og gekk allt svona lika glimrandi vel, nema thegar ad himnarnir opnudust og hann for ad rigna, rett eins og ad einhver vaeri ad pota i okkur og segja okkur ad snua vid og skipta um bil. Vid urdum svo blaut ad vid thurftum ad skipta um fot i naesta stoppi, en sem betur fer nadi eg ad bjarga farangrinum okkar fra drukknun. Fyrsta stoppid var Tarsier Sanctuary, en thetta eru litil dyr, lik opum sem eru i utrymingarhaettu og eru med gridarstor augu, borda litlar edlur og skordyr og eru einfarar sem halda sig hatt i trjagreinum. Sem betur fer saum vid trju slik dyr, en thad eru 10 a stadnum. Thegar vid vorum svo a leidinni tilbaka sa eg loggu standa vid bilinn. Jaeja hugsadi eg, nuna er thetta buid -vid thurfum ad borga haa sekt eda muta loggumanninum. En allt kom fyrir ekki og hann baud okkur bara godan daginn og horfdi a okkur keyra i burtu a kolologlega bilnum.

Eftir thad gekk allt eins og i sogu, thad haetti ad rigna, vid saum fallega hrisgrjonaakra, tjekkudum okkur inn a hotel sem heitir Nuts Huts og er i midjum frumskoginum, heldum svo afram og saum sukkuladihaedirnar eins og thaer eru kalladar, en thegar tharna var komid vid sogu var stutt i solsetur og ad sjalfsogdu virkudu framljosin ekki almennilega. Vid vorum 8 km fra naesta bae, sem heitir Carmen, a midjum veginum i frumskoginum, thegar eg heyri gummihljod og segi Magga ad stoppa. Ju ju, thad passadi, dekkid var hvellsprungid og varadekkid i bullinu. Hvad var nuna til rada? Engin tol til thess ad taka dekkid af og komast i naesta bae til thess ad lata laga thad, ekkert varadekk til thess ad nota ef ad dekkid skyldi vera onytt og stutt i ad solin settist (thetta gerist klukkan 15:30 og solsetur er um 17:00 -17:30).

Stuttu seinna koma nokkrir filippseyjingar gangandi framhja, einn var med vatnabuffalo i bandi, annar med hana i hendinni en hinn ekki neitt. Their spurdu okkur hvert vandamalid var og aetludu ad hjalpa okkur, en thar sem ad vid vorum ekki med nein taeki ne tol til thess ad gera eitt ne nett, var ekki mikid sem their gatu gert fyrir okkur, nema halda okkur felagsskap med thvi ad glapa a okkur. Naesti madur sem stoppadi taladi mjog goda ensku, leit a dekkid og sagdi ad vid thyrftum ad komast til Carmen og fa menn til thess ad koma med tol til okkar. Maggi hentist thvi upp a motorhjolid med honum a medan ad eg beid hja bilnum, med mennina og nokkra krakka glapandi a mig. Um halftima seinna kom Maggi tilbaka, i thetta sinn aftan a litlum hvitum vorubil, eins og prins a hvita hestinum mer til bjargar. Tveir strakar komu askvadandi ad bilnum, tjakkudu hann upp, toku dekkid af i hendingi, hentu thvi og Magga aftan a vorubilinn og aftur foru their i baeinn, i thetta sinn til thess ad laga dekkid og eg beid enn sem fyrr hja bilnum, med enn fleiri krakka flissandi ad mer.

Nuna thegar ad dekkid var farid thordi eg ad sjalfsogdu ekki ad setjast inn i bilinn og stod thvi vid hlidina a honum, thottist vera ad lesa bok og bardi moskitoflugurnar af mer eins og eg aetti lifid ad leysa. Nuna var eg farin ad vera pinu hraedd thvi ad solin var alveg ad setjast, krakkarnir voru farnir heim og tharna var eg, ein a veginum hja rauda jeppanum med alls kyns kvikindi i skoginum og karla a veginum sem flautudu og flissudu. Loksins kom Maggi tilbaka, enn og aftur aftan a hvita vorubilnum, i thetta sinn med nylagad dekk og strakarnir hentu dekkinu undir eins og i formulu eitt og vid heldum ad nu gaetum vid keyrt thessar 45 minutur til Loboc thar sem ad vid hofdum tekkad okkur inn a hotelid.

