sunnudagur, október 03, 2010

Hae ho jibby jei og jibby jei, eg er komin til Lombok a leidinni til Gili eyja :)

Um leid og eg var buin ad posta sidasta bloggi hafdi Amber nokkur, magkona Ingibjargar i Astraliu samband vid mig a fesbokinni og sagdi mer ad foreldrar hennar vaeru lika a Bali, i husinu sinu og ad eg aetti endilega ad hafa samband vid thau og hitta thau... Eg var ekki lengi ad henda mer a thad tilbod, enda thyrst i sma oryggi eftir Java ferdina okkar. Eg hringdi i Mr. Smith (en eg vissi ekki hvad hann het meira en thad) og fyrsta samtalid fer i sogubaekurnar fyrir vandraedalegheit, en hann taladi med astrolskum hreim, eg med blondu af islenskum og kanahreim, og svo var slaemt simasamband og gamli half heyrnalaus i thokkabot. Eftir fjolmargar tilraunir tokst okkur ad fa heimilisfangid, og thad mikilvaegasta nafnid a baenum sem thau voru i og svo hentum vid okkur i thad ad kaupa rutumida til Seminyak thar sem ad villan er stadsett.

Thegar vid komum thangad fundum vid okkur leigubil, syndum honum heimilisfangid og skundudum aleidis. Thegar thangad var komid horfdum vid hvort a annad, half kjanaleg og hugsudum, hvad nu? Helduru ad vid faum ad gista herna? Hvar eigum vid ad gista ef ekki her? Hvad eigum vid ad segja vid thau, vid thekkjum thau ekki neitt!!

Svo hringdum vid dyrabjollunni og letum vada, en eg er nu thekkt fyrir thad ad geta talad vid alla um ekki neitt. A moti okkur toku Steve og Marilyn, foreldrar David asamt Ben, litla brodur hans, med opnum ormum -gafu okkur bjor, en thau hafa eflaust tekid eftir kjanasvipnum a okkur. Kom a daginn ad fjolskyldan hans Dabba er med hjarta ur gulli, thau budu okkur ad gista endurgjaldslaust i flottustu villu sem eg hef sed hingad til a ferdalaginu, budu okkur ut ad borda, foru med okkur a alla turistastadina, og komu fram vid okkur eins og sin eigin born. I einu hofinu sem stadsett er uti vid sjo er hid svokallada heilaga vatn ad finna, og thar eru menn sem veita ther eilifa fegdurd og heilsu eftir ad thu hefur thvegid ther upp ut vatninu, sem eg svo sannarlega gerdi. Thad merkilega thotti mer ad hofid heitir Tanah Merah (tana meira haha). Okkur likadi svo vel tharna eftir hardraedid a Jovu ad vid endudum med thvi ad vera tharna i 3 naetur!

Planid var ad fara thadan til Ubud a Bali og sja allt sem thad hefur upp a ad bjoda (en konan i Eat, Pray, Love er i Ubud i bokinni) og thad held eg ad hafi haft ahrif a Magga, en hann vard allt i einu ekkert spenntur fyrir thvi ad fara thangad og imyndadi ser ad thar vaeru bara kjellingar a breytingarskeidinu, bitrar yfir skilnadinum, i leit ad sinum brasiliska elskhuga...

Thad var thvi akvedid ad fara aleidis til Lombok og thadan til Gili eyja, sem vid gerdum i morgun. Vid tokum ferju i 4 tima til Lombok, fundum leigubil og keyrdum til Senggigi thar sem eg sit a enn einu Sheraton hotelinu og blogga. A morgun er svo forinni heitid til Gili eyja, sem eiga vist ad vera aedislegar og ef ad svo er, tha verdum vid thar thangad til ad taninu er nad...

Fangelsisheimsokninni var frestad um oakvedinn tima, en Marilyn mamma Davids hafdi reynt ad heimsaekja hana adur en fekk ekki ad fara inn thvi ad hun tekur ekki a moti heimsoknum. Hun er vist ordin andlega veik af dvolinni, gengin i barndom og situr og sygur puttann. Astralskir laeknar eru ad reyna ad fa hana heim eda adstoda hana a einhvern hatt, an mikils arangurs.

Thangad til aelta eg bara ad senda henni goda strauma og njota thess ad vera frjals eins og fuglinn a osnortnum eyjum i Indonesiu, en mesti hausverkurinn okkar er ad finna odyr flug a milli Filippseyja og Astraliu...

Bid ad heilsa heim, reyni ad vera dugleg ad blogga fra Gili :)

3 ummæli:

Ágústa S. sagði...

Að lesa bloggið þitt er eins og að vera húkt á glæstum vonum bara miklu skemmtilegra maður veit aldrei hvað gerist næst og bíður alltaf spenntur eftir næstu færslu :)
Er byrjuð að plana partý með þér um jólin ;)
Góða skemmtun á bið að heilsa Magga :) Kveðja Ágústa

Nafnlaus sagði...

Vá... það er svo gaman að lesa bloggin þín. Þú ert snillingur. :) Ég fór að sjá Eat, love, pray í gærkvöldi og ég fylltist löngun að fara í heimsreisu þegar ég gekk út. Ekkert smá falleg myndataka og Bali bara falleg. langar bara að fara þangað. En allavega gott að fá fréttir af ykkur öðru hvoru. Haltu áfram að vera svona frábær dúllan mín. Sakn sakn.
Bjögga

Lafan sagði...

Takk fyrir sykurpudar...

haha glaestar vonir Agusta, thu ert fyndin -party it is!! :)