miðvikudagur, september 29, 2010

Jaeja gott folk, er ekki kominn timi a blogg?

Sidast thegar leidir okkar skildu sat eg vid tolvu nokkra a luxus hotelinu Sheraton i Yogyakarta, i thann mund ad fara ad skoda 1200 ara gamalt hof og boka okkur i tvofalda eldfjallaferd.

Hofid, sem heitir Borobudu og er stadsett rett fyrir utan borgina var alveg hreint magnad, enda ekki a hverjum degi sem ad madur ser svona stad mef eins mikla sogu og Borobudu. Vid forum ad radum Lonly Planet i thetta sinn, tokum rutu a stadinn -alveg sjalf og sporudum fullt af pening- og gengum svo um thennan magnada stad. Vid forum a sunnudegi og thvi var mikid um manninn a stadnum, serstaklega mikid af heimamonnum, sem eg held ad sjai ekki mikid af hvitu folki thvi thad var sispyrjandi mig, og adra um myndir af ser med manni. Kannski var eg bara eitthvad skrytin, veit thad ekki, en eg let ad sjalfsogdu ekki bjoda mer thad tvisar, posadi med folkinu og bad Magga um ad smella einni lika :)

Thar sem ad borgin sjalf er ekkert til ad hropa hurra fyrir, vorum vid ekki lengi ad boka okkur ferd um eldfjollin a Java eyjunni, og svo var eg lika haett ad finna fyrir einum einasta vodva i likamanum eftir strandarleguna og luxushotelid. Vid vorum sott a hotelid klukkan half niu um morguninn og framundan var 11 klst akstur ad hotelinu hja Bromo eldfjallinu. 11 klukkustundirnar urdu ad lokum 13, en bilstjorinn tok upp a thvi ad leggja sig eftir hadegismatinn (skarra ad koma seint en ad vera daudur ekki satt?). Vid komum thvi rumlega niu ad hotelinu, fengum verstu supu sem eg hef a aevinni smakkad (og skiladi svo pent um nottina) og forum beint ad sofa, en thad var raes klukkan 3:15 og brottfor 3:45 upp ad eldfjallinu til thess ad na solarupprasinni. Jepparnir toku okkur alla leid upp ad utsyninspalli fyrir ofan eldfjallid og thar horfdum vid a solina koma upp, uppi a indonesisku fjalli, alveg eins og i biomynd!

Eftir solarupprasina var svo ekid nidur ad eldfjallinu sjalfu og thad klifid (fyrir alla nema mig var thetta ekkert mal, en eg er engin fjallakona og skammast min fyrir ad segja ad eg fekk hardsperrur i laerin eftir allar 250 troppurnar upp ad gignum!). Landslagid var keimlikt Islandi og eg verd ad vidurkenna ad eg fekk sma sting i hjartad af soknudi...

Ad thvi loknu var haldid upp a hotel ad nyju, fengid ser morgunmat (sem var verri en supan og thvi akvad eg ad gefa maganum bara fri og vera a kok-og-vatn kur fram ad hadegismat), pakkad nidur og haldid afram a naesta afangastad, Ijen fjall. Vid fengum nyjan bilstjora i tha ferd sem thurfti enga leggju og keyrdi eins og vindurinn. Su ferd tok taepa 7 tima og klukkan 17 vorum vid komin a naesta hotel. Thad kom sma babb i batinn hja Petursdottir og Oppenheimer thegar thangad var komid, en allar tvaer milljonirnar sem vid hofdum tekid ut i Yogyakarta voru ad verda bunar, vid attum bara nog fyrir einni maltid og inngongumidunum ad eldfjallinu (hver maltid kostar a bilinu 25-50.000) en a thessum slodum er liklegra ad rekast a einhvern fra Grindavik en hradbanka. Folkid a hotelinu fann til med okkur og leyfdi okkur ad borga fyrir einn kvoldverd og gafu okkur tvo! Hann var meira ad segja ekki vondur (ekki godur heldur, en hey, eg helt honum nidri!). Yndislegt folk alveg.