Thegar vid erum komin til Carmen, hja bensinstodinni nakvaemlega, heyri eg thetta hljod enn einu sinni, og viti menn, dekkid var sprungid aftur. Eg held ad einhver tharna uppi, mig grunar afa Oskar, hafi latid dekkid springa tharna, i midjum baenum i stadinn fyrir a midjum veginum i frumskoginum. Tha var eins og allur baerinn hafi farid i gang, allir hofust handa vid ad taka dekkid af, koma thvi a verkstaedid og konan sem vann a bensinstodinni passadi sig ad tala vid mig allan timann svo ad mer myndi ekki leidast. Kom a daginn ad dekkid var onytt og vid thrurftum ad taka leigubil til Alona baejarnis thar sem vid leigdum bilinn hja, skilja bilinn eftir tharna a bensinstodinni, skila lyklinum og onytu dekkjunum til mafiosans. En fyrst thurftum vid ad na i dotid okkar a hotelinu sem vid tjekkudum okkur inn a fyrr um daginn, nema hvad ad vegurinn nidur var ofaer leigubilnum (vid forum nidur veginn a jeppanum goda) og Maggi greyid (eg er meidd i hasininni munidi haha) thurfti ad hlaupa thessa tvo kilometra nidur og upp vegin til ad saekja dotid okkar og rifast vid eigandann um ad thurfa ekki ad borga heila nott fyrir herbergi sem vid hofdum ekki notad enntha.

Klukkan 21:00, fimm og halfum tima eftir ad dekkid hafdi sprungid, vorum vid i Alona og skiludum thessum ogaefu lyklum og dekkjum af okkur, nokkrum pesoum fataekari og fundum okkur gistiheimili sem var ekki odyrt en baud upp a nokkra kakkalakka i kaupbaeti. Vid forum svo nidur a strond, fengum okkur feitt ad borda og reyndum ad sofa thratt fyrir adstaedur. Planid var svo ad fara i dag til Camiguin, sem er eyja rett hja og er full af strondum og eldfjollum, en thegar vid voknudum i morgun var eins og vid hofdum ordid fyrir valtara og akvadum vid ad skipta frekar um hotel og eyda deginum lesandi bok a strondinni sem vid og gerdum.

A morgum aetlum vid svo ad taka ferjuna yfir til Camiguin og gera eitthvad ad viti thar, kannski leigja motorhjol eda ALVORU bil!

Thangad til naest... hlustid ad vidvorunarbjollurnar i hausnum a ykkur :)

sunnudagur, október 17, 2010

Long time no blogg...

Thid verdid ad afsaka bidina a blogginu, en stundum leyfa adstaedur (internetkaffihusin frekar sagt) ekki tolvunotknum i langan tima.

EN henyways, sidast thegar ad vid "heyrdumst" var eg a Gili eyjum i thann mund ad fara i batsferd nidur til Flores eyja. Thegar vid skradum okkur i ferdina vissum vid ekki alveg hvad vid vorum ad lata plata okkur ut i. Vid vissum ad vid myndum sofa "uti" og ad thad var matur innifalinn. Ferdin myndi taka 4 daga og 4 naetur og ad vid myndum stoppa a leidinni til thess ad snorkla, solbadast, skoda komodo dreka og sja fallegar eyjar.

Vid vorum sott til Gili thar sem vid tokum bat til Lombok og thadan var okkur smalad upp i rutu og keyrt hinum megin a eyjuna thadan sem ad baturinn for fra. Vid keyptum nokkra snakkpoka, nammi, kok og bjor -thessar venjulegu naudsynjar- og svo var haldid aleidis a bryggjuna. Thetta var 21 manna hopur sem var skipt upp i tvo bata, 10 a okkar bat og 11 a hinum. Baturinn okkar saman stod af einum Islendingi, einum Svia, tveimur Polverjum, thremur Hollendingum og thremur Indonesiskum stelpum. Vid fyrstu syn virtist sem vid hofdum lent hja "rolega/norda" hopnum, en kom svo a daginn ad folkid a batnum okkar var olikt, en mjoog skemmtilegt. Tvo af Hollendingunum sem komu oll i sitt hvoru lagi urdu par fyrsta daginn, indonesisku stelpurnar kenndu okkur oll hipp og kul login sem eru vinsael i Indonesiu nuna og polska parid, o polska parid vaar algjort bio. Aedislega gott folk, sem var i thvi ad bjoda okkur ad smakka godgaetin sem thau hofdu keypt her og thar a leidinni og tha serstaklega heimabrggudu vinin sem thau keyptu i thorpum a Lombok. Madurinn var aldjor aevintyrakall en konan thvi midur minni aevintyramanneskja, vard fljott sjoveik, var med vidkvaema hud og var hraedd vid saltvatn. Madurinn var sko ekki hraeddur vid neitt og sprangadi um a speedo sundskylunni sinni um allan batinn, og leyfdi okkur stundum ad sja adeins of mikid if you know what i mean...

Fyrstu 36 timarnir voru ad visu bara bein sigling, ekki mikid stopp, i bullandi braelu og havada (en baturinn var mjog havadasamur). Eg hafdi ekki gert mer grein fyrir thvi thegar vid forum hvernig salernis adstaedurnar myndu vera um bord i batnum, hvad tha sturtumal. Kom a daginn ad klosettid var hola ut i sjo. Punktur. Eg var ekki lengi ad minnka drykkjainnkomu i likamann um helming og uda a mig ilmvatni. Eg komst ad thvi fljott eftir 24 tima og eitt piss ad thetta vaeri ekki snidug hugmynd og for thvi ad drekka meiri vokva og bara lata mig thad ad pissa i holu ut a sjo.

Naestu tveir dagarnir a batnum voru magnadir, undurfagrar eyjar, sumar hverjar eldfjallaeyjar blostu vid okkur, hofrungar siglandi medfram batnum, stoppad a hvitustu strond sem eg hef sed lengi og snorklad, badad sig i sama sjonum og pissid for ut i, gengid upp a fjoll i kring, skodad Komodo drekana a Komodo eyju og Rinca eyju, sidan var farid ad veida (en thar atti Polverjinn move aldarinnar, hann setti beituna a ongulinn, sveifladi svo linunni i hring eins og kureki og setti allan batinn i brada haettu -a sundskylunni nota bene) en haldidi ad Lafan hafi ekki landad einum (seint og sidar meir um kvoldid og hlaut eg titilinn thrjoskasta manneskjan a batnum) en eg haetti snogglega veidimennskunni thegar eg hafdi smekklega fest ongulinn nedansjavar, tosad i linuna af ollum lifs og salar kroftum med theim afleidingum ad linan slitnadi og lenti i auganu a mer. Sem betur fer tok enginn eftir thvi ad eg hafi meitt mig og thvi reyndi eg ad halda haus thratt fyrir gridarlegan sarsauka.

Thegar siglingunni lauk for allur baturinn okkar saman ut ad borda, en vid hofdum nad svo vel saman, thessi oliklegi hopur (Polverjinn maetti reyndar klukkutima of seint, hann hafdi vist farid a vitlausan veitingastad -thetta er pinulitill baer og ad eg helt ogerandi ad staersti veitingastadur baejarins gaeti farid framhja heilvita manneskju, en o ju!). Vid gistum svo sidustu nottina um bord i batnum adur en ad vid forum oll i sitthvora attina.

Vid Maggi forum a eyju fyrir utan baeinn, thar sem vid snorkludum allan daginn. Vid vorum skilin eftir a eyjunni klukkan 10 um morguninn og sott klukkan 16. Okkur var sagt ad koma med nesti med okkur thvi ad a eyjunni var akkurat ekki neitt. Sem vid og gerdum en thad sem vid gerdum ekki rad fyrir voru maurarnir sem atu hadegsimatinn okkar og gerdu hann oaetan -tha kom snakkid og Oreo kexid ad godum notum. Eftir langan dag a strondinni var svo kominn timi til thess ad fara i sturtu og gud minn godur hvad thad var gott, 5 dagar an thess ad fara i sturtu er bara ekki fyrir mig -eda oflitada harid mitt sem er enn ad jafna sig :)