Annad merkilegt gerdist a thessu hoteli, eg fekk mer kaffi og fannst thad gott! Kannski var thad ferdalagid i litlu rutunni, ojofnu vegirnir eda thad ad eg vaknadi klukkan 3:15 nottina adur, en kaffid fannst mer gott. Kom svo a daginn ad kaffid goda sem eg drakk med mikilli innlifun var ekkert venjulegt kaffi, heldur Java kaffi, eitt thad dyrasta i heiminum. En thad er bruggad thannig ad einhverskonar dyr sem er mitt a milli kattar og apa etur kaffibaunirnar.... og... og... skilar theim svo! Thannig myndast thetta serstaka bragd... kattar-apa-skita-kaffibaunir!

Kaffid for vel i mig og klukkan 21 var kominn hattatimi thvi ad naesta raes var klukkan 4 um nottina. Einhverra hluta vegna fannst mer thetta ekkert mal, vaknadi hress og kat, fekk mer morgunmat og kattar-apa-skita-kaffibauna-kaffi og gekk galvosk ut i daginn/nottina.

Solin var vel komin upp thegar vid komum ad Ijen fjallinu klukkan halfsex um morguninn. Thar hofst gangan fyrir alvoru, 3 km brattur vegur upp ad Ijen loninu sem lyktadi og leit ut eins og Blaa Lonid, nema thad var ofan i eldfjallagig hatt uppi a fjalli. Gangan gekk agaetlega fyrir sig eg gekk bara haegt og orugglega -seint koma sumir en koma tho! Belgi nokkur sem vid hofdum hitt deginum adur og sagdi okkur fra kaffinu goda sagdi vid mig thegar vid komum upp -thetta er alveg eins og Island, hvad ertu ad gera herna? God spurning, en fegurdin tharna uppi var gridarleg, alveg eins og heima (minus rokid og rigninguna og eg fekk meira ad segja sma roda i kinnarnar af solinni).

Eftir gonguna var enn og aftur forinni heitid i litlu rutuna godu sem skiladi okkur svo ad ferjunni fra Java eyju yfir til Bali. Vegna peningavandraedanna var hadegismatnum sleppt og vatnid drukkid thar ad vid komum ad ferjunni 2 timum seinna. Thar tokum vid ut pening, en slepptum ad borda thvi vid thurftum ad na ferjunni. Sidan rottudumst vid okkur saman vid adra bakpokaferdalanga vid hofnina i Bali og tokum adra litla rutu saman til Lovine strandar thar sem eg sit nu vid internetkaffihus og hripa thessi ord a lyklabordid.

Planid er ad vera herna i einn til tvo daga og halda svo aleidis til Umud sem er meira inn i landinu og ad lokum sudureftir i att til Denpansar og svo til Lombok og Gili eyja.

Hef thetta ekki meira i bili... enda thetta med sma skodanakonnun, aetti eg ad heimsaekja konuna sem eg var ad lesa um (Schapelle Corby, daemd i 20 ara fangelsi fyrir ad smygla 4.2 kg af marijuana inn i Bali en hun thvertekur fyrir ad hafa att) og er i fangelsinu herna a Bali?

Lafan out :)

4 ummæli:

Gebba sagði...

ahh jess alltaf gaman ad sja nytt blogg :D Nu getur maður farið ad bjoda þer i kaffi bara;)
Þvílika ævintyrið hja ykur :)
En ja heimsottu kellu i fangelsinu!! :) Og taktu eina pósu med henni ;)

Klara Dögg sagði...

Ohh gili eyjar eru æði. Engir bílar!! Reyndar engin almennileg strönd heldur, bara svona grjótstrendur, en í staðinn eru sundlaugar hjá köfunarbúllunum :) og maturinn þar er góður :) Bananapancakes í morgunmat og svona :)

Erla Ósk sagði...

Mamma segir að þú eigir ekkert að vera að heimsækja þetta fangelsi... ég held ég se bara sammála henni :)
Takk fyrir yndislega skemmtileg blogg!

Nafnlaus sagði...

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með ævintýrinu hjá ykkur!
Er alveg sammála mömmu þinni um að þú eigir að halda þig frá fangelsinu:)
Njótið lífsins.
Kveðja Guðrún Erla