Daginn eftir var svo komid ad thvi ad mjaka ser yfir til Philippseyja, en vid attum flug fra Jakarta sem var hinum megin i Indonesiu, sem thyddi thad ad vid thurftum ad fljuga fra eyjunni Flores til Jakarta, med millilendingu a hinum alraemda flugvelli a Bali. Vid nadum sem betur fer fluginu okkar, en thau eiga thad til ad frestast vegna rafmagnsleysis. Thegar vid tjekkudum inn toskurnar okkar thurftum vid lika ad vigta okkur sjalf, fyrir framan alla rodina, sem var svo skrad i sogubaekurnar. Aedislegt. En flugferdin gekk vel, finar flugvelar, engin vandraedi a Bali og thegar vid lentum i Jakarta forum vid beinustu leid a Sheraton hotelid thar sem eg for i milljon sturtur, eitt bad, horfdi a sjonvarp fram a nott, bordadi godan mat og drakk kalt kok, thvilikur dekursolahringur! Flugid okkar til Manila var ekki fyrr en a midnaetti og thvi hofdum vid naegan tima til thess ad skoda borgina og borda adeins meira godan mat og thad kom mer a ovart hversu hrein og fin borgin er og hversu vingjarnlegt folkid er lika.

Eftir langt og strangt ferdalag fra Jakarta til Manila, Manila til Dumaguete og svo batsferd fra Dumaguete til Siquijor var kominn timi til ad finna hotel og slaka a. Vid voldum Coral Kay resort hotelid sem er a strondinni og horfdum a solina setjast. Okkur leist vel a stadinn, ekki margir ferdalangar og frabaer thjonusta. Sidan forum vid ad taka eftir folkinu sem var tharna. Fyrst saum vid konu og eldri konu, sem vid vorum ekki viss hvort ad vaeru par eda ekki. Yngri konan var kaflodin a loppunum, og tha meina eg kaflodin, upp ad mjodmum og eg thurfti ad hafa mig alla vid ad stara ekki. Naesti gestur sem vid saum var eldri madur fra Thyskalandi, med plokkadar litadar augnabryr (hann hefur verid svona 60-65 ara) og 12 ara filippeyskan strak. Eg helt i vonina ad thetta vaeri sonur hans, eda sonarsonur, en su von fauk ut um gluggann thegar ad eg heyrdi gamla manninn spyrja litla strakinn hvort ad hann aetladi ad vera "sexy boy" i kvold. Eg gubbadi naestum thvi.

Vid Maggi akvadum tha ad leigja okkur morothjol naesta dag og leita ad odru hoteli, thetta var bara too much, their voru i naesta herbergi vid okkur. I stadinn fyrir ad leigja hjolin saum vid svona "beach buggie" skaergulan bil sem vid leigdum, skirdum Gulla og keyrdum hring i kringum eyjuna, skodudum hvert einasta hotel i bodi en akvadum ad vera a stadnum sem vid vorum a thar sem ad hin hotelin voru ekket skarri. Vid endudum a thvi ad eiga aedislegan dag, skoda folkid, thorpin og fallega landslagid, en allir a eyjunni voru gridarlega vingjarnlegir og krakkarnir heilsudu okkur i hverju thorpi.

Vid akvadum tha ad leigja okkur motorhjol naesta dag og leita uppi hina svokolludu "healers" sem eru natturulaeknar i San Antonio thorpinu, madur keyrir thangad, spyr um thorpsstjorann og laetur hann fylgja ser til healarans. Thegar vid komum thangad var thopsstjorinn a fundi en tveir menn, einn eldri og annar yngri fylgdu okkur i gegnum trjagrodurinn i att ad husarod thar sem ad laekninn var ad finna. Vid settumst a plaststola i steinsteypuhusi og bidum eftir laekninum, sem var vist ad leggja sig og kom fram mygladur. Hann settist nidur og laet unga strakinn tulka fyrir sig. "Hvad er ad" -uhhh vid hofdum ekki alveg hugsad svona langt, hvad aetti ad vera ad okkur? Vid vildum bara sja laekninn og thetta umhverfi, en fyrir theim var thetta alvara. "Uh... Hun er med lelega hasin og er alltaf ad drepast" segir Maggi fljott og eg hvaesi a hann med augunum. Tha fer laeknirinn ad koma vid hasinina (sem er reyndar buin ad vera handonyt alla ferdina), spyr hvenaer thetta hafi byrjad, konan hans kemur fram med oliu i jurtum, hann smyr thvi a mig og spyr hvort ad thetta se betra. "Uhhh... ja segi eg" en thad var i alvoru betra. Sidan fengum vid flosku med oliunni og spurdum hversu mikid vid skuldudum. "Thad er undir ykkur komid hvad thid viljid borga"... oh shit, hvad thydir thad? Vid akvadum ad vera rausnarleg og borga theim 500 pesoa, ekki mikid fyrir okkur en mikid fyrir thau. Nuna ber eg thess oliu a mig kvolds og morgna og adur en ad vid forum i gonguferdir, og eg verd ad segja eftir 2 daga notknun ad eg finn ekki fyrir hasininni...!

A leidinni fra natturulaekninum forum vid a bryggjuna og keyptum mida til Bohol daginn eftir, en fleiri gestir voru farnir ad lata sja sig, flestir eldri menn med ungum filippeyskum konum, einn Astrali sem sagdi okkur ad konan hans hafdi haldid framhja honum, hann kom ad theim heima hja ser, en hann kom heim snemma af sjonum. Hann brjaladist, pakkadi dotinu sinu, slokkti a simanum sinum og hvarf a hotelid okkar thar sem hann aetlar ad drekka sig fullan i 2 vikur adur en ad hann gegnur fra skilnadinum. Fleiri barnanidingar voru maettir og vid fengum nog...

Eftir 3 tima batsferd i morgun erum vid nu komin til Bohol eyju og aetlum ad skella okkur a strondina, skoda hofrunga og hakarla, leigja motorhjol og ferdast um. Hongad til hofum vid ekki sed neina barnanidinga og hasinin er i finasta lagi!

Reyni ad hafa naesta blogg styttra... bara svooo mikid ad gerast!

Knus fra verslunarmidstodinni Bohol Quality Mall
-Olof

miðvikudagur, október 06, 2010

Saelar...

Vildi bara henda a ykkur sma kvedju adur en ad vid leggjum i naesta legg ferdarinnar, en thad er 4 daga sigling fra Gili eyjum alla leid austur til Flores, med vidkomu a Komodo og Rinca... Eins og sonnum bakpokaferdalanga saemir tha er ekkert verid ad spandera i herbergi um bord i batnum, heldur munum vid gott folk sofa UTI a batnum i thessar 4 naetur sem vid verdum ad sigla. Eg er komin med allar langermapeysurnar minar og sidbuxurnar efst i ferdatoskuna, ekki ut af thvi ad eg hef ahyggjur af kuldanum, heldur vegna thess ad eg hata moskitoflugur meira en allt i thessum heimi... Svaf til ad mynda i hvitu skyrunni minni og pokabuxunum minum, inni i thunna svefnpokanum minum thvi a odyra hotelinu okkar er ekkert moskitonet ad finna. Eg svitnadi og svaf ekki mikid, en hey -thaer nadu ekki ad bita mig!

Forum i sma ferd i gaer ad snorkla um eyjarnar herna i kring, saum alls konar fiska, koral rif og saeskjaldbokur sem eru kannski thad svalasta sem eg hef sed hingad til. I thessari ferd opnadist nyr heimur fyrir mer og nuna er eg officially ordin hooked a thvi ad snorkla (naesta skref er kofun... en thegar fjarhagurinn leyfir verdur thad prufad). Eg var svo heillud af thessum heimi nedansjavar ad eg leigdi mer graejur i dag og vid forum til Gili Meno ad snorkla thar sem var einnig mjog athyglisvert.

Eftir heilan dag a strondinni var svo slappad af med goda bok og bananasheik i hond og horft a solina setjast...

Naestu dagar verda akaflega ahugaverdir... eg vona bara ad klosettid verdi meira en hola ofan i sjo... en thad er onnur saga!

Laet heyra i mer thegar vid erum komin til Flores eftir 4 daga :)

Lifid heil!!

sunnudagur, október 03, 2010

Hae ho jibby jei og jibby jei, eg er komin til Lombok a leidinni til Gili eyja :)

Um leid og eg var buin ad posta sidasta bloggi hafdi Amber nokkur, magkona Ingibjargar i Astraliu samband vid mig a fesbokinni og sagdi mer ad foreldrar hennar vaeru lika a Bali, i husinu sinu og ad eg aetti endilega ad hafa samband vid thau og hitta thau... Eg var ekki lengi ad henda mer a thad tilbod, enda thyrst i sma oryggi eftir Java ferdina okkar. Eg hringdi i Mr. Smith (en eg vissi ekki hvad hann het meira en thad) og fyrsta samtalid fer i sogubaekurnar fyrir vandraedalegheit, en hann taladi med astrolskum hreim, eg med blondu af islenskum og kanahreim, og svo var slaemt simasamband og gamli half heyrnalaus i thokkabot. Eftir fjolmargar tilraunir tokst okkur ad fa heimilisfangid, og thad mikilvaegasta nafnid a baenum sem thau voru i og svo hentum vid okkur i thad ad kaupa rutumida til Seminyak thar sem ad villan er stadsett.

Thegar vid komum thangad fundum vid okkur leigubil, syndum honum heimilisfangid og skundudum aleidis. Thegar thangad var komid horfdum vid hvort a annad, half kjanaleg og hugsudum, hvad nu? Helduru ad vid faum ad gista herna? Hvar eigum vid ad gista ef ekki her? Hvad eigum vid ad segja vid thau, vid thekkjum thau ekki neitt!!

Svo hringdum vid dyrabjollunni og letum vada, en eg er nu thekkt fyrir thad ad geta talad vid alla um ekki neitt. A moti okkur toku Steve og Marilyn, foreldrar David asamt Ben, litla brodur hans, med opnum ormum -gafu okkur bjor, en thau hafa eflaust tekid eftir kjanasvipnum a okkur. Kom a daginn ad fjolskyldan hans Dabba er med hjarta ur gulli, thau budu okkur ad gista endurgjaldslaust i flottustu villu sem eg hef sed hingad til a ferdalaginu, budu okkur ut ad borda, foru med okkur a alla turistastadina, og komu fram vid okkur eins og sin eigin born. I einu hofinu sem stadsett er uti vid sjo er hid svokallada heilaga vatn ad finna, og thar eru menn sem veita ther eilifa fegdurd og heilsu eftir ad thu hefur thvegid ther upp ut vatninu, sem eg svo sannarlega gerdi. Thad merkilega thotti mer ad hofid heitir Tanah Merah (tana meira haha). Okkur likadi svo vel tharna eftir hardraedid a Jovu ad vid endudum med thvi ad vera tharna i 3 naetur!

Planid var ad fara thadan til Ubud a Bali og sja allt sem thad hefur upp a ad bjoda (en konan i Eat, Pray, Love er i Ubud i bokinni) og thad held eg ad hafi haft ahrif a Magga, en hann vard allt i einu ekkert spenntur fyrir thvi ad fara thangad og imyndadi ser ad thar vaeru bara kjellingar a breytingarskeidinu, bitrar yfir skilnadinum, i leit ad sinum brasiliska elskhuga...

Thad var thvi akvedid ad fara aleidis til Lombok og thadan til Gili eyja, sem vid gerdum i morgun. Vid tokum ferju i 4 tima til Lombok, fundum leigubil og keyrdum til Senggigi thar sem eg sit a enn einu Sheraton hotelinu og blogga. A morgun er svo forinni heitid til Gili eyja, sem eiga vist ad vera aedislegar og ef ad svo er, tha verdum vid thar thangad til ad taninu er nad...

Fangelsisheimsokninni var frestad um oakvedinn tima, en Marilyn mamma Davids hafdi reynt ad heimsaekja hana adur en fekk ekki ad fara inn thvi ad hun tekur ekki a moti heimsoknum. Hun er vist ordin andlega veik af dvolinni, gengin i barndom og situr og sygur puttann. Astralskir laeknar eru ad reyna ad fa hana heim eda adstoda hana a einhvern hatt, an mikils arangurs.

Thangad til aelta eg bara ad senda henni goda strauma og njota thess ad vera frjals eins og fuglinn a osnortnum eyjum i Indonesiu, en mesti hausverkurinn okkar er ad finna odyr flug a milli Filippseyja og Astraliu...

Bid ad heilsa heim, reyni ad vera dugleg ad blogga fra Gili :)